Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ . 50 FÖSTUÐAGUR 5. NÓVEMBER1999 MINNINGAR EINAR HELGASON + Einar Helgason, bóndi á Læk í Leirársveit fæddist að Stangarholti í Borgarhreppi, Mýrasýslu 10. sept- ember 1922. Hann andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík 1. nóv- ember síðast liðinn. Foreldrar Einars voru hjónin Guðný Guðmundsdóttir og Helgi Salómonsson bændur í Stangar- holti. Bræður Ein- ars voru: Leó Sveinsson bruna- vörður í Reykjavík og Guð- mundur Helgason bóndi í Stangarholti. Einar var yngstur þeirra bræðra og sá síðasti er kveður þennan heim. Einar naut hefðbundinnar skólagöngu þess tíma og stundaði nám í Iþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal 1940-1941. Einar ólst upp í Stangarholti og átti þar heimili til ársins 1948, er hann flyst að Vestri-Leirár- görðum í Leirársveit. Ári síðar, hinn 2. júní 1949, gengu Einar og Vilborg Kristó- fersdóttir, í Melaleiti, í hjóna- band. Lifir hún mann sinn. Vil- borg fæddist 30. júlí 1923 að Kleppjárnsreykjum í Reykholts- dal, dóttir hjónanna Salvarar Jörundardóttur ljósmóður og Kristófers Guðbrandssonar bónda þar. Stjúpfaðir Vilborgar frá fimm ára aldri var Magnús Eggertsson þá búandi að Vestri-Leirárgörð- um, síðar bóndi að Melaleiti í Mela- sveit. Dóttir Vil- borgar og Einars er Ásdís Einarsdóttir fædd 1952, kennari i' Reykjavík. Synir Ásdísar eru: Einar Örn Eiðsson fæddur 1978 og Vilhjálmur Ólafsson fæddur 1988._ Maður Ásdís- ar, Ólafur Valgeir Einarsson, fæddur 1952, lést 1997. Dætur Ólafs Val- geirs og stjúpdætur Ásdísar eru Jóna Valdís, Ásgerður og Val- gerður. Einar sinnti landbúnaðar- störfum alla tíð utan þess er hann sem ungur maður vann í Reykjavík um tíma á stríðsár- unum. Hann var gröfustjóri hjá Vélasjóði ríkisins í sjö sumur og vann þá í Borgarfjarðarhéraði, Húnavatnssýslum og Skaga- firði. Vilborg og Einar áttu heimili í Melaleiti frá hjúskap- arbyijun til ársins 1953, þá fluttu þau að Læk í Leirársveit en jörðina höfðu þau keypt ár- inu áður. Var Einar bóndi á Læk til dauðadags eða í rúm 46 ár. Utför Einars verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.00. Að ósk hins látna mun hann hvfla í faðmi æskustöðva sinna og verður til grafar borinn að Borg á Mýr- um. Einar á Læk hefur kvatt þennan '' heim. í huga mínum er þakklæti fyrir það öryggi, hlýju og hvatningu er ég bjó við á æskuárum mínum. Það er lán hverju barni að hafa góða fyrirmynd. Það er nauðsyn hverju barni að búa við öryggi. Barn sem býr við hvatningu öðlast jákvæða sjálfsmynd. Faðir minn var ekki sérmenntaður til uppeldis- starfa heldur var lagni hans við böm einn af þeim kostum sem hann hafði hlotið í vöggugjöf. Börn nutu þess að vera í návist hans, þau fengu hvatningu og fundu að þau væru sérstök hvert og eitt. Strákar sem sumir hveijir komu baldnir í sveitina að vori og væru nú á dögum úrskurðaðir ofvirkir eða misþroska, jafnvel með athyglisbrest til viðbót- ar, fóru um haustið og voru þá löngu orðnir draumur hvers kenn- ara, menn með mönnum, því Einar á Læk hafði treyst þeim til vanda- samra verka að þeirra mati, hafði hrósað þeim, glettst við þá og tekið Ijúflega á yfírsjónum þeirra. Hann var fyrirmyndin, hann veitti öryggi. Þó Einar á Læk hafi kvatt lifa minningamar: pabbi syngjandi við vinnu sína, pabbi sem kunni vísur um allt milli himins og jarðar, pabbi með sitt einstaka lundarfar, pabbi með kímnigáfuna, pabbi sem gat látið eina heimspekilega athuga- semd duga í stað langra orðræðna, f. sérstaklega er