Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til Morgunblaðsins frá dr. Efraim Zuroff VIRÐULEGI rit- stjóri. Þar sem ég er ekki fastur lesandi dag- blaðs yðar, leið nokk- ur tími þangað til ég heyrði um hið hneykslanlega viðtal, sem birtist við Atla Eðvaldsson í Morg- unblaðinu 3. október síðastliðinn undir heitinu Djöfullinn sefur aldrei. Eftir að hafa verið gert kunn- ugt um efni greinar- innar, flýtti ég mér að svara út frá þeirri vissu, að því lengur sem ósannindi fá að standa án þess að andmæl- um sé hreyft, því meiri sé mögu- leikinn á því að einhver muni í raun trúa þeim. Það er afar dapurlegt er börn trúa ósannindum um foreldra sína, en það er greinilegt að Atli Eðvaldsson óskar ekki einungis að trúa ósannindum um föður sinn, heldur er einnig mjög ákaf- ur að dreifa þeim til eins stórs lesendahóps og mögulegt er, eins og fram kemur í viðtalinu við hann. Hinn dapurlegi sannleikur er hins vegar sá að ævisagan, sem hann leggur fyrir lesendur blaðs- ins, er einfaldlega ekki sönn. Ev- ald Mikson var langt frá því að vera fórnarlamb kommúnistaof- sókna, hann var í raun og réttu nasískur morðingi og samverka- maður. Byrjum á meginstaðreyndum. Þegar nasistar réðust inn í Sovétríkin, var Mikson foringi Omakaitse, sem var sjálfskipuð, þjóðern- issinnuð og and- kommúnísk lög- reglusveit í Vonnu-héraði. Deild hans tók virkan þátt í ofsóknum og morðum á fjölda manns, fyrst og fremst á kommún- istum og gyðingum, sem þeir litu á sem fjendur. Meðal fórn- arlamba þeirra, sem voru myrt án dóms eða nokkurra réttarhalda, var fjöldi saklausra og óbreyttra borgara. Samkvæmt vitnisburði, sem Stofnun Simons Wiesenthals uppgötvaði í Tallinn, myrti Mik- son sjálfur 30 manns í Vonnu-hér- aði og bar ábyrgð á morðum á 150 mönnum til viðbótar, sem myrtir voru undir hans stjórn. Sérstaklega óhugnanlegur var vitnisburður Hiku Mootse, sem lýsti því hvernig Mikson nauðgaði móður og dóttur, sem voru gyð- ingar. Hún lýsir atburðinum þannig: „Er ég var tekin til fanga í Vonnu-héraði, sá ég ásamt öðr- um föngum í gegnum glugga kjallara, hvernig Mikson ásamt hópi Omakaitse-manna, 6 eða 7 talsins, tóku tvær gyðingakonur út á götuna, móður um fertugt og dóttur hennar, sem var 17 til 19 ára gömul, afklæddu þær, settu keðjur um háls þeirra, bundu hendur fyrir aftan bak og byrjuðu að hæðast að þeim. Verðirnir drógu konurnar eftir jörðinni, neyddu þær til þess að beygja sig niður og bíta gras og ýttu þeim síðan niður að jörðu og nauðguðu Bréf Mér þykir leitt að heyra að Atla og systur hans hafí borist hótanir, segir Efraim Zuroff. Þau bera vissulega enga sök á glæpum föður síns. þeim. Ég sá hvernig Mikson nauðgaði konunum fyrstur og á eftir honum gerðu allir hinir verð- irnir það einnig. Konurnar voru niðurbrotnar og voru síðan dregn- ar bak við skúr og skotnar til bana.“ Eftir verk sín í Vonnu-héraði hélt Mikson til Tallinn í Harju- héraði, þar sem hann þjónaði sem aðstoðarforingi í pólitískri lög- reglu Eistlands í borginni. I því embætti tók hann einnig virkan þátt í ofsóknum og morðum á óbr- eyttum borgurum, þar á meðal á gyðingum. Skjöl þau, sem greini- lega sanna virkan þátt hans í þessum glæpum, voru birt á Isl- andi árið 1992 af íslensku blaða- mönnunum Þór Jónssyni og Karli Th. Birgissyni. Þau sýna hið mik- Efraim Zuroff ilvæga hlutverk sem Evald Mis- kon lék við útrýmingu gyðinga í Tallinn og við morð á mörgum saklausum Eistlendingum. Hlut- verk hans sem samverkamanns nasista og fjöldamorðinga leiddi til þess að hann flýði til Svíþjóðar, til að komast undan refsingu So- vétmanna, sem