Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 12. júní 1920. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans 26. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Elías Guðmundsson járn- smiður, f. 5. janúar 1888 á Skúmsstöð- um Eyrarbakka, d. 1931 og Kristín Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 14. maí 1891 í Holti í Álftaveri, d. 1979. Systk- in hans urðu átta talsins en fimm dóu á unga aldri. Systkini hans sem náðu fullorðins árum voru: Einar Guðmundur, f. 1912, d. 1984, Ósk, f. 1916, d. 1995, Hilmar, f. 1925. Gunnar ólst upp í Reykjavík. Hann lærði járnsmíði og mál- steypu og starfaði sem málm- steypumaður og járnsmiður til 1975. Við stofnun Öskjuhlíðar- skóla 1975 hóf hann þar störf sem húsvörður og starfaði þar til starfsloka. Hinn 23. desember 1946 kvæntist hann Ólöfu Sigríði Gísladóttir húsmóður, f. 28. apríl 1927 á Norðfirði. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Norðfirði en fluttust til Reykja- víkur 1954. Börn þeirra eru: 1) Elsku pabbi og tengdapabbi. Sá dagur rennur upp hjá okkur öllum að við kveðjum þetta líf. Lífið sem Guð gaf okkur, lífið sem hann ætíð leiddi okkur í gegnum og var okkur nálægur bæði í gleði og sorg. En þó svo að lífið taki enda heldur sólin samt áfram að skína á himnin- um. Elsku pabbi minn, þú varst besti pabbi í heimi og betri mann er varla hægt að geyma. Pú máttir aldrei neitt aumt sjá og umvafðir alla, jafnt stóra sem smáa. Aldrei máttir þú heyra neinni manneskju hall- mælt og eins og þú sagðir oft eru allir menn góðir, bara misjafnlega góðir. Við minnumst jólanna í Kjalar- landinu. Þá hittumst við öll systkin- in, börnin og nú síðustu ár tengda- bömin og bamabamabömin. Þá stóð pabbi í eldhúsinu með stóran pott og bjó til súkkulaði til að skola niður kræsingunum sem á boðstól- um vom. Síðan var jólatréð dregið út á mitt stofugólf, jólalögin sungin hástöfum þar til jólasveinninn birt- ist með gafir handa bömunum. Pabbi Ijómaði af gleði og vart mátti sjá hverjir vora spenntari hann eða bömin. Alltaf gat hann séð skoplegar hliðar á öllum málum. Það sést best á því þegar hann var orðinn fárveik- ur og þurfti alla aðstoð í rúminu. Þá var hann enn að gantast og senda frá sér bros og útgeislun. Nokkram dögum fyrir andlátið sagði hann okkur að nú færi hann að fara til himna. Guð og vinir á himnum hefðu birst sér í draumi og væra að undirbúa komu hans til sín. Eg vona að við höfum annast þig vel og lang- ar mig til að þakka öllu góða fólkinu sem hjálpaði okkur þegar þú varst veikur heima og eins á líknardeild- inni í Kópavogi. Elsku mamma, þið pabbi vorað svo samrýnd og gerðuð alltaf allt saman. Missir þinn er mikill og söknuðurinn stór. Biðjum við Guð að gefa þér styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Elsku pabbi, megi englarnir varð- veita þig að eilífu. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Gíslína, f. 11. júní 1946. 2) Sigríður, f. 21. ágúst 1950, sjúkraliði, gift Magnúsi Ingvari Þorgeirssyni bfla- málara. Börn þeirra eru: Ólafur, f. 1970, kvæntur Þuríði, börn þeirra Björg- vin Freyr og Sigríð- ur Rún; Stefán, f. 1972, kvæntur Þor- björgu, börn þeirra Magnús Baldvin og Jón Lárus; Þorgeir, f. 1974, í sambúð með Helgu; Gunnar, f. 1978, Ás- geir f. 1985. 