honum fannst dóttir- in fara offari eða vera með sleggju- dóma, pabbi sem var smekkmaður og dáðist í hvert sinn er honum þótti ég fin í tauinu, „mikið ertu fín elskan mín, mikið fer þetta þér vel,“ en gerði hins vegar engar athuga- semdir er dóttirin var táningur og hippatískan í algleymningi, pabbi sem dáði mömmu alla tíð, pabbi sem aldrei var verklaus og fann hina sönnu vinnugleði með því að vinna hvert verk vel, pabbi sem ætíð var tilbúinn að rétta hjálparhönd þyrfti einhver aðstoð, pabbi með radd- •jK styrkinn, pabbi sem var svo mynd- arlegur að vallarsýn, pabbi Ijúíling- ur. Fyrir rúmum tuttugu árum fékk hann nýtt hlutverk, afahlutverkið. Strákarnir mínir fengu að njóta elskusemi hans og voru svo gæfu- samir að fá tækifæri til að umgang- ast hann, hann var þeim fyrirmynd 0- og félagi, vonandi fær eitthvað af kostum föður míns að lifa áfram í þeim. Nú er komið að kveðjustund. Farsælu lífí er lokið. Ásdís Einarsdóttir. Það var að kvöldlagi vorið 1971 sem ég steig út úr rútunni írá Sæ- mundi. Eg var sjö ára gamall og var að fara í sveit í fyrsta sinn. Ég sett- ist á brúsapallinn við þjóðveginn og beið eftir því að verða sóttur. Ég þurfti ekki að bíða í langan tíma því að eftir smátíma kom Land Rover niður afleggjarann frá bóndabæn- um. Jeppinn staðnæmdist og út úr honum steig Einar á Læk. Ég hopppaði niður af pallinum og tók mín fyrstu spor sem smaladrengur í sveit, spor sem síðan áttu eftir að reynast mér gæfuspor. I eldhúsinu var Villa á Læk og hún gaf mér eitt- hvað að borða sem ég hafði aldrei áður séð og mér var sagt að væri skyrhræringur. Uppeldið hjá Einari og Villu á Læk var að hefjast. Minn- ingamar eru ljúfsárar. Sýnin úr fjósinu af básnum þar sem for- ystukýrin Huppa var bundin og Ein- ar handmjólkaði þó að mjólkurvélar væru fyrir hendi, sitjandi á litlum kolli með höfuðið upp við kúna sem beið þolinmóð og virtist hlusta á kvöldfréttirnar með Einari. Tengsl manns og dýrs sem ekkert fær rofíð. Sólskinsdagar þar sem ég fór út í móa eða út á tún og leitaði uppi upp- áhaldskúna mína, Mósu, og lagðist hjá henni þar sem hún mókti. Til- hlökkunin við að fá að fara með út á Akranes með Einari þar sem Kaup- félagið var fyrst heimsótt og síðan Axelsbúð þai- sem ég uppskar alltaf lítið súkkulaðistykki. Kappið við að raka á eftir múgavélinni og dragast ekki aftur úr þó að það útheimti stanslaus hlaup með hrífuna á lofti. Allir morgnanir sem byrjuðu á því að Einar kom inn í herbergið og sagði: „Loftur minn, ætli það sé ekki kominn tími til þess að ná í kýmar.“ Dagurinn þegar Einar var vant við látinn og ein kýrin var komin að burði. Orugg verkstjóm Villu sem endranær, böndum var brugðið á kálfinn og byrjað að toga. Ég var þá kominn til sæmilegs manns og var í heimsókn hjá bræðrum mínum og það kom í minn hlut að toga. Togað var og togað og loksins kom kálfur- inn beint í fangið á mér þár sem ég hálfpartinn lá í flórnum. Líkaminn skalf lengi eftir átökin. Áburðarbíllinn, sæðarinn, mjólk- urbíllinn með póstinn, kindin Golsa, Hörður í Lyngholti, Daddi í Ási, fólkið í Melaleiti og óteljandi önnur lífsbrot. Góðar minningar um lær- dómsríka og dýrmæta vegferð. Það er erfitt að komast hjá því að taka eftir Læk í Leirársveit. Éallegt bæj- arstæðið og einstök snyrtimennskan hljóta að velqa eftirtekt. Sumar- hreingerning í fjósinu var árlegur viðburður þar sem allt var þvegið og burstað. Það var mikið metnaðarmál mitt og annarra smala eftir slíkar hreingemingar að láta ekki í minni pokann fyrii’ óhreinindum. Þetta