Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 39
Samstarf leik-
skóla og foreldra
Á SÍÐASTA fundi borgarstjóm-
ar Reykjavíkur sagði borgarstjóri,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eitt-
hvað á þá leið að það væri sjálfsögð
þegnskylda foreldra að taka þátt í
því starfi sem fram fer á leikskólum
barna þeirra. Eins og vænta mátti
hafa ummæli þessi vakið nokkra at-
hygli og umræður og sýnist þar sitt
hverjum. Pólitískir andstæðingar
hafa lesið úr ummælunum ílótta
meirihlutans frá starfsmannavanda
leikskólanna, aðrir bent á takmark-
aða möguleika foreldra vegna
vinnuskyldu annars staðar og enn
aðrir sagt sem svo að fyrst borgin
væri á annað borð að bjóða upp á
þessa þjónustu þá ætti hún að
skammast til að sjá um þana sjálf
án afskipta foreldra. I sjálfu sér em
viðbrögð sem þessi skiljanleg, sér-
staklega í ljósi þess erfíða ástands
sem nú ríkir á sumum leikskólum
borgarinnai- enda setja menn hug-
myndina ósjálfrátt í það samhengi.
I mínum huga er hér afturámóti
um allsendis óskyld mál að ræða og
illt til þess að vita ef hugmyndin um
aukna þátttöku foreldra í starfi
leikskóla Reykjavíkur verður af-
greidd sem ódýr
skyndilausn á því
ástandi sem nú ríkir.
Hér býr einfaldlega
miklu meira að baki
og því nauðsynlegt að
menn reyni að ræða
málið óháð þeim
starfsmannavanda
sem leikskólarnir nú
búa við. Einungis
þannig komumst við
að kjama málsins og
getum náð niður-
stöðu um það hvort
hugmyndin sé
skynsamleg eða ekki,
þó vissulega gæti hún
eitthvað hjálpað í
þeim starfsmannavanda sem nú er
við að etja.
Miklir kostir og möguleikar
Sjálfur hef ég orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að taka þátt í rekstri
leikskóla þar sem þátttaka foreldra
var mikil og raunar skilyrði fyrir
plássi. I gegnum þetta starf hef ég
sannfærst um mikla kosti þess að
foreldrar taki virkan þátt í því
starfi sem fram fer á
leikskólum barna
þeirra og mæli eindreg-
ið með slíku fyrirkomu-
lagi þar sem því verður
við komið. Nánari
kynni foreldranna og
starfsfólks leikskólans
auka til muna allan
skilning á aðstæðum
barnanna, árekstrar
vegna mismunandi
uppeldisaðferða og
lundarfars bamanna
minnka og auðveldara
verður að taka á ýms-
um félagslegum þáttum
starfseminnar þegar
foreldrar þekkja til að-
stæðna og ekki síst daglegra leikfé-
laga barna sinna. Ef rétt er á mál-
um haldið getur síðan þátttaka
foreldranna og aukin samskipti
þeirra á milli aukið samheldni og
vináttu barnahópsins og orðið
gmndvöllur vináttu langt út fyrir
landamæri leikskólans svo ein-
hverjir kostanna séu nefndir.
Til að ná þessu fram þarf hvorki
að verða mikil breyting á starfsemi
Hrannar B.
Arnarsson
Sannleiksást
ráðherrans
Á ALÞINGI nýverið upplýsti fé-
lagsmálaráðherra að 1.500 fjöl-
skyldur eða einstaklingar biðu eftir
leiguíbúð og þegar á þessu ári væri
þriðjungi af þeirri þörf
svarað. M.ö.o. að þegar
á þessu ári yrðu ná-
lægt 500 af þessum
einstaklingum og fjöl-
skyldum komnar í
leiguhúsnæði. Á móti
nefndi ráðherrann að á
árunum 1991-1997
hefði aðeins verið veitt
lán til 270 íbúða.
Ráðherrann hag-
ræðir
sannleikanum
Svo mjög hagræðir
ráðherrann staðreynd-
um að ekki verður hjá
því komist að draga
fram í dagsljósið sann-
leikann í málinu. Miðað við þær töl-
ur sem liggja fyrir hjá sveitarfélög-
um og félagasamtökum er líklegra
að á biðlistum séu um 2.000 fjöl-
skyldur en ekki 1.500 eins og ráð-
herrann heldur fram. Á árunum
1988-1995, það er þegar jafnaðar-
menn fóru með félagsmálaráðun-
eytið, voru veitt að meðaltali lán á
hverju ári til tæplega 600 nýrra fé-
lagslegra íbúð, auk lána til um 800-
900 endursöluíbúða. Nálægt helm-
ingur þessara nýju félagslegu
íbúða, eða um 300 á ári, voru leigu-
íbúðir sem lánað var til með 1%
vöxtum. Aftur á móti má nefna að á
árinu 1997, eftir að Framsóknar-
flokkurinn var farinn að stjóma
ráðuneytinu, fengu sveitarfélögin
einungis lán til 49 leiguíbúða og á
árinu 1998 til 39 leiguíbúða. Lán til
leiguíbúða fyrir félagasamtök
detta niður í 29 á árinu 1997 en á
árunum 1990-1995 höfðu félaga-
samtök fengið að meðaltali 130
leiguíbúðir.