á endanum hern- ámu ættland hans. Að greina frá þeim flótta, eins og að hann hafi einvörðungu byggst á ráðum ömmu Atla er hlægilegt. Mikson flýði til Svíþjóðar, eins og svo margir úr fremstu röð eistneskra samverkamanna nasista, vegna þess að hann vissi að Sovétmenn myndu veita þeim Eistlendingum, sem höfðu haft samvinnu við nas- ista, harða refsingu og vildi hann sjálfur komast undan þeim örlög- um. Hvað varðar frásögn Atla af veru föður hans í Svíþjóð, þá held- ur hann áfram að segja ævintýri. Þegar mál Miksons, eins og ann- arra eistneskra flóttamanna, var rannsakað af sænskum yfirvöld- um, uppgötvuðust glæpir hans og það var þess vegna ákveðið að hann ætti að verða sendur aftur til Eistlands. Hann slapp að lok- um undan þeim örlögum, ein- göngu vegna þess að vinveittur sænskur embættismaður leyfði honum að yfirgefa prísundina og stíga á fjöl skips sem hélt til Ven- ezuela. Skip þetta varð að hafa viðdvöl á Islandi vegna einhvers konar vélarbilunar, og það var þannig sem Evald Mikson á end- anum varð Eðvald Hinriksson. Hvað varðar frásögnina um hvað gerðist á Islandi, gleymir Atli ef til vill mikilvægasta þætt- inum, því að Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari tilkynnti hinn 13. ágúst 1993, að rannsókn á meintum glæpum Eðvalds Hin- rikssonar væri hafin hjá embætti hans. Þeirri rannsókn var hætt eftir að Eðvald Hinriksson lést 27. desember 1993. Það er mjög líklegt að ef fráfall hans hefði ekki borið að, þá hefði hann verið sótt; ur til saka á Islandi fyrir morð. í þessu sambandi er auðveldast að kenna djöflinum, „sem aldrei sef- ur“ um. En hvernig skýrir Atli það, að sakarannsókn hófst í Reykjavík, en ekki í Moskvu kommúnismans? Mér þykir leitt að heyra að Atla og systur hans hafi borist hótanir. Þau bera vissulega enga sök á glæpum föður síns. En Atli ber ábyrgð á einum neikvæðum þætti. Með því að greina rangt frá glæp- um þeim sem faðir hans framdi í Eistlandi, en óljóst er hvort Atli gerir svo vísvitandi eður ei, er það vanvirðing við minningu fórnar- lamba Evalds Miksons og á vissan hátt ófræging á þeim sem reyndu að sækja hann til saka. Fórnar- lömb Miksons geta því miður ekki varið mannorð sitt, en þau okkar, sem reyndu að leiða fjöldamorð- ingja fyrir dómstól, eru hér enn, reiðubúin að leggja fram sagn- fræðilegar staðreyndir. Ég er viss um að AtU Eðvalds- son er frækinn íþróttamaður, en afrek í íþróttum gefa ekki mönn- um visku eða ónæmi gegn ósann- indum, sér í lagi þeim sem ást- kærir foreldrar fara með. Eins sársaukafullt og það hlýtur að vera, er tími til kominn fyrir Atla að sætta sig við sannleikann um föður sinn. Eg kenni í brjósti um hann hvað það varðar, en ég missi alla samúð er hann reynir að hylja yfir hina hræðilegu glæpi sem voru hluti af helförinni. Virðingarfyllst, DR. EFRAIM ZUROFF Höfundur eryfirmaður Stofnunar Simons Wiesenthals íJerúsalem. Helena Rubinstein Two Way POWDERCAKEMAKE-UP Nýr púðurfarði, sem nota má þurran eða með rökum svampi. Fljótlegur í notkun og samlagast húðinni fullkomlega. Kynning í dag og á morgun. LÍTTU VIÐ OG FÁÐU RÁÐGJÖF. UtttttU Glæsilegur kaupauki fylgir þegar verslað er Kringlunni, H Y G E A fyrir 4.000 eða meira. sími 533 4533 tnyrtivdruvcrjlun Nýr maskari frá Elizabeth Arden! Kvnning í llvgea á Laugaveginum í dag og á morgun Nýi maskarinn frá Arden gerir augnahárin að óaðfínnanlegri heild, aðskilur hvert hár og gerir þau mjúk og létt. Verið velkomnar! Ath. glæsileg tilboð á kremum og ilmvötnum lizabeth Arden Fegurðarinnar fremsta nafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.