Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 60

Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 60
^60 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Hvernig líta stjórn- völd á öryrkja? OPIÐ bréf til ríkis- stjómar íslands. Fyrir fimm ámm hafði hópur stjóm- málamanna í kosn- ingabaráttu sinni orð- in „Fólk í fyrirrúmi" ávallt á vöram sínum *w-við flest tækifæri þeg- ar loforðasöngurinn stóð sem hæst. Annar hópur stjómmála- manna sagði „allt rúmast innan okkar flokks“. Öryrkjar er hópur fólks með líkamlega og eða and- lega skerðingu. Hvað hafa þeir gert fyrir okkur, sem lofuðu því fyrir fimm áram og sitja nú á Alþingi og í ríkisstjóm, þessir sem lofuðu að hafa fólk í fyrirrúmi, sem margir trúðu og treystu? Hvað hafa þessir stjómmálamenn gert fyrir okkur öryrkjana síðastliðin fimm ár? Ör- --♦yrkja sem hafa meir en 75% varan- lega örorku. Okkur er minnisstætt hve miklar launahækkanir hafa runnið til þessa sama fólks á þessum tíma. Það er alls ekki of launað, fólk sem leggur nótt við dag í þágu þjóðar- innar. En það þarf að standa við lof- orð sín. Ef til vill höfum við öryrkj- ar misskilið loforðin um „Fólk í fyrirrúmi" og eram þá ekki fólk, í skilningi þeirra sem töluðu svo. Um þessar mundir er það um- hugsunarefni að aðeins þeir sem -^rhafa gnótt fjár handa á milli er sennilega sá hópur sem átt er við með orðunum „Fólk í fyrirrúmi". Þeir eru augljóslega „Fólk í fyrir- rúmi“. Ef til vill í svo miklu fyrirrúmi að þeir hafi stjórn á valdhöfunum í krafti fjármagns og eigna sinna. Hver veit? Gjafir til vátryggingarfélaga Hvað þurfa vátryggingarfélögin t.d. að greiða fyrir aðgerðir á fólki Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur fró kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 sem tryggt er hjá þeim og lendir í bif- reiðarslysi? Mér er það ljóst, ég lenti í bif- reiðarslysi sl. ár og var lagður inn á sjúkrahús, þar var ég í tæpan sólarhring og mætti í fjögur skipti eftir það í skoðun. Eg greiddi samkvæmt reikningum samtals kr. 2790. Vegna þessa bifreiðarslyss hef ég verið í sjúkraþjálfun af og til allt þetta ár og borgar Trygginga- stofnun ríkisins allan þann kostnað að und- anskildum fyrstu skiptunum sem ég greiddi fyrir kr. 6860. Ég kann- aði hver greiddi það sem upp á vantaði og fékk þau svör að Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi mis- muninn. Með þessu fyrirkomulagi Örorka Við höfum ekki fundið fyrir góðæri, segir Sigurður Magnússon í opnu bréfi til ríkis- stjórnarinnar. er verið að gefa vátryggingarfélög- um landsins hundruð milljóna króna. A meðan sýpur lágtekjufólk dauðann úr skel. Mannréttindayfirlýsing SÞ I mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna stendur m.a.: Allir menn eiga rétt til, lífs, frelsis og mannhelgi, er skrifað í 3.gr. mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 og íslenska lýðveld- ið er aðili að. Gildir þessi yfirlýsing ekki um „íslenska öryrkjann"? En þrátt fyrir mannréttindayfir- lýsinguna era mannréttindi brotin, meðal annars á öryrkjum þessa lands. Barátta öryrkja fyrir bætt- um lífskjöram er mannréttindabar- átta. Barátta fyrir því að geta lifað við frelsi án hlekkja í viðjum sultar og óvissu um afkomu næsta dags. I því góðæri sem ríkisstjórnin, þingmenn og mest öll þjóðin talar um og nýtur hafa öryrkjar ekki fundið fyrir bættum kjöram. Það tekur því tæpast að minnast á prósentuhækkun á laun okkar sé miðað við prósentuhækkanir á laun hálaunafólks. Það fær tugi þúsunda á sama tíma og öryrkinn fær nokk- ur þúsund í hækkun tekjutrygging- ar sinnar, sem svo er löngu horfin í aukna dýrtíð, samanber t.d. hækk- un á húsaleigu. Hvar er góðærið? Við höfum ekki fundið fyrir góð- æri nema síður sé. A meðan allur tilkostnaður af framfærslu okkar hverfur í dýrtíð fá heilbrigðir vera- legar launahækkanir með ýmsum auka samningum eða verkfalli og í kröftugustu sóknarlotunum þeirra segja allir upp á vinnustaðnum. Þann möguleika höfum við ekki til kjarabaráttu. Það er að heyra á þeim sem ráða að við eigum að vera þakklát fyrir það sem að okkur er rétt. A undan- förnum áram hefur orðið mikið launaskrið vegna mikillar vinnu og þá um leið eftirspurn eftir vinnu- afli. Því miður eru flestir öryrkjar svo mikið fatlaðir að þeir eiga þess ekki kost að auka tekjur sínar með vinnu eða á annan hátt. Er því af- koma þeirra alfarið komin undir stjórvaldsákvörðun. Stjórnvaldsaðgerðir Stjómvaldsaðgerðir era á þann veg að tilgangslítið er fyrir fólk sem aðeins hefur örorkulaun að vinna sér inn nokkra tugi króna sé það fært um það. Skattheimta