Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, tekur við geisladiskunum Frá draumi til
draums, úr hendi formanns Kammermúsíkklúbbsins, Guðmundar W. Vilhjálmssonar. Lengst til vinstri er
Runólfur Þórðarson, einnig frá Kammermússíkklúbbnum.
Kammermúsíkklúbburinii færir
tónlistarskúlum geisladiska
Fyrirlestr-
ar og nám-
skeiðíLHÍ
ÞORVARÐUR Árnason, sérfræð-
ingur hjá Siðfræðistofnun HI og
doktorsnemi í siðfræði og fagur-
fræði náttúrunnar, flytur fyrirlest-
ur er nefnist: „Sá ég ei fyrr svo
fagran jarðargróða" mánudaginn &
nóvember kl. 12.30 í stofu 24, LHÍ í
Laugamesi.
Halldór Björn Runólfsson list-
fræðingur fjallar um andstæðurnar
í afstöðu okkar íslendinga til nátt-
úrunnar í LHÍ í Skipholti 1, stofu
113, kl. 12.30, miðvikudaginn 10.
nóvember.
Námskeið
Leifur Þorsteinsson ljósmyndari
og umsjónarmaður tölvuvers LHI
leiðbeinir á námskeiðinu Mynd-
vinnsla III. Photoshop, sem hefst
mánudaginn 8. nóvember. Þetta er
framhald af námskeiðunum Mynd-
vinnsla I. og II. Kennt er í tölvuveri
Listaháskóla íslands, Skipholti 1.
Á námskeiðinu Rýmishönnun,
sem hefst 10. nóvember, verða
kynntir helstu frumþættir hönnun-
ar og hvernig þeir koma fram í allri
hönnun. Kennari er Elísabet V.
Ingvarsdóttir innanhússarkitekt
FHI. Kennt verður í húsnæði
Listaháskóla íslands, Skipholti 1,
stofu 113.
-------------
Mynd-
listarsýning
í 12 tónum
GUÐMUNDUR Björgvinsson opn-
ar málverkasýningu í 12 tónum, á
horni Barónsstígs og Grettisgötu á
laugardag kl. 15.
Að þessu sinni sýnir Guðmundur
akrýlmálverk í bland við gamla
„standarda“.
Kammermúsíkklúbburinn gaf
nýverið öllum tónlistarskólum
landsins eintak af fyrstu útgáfudis-
kum klúbbsins, Frá draumi til
draums. Upptökumar voru gerðar
á tónleikum á árinu 1997 en þá
fagnaði klúbburinn 40 ára afmæli
sínu. Gefnir voru út tveir geisladis-
kar með úrvali af upptökum afmæl-
isársins og sá Mál og menning um
útgáfuna fyrir Kammermúsíkk-
lúbbinn.
Nafn þessara iyrstu diska er
dregið af einu verkanna á þeim,
strengjakvartett Jóns Nordals,
Frá draumi til draums, sem hann
samdi að ósk Kammermúsíkk-
lúbbsins í tilefni af 40 ára afmælinu.
Að auki má þar heyra Strengja-
kvartett í D-dúr, Lævirkjann, eftir
Joseph Haydn, Tvö söngljóð eftir
Johannes Brahms, Kvintett fyrir
blásturshljóðfæri eftir Carl Niels-
en, Strengjakvartett í C-dúr eftir
Ludwig van Beethoven og Kvintett
fyrir klarinett og strengi eftir
Johannes Brahms.
Að sögn Guðmundar W. Vil-
hjálmssonar, formanns Kammerm-
úsíkklúbbsins, hyggjast menn þar á
bæ halda áfram að gefa út tónlist á
diskum en nú er í undirbúningi út-
gáfa með úrvali af hljóðritunum
tónleika síðasta starfsárs. Segir
Guðmundur það von forsvars-
manna klúbbsins að með þessu
móti verði til gott safn þess besta
sem gerist í flutningi kammertón-
listar á Islandi. Hann segir enn-
fremur að upptökumar séu mjög
góðar. „Á þeim er mjög lítið af göll-
um þess að tekið sé upp á tónleik-
um og yfirleitt allir kostir þess,"
segir hann.
