Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. DÉSEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ i \ ;f| 9 j ci' JSBP ; JBfcj i| ''IIU H pl| ■hÍbT"" ýitwiiail Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Si^urður Atli Jónsson forstjóri Landsbréfa, Hjalti Þorvarðarson forstöðumaður Landsbréfa Suðurlandi, Frið- geir M. Baldursson svæðisstjóri Landsbankans á Suðurlandi og Gunnar Einarsson fulltrúi í Landsbankanum. Landsbréf opna miðstöð á Selfossi fyrir Suðurland Selfossi-Landsbréf opnuðu á fimmtudag starfsstöð á Selfossi fyr- ir Suðurland. Landsbréf á Suður- landi munu sinna þjónustu fyrir einstaklinga á sviði verðbréfavið- skipta. Meðal helstu þjónustuþátta eru almenn ráðgjöf á sviði verðbréfa- viðskipta, lífeyrissparnaður, fjár- varsla, fjárfestingar í sjóðum lands- bréfa, Fortuna-sjóðunum og erlendum sjóðum AMC, auk miðl- unar innlendra og erlendra hluta- bréfa. Sérstök áhcrsla verður lögð á kynningu á þeim möguleikum sem bjóðast í rafrænum verðbréfa- viðskiptum í Kauphöll Landsbréfa á vefnum. Landsbréf á Suðurlandi munu í samstarfi við Landsbankann á Suð- urlandi þjónusta svæðið frá Hellis- heiði í vestri að Streitishvarfi við Breiðdalsvík í austri. Boðið er upp á þjónustu Landsbréfa í öllum úti- búum og afgreiðslustöðum Lands- bankans á þessu svæði. Markað- shlutdeild Landsbankans á þessu svæði er 33% hlutdeild útlána og 38% hlutdeild innlána. Forstöðumaður Landsbréfa á Suðurlandi með starfsstöð á Sel- fossi er Hjalti Þorvarðarson við- skiptafræðingur. BOSCH símann er eingöngu hægt að nota með símakorti frá TAL 20% afsláttur af öllum GSM símafylgihlutum kr. stgr. andl um jólin jólatilboð á símum NOKIA321Q 19.900 l/erö aöeins kr. stgr. BOSCH gsm Verð aöeins 6.900 Innifalið: gsm símakort og símanúmer, 1000 kr. hleðsla og myndband með Tvihöfða Reiðhöll á Gauksmýri Hvammstanga- Mikið hús er í bygg- ingu á Gauksmýri í Línakradal en þar er að rísa 1000 fermetra stál- grindarhús. Húsið verður notað sem reiðhöll fyrir hestamiðstöðina sem starfrækt er á jörðinni. Það er Lárus Þ. Valdimarsson, fyrrverandi fast- eignasali, sem byggir reiðhöllina og mun hann síðan leigja hestamiðstöð- inni húsið til tamninga, reiðkennslu og sýninga. Arkitekt, byggingameistari og byggingarstjóri að reiðhöllinni er Páll Björgvinsson, en verkfræðingur er Vilhjálmur Þorláksson og voru þeir á staðnum þegar Morgunblaðið bar að garði fyrir skömmu. Það eru hjónin Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir sem eiga og reka hestamiðstöðina á Gauksmýri ásamt Þóri Magnúsi Lárussyni. Þau segja að tilkoma nýja hússins muni skipta sköpum fyrir starfsemi hesta- miðstöðvarinnar, þar sem öll starf- semi að vetri til geti farið fram innan húss. Þá er í húsinu ágæt aðstaða fyrir gesti, sem vilja sjá tamningar og reiðlist á vettvangi og er sú að- staða einnig notuð við kennsluna sem fer þar fram. Ágæt aðsókn hef- ur verið að hestamiðstöðinni og mikil eftirspurn er aF hálfu hrossabænda með að koma hrossum til tamningar að Gauksmýri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stjórn og starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási ásamt fulltrú- um sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. ína Salome í Laugarási Selfossi-Myndverk eftir ínu Sal- óme Hallgrímsdóttur var afhent formlega á laugardag í Heilsu- gæslustöðinni í Laugarási í Bisk- upstungum. Myndverkið saman- stendur af átta upphengjum og hangir fyrir ofan móttöku stöðvar- innar. Segja má að verkið hafi tvenns konar tilgang; að fegra hús- næðið ásamt því að deyfa hljóð. Við afhendingu myndverksins var þess einnig getið að sveitarfé- lögin í uppsveitum Árnessýslu stæðu saman að bifreið sem heilsu- gæslustöðin hefur til afnota fyrir hjúkrunarfræðinga stöðvarinnar til að sinna heimahjúkrun og skóla- hjúkrun. Þetta framlag sveitarfé- laganna kemur sér vel fyrir starf- semi stöðvarinnar í þágu íbúanna og var sveitarfélögunum þakkað sérstaklega. Morgunblaðið/Sigurgeir Yngsta kynslóðin í Vestmannaeyjum ber óttablandna virðingu fyrir jólasveinum. Kveikt á jólatrénu í Eyjum Vestmannaeyjum-Kveikt var á jóla- trénu í miðbæ Vestmannaeyja í síð- ustu viku. Fresta varð um nokkra daga vegna óveðurs og fannfergis. Fjöldi fólks var viðstaddur at- höfnina sem hófst með því að Lúðrasveit Vestmannaeyja lék jóla- lög. Síðan sungu barnakóramir Litlir lærisveinar og kór Hamars- skóla jólalög og sera Bára Friðriks- dóttir flutti hugvekju. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, flutti ávarp en síðan kveikti lítil Eyjasnót, Sædís Birta Barkardóttir, á trénu. Jólasveinar gerðu mikla lukku meðal yngra fólksins er þeir mættu og dreifðu góðgæti. Athöfninni lauk svo með því að allir viðstaddir sungu saman Heims um ból.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.