var nokkur barátta eins og gefur að skilja og stundum fannst manni skorta nokkuð á skilning hjá kúnum á því hversu mikilvægt þetta væri. Oft hjálpaði ég Einari við að girða, hlutverk mitt var að halda staurunum, en það er eiginlega með öllu óskiljanlegt hversu beinar girð- ingarnar voru. Fyrir nokkrum dög- um ræddum við um heima og geima, og ég minntist á það við hann að hann hefði aðeins einu sinni misst marks með sleggjunni og hálfhitt staurinn en ég hefði þó sloppið. Hann kímdi og sagði mér frá því að hann hefði nýlega fengið heimsókn þar sem viðkomandi hefði tekið eftir því, keyrandi á þjóðveginum, hversu beinar girðingamar væm. Þetta fannst Einari sérstök eða öllu held- ur sérkennileg eftirtektarsemi en ég hélt því fram að þetta segði sína sögu um girðingamar. Þegar smala- ferlinum lauk eftir nokkur sumur hafði ég bundist sveitinni traustum böndum og heimsóknir á Læk urðu nauðsynlegur þáttur í tilveranni. Eftir því sem árin liðu minnkaði dýralífið, kúnum og kindunum fækkaði smátt og smátt en samver- an við Einar og Villu var alltaf jafn dýrmæt og gjöful. Heimsókn á Læk hefur ávallt ver- ið 7 ára dóttur minni mikið tilhlökk- unarefni og alltaf geislaði af henni ánægjan þegar Einar tók hana á hné sér í eldhúsinu og talaði við hana. Hún skynjaði mannúðina og væntumþykjuna. Augu Einars sögðu allt sem þurfti að segja. Einar var svo skemmtilegur af því að hann var svo góður sagði hún við mig í gær. Hún var hróðug þegar Einar og Villa sögðu henni fyrir nokkram áram að hún mætti bara kalla þau afa og ömmu í sveitinni. Einar kynnti hana svo fyrir Trausta og Tómasi, tveimur myndarlegum hrútum, sem hún á ljósmynd af sem er í sérlegu uppáhaldi. Þegar við bjuggum í Frakklandi um árabO fékk myndin sérlegan virðingarsess á vegg í herberginu hennar og hún útskýrði fyrir lang- leitum frönskum skólasystkinum sínum að þetta væra vinir hennar á Islandi. Þegar ég og dótth’ mín voram í heimsókn á Læk í lok ágúst og ljóst var að styttist í fæðingu annars barns spurði Einar mig með sposk- um og kunnuglegum svip hvort ég treysti mér tO þess að semja við Maríu konu mína um að hún seink- aði fæðingunni um nokkra daga þannig að hana bæri upp á afmælis- daginn hans, 10. september. Hverju eða hverjum sem það er að þakka þá sat ég hálfum mánuði síðar seint að kvöldi hinn 10. september með ný- fædda dóttur mína í fanginu. I huga mínum og hjarta er myndin af Ein- ari á Læk. Manninum sem tók á móti mér á brúsapallinum fyrir tæp- um þrjátíu árum og hugsaði um mig og var mér góður. Hár og þrekinn með stórt og gjöfult hjarta. Einstak- ur mannvinur sem ég get einungis verið þakklátur fyrá’ að hafa kynnst. Minningamar verða mér, Maríu og Dóru Hlín fjársjóður sem aldrei mun týnast og nýfæddrar dóttur okkar, VOborgar Maríu, bíða seinna meir sögur úr sveitinni. Á þessari stundu er hugur okkar hjá VOlu á Læk, Ásdísi, Einari Erni og Vil- hjálmi. Skrifað hefur verið: „Daginn sem þú fæddist varst þú sá eini sem grést. Lifðu lífínu þannig að þegar þú deyrð þá gráti allir aðrir.