Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 55
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 51? KIRKJUSTARF ast að í „Vilmundarkosningunum“ árið 1978 ákvað flokksskrifstofan að hann yrði að víkja til um sæti á lista til alþingiskosninga án þess það væri rökstutt. Skyldi hann vfkja úr öruggu þingsæti eftir því sem þá horfði og varð. Flestir hefðu ekki tekið slíku ósanngjörnu valdboði en Guðmundur tók þá ákvörðun að standa ekki í stappi og lagði fram mikla vinnu fyrir þær kosningar og aðrar síðan. Við þessa raun hlaut hann eldskírn sína sem „eðalkrati" og verður hann við það stærri í minningunni en aðrir sem hlutu meiri frama eins og það heitir. Eiga alþýðuflokks- menn að minnast hans í þessu ljósi. Hins trausta lýðræðisjafnaðar- manns. Flokksfélaga. „Vinstri“menn slá sér gjarnan á brjóst í tilefni „Reykjavíkurlistans" en fyrirmynd til vinstri er að finna á Húsavík. Þar tókst fríðu liði ungra og gamalla lýðræðisjafnað- ai-manna undir handleiðslu Guð- mundar Hákonarsonar við síðustu bæjarstjórnarkosningar að fella ís- lenska íhaldið sameinað. Og hafa nú tekið við að endurreisa bæjar- samfélagið úr íhaldsrústum. Hjart- að slær til vinstri - og gnýr þess berst út Skjálfanda. Halldór E. Sigurbjömsson. ----+++--- GUÐNÝ ÞÓRAR- INS- DÓTTIR + Guðný Jónína (Dúný) Þórar- insdóttir fæddist í Reykja- vík 1. mars 1933. Hún lést á Víf- ilsstaðaspítala 18. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. október. Elsku Dúný, þú varst mér alveg einstök manneskja, svo skapgóð, nægjusöm og æðrulaus. Alltaf svo stutt í brosið og hláturinn. 0, elsku Dúný, ég veit ekki hvernig á ég að segja það með orðum eða skrifa það niður á blað en þú varst alltaf svo hlý og góð við mig og fjölskyld- una að þú varst mér sem önnur móðir í mínum huga og börnunum mínum. Þegar mér bárust þær fréttir að þú værir búin að kveðja okkur hugsaði ég með mér að þú værir búin að fá hvíld frá veikind- um þínum og að þér liði miklu bet- ur núna. Eg mun aldrei gleyma þér og öll- um mínum minningum um þig, hvemig þú varst við mig og börnin mín. Stundum þegar hún Úlla fór til þín og tók með mat frá mér þá voru orðin þín svona: „Hún Begga eldar alveg eins og á gamla mát- ann.“ Fékk ég svo yfirleitt eitt sím- tal frá þér. Það er á enda núna, elsku Dúný. Guð veri með þér. Við munum sakna þín mjög mikið en við vitum að þér líður miklu betur núna og það mun hugga okkur í lífinu. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. Við gætum sungið gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. (Vilhj. Vilhj.) Við sendum fjölskyldunni og vandamönnum innilega samúðar- kveðju og vonum að allt muni ganga vel í lífinu hjá þeim. Bergljót Kristjánsdóttir, Heiðar Matthíasson og börn. INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR + Ingveldur Stef- ánsdóttir var fædd 1. ágúst 1932 í V estmannaeyjum þar sem hún ólst upp. Ingveldur lést 24. október síðast- liðinn á Kvenna- deild Landspítalans. Foreldrar hennar voru Rósa Runólfs- dóttir, f. 9. nóvem- ber 1909, d. 25. apr- íl 1948 og Stefán Guðjónsson, f. 8. maí 1904, d. 4. nóv- ember 1987. Bróðir Ingveldar er Guðjón Stefáns- son, f. 7. janúar 1936. Hann er giftur Ernu Tómasdóttur og eiga þau sex börn. Hinn 1. ágúst 1953 giftist Ingveldur Rögn- valdi Bjarnasyni, f. 3. janúar 1932. Börn þeirra eru: 1) Stefán Rögnvaldsson, f. 7. maí 1953 giftur Herdísi Jónsdóttur. Börn þeirra eru: Jón Hannes, f. 7. október 1979. Ásgerður Drífa, f. 17. febrúar 1983 og Stefán Ingi, f. 30. mars 1992. 2) Bjarni Rögnvaldsson, f. 7. maí 1953 giftur Helgu Guðnadóttur. Börn þeirra eru: Rögnvaldur, f. 11. í dag er til moldar borin tengda- móðir mín Ingveldur Stefánsdóttir. Kyrrð dauðans grúfir yfir og komið er að kveðjustund. Hún er laus úr viðjum hins þungbæra sjúkdóms. Minningarnar streyma fram, þær verða geymdar sem gimstein- ar sem ekkert fær eytt. Inga átti ætíð gnægð ástúðar og umhyggju hvað sem á bjátaði. Hún hafði áhuga og skilning á öllu sem snerti börnin og barnabörnin. í hlutverki móður, lífsförunautar og ömmu naut hún sín best. Hún var kát og drífandi í fjölmenni en mér eru þó efst í huga þær