Gífurleg hækkun
á íbúða- og leiguverði
Félagslega íbúðakerfinu var lok-
að um sl. áramót. Það ásamt fólks-
flutningum frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins hefur leitt
til um 20% hækkunar á íbúðum.
Þannig þarf fólk sem er að kaupa
sína fyrstu íbúð að greiða sem
svarar 1.200-1.500 þúsund kr.
meira en á sl. ári fyrir 2-3 her-
bergja íbúð. Auk þess hefur lokun
félagslega kerfisins leitt til þess að
leiguverð hefur
hækkað gífurlega og
eru ekki óalgeng
dæmi um 60 þúsund
króna mánaðarleigu
fyrir litla íbúð.
Vextir á leiguíbúð-
um rúmlega
þrefaldast
Ráðherrann upp-
lýsti á Alþingi að á
þessu ári yrði veitt
lán til þriðjungs
þeirra einstaklinga
og fjölskyldna sem
eru á biðlistum eftir
leiguíbúð eða til 470
íbúða. Staðreyndin er
þessi. Á þessu ári er
aðeins veitt lán til 120 leiguíbúða
með 1% vöxtum, en það eru þau
vaxtakjör sem gilt hafa árum sam-
Leiguhúsnædi
Það leysir ekki vanda
þeirra sem búa við
neyðarástand í húsnæð-
ismálum, segir Jóhanna
Signrðardóttir, að ráð-
herrann hagræði tölum
og villi um fyrir fólki til
að breiða yfir afleiðing-
arnar af lokun félags-
lega húsnæðiskerfisins
an fyrir leiguíbúðir. Félagasamtök
fá 40 af þessum 120 leiguíbúðum.
Aðrar af þeim íbúðum sem ráð-
herrann lofar eru með allt að 3,2%
vöxtum, sem eru hærri vextir en
nokkru sinni hafa þekkst í félags-
lega íbúðakerfinu, hvort sem í hlut
áttu eignaríbúðir eða leiguíbúðir.
Tæplega 200 af þessum 470 íbúð-
um eru einnig háðar því að sveitar-
félögin breyti eldri íbúðum sem
Jóhanna
Sigurðardóttir
þau fá til innlausnar í leiguíbúðir.
Fróðlegt er að sjá hvort svo verð-
ur, því þær leiguíbúðir eiga að bera
2,4% vexti, en á þremur árum
1996-1998 komu sveitarfélögin að-
eins á fót alls 150 leiguíbúðum þó
eingöngu væri 1% vextir af lánum
til þeirra.
Skellur fyrir
félagasamtök
Athyglisvert er að hækkun á
vöxtum á leiguíbúðum úr 1% í 3,2%
bitnar helst á félagasamtökum.
Stjórn íbúðalánasjóðsins virðist
stýra leiguíbúðum með háum vöxt-
um til félagasamtaka, en flestar
lánveitingar til félagasamtaka eins
og námsmanna og öryrkja bera
3,2% vexti. Þessi háu vaxtakjör
hljóta að hækka verulega leiguna
og ljóst að stór hluti þeirra sem nú
eru á biðlistum eftir leiguíbúðum
mun ekki ráða við slíka hækkun.
Með þessu sparka stjórnvöld í þá
sem síst skyldi, en félagasamtök
eins og Öryrkjabandalagið og Fé-
lagsstofnun stúdenta hafa komið
upp miklum fjölda leiguíbúða fyrir
sína félagsmenn. Þannig hafa þessi
og fleiri félagasamtök veruleg létt
undir með stjórnvöldum, sem hafa
þá skyldu að aðstoða fólk við hús-
næðisöflun. Samkvæmt lögum eiga
stjórnvöld að tryggja nægjanlegt
framboð af leiguhúsnæði fyrir þá
sem þess þurfa.