“ Þannig lifði Éinar á Læk. Loftur Ólafsson Einstakur maður, Einar Helga- son bóndi frá Læk í Leirár- og Melahreppi, er genginn. Einar lést á Landsspítalanum aðfaranótt mánu- dagsins 1. nóvember 1999. Einar var fæddur 10. september 1922 og var því 77 ára að aldri er hann lést. Kynni okkar Einars hófust fljót- lega eftir að ég fluttist tO Borgar- ness í janúar 1979 og tók þar við nýju starfi sem umdæmistækni- fræðingur hjá Fasteignamati ríkis- ins (FMR). Var stór hluti þess starfs fólginn í samvinnu og samstarfi við trúnaðarmenn hinna ýmsu sveitar- félaga á Vesturlandi og á Vestfjörð- um. T0 þessara ábyrgðarstarfa trúnaðarmanna vora af sveitarfélög- unum valdir vel færir, skynsamir og traustir menn. Var það mér, ungum manni í nýju umfangsmiklu og krefjandi starfi, mikO gæfa að fá að kynnast mörgum þessara trúnaðar- manna og eignast síðan í gegnum þau samskipti og samvinnu traust þeirra og velvOja. Einn þessara manna var Einar á Læk. Einar var sérstakur öndvegis- maður tO orðs og æðis, maður sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu, var grandvar, vinnusamur og alveg einstaklega vandaður maður í alla staði. Væri eitthvað fastmælum bundið við Einar var það jafngOt eiði og þurfti aldrei að ganga frekar úr skugga um að það væri haldið á umtöluðum stað og stundu. Seinna sagði Einar mér að hann hefði hugsað sér að láta af störfum trúnaðamanns fyrir sveitarfélag sitt um það leyti er ég kom tO starfa hjá FMR, en hann ákvað þó að starfa um sinn með þessum nýja unga manni sem honum leist ekki Ola á eins og hann svo skemmtOega orð- aði það síðar. Það var mikil gæfa fyrir mig að hann skyldi skipa þannig málum sínum og var mér það mjög mikOs virði að fá þannig tæki- færi tO að kynnast þeim hjónum, Einari og VOlu, betur og eignast síð- an vináttu þeirra. Vinátta milli fjöl- skyldu minnar og Einars og VOIu þróaðist samfellt þaðan í frá og fann ég oft fyrir því hve mikOs virði það var að eiga umhyggju hans og tryggu vináttu og fá hlutdeOd í hans einstöku lífssýn. Svona lífslistamenn eins og Einar á Læk eru fágætir, menn sem gefa lífinu gildi og tOgang, gefa því í raun aðra vídd. Menn, sem eru sterkir og standa fastir á sínum lífsgildum og verðleikum og hlúa að því smáa, halla ekki á sína samferðamenn og sjá fegurðina við hvert fótspor. Gleðjast yfir því sem lifir og sprett- ur í kringum þá, skapa einatt já- kvæða uppbyggjandi umræðu og krydda augnablikið með því að vitna í fegurð lífs og ljóða. Þínum lífsgOd- um, Einar, þarf að halda reglulega á lofti í okkar hraða samfélagi sem ört breytist, þar sem allir ætla að verða svo fljótt ríkir og síðan helst að ráða yfír heiminum eða að minnsta kosti Islandi. Ég sé núna hve gott og gefandi það vai’ fyrir mig að fá jafnaðarlega örstutta frásögn á þinn sérstaka heimspeköega máta, hlusta á hvern- ig þú útlistaðir fegurð lífs og lita og það sem lífsandann dregur og skipt- ir máli í lífi okkar og umhverfi. Óll þessi grundvallarlífsgildi kosta samt ekki neitt annað en það að við stöldram við og verðum við sjálf um stund. En það er á fárra færi að gera það með sama hætti og þú gerðir og varst um leið hluti af þess- um raunveraleika og umhverfi sem þú túlkaðir á þessum stundum. Það hefur oft verið sagt að sannii’, heiðarlegir og góðir menn dragi að sér ungviðið, umgangist það sem jafningja, fræði það og sé þeim fyr- irmynd. Þannig var Einar. Þeir sem nutu þeirra forréttinda að fá að vera í sveitinni á Læk hjá þeim hjónum Einai’i og Villu líta nú í sjóð minn- inganna eftir samferð með þessum einstaka manni og þeir drúpa nú höfði er kær vinur þeirra kveður þennan heim að loknu löngu og far- sælu starfí. Einar var bóndi og bú- stólpi sem hélt öllu til haga af mynd- arskap ásamt Villu sinni og saman vora þau alltaf til fyi'irmyndar í bú- sýslu og framgöngu allri. Kæri vinur, þakka þér fyrir gef- andi og heilladrjúga samferð. Á kveðjustundu er gott að geta minnst góðra samverastunda. Marga fal- lega ljóðaperluna, eftir bæði