3) Kristín, f. 26. febrúar 1955, skurðhjúkrunar- fræðingur, gift Sigurjóni Guð- mundssyni rafvirkja. Börn þeirra: Anton, f. 1980 og Svava, f. 1986. Áður átti Kristín Sigur- björgu, f.1972. Hún er í sambúð með Rögnvaldi Erling, börn þeirra Sigurjón Óli og Agnes Rut. 4) Gunnar, f. 20. desember 1965, garðyrkju- og landslags- arkitekt, í sambúð með Brynju Þórarinsdóttur iðnrekstrar- fræðingi, börn þeirra eru Frið- rik Örn, f. 25. ágúst 1996, Þór- arinn Sigurvin, f. 16. ágúst 1998. Áður átti Brynja Dag Má, f. 3. ágúst 1991. Utför Gunnars verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður og Magnús. Mig langar að minnast og kveðja föður minn með nokkram orðum. Elsku pabbi, það er sárt að sjá á eft- ir þér, minn hugur leitar til þín aft- ur og aftur. Eg mun ætíð hugsa um þær stundir sem ég fékk að eiga með þér og þann styrk sem þú veittir mér í lífinu. Þú varst ætíð hjartahlýr, réttlátur, bamgóður og góður pabbi. Það var svo gott að vera nálægt þér. Vinnan var þér mikils virði og einnig vinnufélagarnir. Þú varst samviskusamur, ósérhlífin og barst mikla virðingu fyrir vinnunni. Þú varst sérstaklega nýtinn og barst mikla virðingu fyrir öllum verðmæt- um. Það mátti ekld henda neinu sem hugsanlega var hægt að nota síðar eða selja. I gegnum öll sín veikindi kvartaði hann aldrei. Pabbi var ekki vanur að flíka tilfinningum eða segja frá líðan sinni. Þó svo að hann væri með ólæknandi sjúkdóm sem myndi leiða til dauða, tók hann því með jafnaðargeði og þakkaði fyrir þær góðu stundir og þá lífdaga sem hann hafði átt. Dagfarslega var hann prúður maður og hlédrægur og gat oft á tíðum séð skoplegu hliðina á hlutun- um og átti þá til að gantast. Hann hélt sínum persónuleika og ljúf- mennsku alveg fram í andlátið. Ljúfmennskan og háttvísin var hon- um í blóð borin. Minnisstætt er at- vik þegar ég hafði setið við hlið hans á líknardeildinni í Kópavoginum. Klukkan var orðin tíu um kvöld og hann greinilega orðinn þreyttur. I staðinn fyrir að biðja mig að fara tjáði hann mér að við skyldum fara að sofa. Hann var ætíð svo varfær- inn og tillitssamur við aðra. Mannþekking pabba var með af- brigðum og frásagnarsnilld hans slík að persónur fyrri ára stóðu ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann hafði mjög gaman af að kynna og lesa sér til um alla skapaða hluti. Hann var bóngóður maður og það var oft gott að leita til hans varð- andi ýmis mál sem þörfnuðust úr- lausnar. Hann var fjölfróður um menningarmál, skarpgreindur og skemmtilegur. Margir hafa misst mikið við frá- fall föður míns en mestur er þó missir móður minnar, en þau hjónin voru mjög samrýnd. Eg bið góðan Guð að vaka yfir henni í framtíðinni og gefa henni og systrum mínum styrk í sorginni. Það vora góðar stundir sem við áttum með þér, kæri pabbi. Þú varst öðlingur af manni og munt ávallt vera í hugskoti okkar og við elskum þig öll afar heitt. Guð blessi þig og minningu þína. Gunnar Gunnarsson. Nú hefur góður maður lokið hlut- verki sínu í þessu lífi. Gunnar Guð- mundsson var gæddur þeim eigin- leikum sem ég held að flestir vildu hafa. Ég er nokkurn veginn viss um að hann hefur aldrei hugsað nei- kvætt til nokkurrar manneskju, hæverska, jafnaðargeð og blíða vora hans aðaleinkenni. Þegar ég