Gott fordæmi mikilvægt
„Okkur finnst mikilvægt að
koma þessari tónlist inn í skólana,
þannig að nemendur hafi aðgang að
henni og ekki síður að þeir hafi að-
gang að þessum tónlistarmönnum.
Maður heyrir oft í útvarpinu vitnað
til flutnings hér áður íyrr en svo er
því gjaman bætt við að því miður
séu engar upptökur til. Það hlýtur
að vera afskaplega gott fyrir nem-
endur að hafa gott fordæmi þegar
þeir em að læra, sérstaklega ef þeir
geta hlustað saman og kennarinn
hlustað með þeim," segir hann.
Segir Guðmundur það ætlun
klúbbsins að halda uppteknum
hætti við útgáfu á næstu geisladisk-
um og senda eitt eintak í hvern
tónlistarskóla. Fyrstu diskagjöf-
inni hefur verið vel tekið í skólun-
um og segir Guðmundur að klúbbn-
um séu þegar farin að berast bréf
frá þeim, þar sem forsvarsmenn
skólanna lýsa ánægju sinni yfir
framtakinu.
Frjáls leik-
ur í Bilum
og list
SIGURRÓS Stefánsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Bflum og list á
Vegamótastíg 4 á laugardag kl. 16.,
Yfirskrift sýningarinnar er Á
ferð og er meginþemað frjáls leikur
með línur og form sem listamaður-
inn upplifir úr umhverfinu og reyn-
ir að tengja útfærslu myndanna við
það sem ,ber daglega fyrir augum,
segir í fréttatilkynningu.
Myndimar eru unnar með olíu á
striga og eru allar til sölu.
Sigurrós útskrifaðist frá Mynd-
listaskólanum á Akureyri vorið
1997 og er þetta hennar níunda
einkasýning, en hún hefur einnig
tekið þátt í samsýningum.
Sýningunni lýkur 25. nóvember.
------♦ ♦♦------
Þrír kórar
í Bústaða-
kirkju
ÞRÍR kórar halda sameiginlega
tónleika í Bústaðakirkju á morgun,
laugardag, kl. 17. Það er Skagfirska
söngsveitin í Reykjavík, undir
stjóm Björgvins Þ. Valdimarsson-
ar, Söngsveit Hveragerðis, stjórn-
andi Margrét Stefánsdóttir og
Kveldúlfskórinn í Borgamesi, undir
stjóm Ewa Tosík Warszawíak.
Undirleikarar em Sigurður Mar-
teinsson og Svana Vfldngsdóttir.
Einsöngvarar með Skagfirsku
söngsveitinni era Óskar Pétursson,
Kristín R. Sigurðardóttir og Guð-
mundur Sigurðsson.
Efnisskrá tónleikanna era bæði
innlend og erlend lög. Skagfirska
söngsveitin mun kynna og syngja
lög af nýrri geislaplötu kórsins, sem
heitir Nú ljómar vorsins ljós.
Lífsgleði og skoðanir
Skáldið Erik Knudsen er í hópi kunnustu ljóðskálda í Danmörku.
Að mati Arnar Ólafssonar lætur honum betur að yrkja fríljóð í
anda myndgervinga en baráttuljóð gegn stríði.
ERIK Knudsen fæddist 1922, og
hefur lengi verið í fremstu röð
danskra ljóðskálda. Hann sendi frá
sér fyrstu ljóðabók sína 1945, og
bar hún merki stríðsáranna. Áber-
andi andstæður era milli æsku og
lífsgleði annarsvegar, en hinsvegar
er í bakgranni alvara átakanna,
sem gleypa suma vinina. Rnudsen
gaf títt út ljóðabækur á þessum ár-
um, árlega eða annað hvert ár, og
vora ljóðin mjög í þessum dúr, rím-
uð og með reglubundinni hrynj-
andi. En æ meira varð um frfljóð.
Hér er eitt lífsgleðiljóðið frá þess-
um tíma:
Allir vilja vera guðir
Allir vilja vera
allir vilja gefa
sterkara líf aftur
geta böm, byggja hallir, semja sónhendur.
