Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 51 <
þykir hvað vænst um að hafa alist
upp við og kynnst af raun: því sam-
félagi sem lætur sér annt um menn
og skepnur, bænda sem hugsa um
land sitt og bú svo sómi er að í hví-
vetna.
Tamast er okkur í munni: „Einar
og Villa á Læk.“ Par bjó hann ásamt
föðursystur okkar, Vilborgu. Nú er
Einar ekki lengur á Læk, þar sem
hann skilaði sínu dagsverki með af-
burða prýði. Einar var hávaxinn og
glæsilegur á velli og enginn vanaleg-
ur maður að burðum. Myndin af
honum með Kvíahelluna á Húsafelli
í fanginu var okkur systrum ungum
óyggjandi vottur þess. Þótt margt
hafi skroppið saman, sem áður var
stórt í augum bams, þá er steinninn
á myndinni enn heljarbjarg og Ein-
ar stór maður í okkar huga.
Lengi hafði hraustmennið betur í
baráttunni við meinin, lengur en
vanalegir menn hefðu mátt sín.
Þrátt fyrir veikindin virtist andinn
óbreyttur og óbugaður. Þannig bh-t-
ist Einar okkur fyrr og síðai': traust-
ur og óhagganlegur, hlýr og rólynd-
ur. Gamansemi og glaðværð var
honum þó ekki síður eiginleg, sem
glöggt sást í góðra vina hópi.
Nú þegar við kveðjum Einar á
Læk, erum við jafnframt að kveðja
fyrirmyndarfulltrúa íslenskrar
bændamenningar: Mann sem las
ljóð og sögur, kunni að segja frá og
syngja, gekk um land sitt og um-
hverfi allt með virðingu, kunni vel til
verka og vann af skynsemi og skiln-
ingi, þekkti allar skepnur sínar og
sinnti þeim af alúð, þekkti söng mó-
fuglanna, komutíma þeirra á vorin
og kvaddi þá að hausti, tók vel á
móti gestum og gangandi, hafði
skilning á þörfum síns nánasta sam-
félags, var boðinn og búinn þegar
nágrannar hans þurftu á aðstoð að
halda, sinnti störfum fyrir sveitarfé-
lagið og gerði ráð fyrir að allir ættu
jafnan rétt til að komast af í samfé-
lagi manna. Við munum sakna þess
að sjá hann ekki ganga um hlöðin á
Læk.
Villu, Ásdísi, Einari Erni og Vil-
hjálmi vottum við samúð okkar.
Sólveig, Salvör, Aslaug
og Védís frá Melaleiti.
Það er kaldur haustmorgunn og
hlíðai’ Skarðsheiðarinnar eru hrím-
aðar, svo mjög að frá Reykjavík séð
virðist heiðin alhvít. En þrátt fyrir
kuldann og hrímið streymir um
mann hlýja við að minnast þín, kæri
frændi og vinur. Djúpa, fallega
bassai'öddin hljómar í huganum og
upp skjótast mörg hnyttin tilsvör
sem einkenndu þig svo mjög. Faðm-
ur þinn var stór og tryggur og þar
var ávallt pláss. Þess fengum við,
stóri systkinahópurinn frá Vestri
Leirárgörðum og fjölskyldur okkar,
svo sannarlega að njóta vel og lengi.
Vinátta þín gagnvart foreldrum okk-
ar var einstök og sérlega dýrmæt
henni mömmu eftir andlát pabba.
Nú hefur þú kvatt þennan heim
eftir langan og strangan dag og ef-
laust hefur þú orðið hvfldinni feginn.
Allt sem þú gafst okkur ber að
þakka og ásamt því kveðjum við
með ljóði eftir Einar Benediktsson,
skáldinu sem hreif þig svo með
skáldskap sínum, að þú kunnir mörg
ljóða hans utan að. Kæri frændi,
hafðu þökk fyrir allt og megir þú
hvfla í friði.
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldastormsins straumi
og stundabarnsins draumi
oss veita himnar vemd og hlé.
Elsku Villa, Ásdís, Einai' Öm og
Vilhjálmur, missir ykkar er mestur
og sárastur. Megi minningin um ein-
stakan mann styrkja ykkur í sorg-
inni.
Systkinin frá Vestri Leirárgörð-
um, fjölskyldur þeirra og
Fríða Þorsteinsdóttir.
DORIS BRIEM
+ Doris Mildred
Briem fæddist í
Birmingham, Bret-
landi, 17. septem-
ber 1902. Hún lést
á líknardeild
Landakotsspitala
28. október 1999,
þá 97 ára að aldri,
eftir mánaðar
sjúkrahúslegu.
Foreldrar hennar
voru John Davis
Parker, f. 1860, d.
