Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 65

Morgunblaðið - 05.11.1999, Side 65
%&áfááimmikœ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 65 --------------------------------------- Hestaskólinn á Ingólfshvoli Hafliði minnkar við sig kennslu vegna óánægju nemenda Nokkrir nemendur Hestaskólans á Ing- ólfshvoli fóru fram á að Hafliði Halldórs- i--------------------------------------— | son, skólastjóri, aðalkennari og eigandi skólans, hætti kennslu. Astæðan var óá- næg;ia nemendanna með kennsluaðferðir Hafliða og að þeir töldu að ekki hefðu verið uppfyllt ýmis atriði sem koma fram í náms- kynningu skólans. Ásdfs Haraldsdóttir ræddi við Friðgeir Jónsson framkvæmda- stjóra og Hafliða skólastjóra um málið. EFTIR mikil fundahöld í skólanum var ákveðið að Hafliði drægi sig út úr hefðbundinni reiðkennslu og tamningakennslu í bili en hann mun áfram sinna skólastjóm og ýmsum öðrum þáttum kennslunnar, meðal annars sem fram fer í fyrir- lestraformi. Friðgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Hestaskólans, sagði að svo virtist sem með þessu væri búið að finna lausn á málunum og mun Freyja Hilmarsdóttir bæta við sig meiri kennslu í staðinn. Friðgeir sagði að hluti nemendanna hefði verið óánægður og þótt Hafliði vera hávær og kröfuharður bæði við nemendur og hross. Hinn hluti nemendanna hefði aftur á móti ekki viljað að Hafliði hætti kennslu. Mjög miklar kröfur til nemenda „Þarna kom upp ákveðin óánægja og við höfum reynt að bæta úr því með því að koma til móts við nem- endur,“ sagði hann. „Óánægja nem- endanna blossaði upp á sunnudag, en fullri kennslu var haldið uppi á mánudag. Til að finna lausn á mál- inu var ákveðið að leggja niður kennslu á þriðjudag og funda með nemendum og kennuram. A mið- vikudag var síðan kennslan komin á fullt skrið á ný og voru allir nem- endur mættir til leiks, meðal annars til að fylgjast með Hafliða þegar hann raspaði tennur hrossanna." Friðgeir sagði að á fundum sem haldnir hefðu verið hefði verið skýrt út fyrir nemendum hvemig skólinn mundi uppfylla þau loforð sem koma fram í námskynningu og að alls ekki hefði verið meiningin að ginna fólk til landsins á fölskum forsendum. Hann sagði að eflaust væra kröf- ur sem gerðar væru til nemenda mjög mildar og óánægjan eflaust sprottin af ýmsum þáttum, meðal annars þreytu og jafnvel hræðslu. Fólk væri kannski að takast á við mun erfiðara verkefni en það hefði gert sér grein fyrir. Nemendur fengju auk eins reiðhests tvö algjör- lega ótamin tryppi og staðreyndin væri sú að í mörgum tilfellum kæmu frumtamningartryppin alveg óvön manninum í skólann og mörg hver mjög villt. Utlendingar hefðu yfirleitt ekki komist í tæri við svo villt hross áður. Þarf að skoða framhaldið Friðgeir segir að Hestaskólinn hafi frá upphafi átt í vök að verjast vegna mikilla sögusagna um illa Bmeðferð á hestum á vegum skólans. Nýjasta sagan er sú að þar hafi tveir hestar verið blindaðir og ein- hverjir farið í sláturhús eftir illa meðferð. Hann sagði að ekkert væri hæft í þessum sögum. Aðspurður sagði Friðgeir að ákvörðun um kennsluaðferðir við skólann hefði alfarið komið frá Haf- liða. Hann væri hugmyndasmiður- inn að þessum skóla. En í kjölfar þeirrar óánægju sem komið hefði fram væri eðlilegt að skoða fram- haldið og hvort og hverju þyrfti að breyta. Það ætti við um kennsluað- ferðir og annað. „Við erum ánægðir með uppskeru skólans hingað til,“ sagði Friðgeir. „Nemendum hefur gengið vel að fá vinnu og hafa mjög margir útlendinganna orðið eftir til að vinna á íslandi. Nú hafa ellefu aðilar pantað nemendur til starfa eftir að þeir ljúka þessu námskeiði. Nemendur hafa einnig haldið miklu sambandi við skólann eftir að þeir ljúka námi og koma oft hingað." Kvíði og spenna á ákveðnum tíma Hafliði Halldórsson sagðist halda að óánægja nemenda með kennslu sína hefði fyrst og fremst komið frá einum nemanda og síðan hefðu nokkrir aðrir gengið í lið með hon- um. „Eg viðurkenni að ég er fylginn mér