Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 76
g|76 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
KVIKMYNDIR/Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin og Nýja bíó Akureyri frumsýna bandarísku bíó-
myndina Bardagaklúbbinn með Brad Pitt og Edward Norton í aðalhlutverkum.
Blóðugur bar-
dagaklúbbur
Frumsýníng
Fyrsta regla Bardagaklúbbs-
ins er að þú talar ekki um
Bardagaklúbbinn. Önnur
regla Bardagaklúbbsins er að þú
talar ekki um Bardagaklúbbinn.
Svo mælir Tyler Durden (Brad
Pitt) sem stendur fyrir slagsmálum
á meðal ungra manna er sjá ekki
annan tilgang í lífinu en sjálfseyði-
leggingu. Það er ekki fyrr en þú
hefur glatað öilu sem þú ert raun-
verulega frjáls til þess að gera það
sem þú vilt. Bardagaklúbburinn
veitir slíkt frelsi, segir Tyler.
Tyler Durden er aðalpersónan í
nýjustu mynd David Finchers,
Bardagaklúbbnum eða „Fight
Club“, sem frumsýnd er í nokkrum
kvikmyndahúsum um helgina.
Brad Pitt fer með hlutverk hans en
með annað aðalhlutverkið í mynd-
inni fer Edward Norton. Aðrir leik-
arar eru Helena Bonham Carter,
Kjöthleifur eða Meat Loaf og Jared
Leto.
Bai'dagaklúbburinn er fjórða
bíómyndin sem David Fincher ger-
ir en hann starfaði hjá Propaganda
Films, gamla fyrirtæki Sigui’jóns
Sighvatssonar, við gerð auglýs-
inga- og tónlistarmyndabanda áður
en hann sneri sér að gerð leikinna
kvikmynda. Fyrsta myndin hans
var „Alien 3 „ í hinni þekktu geim-
hrollvekjuseríu, þá gerði hann Höf-
uðsyndirnar sjö eða „Seven“ með
Brad Pitt og Morgan Freeman og
loks Leikinn eða „The Game“ með
Michael Douglas.
Bardagaklúbbui'inn er byggð á
skáldsögu eftir Chuck Palahniuk
Brad Pitt leikur Tyler Durden í
Bardagaklúbbnum.
sem hefur ákveðnar hugmyndir um
stöðu og eðli nútímamannsins. „Við
höfum í okkur dýrslegt eðli en er-
um búin að gleyma því hversu mjög
við njótum þess,“ er haft eftir hon-
um. „Við lifum í verndaðri veröld,
óraunverulegri, og höfum ekki hug-
mynd um hvers við erum megnug
vegna þess að það reynir aldrei á
það.“
Brad Pitt er einn af kunnustu
leikurum sinnar kynslóðar en það
var Ridley Scott sem fyrst vakti at-
hygli á leikhæfíleikum hans í mynd
sinni Thelmu og Louise. Síðan þá
hefur Pitt leikið í fjöida mynda eins
og Sjö ár í Tíbet, Tólf öpum, „Leg-
ends of the Fall“ og mynd Robert
Redfords, „A River Runs Through
It“. Edward Noi'ton er á góðri leið
með að verða einn af vinsælustu
Helena Bonham Carter og
Edvard Norton.
leikrunum vestanhafs. Fyrsta
myndin hans var réttardramað
„Primal Fear“ þar sem hann lék á
móti Richai-d Gere. Woody Allen
notaði ki-afta hans í „Everyone
Says I Love You“ og Milos Forman
setti hann í mynd sína um klám-
kónginn Lai-ry Flynt, Akæruvaldið
gegn Larry Flynt. Norton hefur
stofnað sitt eigið framleiðslufyrir-
tæki sem gert hefur rómantísku
gamanmyndina „Keeping the Fa-
ith“ en Norton leikstýrir sjálfur
myndinni, framleiðir og fer með
eitt aðalhlutverkið á móti Ben Stil-
ler og Jenna Elfman.
Þá má geta þess að framleiðandi
Bardagaklúbbsins er Art Linson
sem starfað hefur lengi í Hollywood
og framleitt myndir eins og Hina
vammlausu og „Heat“.
HARMONÍKUBALL
verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ
við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur
leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá
Harmonikufélagi Rangæinga.
Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Allir velkomnir.
9^œ.tur£aíinn
Smiðjuvegi 14, Tfópavogi, sími 587 6080
I kvöld leika
Hilmar Sverrisson
og Anna Vilhjálms
Opið frá kl. 22
Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist
fyrir fólk á öllum aldri
Hættu að raka á þérfótlegginal
Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg
aðferð sem skýrir vinsælair One Touch á íslandi í 12 ár.
1
ON€@
UCH
HBB ■
‘Mv'
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið
það síðan afmeð rökum þvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Margra ára reynsla segir sína sögu!
Fæst í apótekum og stórmörkuðum.
Sensitive
&rÍr
viðkvæma
húð
Regular
fyrir
veni
húð
Bikini
fyrir
„ínkini"
svæði
MYNPBOND
Sheen í
Taggart-
heimi
(Postmortem)
Lífs og liðin
S |» e n ii ii iii .v n <1
★★
Framleiðandi: Tom Karnowski,
Gary Schmoeller. Leikstjóri: Albert
Pyun. Handritshöfundur: John
Lowry Lamb, Robert McDonell.
Kvikmyndataka: George Mooradi-
an. Tónlist: Anthony Riparetti. Að-
alhlutverk: Charles Sheen, Michael
Halsey, Stephen McCole, Ivana Mil-
icevic. (95 mfn.) Bandaríkin. Mynd-
form, 1999. Myndin er bönnuð inn-
an 16 ára.
CHARLES Sheen (eins og hann
vill láta kalla sig núna) leikur lög-
í'eglumann sem flúið hefur Banda-
ríkin og fortíð
sína þar til þess
að hugsa sinn
gang í átthögun-
um í Skotlandi.
Það líður ekki á
löngu að Sheen
er dreginn inn í
rannsókn á
morðmáli þar
sem morðinginn
gefur honum smá vísbendingar
hvert hans næsta fói'narlamb muni
vei'ða.
Það er óhætt að segja að Lífs og
liðin er með bestu myndum sem
leikstjórinn Albert Pyun hefur sent
frá sér („Mean Guns“ „Cyborg"),
en það er ekki mikið sagt. Hand-
ritið er eins og Taggart-þáttur sem
hefur ekki þótt nægilega vel skinf-
aður svo honum hefur verið hent í
glatkistunna, þar til að Pyun upp-
götvaði hann. Sheen er prýðilegur í
hlutverki sínu, en margir af Skot-
unum eru miður góðir, sérstaklega
Michael Halsey sem heitir hinu
frumlega nafni Ballantine í mynd-
inni. Það besta við þessa mynd er
kvikmyndataka Georges Mooradi-
ans, en hún er langt um betri en
viðfangsefnið gerir kröfu um.
Ottó Geir Borg
Euceriní
| ^WT
Herra-
í undirföt
jjM V\í//
KRINGLUNNI SÍMI 553 7355
Kaffí Thomsen
Stór helgi framundan
Föstudagur
Rífandi fönkstemming með
hinni geysivinsælu
hljómsveit JAGÚAR
Laugardagur
HUGARÁSTAND
eins árs afmæli
Sunnudagur
Bjórkvöld -
TERMINATOR