1942, og Emily Ja-
ne Parker, f.
Reynolds, f. 1866,
d. 1939. Eiginmaður hennar
var dr. Helgi Pálsson Briem,
sendiherra, f. á Akureyri 18.
Elsku Granny.
Mikið er ég þakklát að hafa átt öll
þessi 29 ár með þér. Þú sast með
mig í fanginu í skímarveislunni
minni þá 68 ára gömul þegar Sigga
frænka sagði: „Þessi stúlka á eftir
að hugsa um þig þegar þú ert orðin
gömul“ og þér fannst þú orðin göm-
ul þá þegar. En þetta reyndist að
júní 1902, d. 2. ágúst
1981. Þau giftu sig
29. júní 1929. For-
eldrar hans voru
Páll Jakob Briem,
amtmaður og alþing-
ismaður, f. 19. októ-
ber 1856, d. 17. djes-
enber 1904 og Álf-
heiður Helga Briem,
f. 11. nóvember
1868, d. 28. septem-
ber 1962.^ Dóttir
þeirra er Álfheiður
Sylvia Briem, deild-
arstjóri, f. í Lissa-
bon, Portúgal, 17.
janúar 1942. Maður hennar er
Magnús Pálsson, rafmagnsiðn-
fræðingur, f. í Reykjavík, 31.
nokkm rétt. Við bjuggum í sömu
blokk í Sólheimum, þú komst dag-
lega niður með 6 vítamínskammta
fyrir alla fjölskylduna svo við yrðum
öll hraust. Vítamín voru þitt yndi
enda varstu með afbrigðum hraust
alla tíð. Við sátum oft við eldhús-
borðið og spiluðum (haysti pati-
ents). Eg fór mikið upp á 10. hæð til
STEINDÓR BERG
GUNNARSSON
+ Steindór Berg
Gunnarsson var
fæddur á Siglufirði
12. október 1935.
Hann lést á Elli-
heimilinu Grund 30.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gunnar Berg
Andreasen, f. 5.7.
1914, d. 4.9.1936 og
Sigrún Rósa Þor-
steinsdóttir f. 16.1.
1918, d. 10.2. 1965.
Bróðir Steindórs er
Gunnar Berg Gunn-
arsson f. 1.12. 1936.
Dóttir Steindórs og Ásu
Ólafsdóttur, f. 28.9. 1937, er 1)
Jóhanna Margrét , f. 21.8 1958,
hárgreiðslumeistari, maki Stef-
án Snorri Stefánsson f. 30.10.
1957. Börn Jóhönnu og Stefáns
eru: a) Hjörtur Líndal f. 4.7.
1980; b) Bjarki Hlífar f. 14.6.
1987; c) Katrín f. 29.4. 1989.
Steindór kvæntist Guðfínnu
Valgeirsdóttur f. 5.4. 1941. Þau
skildu 1973. Börn Steindórs og
Guðfínnu eru: 2) Valgeir Berg f.
25.4. 1964, byggingatæknifræð-
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sóhn björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur te(ja
ídauðans dimmum val.
Ur inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem)
Hvfl þú í friði, elsku pabbi.
Valgeir Berg, Sigrún Rósa og
Grétar Már.
Kæri vinur.
Mig langar að setja niður á blað
nokkur orð og þakka þér fyrir stutt
en góð kynni.
Það er víst að nálgast áratugur
síðan við hittumst fyi'st, ég þá á nýj-
um vinnustað og þú að yfirgefa
hann eftir endurhæííngu. Eg tók
fljótt eftir þér, fyrst og fremst fyrir
það hve ákveðinn þú varst í að yfir-
gefa staðinn og halda áfram með
þitt líf. Takmarkið var að ná því að
setjast undir stýri og þannig að
komast ferða þinna óháður öðrum.
ingur, maki Valdís
Sigrún Larsdóttir f.
10.8. 1958. Dóttir
Valgeirs og Valdís-
ar er Guðfinna
Birta f. 7.3. 1992.
Dóttir Valgeirs og
Júlíönu Þorvalds-
dóttur er Rut f.
17.8. 1988. 3) Sig-
rún Rósa f. 12.10.
1966, hjúkrunar-
fræðingur, maki
Jón Þórir Jónsson f.
31.1. 1966. Sonur
Sigrúnar og Jóns er
Guðjón Berg f. 2.10.
1993. 4) Grétar Már f. 28.9.
1969, hagfræðingur, maki
Nanna Hákonardóttir f. 26.6.
1971. Börn Grétars og Nönnu
eru: a) Darri Már f. 19.1. 1994;
b) Valgerður Embla f. 14.8.
1998.