kom inn í fjölskylduna með son minn sem var þá þriggja ára tóku þau hjónin honum sem sínu eigin barnabarni. Það var alltaf gaman að spjalla, hann gat talað um alla heima og geima og spáði í alla hluti alveg fram í andlátið. Nokkram dögum áður en hann dó töluðum við um hvemig lífið var í Kína í upphafi 20. aldarinnai'. Börnin vildi hann hafa nálægt sér og tala við þau og sprella í þeim, þá var fjör og þá hækkaði Gunnar róminn og átti til að byrsta sig en allt var þetta í gríni gert. Gunnar og Olla vora samrýnd hjón, það má segja að þau hafi verið sem einn maður. Þeg- ar Gunnar sagði „Jæja, elskan“, þýddi það að nú væri kominn tími til að fara heim. Elsku Olla, börn og barnabörn guð gefi ykkur styrk í sorginni. Brynja Þórarinsdóttir. Hann er dáinn hann Gunnar vinur minn og tengdafaðir. Minningarnar skjóta upp kollin- um hver af annarri og það er erfitt að trúa því að maður skuli ekki fá að heyra í og sjá hann aftur í þessu lifi. Gunnar var þvílíkur gleðigjafi að leitun var að öðrum eins, enda hændust börn alveg sérstaklega að honum. Hann var vel lesinn og það var sama hvað var talað um, alltaf vissi Gunnar einhvað um málin. Ég er búinn að þekkja Gunnar frá 1973, ég kynntist Gunnari sérstaklega vel strax, því við Kristín byrjuðum okk- ar búskap í kjallaranum í Kjalar- landi. Það era ekki margir sem fá svo gott veganesti eins og við Krist- ín fengum. Að geta leitað upp á næstu hæð til Gunnars og Ollu með stór og smá mál var okkur ómetan- legt, enda bæði boðin og búin að hjálpa okkur með hvað sem var. Samrýndari hjón held ég að varla séu til, enda ekkert sem þau ekki gerðu saman. Nýtni og útsjónarsemi var þeim hjónum í blóð borin, ef einnhver afgangur varð af efni sem Gunnar var með var hann fljótur að finna út í hvað hægt var að nota hann. Hann smíðaði rúm á hjólum sem öll okkar böm sváfu í fyrstu mánuðina og hefur okkur ætíð þótt einstaklega vænt um það. Hann hafði afskaplega gaman af að horfa á kvikmyndir og þekkti alla eldri leik- ara og það sem meira var, hann þekkti flesta yngri leikarana líka. Það lýsir Gunnari best hversu mikill karakter hann var og gat alltaf séð björtu hliðarnar á öll að þegar hann frétti að hann væri með illvígan sjúkdóm og ætti ekki langt eftir, þá sagði hann: Ég get nú ekki kvartað, því við Olla eram búinn að eiga svo mörg góð ár saman. Það sem mun hjálpa okkur öllum í sorgini era all- ar þær góðu minningar sem við geymum um Gunnar. Sigurjón. Elsku afi minn, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Minningarnar um þær eru margar og allar kærar. Kjalarlandið var mitt annað heimili þegar ég var yngri og margir eru dagarnir sem ég kom hjólandi í heimsókn eftir skóla. Alltaf var ég velkominn og fékk að fara með þér og ömmu í Öskjuhlíðarskóla að hjálpa ykkur að skúra eða þér að gera við eitthvað sem aflaga hafði farið. Þú varst alltaf svo laghentur. Eins man ég eftir öllum ferðunum okkar í heita lækinn. Þú varst besti maður í heimi og varst alltaf svo góður við alla. Þú komst fram við börnin í Öskjuhlíðar- skóla eins og þau væru þín eigin og hlustaðir á það sem þau höfðu að segja. Ég veit ekki hvað oft þú hefur stolið af mér nefinu og alltaf var ég jafn undrandi á því hvernig þú gætir eiginlega tekið af þér þumalputtann og sett hann á þig aftur. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á hlutunum og alltaf var viðmótið „en gaman“ eða „það var nú gott“. Ég man eftir því þegar ég var lítill og þú fórst með mig til að láta taka gipsið af löppinni á mér og hélst í höndina á mér á meðan læknirinn sagaði það af. Ég man eftir kubbalestinni sem þú og amma gáf- uð mér í jólagjöf þegar ég var lítill. Besta gjöf sem ég hef fengið og ég var svo stoltur og fannst ég svo sér- stakur að hafa fengið svona fallega gjöf frá ykkur. Sérstaklega man ég eftir öllum jólaböllunum sem við krakkarnir fengum að fara á með þér. Mig langar til að þakka þér fyr- ir tímann sem við áttum saman á seinasta ári þegar ég bjó heima hjá ykkur og þann áhuga sem þú sýndir því sem ég var að gera í skólanum. Þú varst nefnilega svo námfús og þér fannst gaman að lesa þér til. Ég vona að þér líði sem allra best núna og biddu Guð að hjálpa ömmu í sorginni því það er erfitt að missa svona góðan mann eins og þig. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona að hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas.) Gunnar Magnússon. Elsku afi minn er látinn. Nú hefur hann fengið vængi sína. Ég mun sakna afa, hann var alltaf svo góður við mig, þó að ég hafi stundum verið óþægur. Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að búa hjá þér í fyrra þeg- ar við voram að skipta um húsnæði. Það var svo gaman þegar ég gat far- ið upp til ykkar þegar ég var búinn í skólanum og fengið lummur eða annað góðgæti. Elsku afi minn, ég veit að þú ert í góðum höndum. Guð og Jesú era með þér eins og þú sagðir sjálfur að þú værir aldrei einn. Eins og segir í texta Vilhjálms Vilhjálmssonar: Eitt siim verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt Eg harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. Ásgeir Magnússon. Jæja afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Ég leiddi nú hugann aldrei að því að þú myndir einhvem tímann fara frá okkur, en þetta er víst gangur lífsins. Þú varst alltaf svo hress, já- kvæður og stríðinn. Þegar þú veikt- ist þá vildirðu ekkert vera að gera neitt veður út af því. Þú sagðir bara að kannski batnaði þér bara, og þú fékkst mig til að trúa því. Ög ein- hvem veginn fannst mér að það myndi bara gerast, að þér myndi batna. „Margs er að minnast, margs er að sakna." Þær vora ófáar ferðimar sm þú fórst með okkur bræðurna á jóla- ball, og sama hversu óþekkur ég var, sagðir þú alltaf mömmu að það hafí ekkert farið fyrir mér. Seinna fórstu líka með son minn á jólaball, hann er nú svolítið fyrirferðarmikill, en það virtist víst aldrei fara neitt mikið fyrir honum hjá þér. Þú hafðir alltaf gott lag á börnum. Ekki má heldur gleyma öllum útilegunum og sumarbústaðarferðunum sem við fórum í. Ég vaknaði alltaf fyrstur, og þá komst þú og fórst með mig í göngutúr, svo að aðrir gætu fengið að sofa. Ég man eftir mörgum göngutúranum þegar þú varst að reyna að fræða mig um fuglana og GUNNAR GUÐMUNDSSON náttúrana. Margt var skrafað í þeim ferðum. Ég man eftir því að þegar við bræðurnir vorum litlir, þá var alltaf til siðs að við fjölskyldan fær- um á rúntinn á sunnudögum. Þá sungum við alltaf: Gunnar afi, Gunn- ar afi, alveg þangað til við vorum komin í Kjalarland. Þangað