Ogleði
að gleypa heiminn
og spúa honum út í dýrlegu flúri
að rista nafn sitt í hæsta tréð.
Knudsen varð ritstjóri menning-
artímarits og síðan lýðháskóla-
kennari í þrjá áratugi. Hann er tal-
inn hafa endumýjað
samfélagsgagnrýna revíugerð 1961
með Frelsið gullið besta, og hefur
sent frá sér töluvert af leikritum
auk ljóðabókanna, alls, eru þetta
nær fjórir tugir verka. Á 25 ára af-
mæli hans sem ljóðskálds, 1970,
birtist ágætt eigið úrval ljóða hans.
Þar ber mikið á myndrænum brot-
um, í óljósu samhengi, t.d. í eftir-
farandi ljóði. Fiskamir eru hver
með sínu sérkennilega móti, en mér
sýnist ljóst að þeir eru fyrst og
fremst táknmyndir hugarflugs.
Þannig verða t.d. skýin táknmynd
kynóra. Ekki gat ég skilið til hvers
ártalið ætti að vísa, ekki einu sinni
með aðstoð lærðustu vina, svo ég
hringdi í skáldið, sem svaraði eitt-
hvað á þessa leið: „Já, þetta er allt-
of myrkt. Þetta er fínleg vísun til
þess að Staffeldt varð fyrstur
danskra skálda til að mótast af
rómantísku stefnunni, en Oehlen-
schláger varð á undan honum með
ljóðabók í þeim anda, 1803, svo þeg-
ar ljóðasafn Staffeldts kom út 1804,
missti það af meginathyglinni.
Þetta fjallar um að koma á réttum
tíma eða koma of seint.“
Mér virðist þá að ljóðið megi
túlka sem myndgervingu eða sviðs-
setningu þess að yrkja. Skáldið un-
ir við sitt starf, enda þótt hann
búist ekki við því að verða talinn í
fremstu röð.
Fiskar
Undarlegir fiskar frá ferskvatni ímyndun-
araflsins:
Örlitlir líkt og eldflugur, stórir gráir,
gljúpireinsogvikur,
Gulir, flekkóttir,
nokkrir fjólubláir með bæn á vör.
Einn brúnn og nötrar eins og kálfslifur,
annar
Bleikur og gagnsær, röntgenmynd sjálfs
sín.
Já, það er spennandi að draga net
Aleinn í bannaða skóginum
Líða rólega í báti sínum
Og vingast við gullsmiði og þrýstin ljós-
hærð ský.
Sjá hvað þau sprikla í netinu, þessi undar-
legu dýr.
Óæt, en ég fæ mig ekki til að henda þeim
útbyrðis.
Ég á gamalt fískabúr heima,
Módel 1804.
Allt öðruvísi er eftirmælaljóð,
einfalt og auðtekið, allt á lágu nót-
unum: Rökkrið fellur á samtímis
lauffalli, það setur dauða föðurins á
svið, ef svo mætti segja, en hvers-
vegna er talað um stjömurnar eins
og vind? Þær era fulltrúar hins
stóra, umheimsins með vægðar-
lausan næðing gagnvart þessari
kyrrð nærmyndarinnar, sem er að
tortímast.
Kveðja
Eins og þú stóðst þama bak við rúðu
sjúkrahússins
Með skýrt ljós haustsins yfir andlitið
Rólegur frammi fyrir hinsta vetri þínum
Þannig, pabbi, skal ég alltaf muna þig.
Augu þín vildu ekki sleppa okkur
En myrkrið féll með laufinu
Við gengum heim undir blásandi stjörnun-
um
Og þú gekkst inn til eigin hugsana.