Steindór lauk prófi í húsa-
smíði 1965 og meistaraprófí
1972 og starfaði lengst af í
þeirri grein.
títför Steindórs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þetta tókst þér þrátt fyrir úrtölur
annarra.
Tengsl okkar eru talsvert lituð af
veikindum þínum og af þeim fékkst
þú vænan skammt, en hvemig þú
höndlaðir aðstæður þínar hverju
sinni var aðdáunarvert og til eftir-
breytni. Þó að þú værir bugaður
brotnaðir þú ekki og hélst reisn
þinni til síðasta dags.
Á þínum yngri árum varstu ann-
álaður fagmaður, þekktur fyrir að
skilaj)ínu fljótt og vel - og eftirsótt-
ur. Ég ímynda mér að sú hvatvísi
sem við sáum í fari þínu síðustu árin
hafi verið leifar af athafnamannin-
um Steindóri.
Ég get ekki látið hjá líða að geta
þess hve stoltur þú varst af krökk-
unum þínum - og kynntir þau sem
gersemar væru- þannig að tekið
var eftir.
Við áttum okkar stundir saman
tvö ein þar sem við ræddum okkar
mál, og um fólk sem við bæði þekkt-
um. Skemmtilegast fannst mér þeg-
ar ég bar ykkur feðga saman, það
sem var líkt með ykkur og ólíkt. Og
það að mér fannst þú hafa vinning-
inn yfir alla karlmenn hvað myndar-
leika varðar.
Kæri vinur, dagar þínir eru nú
taldir hér, en eftir skilur þú góðar
minningar og börnin þín sem hafa
erft það besta frá báðum foreldrum.
Guð geymi þig og varðveiti.
Þín tengdadóttir,
Valdís.
júlí 1936. Börn þeirra eru: 1)
Helgi Briem Magnússson, Iíf-
fræðingur, f. 5. september
1962. K.h. Þóra Emilsdóttir,
prentsmiður, f. 28. júlí 1963. 2)
Páll Briem Magnússon, rann-
sóknarlögreglumaður, f. 2. jan-
úar 1964. K.h. Bryndís Péturs-
dóttir, f. 1. ágúst; 1963. 3) Ið-
unn Doris Magnúsdóttir, sál-
fræðinemi, f. 22. ágúst 1966.
M.h. Valgarður Guðjónsson,
kerfisfræðingur, f. 8. febrúar
1959. 4) Sæunn Sylvía Magnús-
dóttir, snyrtifræðingur, f. 14.
október 1970. M.h. Friðjón
Hólmbertsson, sölustjóri, f. 11.
desember 1969. Að auki lætur
Doris eftir sig 10 barnabarna-
börn.
Útför Dorisar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
þín og hlustaði á hreint ótrúlegai'
sögur úr þínu iífi. Lífi sem var væg-
ast sagt merkilegt. Einu sinni í viku
þreif ég eldhúsið þitt og þú borgaðir
fyrir mig fimleika í staðinn. Frá því
að ég man eftir mér, kannski 5-6
ára, fórum við saman að versla einu
sinni í viku. Fyrst löbbuðum við í
sólheimabúðina, tókum síðan leigu-
bfl í Glæsibæ þar til ég fékk bflpróf
og eigin bfl. Þú hafðir alltaf húmor-
inn í lagi. Þegar ég kynntist Frið-
jóni, manninum mínum, gátuð þið
aldeilis grínast saman, þegar hann
keyrði okkur í búðina kallaðir þú
hann alltaf „James“ einkabflstjór-
ann þinn.
Þú varst ótrúlega sterkur og lit-
ríkur karakter og allir sem þekktu
þig fengu að kynnast því. Fjölskyld-
an var í fyrirrúmi þú varst dugleg
að smala okkur saman heim til
mömmu í Kentucky, pitsu eða eitt-
hvað annað. Þér fannst svo mikil-
vægt að við systkinin ættum góðar
stundir saman.
Þegar nálgaðist níræðisafmælið
þitt ákvast þú að bjóða okkur öllum
á Hótel Örk eina helgi í stað þess að
halda veislu. Eitt kvöldið þegar við
sátum í kvöldmatnum sagðir þú að
grandad kæmi til þín og segði að þú
ættir að skála við alla í kampavíni,
svo ættirðu að halda veglega veislu
þegar þú kæmir heim og það gerðir
þú að sjálfsögðu.
Á hverju ári síðan hefur þú boðið
okkur öllum á Hótel Örk um versl-
unarmannahelgar. Þar höfum við
átt ómetanlegar stundh' öll saman,
þar hefur þú getað spilað bridge
sem þú elskaðir og eytt tíma með
öllum ömmu- og langömmubömun-
um.
