Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
PNnppíipWilli
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LAUSUNG I
RÍKISREKSTRI
RÍKISENDURSKOÐUN telur ekki viðunandi ástand í
fjárvörzlu og bókhaldi ríkisstofnana. Þetta kemur
fram í skýrslu um endurskoðun á ríkisreikningi ársins
1998. í úrtaki, sem náði til 54 ríkisstofnana, voru gerðar
athugasemdir við ferðakostnað hjá 41% þeirra, hjá 87%
voru gerðar athugasemdir vegna launakostnaðar og við-
veruskráningar, hjá 25% vegna risnuútgjalda og 24% við
tekjur og tekjuskráningu. I skýrslunni kemur fram, að
hjá 43% stofnana var eftirliti með stöðu viðskiptakrafna
ábótavant og hafði versnað verulega frá úttekt, sem gerð
var á ríkisreikningi ársins 1996. Þá var hlutfallið í þessum
efnum 34%. Gerðar voru athugasemdir við 42% stofnana
vegna slæmrar fjárhagsstöðu (40% 1996).
I skýrslu Ríkisendurskoðunar segir m.a.: „Þegar heild-
arniðurstöðu þessara tveggja ára eru bornar saman kem-
ur í ljós, að ástandið hefur batnað, en eftir sem áður er
það ekki viðunandi. Ríkisstofnanir verða því að taka sig á
og lagfæra þessi mál. Ríkisendurskoðun á ekki að þurfa
að gera athugasemdir við, að ferðareikningar séu ekki
gerðir, að það vanti farseðla, að það vanti skriflegt sam-
þykki forstöðumanns fyrir ferðinni og hvert sé tilefni
hennar, að það vanti skriflegt samþykki forstöðumanns
fyrir risnuútgjöldum og hvert sé tilefni risnunnar, og að
viðveruskráningu starfsmanna sé ábótavant.“
Ekki er of djúpt í árinni tekið að segja, að Ríkisendur-
skoðun sjálf og fjármálaráðuneytið, sem hlýtur að bera
endanlega ábyrgð á reikningsskilum gagnvart skattgreið-
endum, standa sig heldur ekki í því að knýja ríkisstofnan-
ir og starfsmenn þeirra til að fara að lögum og reglum um
bókhald. í mörgum tilfellum hefur ástandið versnað veru-
lega frá úrtakinu 1996, þótt í öðrum hafi það batnað.
Hvað halda ríkisendurskoðandi og fjármálaráðherra að
myndi gerast í viðskiptalífinu almennt væru reikningsskil
fyrirtækja með þeim hætti, sem Ríkisendurskoðun lýsir í
ríkisrekstrinum? Skattstjórar taka ekki til greina útgjöld
nema fylgiskjöl staðfesti þau. Viðurlög eru við því að hafa
ekki bókhald fyrirtækja í fullkomnu lagi. Það er ekki
hægt að gera minni kröfur til ríkisstofnana.
HJÁLPARSTARF
KIRKJUNNAR
HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur nú verið starfrækt
í tæplega 30 ár eða frá árinu 1970. Það var sett á fót
af brýnni þörf og nær til bágstaddra um víða veröld. Starf-
semin hófst með borgarastyrjöldinni í Bíafra, en síðan hef-
ur Hjálparstarfið bæði aðstoðað bágstadda hér innanlands
og um víða veröld. Má þar m.a. nefna fórnarlömb jarð-
skálfta í Tyrklandi, stríðshrjáða í Kosovo, í Mósambík,
Eþíópíu, Indlandi og Argentínu, svo að eitthvað sé nefnt.
Hjálparstarfið er aðili að Lútherska heimssambandinu.
Það er ánægjulegt, hve Hjálparstarf kirkjunnar hefur
spjarað sig vel á síðustu árum, eftir að kaldir vindar blésu
um stofnunina um sinn. Eins og sjá má af umfjöllun í
Morgunblaðinu í fyrradag blása nú aðrir vindar um stofn-
unina, enda hefur hún sýnt það í verki að hún er trausts
verð. Hún er rekin af myndarskap og um hana leika hlýir
vindar.