höfuð- skáld og minna þekkta höfunda, hef- ur þú flutt fyrir mig og mælt af munni fram og fannst mér alltaf að- dáunarvert þitt óbrigðula minni og frábær túlkun. Aðstæður slíkra list- viðburða á okkar samverastundum vora fjölbreytilegar; á hestbaki, í bíl, heima í stofu á Læk, eða saman á göngu úti í haga eða sitjandi niður við Vog. Margt hlýtt handtak, faðm- lag og koss á kinn hef ég hlotið frá þér, kæri vinur, og vonandi endur- goldið. Ætíð er við hittumst sást þú ástæðu til að fá að vita hvað ég hefði fyrir stafni og einatt sagðir þú ein- hver falleg orð um konu mína og dætur og hve þér þættu þær ein- stakar. Þú vitnaðir í atvik og að- stæður eða eitthvað sem gladdi þig og þá um leið þann er þáði þinn vitn- isburð. Þannig lést þú mig og mína fjöl- skyldu alltaf finna, á þinn mark- vissa, látlausa og trausta hátt, að velferð okkar skipti þig miklu máli. Kæri vinur, ég fann oft hve vin- átta okkar var traust og ég sakna þess mjög að hafa ekki verið miklu oftar í návist þinni og hennar Villu á undanfórnum áram. En lengra hef- ur liðið á milli funda okkar eftir að við fluttumst úr Borgarnesi í Kópa- voginn, þótt vegalengdin sé nú ekki svo mikil. Við eram mörg sem þú hefur kennt og gefið góð gildi í lífinu og þú hefur verið samferðamönnum þínum mikil og góð fyrirmynd. Nú er komið að leiðarlokum hér í þessu lífi og við kveðjum þig með söknuði. Far þú í friði, kæri vinur. Elsku Villa, við biðjum þér, Ás- dísi, Einari Erni og Vilhjálmi bless- unar og styrks í sorg ykkar vegna fráfalls eiginmanns, föður og afa. Guð blessi ykkur öll. Henrý Þór, Inga, Ásta Huld, Arnfríður og Erla Hlín. Þegar kemur að kveðjustund myndast tómarúm í huga manns, því sá sem kveður hefur verið fastur punktur í tilveranni um áratuga- skeið. Einar á Læk er allur, hann barðist við ólæknandi sjúkdóm af einstakri karlmennsku og hugarró. Ég minnist hans fyrst um haust, eftir rigningarsumarið 1955. Hann var að vinna á skurðgröfu með ná- granna sínum Herði Ólafssyni. Ég færði þeim mat um hádegisbil, en þegar ég nálgaðist vinnustaðinn var tækið kyrrstætt. Til mín barst söng- ur, há og mikil tenórrödd: „Bára blá að bjargi sígur“. Einar var að syngja. Löngu síðar starfaði ég með honum í kór. Hann hafði mikla ánægju af að syngja og hlýða á góð- an söng. I kór var hann góður liðs- maður og tillitsamur félagi. I hugum fólks era Einar og Villa á Læk eitt. Þau hafa búið á Læk í nær hálfa öld af þeirri stöku snyrti- mennsku sem allra eftirtekt vekur. Þangað hafa margir lagt leið sína og sest að nægtaborði þeirra hjóna. Ollum var vel tekið, af uppörvandi hlýju. Einar var sérstakur mannkosta- maður. Hann hafði djúpa samúð með öllum sem stóðu höllum fæti í lífinu og margii’ nutu greiða hans og velvilja. Einar var mikill dýravinur og aðgætinn bóndi. Síðasta minning mín um hann heima á Læk, á þess- um haustdögum, er þegar hann sýndi mér eina af kindunum sínum: þrílembu sem þar var í túni. Hann talaði til þeirra og ær og lömb komu nær, svo var þeim strokið mjúkt um vanga. Nú eru þáttaskil. Með Einari er genginn ógleymanlegur maður. Við hér í Melaleiti þökkum honum allar stundir sem við nutum návistar hans. Mestur er missir fjölskyldunn- ar og henni vottum við dýpstu sam- úð. Kristjana Höskuldsdóttir. Að eiga góðar minningar er gulli betra. Þess háttar fjársjóð eigum við þegar við minnumst Einars Helga- sonar, bónda á Læk í Leirársveit. Einar á Læk tilheyrir þeim þætti bernskunnar í sveitinni sem okkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.