Svona síðustu 2-3 árin varstu
stundum að undra þig á því hvað þú
lifðir lengi og hvert eiginlega hlut-
verk þitt væri. Ég sagði alltaf að þú
ættir örugglega eftir að lifa lengi
enn. Þú varst svo hraust og dugleg,
bjóst ein og hugsaðir um þig sjálf.
Þú ætlaðir alltaf að deyja hraust.
Þegar þú varst svo lögð inn fyrir 4
vikum varst þú alls ekki sátt við það
að fara á spítala enda aldrei faiið til
læknis. Þú sagðir að kannski værir
þú þama til að kenna læknunum allt
um vítamín. Þér leið nú samt eins
og „filmstar11 því það voru teknai'
svo margar (röntgen) myndir af
þér.
Þú spurðir hvenær mundi henta
okkur þest að þú færir þar sem nú
væri ekki svo langt til jóla. Þú vildir
aldrei vera baggi á neinum.
Ég gat eiginlega ekki sætt mig
við eða trúað að þú vildir fara og
eigingimin í mér, því ég vildi bara
ekki að þú færir. Ég sagði við
manninn minn einu sinni að mér^
fyndist eins og gi-anny dæi ekki fyrr
en ég væri tilbúin og það gerði hún
svo nákvæmlega. Daginn áður en
þú kvaddir kom ég til þín og þú
sagðir eins og svo oft áður að þú
hlakkaðir svo tii að komast til
himna og hitta grandad sem þú von-
aðir að væri ennþá þar og biði eftir
þér. Það var í fyrsta skiptið sem ég
virkilega skildi þig svo innilega og
samsinnti þér. Daginn eftir deyrðu
og ég vai' eins tilbúin og ég gat orð-
ið þótt það sé alltaf sárt þrátt fyrir
öll 97 árin. Þegar ég kvaddi þig í
síðasta sinn sagðh' þú „ég vona að-c
ég eigi eftir að sjá þig aftur“, ég
sagði auðvitað, átti nú ekki von á
þessu alveg strax. Ég vona svo inni-
lega að ég eigi eftir að sjá þig ein-
hvers staðar aftur. Þú hafðir svo
ótrúlega mikil áhrif á mitt líf og
gafst mér svo mikið, ég á eftir að
sakna þín ólýsanlega mikið, elsku
granny mín.
Nú ertu örugglega svo hamingju-
söm með grandad í fína garðinum
þínum á himninum sem þig dreymdi
að biði þín, hlaupandi um allt með
hnén í lagi og allt í góðu.
Ég vona að himnaríki sé allt sem
þú óskaðir og meira til og veit að þú
átt eftir að vaka yfir okkur öllum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. t
(V. Briem.)
Ég kveð þig, elsku granny.
Þín
Sæunn.
Nú er langri og farsælli ævi heið-
urskonunnar Doris Briem lokið og
viljum við konur í samtökunum
Vinahjálp gjai'nan minnast hennar
með nokkrum orðum í þakklætis-
skyni. Hún var ti-ygg og áhugasöm
kona og tók virkan þátt í starfsemi
samtakanna sem voru stofnuð 1963
af eiginkonum erlendra sendiherra
og íslenskum konum í því skyni að
kynnast betur öðrum konum hér á
landi og líka láta eitthvað gott af sér
leiða. Starfið hefur verið farsælt og '
árangursríkt. í basarnefnd og
bridsklúbbnum er safnað peningum
sem ýmsar stofnanir njóta gós af.
Doris Briem, kona Helga Briem
sendiherra, varð formaður 1973 og
hefur gegnt því starfi alla tíð síðan.
Hún hélt ailtaf ræðu þegar styrk-
ir voru veittir (nú síðast í vor 96 ára
að aldri) við hádegisverð sem hald-
inn er á hverju vori og var unun að
heyra hana tala sitt fallega móður-
mál.
Doris hafði góð áhrif á fólk, alltaf
jákvæð og í góðu skapi og var mjög
trúuð. Þetta var hennar veganesti í
gegnum lífið sem hún gaf öðrum svo
ríkulega af.
Blessuð sé minning hennar.
Konur í Vinahjálp.
Elskulegur afi okkar og langafi,
EYÞÓR STEFÁNSSON
tónskáld,
Fögruhlíð,
Sauðárkróki,
andaðist að kvöldi miðvikudagsins
3. nóvember á Sjúkrahúsi Sauðárkróks.
Jarðarför auglýst síðar.
Eyþór Einarsson Ásgerður Gísladóttir,
Sigríður Einarsdóttir, Óli Páll Engilbertsson,
Atli Stefán Einarsson, Ingunn Helgadóttir,
Auðunn Einarsson,
og barnabarnabörn.
41