og mér liggur hátt rómur, enda þarf að heyrast í mér í einni stærstu reiðhöll á íslandi," sagði hann, „en þetta er minn stíll, svona er ég. Ég mun því koma til móts við fólkið og draga mig út úr hefðbundinni reið- og tamningakennslu en halda áfram með fyrirlestra og önnur störf sem ég hef sinnt við skólann." Hafliði segir að reyndar hafi alltaf eitthvað komið upp á á þess- um tíma í öllum námskeiðunum sem haldin hafa verið við Hestaskólann. Nú er fjórum af tíu vikum nám- skeiðsins lokið, undirbúningsvinnu við tryppin að ljúka og komið að því að nemendur þurfí að fara á bak þeim bæði inni í reiðhöll og síðan úti. „Það kemur oft mikill kvíði í nemendur á þessu stigi og stundum hafa þeir hreinlega brostið í grát áður en farið er á bak. Aftur á móti breytist andrúmsloftið alltaf mikið þegar nemendur hafa yfirstigið þennan þröskuld, hafa komist á bak og eru búnir að ná úr sér spennu, kvíða og hræðslu. Það er eðlilegt að fólk sé hrætt þegar það fer á bak í fyrsta sinn á ótamið tryppi. Utlendu nemendurnir eru alls ekki vanir því að takast á við svona villt hross eins og koma hingað til tamningar. Tryppin eru meðhöndluð mun meira og alast upp í meiri nálægð við manninn víðast hvar erlendis. Þótt hross hafí yfirleitt róast mikið hér á landi eru alltaf erfíð hross inn- an um og einn og einn óþverri líka.“ Fólki frjálst að koma og skoða „Það er staðreynd að sum hross ætla að vaða yfír mann og ég læt HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hafliði Halldórsson skólastjóri og Hugrún Jóhannsdóttir reiðkenn- ari með fyrsta nemendahópi Hestaskólans í upphafl þessa árs. þau ekki komast upp með það. Fyr- ir það er þeim refsað, en þeim er ekki misþyrmt, eins og sögusagnir herma,“ sagði Hafliði. „Fólki er frjálst að koma hingað og ganga úr skugga um hvernig farið er með hrossin og einnig er hægt að grennslast fyrir um þetta hjá dýra- lækni sem stundar hross skólans. Staðreyndin er nefnilega sú að hann hefur haft líðið að gera hér þrátt fyrir að um 200 hross hafi farið í gegn hjá skólanum. Þá er einnig hægt að tala við fóðureftirlitsmenn og eigendur hrossa sem hafa verið tamin hér.“ Hafliði sagði að hvað varðaði kennsluaðferðir við skólann þá notaði hann þær aðferðir sem hefðu gefíð honum árangur í tamn- ingum og þjálfun á 25 ára ferli, hvort sem væri í keppni eða við sýningu kynbótahrossa. „Mjög stór hluti tamningarinnar felst í að skynja hrossið, lesa persónuleik- ann og laða það besta fram í hverj- um hesti miðað við styrkleika og aldur. Við leggjum áherslu á að fólk skapi sér aðstöðu til að temja hross án átaka. En við megum ekki láta líta svo út að öll hross séu þæg. Hingað koma allt frá þægum hrossum upp í óþverra, allar gerð- ir hrossa sem eru til. Það er skemmtilegt að segja frá því að ein stúlka á síðasta námskeiði fékk einmitt hest sem var í versta hópn- um, en hún stóð efst í lokaprófinu sem sýnir að það á að gefa öllum hestum tækifæri. Við getum ekki valið úr auðveldustu hrossin, enda gefur það ekki rétta heildarmynd af því sem þetta fólk gæti lent í við tamningavinnu.“ Hafliði sagðist ætla að draga sig í hlé um sinn en hann mundi halda áfram að kenna við skólann í fram- tíðinni. Lítil aðsókn er að skólanum á fyrstu tveimur námskeiðunum á næsta ári, eins og var í fyrra, og telja þeir Friðgeir og Hafliði það stafa af því að útlendingar vilji síð- ur koma til dvalar á Islandi yfir vetrarmánuðina. Svo gæti farið að þessi námskeið yrðu sameinuð eða felld niður því ekki er hægt að halda úti tíu vikna námskeiði með færri en tíu nemendum. Aftur á móti er fullt í tvö síðari námskeiðin, í júlí og október 2000. www.ostur.is Komdu þér á óvart með góðum og hollum græn- metisrétti. Ostasósurnar í einum grænum frá Osta- og smjörsölunni bragðast sérlega vel með öllu grænmeti og það tekur enga stund að hita þær. Við mælum sérstaklega með hvítlaukssósunni út á grænmeti og svo er ekki verra að hafa gott brauð með. ’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.