Hjálparstarfið hefur unnið að brunna- og vatnsöflun
fyrir fólk, sem líður vatnsskort. Sú aðgerð hefur gengið
vel, en brunnarnir eru gerðir með aðstoð íbúa hvers svæð-
is fyrir sig og þeim kennt viðhald þeirra og mikilvægi
hreins drykkjarvatns. í fyrra fjármögnuðu einstaklingar
og fyrirtæki hér heima gerð 18 brunna í Mósambík og
hafa þá verið gerðir brunnar samkvæmt áætlun
Lútherska heimssambandsins fram á árið 2000. Þá hefur
Hjálparstarfið rekið'heilsugæzlu fyrir fjárframlög íslend-
inga í Ómó-héraði í Eþíópíu. Þá er og rekinn barnaskóli í
Voító fyrir börn í 1. til 4. bekk.
Starfsfólk Hjálparstarfsins sinnir jafnt vinnu vegna inn-
lendrar sem erlendrar aðstoðar. Rúmlega 65% þeirra inn-
lendu aðila, sem neyðaraðstoð þiggja, eru öryrkjar og að
sögn Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra stofnunar-
innar, virðast þeir ekki verða varir við góðærið í sama
mæli og aðrir þjóðfélagsþegnar.
Tilraunir með t
heimili hérlendis la
Dæmigerður snertiskjár. Með
honum er hægt að stjórna sjón-
varpinu, útvarpinu, kaffivélinni,
ljósunum og nánast öllum raf-
magnstækjum heimilisins.
antíska stemmningu geturðu valið
rómantíska tónlist og tölvan spilar
það allt kvöldið," segir Erling.
Getur talað við húsið
innan skamms
Verkefni sem þeir félagar vinna nú
að er hönnun raddstýringa. „Næsti
áfangi er að hægt verði að tala við
húsið. Þá mun ég tala við móðurvél
hússins, get beðið hana um að setja
tónlist á, stilla á ákveðna sjónvarps-
stöð og fleira. Það er ekki komið í
gang en ég er mjög spenntur að sjá
hvemig það mun virka,“ segir Guðjón.
Erling segir að við hönnun radd-
stýringakerfis verði ósýnilegum hátöl-
urum og hijóðnemum komið fyrir í
hverju herbergi. Síminn verður jafn-
Tími daglegra húsverka er senn á enda. Þeir
gömlu og góðu siðir að slökkva ljósin á eftir
sér, blanda hæfílega heitt bað, fínna uppá-
haldsgeisladiskinn sinn og kveikja á kaffí-
könnunni nógu snemma á morgnana eru
hugsanlega úr sögunni. Ragna Sara
Jónsdóttir kynnti sér þróunarvinnu
á tölvustýrðu heimili hérlendis.
VÍÐA erlendis er sjálfvirkur
ljósabúnaður í tísku. Það er
einfalt kerfi sem menn setja
upp heima hjá sér með því
að tengja ljósin við tölvu. Með því
móti er hægt að stjórna styrk
ljósanna með fjarstýringu, kveikja og
slökkva að vild, án þess að hreyfa sig
úr stað. Slíkur búnaður er kominn á
markað hérlendis og nýtur vaxandi
vinsælda.
Hægt er að ganga
skrefi lengra og fá sér
vekjaraklukku sem
tengd er sjálfvirka kerf-
inu og sendir boð eftir
raflögnum í húsinu. Með
því móti er hægt að
slökkva á öllum ljósum í
húsinu þegar gengið er
til náða á kvöldin með
því að þrýsta á einn
hnapp á vekjaraklukk-
unni. Hún kemur einnig í
góðar þarfir á morgnana,
kveikir ljósin skömmu
eftir að hún vekur eig-
anda sinn og sendir boð
til kaffivélarinnar um að
hella upp á kaffi, svo
dæmi séu nefnd.
Erling Freyr Guðmundsson er
framkvæmdastjóri Ljósvirkja hf., fyr-
irtækis sem sérhæfir sig í heildar-
lausnum fyrir heimili af þessu tagi.
„Svona kerfi eru hönnuð til þess að
hjálpa fólki og til að bjóða upp á
lausnir af ýmsu tagi, misumfangs-
miklar. Það er spurning hvað fólk vill
mikið af þægindum eða hvemig
lausnum það er að leita að, það er
hægt að leysa allt með svona kerfum.
Margar af þessum lausnum eru til
dæmis hentugar fyrir hreyfihamlaða
og fatlaða og í framtíðinni eigum við
eflaust eftir að beina athyglinni meira
inn á þá braut. Eriendis eru svona
kerfi vinsæl meðal heimila og fyrir-
tækja þar sem þau eru sérstaklega
keypt tii þess að spara rafmagn," seg-
ir Erling.