stundir sem við átt- um saman þegar hún rölti yfir til mín, gjarnan að morgni dags. Seinni hluta árs 1995 syrti að. í september það ár veiktist Inga og erfiðir tímar fóru í hönd. Hún bar harm sinn í hljóði og kvartaði aldrei. Við sem eftir lifum minn- umst með hlýhug dugnaðar henn- ar, umhyggju og góðvildar. Ég er þakklát iýrir að hafa kynnst Ingu sem tengdadóttir og bömin sakna góðrar ömmu. september 1972. Hann á þrjú börn. Anna Margrét, f. 15. september 1977. Unnusti hennar er Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3) Birgir Rögnvaldsson, f. 24. febrúar 1959, sam- býliskona hans er Guðrún Bergþórs- dóttir, dóttir þeirra er Anna María, f. 7. febrúar 1999. 4) Rósa Rögnvalds- dóttir, f. 23. júlí 1963, dóttir hennar er Inga Aronsdóttir, f. 8. sept- ember 1982. Ingveldur og Rögnvaldur bjuggu í Vestmannaeyjum fram að gosinu í Vestmannaeyjum í janúar 1973. Þau fluttu til baka til Vestmannaeyja en í Kópavog 1978 og bjuggu að Reynigrund 41. Auk húsmóðurstarfa vann Ingveldur ýmis störf, lengst af í Árbæjarskóla og síðast í Snælandsskóla. Ingveldur Stefánsdóttir verð- ur jarðsungin frá Digranes- kirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hvíl í friði. Herdís Jónsdóttir. Amma okkai’, Ingveldur Stefáns- dóttir, eða Inga amma, eins og við kölluðum hana, er dáin. Eftir sitja góðar minningar sem við getum geymt í huga okkar um ókomna tíð. Okkur systkinunum var alltaf tekið vel þegar við komum í heimsókn, og var ömmu alltaf umhugað um hvað dreif á daga okkar, ekki síst hjá þeim yngsta, Stefáni Inga, sem hún hafði mikið dálæti á. Við munum hana sem umhyggjusama, duglega og sterka persónu, en styrkur hennar kom berlega í ljós þegar hún háði erfiða baráttu við sjúkdóminn sem að lok- um hafði betur, hún kvartaði aldrei þrátt fyrir allt heldur bar sig vel fram á síðustu stund. Nú er elskuleg amma okkar lögst til hinnar hinstu hvílu, við vitum að þú ert nú á góðum stað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Jón Hannes, Ásgerður Drífa og Stefán Ingi. ÁRNIPÉTUR JÓNSSON + Árni Pétur Jónsson fæædd- ist í Keflavík 22. september 1919. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Keflavík 23. októ- ber siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 3. nóvember. Kæri vinur, með nokkrum línum langar okkur bræðurna að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við geymum minningarnar um góðan vin sem heimsótti okkur svo oft á okkar vinnustað. Við vottum börnum og barnabörnum þínum okkar dýpstu samúð. Við kveðjum þig, kæri vin- ur, með söknuði og biðjum góðan Guð að geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Eyjólfur, Sverrir Elentínus og Sævar Sverrissynir. AXEL THORARENSEN + Axel Thorarensen siglinga- fræðingur fæddist í Reykja- vík 12. febrúar 1921. Hann lést á heimili sínu 26. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. nóvember. Við kveðjum kæran vin með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem við áttum með þeim hjónum öll árin í okkar lífshlaupi. Það er mikill söknuður að góðum vini. Kæra vinkona og fjölskylda, Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Jóhanna og Ólafur. Safnaðarstarf Kristnihátíð í Dölum SIÐARI hátíðin af tveimur kristni- hátíðum Snæfellsnes- og Dalapró- fastsdæmis verður haldin í Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 7. nóvem- ber kl. 14. Vígslubiskup Skálholts- stiftis, sr. Sigurður Sigurðarson, flytur þar hátíðaiTæðu en söngfólk allra kirkjukóranna í Dalasýslu hef- ur undirbúið söngdagskrá, þar sem flutt verður m.a. efni eftir ljóð- og tónskáld Dalamanna. Þá kemur þar fram barnakór og lúðrasveit, söng- málastjóri kirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, leikur orgelforleik, flutt verður hátíðarljóð og leik- menn og prestar safnaðanna í Döl- um flytja talað orð. Kórfólk úr Dölum hefur að und- anförnu lagt á sig mikla vinnu við undirbúning hátíðarinnar undir styrkri stjórn organista sinna, þeirra Halldórs Þórðarsonar, Lilju Sveinsdóttur og Sigurðar Þórólfs- sonar, en sérstakt nótnahefti með efni hátíðarinnar er gefið út af pró- fastsdæminu af þessu tilefni. Prest- ar í Dölum eru sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur og sr. Óskar Ingi Ingason í Búðardal. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á veiting- ar í Dalabúð. Friðrik J. Hjailíir. Fríkirkjan 100 ára BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur félagsfund í safn- aðarheimilinu að Laufásvegi 13 á morgun, laugardag, 6. nóvember, kl. 11. Sigurður E. Guðmundsson, formaður safnaðarstjórnar, gerir grein íyrir fyrirhuguðum hátíðar- höldum í tilefni 100 ára afmælis Fríkirkjusafnaðarins, en hann var stofnaður 19. nóvember 1899 e'ins og kunnugt er. Einnig mun Guðjón Björgvinsson sagnfræðingur flytja erindi um aðdraganda og upphaf Fríkirkjunnar á íslandi svo og stofnun Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Félögum bræðrafélags- ins, ásamt öðru fríkirkjufólki, gefst nú upplagt tækifæri á þessum fundi, að kynnast þessum merku tímamótum kirkjunnar og fræðast um þennan sögulega viðburð. Létt- ur hádegisverður verður fram- reiddur að venju. Pau voru ljós á leiðum okkar NÆSTKOMANDI sunnudag er allra heilagra messa. Þann dag hef- ur kirkjan okkar tekið frá til sér- stakrar þjónustu. Þá minnumst við ættingja okkar og ástvina sem látn- ir eru. Minningu þein’a varðveitum við með ýmsu móti. Myndir á vegg. Af- mælisdaga er minnst. Ættingjar hittast. Steinn er settur á leiði. Blómum er plantað á leiði að vori. En þegar styttist til jóla, hátíð ljóssins, þá kallar kirkjan þín til þín og hvetur þig til að minnast horfinna vina. Koma í kirkjuna þína. Minnast í þökk og bæn alls þess sem þau voru þér og þínum. Þegar ástvina er minnst er líka gott að gera eitthvað, fara á ákveðinn stað. Fara og vitja um leiði í kirkju- garði. Á sunnudaginn kemur býður kirkjan upp á sérstaka þjónustu í kirkjugörðum prófastsdæmanna. Starfsmenn kirkjugarðanna verða við innkeyrslur og gefa upplýsingar um staðsetningu leiða fyrir þau sem vilja. í Fossvogskirkju verðun samfelld dagskrá frá kl. 14 til kl. 18. — Organistar, kirkjukórar og tónlist- arfólk annast tónlistarflutning, ritningartextar verða lesnir og beðnar verða bænir. Einnig mun starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar vera með friðarkerti til sölu í kirkjugörðunum. Þetta er þriðja árið sem þessi þjónusta er veitt og hefur reynslan sýnt að margir þiggja þessa þjón- ustu kirkjunnar og vitja leiða ást- vina. Við sem að þessu höfum stað- ið höfum sérstaklega tekið eftir því að foreldrar hafa notað tækifæriás?. og komið með börn sín og unglinga í garðana. Því vil ég hvetja sem flesta til að nota þetta tækifæri og gera þannig hvoru tveggja í senn: Heiðra minningu látinna með ljósi á leiði, sem minnir okkur á það ljós sem hin látnu voru okkur og jafn- framt að gefa sér tóm til helgrar stundar í húsi Guðs til bænagjörð- ar. Oft fylgir söknuður og tregi heimsókn í kiijugarðinn. Komum með allar okkar tilfinningar inn að altarinu, þar er þeirra staður. Þai' tekur Drottinn Guð við þeim og veitir okkur í staðinn frið, huggun og styrk. Gylfi Jónsson, héraðsprestur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgi- stundina. Laugameskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Náttfatanótt kl. 21 í safnaðarheimil- inu á vegum unglingastarfs Laugai'- neskirkju, Þróttheima og Blóma- vals. Unglingahljómsveitin PP (Penir piltar) kemur fram o.m.fl. verður í boði. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugai'dagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra á morgun, laugardag. Tvíréttuð mál- tíð kl. 12.30. Sr. Lárus Halldórsson segir frá mannlífi í Flatey á Breiða- firði. Fjöldasöngur við undirleik Reynis Jónassonar. Þátttaka til- kynnist í síma 511-1560 milli kl. ÍCF og 12 í síðasta lagi í dag. Allir vel- komnir. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Mæður og feð- ur með ungum bömum sínum. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. i4. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður. r. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. finm/íifrp Sérverslun með iilkitré & silkiblém Laugavegi 63, Vita&tíg&megin &ími 55/ 2040
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.