Morgunblaðið - 05.11.1999, Page 72
f 72 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*
læsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar
Acrylpottur í rauöviöargrind.
Innb. hitunar- og hreinsikerfi.
Vatns- og loftnudd. Engan leiöslur
nema rafm. 16 amp.
Einangnunanlok með laesingum.
Sjálfv. hitastillir.
Tilbúnir til afhendingar.
IMokkrir pottar á ótrúlegu uerði kr. 410.000 staðgr.
VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur,
s. 554 6171, fars. 898 4154
r
GREGOR skc >r "l
Vorum að taka upp nýj frá GREGOR - Leðurstígvél - Okklaskór - Götuskór Jujjjl Mikið úrval Póstsendum samdægurs a sendingu rtcedf
íKringlunni, 1. hæð,l ^ sími 568 9345. J
Hattar og hú£ur
Mörkinni 6, sími 588 5518
Pelsjakkar
Kápur
Úlpur
Ullarjakkar
- stórar stærðir
Nýjar "
RÚMTEPPI
20% tfSLVITUH
RÚMTEPPI
20% AFSLÁTTUR
Frábært tækifæri fyrir jólin
Lín & léreft
Bankastræti 10 - sími 561 1717 • Kringlan - sími 588 2424
í DAG
VELVAKAMiI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Slæm ávöxtun
SIGURÐUR hafði sam-
band við Velvakanda og
var mjög óánægður með
viðskipti sín við Kaupþing.
Hann hafði farið þangað
með sparifé sitt til jress að
láta ávaxta það. Hann fékk
viðtal hjá ráðgjafa og ráð-
lagði hann Sigurði að
kaupa Einingabréf númer
10, sem væri mjög góður
kostur. Sigurður gerði það
og á þremur mánuðum hef-
ur hann tapað 18,6% vöxt-
um. A sama tíma og hann
er að tapa vöxtum, er
Kaupþing að græða millj-
ónir og meðal annars að
kaupa knattspyrnufélag,
auk annarra fjárfestinga.
Það er betri kostur að hafa
peninginn sinn inni á ávís-
anareikningi, hann stendur
þó á núlli, segir Sigurður.
Djúpir skurðir
ELÍAS hringdi í Velvak-
anda og vildi vekja athygli
á djúpum skurðum í
Vatnsmýrinni. Hann býr í
Litla-Skerjafirði og fer oft
þarna framhjá. Sagði hann
að skurðirnir væru bæði
djúpir og breiðir og biðu
hættunni heim. Þarna er
líka svarta myrkur á
kvöldin. Nú færi að frysta
hvað úr hverju og ef ekk-
ert væri að gert þá væri
voðinn vís. Sigurð iangar
að vita hvort ráðamenn
ætli ekkert að gera í þess-
um málum.
Bætur og virðis-
aukaskattur
BÆTUR til aldraðra, ör-
yrkja og sjálfsagt atvinnu-
lausra, eru skertar veru-
lega, eigi þeir sparifé um-
fram fjórar milljónir
króna. Það ætti að vera
nóg að ríkið tekur fjár-
magnstekjur, þótt ekki sé
verið að krukka í sparifé
almennings, en það er sem
engin takmörk séu fyrir
græðgi yfirvaldanna.
Þessu þarf að linna hið
bráðasta. Hvenær skyldu
forráðamenn þjóðarinnar
vakna upp við þann vonda
draum, að virðisaukaskatt-
ur á ritað mál, myndlist,
allar aðrar listir og
skemmtanahald og auglýs-
ingar, er að tröllríða öllu
menningarlífi þjóðarinn-
ar?
Eggert Haukdal,
Frumskógum 6,
Hveragerði
Átak - félag
þroskaheftra
BJÖRGVIN hafði sam-
band við Velvakanda og
langaði að minnast á fé-
lagsskap sem heitir Átak
- félag þroskaheftra í allri
umræðunni um einelti.
Hann sagðist hafa orðið
fyrir einelti í 19 ár og á
þeim tíma verið nemandi í
Óskjuhlíðarskóla og
aldrei eignast neina vini.
Það var ekki fyrr en hann
kynntist fjölskyldunefnd
Ataks - félags þroska-
heftra að líf hans tók frá-
bærum breytingum. Nú
líður honum vel. Einelti
geri ekkert nema brjóta
fólk niður.
Tapað/fundið
Blár kvenpáfa-
gaukur óskast
INGIBJÖRGU vantar blá-
an kvenpáfagauk og geflns
hamsturbúr á tveimur
hæðum. Vinsamlegast
hringið í síma 587-6037 eða
698-2950
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
HÁLFS árs gamiir gul-
bröndóttir kettlingar,
högni og læða, fást gefíns
á gott heimili. Þau eru
mjög blíð og kassavön.
Upplýsingar í síma
551 9564.
SKAK
Dmsjón Margeir
Péturssnn
Staðan kom upp í úrslit-
um Evrópukeppni
skákfélaga um
helgina. Mikhail
Gurevich (2.643),
Belgíu, hafði hvítt
og átti leik gegn
Rússanum V. Fil-
ippov (2.605).
38. Bxg6+! - Kxg6
39. Hxe6+ - Hxe6
40. Dxe6+ - Kg7
41. Dxh6+ - Kg8
42. Dg6+ - Kh8
43. Df6+ - Kg8 44.
De6+ - Kg7 45.