Ráðherrann vekur
falskar vonir
Ráðherrann er svo sannarlega á
hálum ís. Það ætti auðvitað að
varða við lög um ráðherraábyrgð
að veita Alþingi rangar eða villandi
upplýsingar, en á Alþingi fyrir
tæpum tíu árum sagði Páll Péturs-
son, þá óbreyttur þingmaður, að
það ætti að vera refsivert ef ráð-
herra greindi Alþingi rangt frá
staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem húsnæðismálaráðherrann
veitir Alþingi rangar og villandi
upplýsingar um stöðu húsnæðis-
mála, en það bar við fyrir 2-3 árum
og þá þurfti afskipti Ríkisendur-
skoðunar af málinu.
Það versta í þessu máli er þó að
það er illa gert hjá ráðherranum að
vekja falskar vonir hjá þeim lág-
launafjölskyldum sem hundruðum
saman standa í biðröð eftir leigu-
íbúðum. Það leysir ekki vanda
þeirra sem búa við neyðarástand í
húsnæðismálum, að ráðherrann
hagræði tölum og villi um fyrir
fólki til að breiða yfir afleiðingarn-
ar af lokun félagslega húsnæðis-
kerfisins.
Höfundur er alþingismaður.
Leikskólamál
í hugmynd Hrannars
Björns Arnarssonar um
aðkomu foreldra að leik-
skólum borgarinnar má
fínna spennandi kosti til
að bæta leikskólana og
stuðla að fjölskyldu-
vænna samfélagi.
leikskólanna né lífi foreldranna. Á
mínum leikskóla var málum t.d.
þannig háttað að vikulega önnuðust
tveir foreldrar börnin í útiveru í tvo
til þrjá klukkutíma í senn. Þetta
þýddi að við hjónin stóðum vaktina
til skiptis á þriggja til fjögurra
mánaða fresti, samtals u.þ.b. 9-12
klukkustundir á ári. Þeim stundn-
um var vel varið og ekki var annað
á bömunum að sjá en að þau fögn-
uðu tibreytingunni að fá pabbana
og mömmumar með í útileikina.
Nú ber þess að geta að auðvitað
eru aðstæður fólks mismunandi og
ekki er víst að allir foreldrar hafi
tækifæri til að taka þátt í starfi
leikskóla barna sinna. Þátttaka for-
eldra verður því alltaf að vera val
foreldra en sjálfur teldi ég eðlilegt
að borgin ýtti undir slíka þátttöku
t.d með afslætti frá gjöldum leik-
skólanna.
Fyrirlitning á leikskólastarfí?
Með ummælum sínum á síðasta
borgarstjórnarfundi hefur borgar-
stjóri vakið máls á spennandi kosti
til að bæta innra starf leikskóla
Reykjavíkur. Það urðu mér því
vonbrigði þegar formaður leik-
skólakennara, Björg Bjamadóttir,
lét hafa það eftir sér að hún teldi
ummælin bera vott um fyrirlitn-
ingu á því starfi sem fram fer á leik-
skólum borgarinnar. Hér hlýtur
Björg að leggja annan skilning í orð
borgarstjóra en þann sem að baki
bjó. Hugmyndin um aðkomu for-
eldra að leikskólum borgarinnar
felur ekki í sér vanmat eða van-
traust á faglegu hlutverki leikskól-
anna eða þessa ágæta fólks sem þar
starfar. Að sjálfsögðu yrði þátttaka
foreldranna að vera samkvæmt
skipulagi og leiðsögn leikskóla-
kennara. Aldrei varð ég var við það
að starfsfólkið á leikskóla dóttur
minnar liti á viðveru okkar foreldr-
anna sem ógnun eða veikleika.
Þvert á móti styrkti þetta og bætti
tengsl starfsfólksins við fjölskyldur
bamanna. Fróðlegt væri að heyra
viðhorf þeirra leikskólakennara
sem hafa reynslu af þátttöku for-
eldra í starfi leikskóla og óskandi
að Félag íslenskra leikskólakenn-
ara skoði jákvæða möguleika þeirr-
ar hugmyndar sem sett hefur verið
fram. I henni má nefnilega finna
spennandi kosti til að bæta leik-
skólana og stuðla að fjölskyldu-
vænna samfélagi. Ihugum það.
Höfundur er borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans.
ARBONNE
INTERNATIQNAL
Jurtasnyrtivörur
án ilmefna
fyrir húð og hár.
Útsölustaðið um land allt.
KULDA
fNAÐUR
Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6288.
0PIÐ VIRKA DAGA 8-18 OG LAUGARDAGA 10-14
SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU
Frábær úlpa m. öndun
Verð aðeins 9.319-
Tvær gerðir; mittisbuxur m.
axlaböndum og smekkbuxur.
Mittisbuxur 5.940-
Smekkbuxur 7.451-
Barna- og unglingaúlpa
Tískan í dag fyrir krakka á
öllum aldri.
Barnastærðir 5.940-
Unglingastærðir 6.940-