er svo ósanngjörn við þá sem þurfa að lifa af öryrkjabótum að flestir sjá ekki neinn tilgang í að afla sér auka- tekna þótt þeir geti unnið svolítið. Hafi manneskja verið svo heppin að lenda ekki í örorku fyrr en á efri áram og fá þá úr lífeyrissjóði sínum 20-30.000 krónur þarf hún að borga 39% af því í staðgreiðslu. En efna- maðurinn sem á sína lífeyrispen- inga á banka borgar aðeins 10% fjármagnsskatt af sínum lífeyri. Þar á greinilega við orðatiltækið ,Fólk í fyrirrúmi“. Hæstvirt ríkisstjórn! Þú brýtur á okkur öryrkjum réttindi okkar sem skráð eru í Mannréttindasáttmála Evrópu, meginreglum Sameinuðu þjóþanna um málefni fatlaðra, sem Island hefur staðfest og Mannréttinda- sáttmála Evrópu sem hefur laga- legt gildi á Islandi! Ég skora á þig, hæstvirta ríkis- stjórn Islands, að virða skráð mannréttindi okkar og koma fram við okkur á þann hátt að við losnum úr viðjum sultar og óvissu um af- komu næsta dags. Höfundur er fv. yfirrafmagnseftir- litsmaður. Þegar fjárræð- issvipting er eina leiðin NÝ lögræðislög tóku gildi 1. janúar 1998 og leystu af hólmi lög frá 1984. Vandað var til verks- ins og þessari löggjöf fylgdi mikil réttarbót fyrir lögræðissvipta einstaklinga auk þess sem ýmis ákvæði urðu skýrari. Miðað við fyrri lög gagnaðist þessi löggjöf þó tak- markað þeim sem höfðu Alzheimers- sjúkdóma eða aðra sjúkdóma sem leiða til heilabilunar. Fjárræðissvipting: Lögræði er tvískipt, sjálfræði og fjárræði. Um sviptingu lögræðis segir m.a. í 4. grein laganna: „Svipta má mann lögræði með úrskurði dómara ef þörf krefur, sjálfræði einu sér, fjárræði einu Sjúkdómar Ég vil hvetja yfírmenn dómsmála, segir Jón Snædal, til að breyta annars ágætum lögræð- islögum. sér eða hvoru tveggja: a. Ef hann er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests." Heilabilun sem er nokkuð á veg komin veldur ástandi sem lýst er í þessari lagagrein. Maður sem svo er ástatt um getur ekki gert fjárskuldbindingar og skilur oft ekki innihald þeirra. Þegar fjöl- skylda viðkomandi einstaklings þarf t.d. að selja fasteign hans, er eina leiðin því að fara fram á svipt- ingu fjárræðis. Því háttar oft þann- ig til að eiginkonan býr í húseign- inni en eiginmaðurinn er á stofnun vegna heilabilunar, en húseignin verður ekki seld nema með undir- skrift hans. Þessi gerningur fer einungis fram með dómi og sætir almennri meðferð einkamála, þó með frávik- um (10. gr). Fjölskyldan ræður lögfræðing sem sækir málið, dóm- ari skipar verjanda og innan þriggja sólarhringa frá því málið var tekið til úrskurðar kveður dómari upp úrskurð í því. Þessi úrskurður er birtur í Lögbirtingarblaðinu og kemur fram á fleiri stöðum eftir því sem tilefni er til, svo sem með þinglýsingu á eignum, á viðskipta- bréf, í firmaskrá (at- vinnurekandi) og til stjórnar félags sem einstaklingurinn á hlut í. Ráðsmaður: Meðal nýmæla lag- anna er möguleiki á skipan ráðsmanns skv. IV. kafla. í 33. gr. laganna segir: „Fjárráða maður, sem á óhægt með að sjá um fjár- mál sín vegna veikinda eða fötlun- ar, getur óskað eftir því að honum verði skipaður ráðsmaður, enda geri hann sér grein fyrir þýðingu þeirrar ráðstöfunar." Ráðsmaður- inn verður hins vegar að vekja at- hygli yfirlögráðanda á breyttu heilsufari sem leiði til þess að mað- urinn hafi ekki lengur skilning á því hvað felist í skipun ráðsmann- sins (48. grein). Þetta leiðir síðan til sviptingar fjárræðis með dómi eins og lýst hefur verið hér að framan. í Reykjavík hafa þeir sem hafa nýtt sér ákvæðið um ráðsmann enn ekki fyllt tuginn frá setningu lag- anna. Úrbætur: Samkvæmt núgildandi lögum er aðeins ein leið fær til að komast hjá fjárræðissviptingu vegna heilabil- unar og hún er sú að maðurinn gefi sjálfur fjárhagslegt umboð áður en heilabilun hans er komin á skrið og áður en nokkur getur dregið í efa dómgreind hans. Best er að skil- yrða slíkt umboð við fasteign eða aðra fastafjármuni en gefa ekki all- sherjaramboð, því með nútíma bankaþjónustu er auðvelt að fá liðsinni með lausafjármuni. Ég vil hvetja yfírmenn dóms- mála til að breyta annars ágætum lögræðislögum, svo að gildissvið ráðsmanns verði víkkað svo sem er í nágrannalöndum okkar. Hann hafi þá fullt umboð þótt heilsu skjólstæðings hans hraki svo að hann geri sér ekki lengur grein fyrir umboðinu. Slíkt fyrirkomulag kemur í veg fyrir erfiða og oft sársaukafulla göngu fjölskyldna á leið fjárræðis- sviptingar. Höfundur eryfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti og fráfar- andi formaður Oldrunarráðs íslands. Jón Snædal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.