De5+ - Kg6 46.
Dxb5 (Hvítur
stendur nú uppi með gjör-
unnið drottningaendatafl)
46. - Dgl+ 47. Kxf3 -
Dhl+ 48. Ke3 - Dcl+ 49.
Ke4 - Dhl+ 50. Ke5 -
Del+ 51. Kd6 og svartur
gafst upp.
HVÍTUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er einn af þeim sem
velta því lítið fyrir sér hvort
2000-vandinn í tölvukerfunum
muni verða jafn mikill og svart-
sýnismennirnir spá. En samt, ef
hann yrði beðinn um það í lok des-
ember að skjótast eitthvað flug-
leiðis um áramótin er hætt við að
efasemdir skytu upp kollinum.
Hvað ef eitthvað bregst í flugvél
sem er á lofti?
Vafalaust er það rétt sem full-
yrt er að búið sé að tryggja
nokkurn veginn að mikilvægir
hlutir eins og veitur vatns, raf-
magns og fjarskipta detti ekki út
þótt einhvers staðar í litlum sveit-
arfélögum geti óvæntar bilanir
gert fólki lífið leitt. En Víkverji
telur ástæðu til að brýna fyrir
sjálfstæðum atvinnurekendum,
sem margir hafa haft svo mikið að
gera í þenslunni og lítið tóm til að
hugsa langt fram í tímann, að
gæta sín.
Þeir gætu verið með tæki eða
búnað, til dæmis dælur, þar sem
leynast ósýnilegir stýrikubbar
með dagsetningum. Þá segja sér-
fræðingar að voðinn sé vís. Dælur
og annar sjálfvirkur búnaður, sem
við ætlumst til að virki þegar þörf
krefur eða með jöfnu millibili,
ruglast allt í einu í ríminu vegna
þess að árið 2000 er ekki til í for-
ritinu.
Islenska aðferðin er nú oft sú að
bjarga málunum á síðustu stundu
en ekki er víst að það takist í þetta
sinn. Fyrst og fremst af því að
fólk með þekkingu á þessu sviði er
ekki nógu margt og hætt við að
ösin verði enn meiri hjá því síð-
ustu vikurnar fyrir áramót. Og
Víkverji trúir því ekki sem illar
tungur segja að tölvusérfræðingar
hafi skáldað upp 2000-vandann til
að næla sér í aukavinnu.
xxx
FISKFLAKIÐ hefur hækkað
um nærri 50% prósent á innan
við tveim árum. Þeir sem best
þekkja til segja að ástæðan sé að
svo mikið fáist fyrir góðan fisk á
erlendum mörkuðum að íslend-
ingar hafi ekki efni á að neyta
slíkrar munaðarvöru lengur á
virkum dögum. Nú verði þeir að
haga sér eins og aðrar velmegun-
arþjóðir í Evrópu og Ameríku,
borða ódýrt, verksmiðjuframleitt
fugla- og svínakjöt.
Víkverji, sem er auralaus og
forfallin fiskæta, er auðvitað varn-
arlaus á þessum framfaratímum.
Hann á enga trillu og ætti hann
slíkan farkost þyrði hanr; heldur
ekki að fara á sjó til að næla sér í í
soðið. Fiskistofa myndi áreiðan-
lega senda vopnaða þyrlu gegn
honum til að kæfa glæpinn í fæð-
ingu, allavega ef eitthvað veglegra
en karfatittir og ýsukóð lentu á
önglinum.
Hann getur því engu svarað
þessum markaðsrökum en hefði
helst viljað fá að borða áfram sinn
fisk og engar refjar en geta líka
keypt kjúkling. Hann er viss um
að hann eigi marga skoðanabræð-
ur og -systur og kannski kominn
tími til að stofnað verði félag þar
sem rifjaðar verði upp minningar
um óvenju góða fiskbita.
Og Víkverji vill sjálfur fá að
ákveða hvort hann kaupir íslenskt
grænmeti á eitthvað hærra verði
en útlent en ekki láta banna sér
það eins og óþægum krakka. Á
sama hátt og hann má kaupa ís-
lensk dagblöð á hærra verði en er-
lend en getur, ef hann vill, hunsað
þau.
xxx
EINN af viðmælendum Vík-
verja vildi biðja opinberar
stofnanir og fyrirtæki að sjá til
þess að þeir sem hanni skriflegar
upplýsingar fyrir þau velti
ákveðnu máli fyrir sér. Umtals-
verður fjöldi Islendinga er vegna
aldurs farinn að sjá illa næst sér
og oft duga gleraugu ekki til að
leiðrétta gallann. Stundum er
reynt að koma fleiri orðum en ella
fyrir á pappírnum með því að hafa
letrið smátt. Svo smátt að stækk-
unargler þarf til að lesa það auð-
veldlega jafnvel þótt um sé að
ræða plögg sem eigi að heita lang-
lífari og (jafnvel!) mikilvægari en
dagblöð eða tímarit.
Öþægindin sem þetta veldur
eru ómæld. Oft er heldur engin
brýn ástæða til að gera fólki
gramt í geði með þessum „sparn-
aði“ heldur er hugsunarleysi á
ferð.