Erling Freyr
Guðmundsson
Meðal búnaðar í húsi Guðjóns eru
hreyfiskynjarar við inn- og útgöngu-
leiðir í herbergi. Þeir nema hvort
gengið er inn eða út úr herberginu og
kveikja og slökkva ljós eftir því sem
við á. Ef engin hreyfing hefur verið í
herberginu í ákveðinn tíma, dofna
ljósin fyrst og slokkna síðan sjálf-
krafa. Ef gengið er út úr herberginu
slokkna ljósin á eftir þeim sem geng-
ur þaðan út, þ.e.a.s. ef
skynjaramir nema enga
aðra hreyfingu þar inni.
Lætur renna í bað og
setur tónlist á
Hitaskynjarar eru
einnig í húsinu. Ef hita-
stig verður of hátt í
ákveðnu herbergi opnast
glugginn sjálfkrafa og
það lækkar í ofninum.
Sama gildir ef það verð-
ur of kalt.
Öllu er þessu stýrt úr
móðurtölvu hússins og
þar er hægt að skil-
greina hvað sem er,
möguleikarnir em eins
og áður sagði óþrjótandi.
„Segjum að þú sért að koma heim af
skíðum og þig langar að húsið taki á
móti þér með notalegri stemmningu.
Þú vilt að ljósin séu hæfilega dempuð,
þægileg tónlist
hljómi,
hita-
stigið
í hús-
Möguleikarnir óþrjótandi
Eriing hefur sérhæft sig á þessu
sviði sl. tvö ár. Hann hefur kynnt sér
þróunina erlendis og segir að mögu-
leikamir séu óþrjótandi. „Það er í
raun bara spuming um hvað fólki
dettur í hug, það er allt hægt. Vilji
menn meiri þægindi en sjálfvirkan
ljósabúnað eða vekjaraklukku er
hægt að fara út í hvað sem er.“
Hérlendis hefur Erling unnið að til-
raunaverkefni undanfarið þar sem
gengið er töluvert langt í notkun
lausna af þessu tagi. Guðjón Már
Guðjónsson, stofnandi og stjómarfor-
maður tölvufyrirtækisins Oz, keypti
fyrir einu og hálfu ári 100 ára gamalt
hús í miðborg Reykjavíkur. Húsið
hefur sögulegt gildi og vildi hann
halda því eins upprunalegu og mögu-
legtvar.
„Eg fór að velta því fyrir mér
hvernig ég gæti haft heimilið tækni-
vætt án þess þó að tæknin væri sýni-
leg en upphaflegt markmið mitt var
að láta tæknina vera algerlega ósýni-
lega. Ég ræddi við félaga minn, Oðin
Bolla Björgvinsson, sem kom mér á
bragðið og síðan höfum við unnið að
þessu ásamt Ljósvirkja," segir Guð-
jón. Tæknin er nú svo til ósýnileg á
heimili hans sem hann hefur búið í í
rúman mánuð.
inu
hækki um
fjórar gráð-
ur og inni á
baðherbergi sé
búið að renna í heitt
bað þar sem þú getur strax látið
þreytuna líða úr þér. Þetta geturðu
sett af stað með því að hringja í móð-
urtölvuna úr farsímanum þínum og
slá inn ákveðin lykilnúmer sem fram-
kalla þessar skipanir," segir Erling
til útskýringar á þeim möguleikum
sem eru fyrir hendi.
Auk snerti- og hitaskynjara eru
ósýnilegir hátalarar í veggjunum og
snertiskjáir víðs vegar um húsið. Þar
er hægt að stjórna lagavali, skoða
tölvupóst, velja sjónvarps- og út-
varpsstöðvar og margt fleira. „Ef við
tökum sem dæmi,“ segir Erling, „get-
ur snertiskjár verið mynd á vegg.
Þegar þú snertir hana birtast val-
möguleikarnir á skjánum. Þú getur
valið tónlist af skjánum, hvaða út-
varpsrás eða sjónvarpsrás þú vilt
hlusta eða horfa á og þar fram eftir
götunum. Tónlistin er í móðurtölv-
unni og þú getur til dæmis valið
hvaða tónlist þú ætlar að spila í
næsta samkvæmi. Eða ef þú vilt róm-