Knudsen varð einn helsti leiðtogi
víðtækrar andstöðu gegn stríðs-
rekstri Bandaríkjamanna í Víetn-
am. En því miður lét hann ekki þar
við sitja, heldur lagði ljóðagerð sína
líka í baráttuna. Þar fylgdi hann
reyndar tísku sem þá reið yfir öll
Norðurlönd og víðar, að yrkja „opin
ljóð“, auðskilin, og um nærtæk efni
fyrir almenning. Þetta gekk mönn-
um mjög misjafnlega, en hjá Knud-
sen varð útkoman þvflík flatneskja
á áranum fram yfir miðjan níunda
áratuginn, að leita verður sérstakra
skýringa. Nú er margt af þessu
tækifærisljóð, ort í dagblöð við sér-
stakt tilefni. Þá hefur þótt best að
hafa allt auðtekið og ljóst. En ann-
ars virðist mér að hann hafi þá ver-
ið tröllriðinn af fyrirmynd sem átti
ekki við hann, þ.e. hann var að
reyna að vera eins og Bertolt
Brecht. Ég er auðvitað ekki að
finna að skoðunum mannsins, held-
ur hinu, að í ljóð sín setti hann al-
mennar hugmyndir í stað persónu-
legrar skynjunar og sköpunar.
Knudsen sneri svo enn við blað-
inu á seinni hluta níunda áratugar-
ins, sendi frá sér Ijóðabækur af
fyrra tagi, myndræn, brotakennd,
oft módem ljóð. Þetta vora bæk-
urnar Orð frá Humlebæk 1986,
Heima í völundarhúsinu, 1988, og
Sandur, 1990. í þeirri síðastnefndu
ber nokkuð á ljóðmyndum frá
ferðalagi um grísku eyjarnar, þar
er stefnt saman fornum grískum
goðsögum og nútímalífi Vestur-
landabúa.
Eftirfarandi prósaljóð stillir
saman andstæðum orðalags. Talað
er um raunhyggju (pósitívisma) og
mælsku eins og það væri villutrú.
En svo hlægilegar sem slíkar ása-
kanir eru, og þá líka óskiljanleg
reiði mælanda yfir þeim, þá er
málsvörnin það ekki síður; mælandi
niðurlægir sig eins og hann getur.
Arkadía er nafn héraðs í Grikk-
landi, þaðan komu margir hjarð-
menn, sem ortu hjarðljóð um yndi
æskuslóðanna, og því hefur þetta
orð þúsöldum saman fyrst og
fremst merkt sælustað. Því mun
flestum lesendum ljóðsins þykja
mótsögn í að tala um Ytri Arkadíu,
eins og það væri Mongólía eða
Rangárvellir. Og þótt menn geti
sólundað ýmsum heimafengnum
auði, þá er kunnátta í eigin tungum-
áli ekki af því tagi.
Heimkominn eftir erfiða ferð til
Ytri-Arkadíu er mér bent á að ráð-
ist hafi verið á mig í dagblöðunum
fyrir tilraunir til að útbreiða raun-
hyggju og mælsku í fjölmennum
þjóðfélagshópum. Ég flýti mér að
stimpla þessar ásakanir sem
skammarlegar og ósanngjarnar, ég
sem hvorki get vegið né mælt, lýst
né skipað niður sundurlausum at-
hugunum mínum, ég sem hef sól-
undað málgáfunni, ég með mitt
djúpstæða öryggisleysi í formi, sem
er svo gagngert neikvæður og
grautarlegur, pöddulegur, sundur-
laus hringekjustjóri ... fáránlegt!
svívirðilegt! að ég skuli ataður slík-
um auri á ævikvöldi mínu, í niður-
dröbbuðu húsi, vinalaus, bara mín
Síðan hefur víst ekkert birst eftir
skáldið, enda kveður hann lesendur
með síðustu ljóðum Sands. Þar
vitnar hann mjög í myndlistarverk
samtímamanns síns Beuys, sem
settu svip á áttunda áratuginn,
rúmmyndir gerðar úr algengum
hlutum, ferðatöskum, ritvélum, o.fl.
af því tagi. En það á ekki síður við
um ljóðagerð Knudsens sjálfs að
skapa list úr hversdagslegasta um-
hverfi.
Minntímilíður
einsogJosephBeuys
og samlokur hans úr flóka
án þess að skilja eftir sig skán eða
mylsnu í vösum og holrúmum
sem ekki einu sinni loðir við
af sjálfu sér og sárabindi
íneyðvaxpylsur
eggjabakkar sem ekið var yfir sem og
brúttó
notaðar ullarpeysur freyða inn
undir skini Létt og laggott
Minn tími líður
Minn tími líður út af
Gottogvel.