Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. DÉSEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
i \ ;f| 9 j
ci' JSBP ; JBfcj i| ''IIU H pl| ■hÍbT"" ýitwiiail
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Si^urður Atli Jónsson forstjóri Landsbréfa, Hjalti Þorvarðarson forstöðumaður Landsbréfa Suðurlandi, Frið-
geir M. Baldursson svæðisstjóri Landsbankans á Suðurlandi og Gunnar Einarsson fulltrúi í Landsbankanum.
Landsbréf opna miðstöð
á Selfossi fyrir Suðurland
Selfossi-Landsbréf opnuðu á
fimmtudag starfsstöð á Selfossi fyr-
ir Suðurland. Landsbréf á Suður-
landi munu sinna þjónustu fyrir
einstaklinga á sviði verðbréfavið-
skipta.
Meðal helstu þjónustuþátta eru
almenn ráðgjöf á sviði verðbréfa-
viðskipta, lífeyrissparnaður, fjár-
varsla, fjárfestingar í sjóðum lands-
bréfa, Fortuna-sjóðunum og
erlendum sjóðum AMC, auk miðl-
unar innlendra og erlendra hluta-
bréfa. Sérstök áhcrsla verður lögð
á kynningu á þeim möguleikum
sem bjóðast í rafrænum verðbréfa-
viðskiptum í Kauphöll Landsbréfa á
vefnum.
Landsbréf á Suðurlandi munu í
samstarfi við Landsbankann á Suð-
urlandi þjónusta svæðið frá Hellis-
heiði í vestri að Streitishvarfi við
Breiðdalsvík í austri. Boðið er upp
á þjónustu Landsbréfa í öllum úti-
búum og afgreiðslustöðum Lands-
bankans á þessu svæði. Markað-
shlutdeild Landsbankans á þessu
svæði er 33% hlutdeild útlána og
38% hlutdeild innlána.
Forstöðumaður Landsbréfa á
Suðurlandi með starfsstöð á Sel-
fossi er Hjalti Þorvarðarson við-
skiptafræðingur.
BOSCH símann er eingöngu hægt
að nota með símakorti frá TAL
20% afsláttur
af öllum GSM
símafylgihlutum
kr. stgr.
andl um jólin
jólatilboð á símum
NOKIA321Q
19.900
l/erö aöeins
kr. stgr.
BOSCH
gsm
Verð aöeins
6.900
Innifalið: gsm símakort
og símanúmer, 1000 kr.
hleðsla og myndband
með Tvihöfða
Reiðhöll á Gauksmýri
Hvammstanga- Mikið hús er í bygg-
ingu á Gauksmýri í Línakradal en
þar er að rísa 1000 fermetra stál-
grindarhús. Húsið verður notað sem
reiðhöll fyrir hestamiðstöðina sem
starfrækt er á jörðinni. Það er Lárus
Þ. Valdimarsson, fyrrverandi fast-
eignasali, sem byggir reiðhöllina og
mun hann síðan leigja hestamiðstöð-
inni húsið til tamninga, reiðkennslu
og sýninga.
Arkitekt, byggingameistari og
byggingarstjóri að reiðhöllinni er
Páll Björgvinsson, en verkfræðingur
er Vilhjálmur Þorláksson og voru
þeir á staðnum þegar Morgunblaðið
bar að garði fyrir skömmu.
Það eru hjónin Jóhann Albertsson
og Sigríður Lárusdóttir sem eiga og
reka hestamiðstöðina á Gauksmýri
ásamt Þóri Magnúsi Lárussyni. Þau
segja að tilkoma nýja hússins muni
skipta sköpum fyrir starfsemi hesta-
miðstöðvarinnar, þar sem öll starf-
semi að vetri til geti farið fram innan
húss. Þá er í húsinu ágæt aðstaða
fyrir gesti, sem vilja sjá tamningar
og reiðlist á vettvangi og er sú að-
staða einnig notuð við kennsluna
sem fer þar fram. Ágæt aðsókn hef-
ur verið að hestamiðstöðinni og mikil
eftirspurn er aF hálfu hrossabænda
með að koma hrossum til tamningar
að Gauksmýri.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stjórn og starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási ásamt fulltrú-
um sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu.
ína Salome í Laugarási
Selfossi-Myndverk eftir ínu Sal-
óme Hallgrímsdóttur var afhent
formlega á laugardag í Heilsu-
gæslustöðinni í Laugarási í Bisk-
upstungum. Myndverkið saman-
stendur af átta upphengjum og
hangir fyrir ofan móttöku stöðvar-
innar. Segja má að verkið hafi
tvenns konar tilgang; að fegra hús-
næðið ásamt því að deyfa hljóð.
Við afhendingu myndverksins
var þess einnig getið að sveitarfé-
lögin í uppsveitum Árnessýslu
stæðu saman að bifreið sem heilsu-
gæslustöðin hefur til afnota fyrir
hjúkrunarfræðinga stöðvarinnar til
að sinna heimahjúkrun og skóla-
hjúkrun. Þetta framlag sveitarfé-
laganna kemur sér vel fyrir starf-
semi stöðvarinnar í þágu íbúanna
og var sveitarfélögunum þakkað
sérstaklega.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Yngsta kynslóðin í Vestmannaeyjum ber óttablandna virðingu
fyrir jólasveinum.
Kveikt á jólatrénu í Eyjum
Vestmannaeyjum-Kveikt var á jóla-
trénu í miðbæ Vestmannaeyja í síð-
ustu viku. Fresta varð um nokkra
daga vegna óveðurs og fannfergis.
Fjöldi fólks var viðstaddur at-
höfnina sem hófst með því að
Lúðrasveit Vestmannaeyja lék jóla-
lög. Síðan sungu barnakóramir
Litlir lærisveinar og kór Hamars-
skóla jólalög og sera Bára Friðriks-
dóttir flutti hugvekju. Sigrún Inga
Sigurgeirsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, flutti ávarp en síðan
kveikti lítil Eyjasnót, Sædís Birta
Barkardóttir, á trénu.
Jólasveinar gerðu mikla lukku
meðal yngra fólksins er þeir mættu
og dreifðu góðgæti. Athöfninni lauk
svo með því að allir viðstaddir
sungu saman Heims um ból.