er alltaf gaman að koma og vel fyrir séð að við fengjum nóg að borða og drekka. Þú gafst þér alltaf nógan tíma fyrir okkur. Þegar ég og konan mín voram að kaupa fyrstu íbúðina okkar fengum við að vera í kjallaranum hjá þér og ömmu í mai'ga mánuði á meðan við voram að bíða eftir að fá íbúðina af- henta til að spara okkur leigukostn- að. Við minnumst þess þegar þú sast á gólfinu með honum Björgvini Frey og lékst þér við hann. Hann var þá rétt að byrja að skríða. I jólaboðun- um sem þið amma hélduð ár eftir ár, þreyttist þú aldrei á því að dansa í kringum jólatréð með börnunum. Þetta sýndi það hversu góður þú varst við börn og alla. Hafðu þökk fyrir allt og allt, afi minn, og gakk þú í friði undir himn- anna sæng. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Ólafur Magnússon og fjölskylda. Það er komið haust og haustlitirn- ir hafa skartað sínu fegursta. Það var einnig farið að hausta í lífi mágs míns Gunnars Guðmundssonar, málmsteypumeistara, sem kvaddi þetta líf þann 26. október, eftir far- sæla ævigöngu. Ég læt hugann reika aftur til bemskuáranna austur í Neskaup- stað, en þar sá ég Gunnar fyrst, er hann kom til starfa sem málmsteyp- ari við Vélaverkstæði Dráttarbraut- arinnar sumarið 1945 og í Neskaup- stað kynntust þau Ólöf elsta systir mín og hófu þar búskap. Fyrstu bú- skaparár sín bjuggu þau á neðstu hæðinni í húsi foreldra okkar, Ey- leifar og Gísla Bergsveinssonar að Strandgötu 22, en fluttu síðar í næsta hús, sem þau festu kaup á. Það gefur auga leið að kynnin urðu náin og samgangur varð mikill. Elstu dætur þeirra tvær fæddust í húsinu heima og við fengum að fylgjast grannt með þeim. Þær komu skríðandi upp stigann, löngu áður en þær fóru að ganga og sóttu mikið til litlu- og stóra ömmu, eins og Gunnar kallaði mömmu og ömmu stundum. Gíslína, sú eldri, fæddist á 52. af- mælisdegi föður míns og gekk sú fæðing ekki sem skyldi. Síðar kom í ljós að hún hafði hlotið skaða. I gegnum h'fið eram við minnt á að ekkert er öraggt í þessum heimi, við þurfum að taka því sem að okkur er rétt og reyna að vinna úr áföllunum, eins og þeim hjónunum auðnaðist að gera, því lífið heldur áfram með sín- um væntingum og þrám. Gunnar var mikill geðprýðismaður, léttur í lund, gamansamur og örlítið stríðinn en gat þó verið fastur fyrir ef svo bar undir. Hann lífgaði svo sannarlega upp á tilverana í kringum sig. Hann var líka mjög hjálplegur heimafyrir. Ég tel að samvinna þeirra hjónanna hafi alla tíð verið góð. I minningunni sé ég hann fyrir mér að snúast heima í eldhúsinu og ég man hvað mér fannst falleg stofuhúsgögnin þeirra og fínt hjá þeim. Það var eng- in lognmolla í húsi foreldra minna, þar sem stórfjölskyldan bjó og margvísleg störf kölluðu á vinnufús- ar hendur. Allt snerist um sjósókn og aflabrögð. Ég get trúað að þetta hafi verið ólíkt þeim heimi sem hann, Reykvíkingurinn var alinn upp við. Eflaust hafa verið mikil við- brigði fyrir hann að vera kominn út á land. Vetur vora oft snjóþungir og samgöngur strjálar, fjörðurinn okk- ar var ekki kominn í vegasamband á þessum áram, ekkert sjúkrahús, að- eins einn fullorðinn læknir og fleira mætti telja. Það era breyttir tímar, enda liðin meira en hálf öld síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.