Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 28 Reuters Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka (t.h.), greiðir atkvæði á heimili sfnu í Colombo í forsetakosningunum í gær. Forsetakosningar á Sri Lanka Sjö falla í átökum á kjörstöðum Colombo. AFP, AP. AÐ minnsta kosti sjö stuðnings- menn Þjóðarbandalagsins, stjórn- arflokks Sri Lanka, biðu bana í átökum á kjörstöðum í gær þegar forsetakosningar fóru fram í land- inu. Chandrika Kumaratunga forseti fékk að kjósa á heimili s£nu vegna lítilsháttar meiðsla sem hún varð fyrir í sprengjutilræði í Colombo á laugardag þegar hún hélt þar síð- asta kosningafund sinn. 21 beið bana og 110 særðust í tilræðinu. Stuðningsmenn helsta keppinautar Kumaratunga í kosningunum, Ranils Wickremesinghe, urðu einnig fyrir sprengjuárás á laugar- dag. Að minnsta kosti tólf manns biðu þá bana og 40 særðust. Lögreglan sagði að aðskilnaðar- hreyfing Tamíla hefði staðið fyrir báðum sprengjutilræðunum. Lögreglan var með mikinn ör- yggisviðbúnað við kjörstaðina í gær og kvaðst hafa skotið tvo stuðningsmenn stjórnarflokksins til bana eftir þeir hefðu hafið skot- hríð á lögreglumann. Fjórir stuðn- ingsmenn Þjóðarbandalagsins létu einnig líflð í sprengjuárás á kjör- stað í norðvesturhluta landsins og einn stjórnarsinni féll í átökum í suðurhlutanum. Tvísýn barátta um forsetaembættið Baráttan um forsetaembættið stendur á milli Kumaratunga og Wickremesinghe, sem vill að efnt verði til friðarviðræðna við að- skilnaðarhreyfmgu Tamíla án nokkurra skilyrða til að binda enda á 16 ára borgarastríð sem hefur kostað 61.000 manns lífið. Forsetinn hefur hins vegar óskað eftir umboði þjóðarinnar til að veita Tamflum takmarkaða sjálf- stjórn eða beita hervaldi til að kveða niður aðskilnaðarhreyfingu þeirra falli hún ekki frá kröfunni um sjálfstætt ríki Tamfla í norð- austurhluta landsins. Níu aðrir eru í framboði og gætu fengið nógu mörg atkvæði til að koma í veg fyrir að Kumara- tunga eða Wickremesinghe fengi meirihluta atkvæðanna. Fari svo ræður annað val kjósenda á kjör- seðlunum úrslitum í kosningunum. Fallegar og vandaðar ullarpeysur frá Barbour í miklu úrvali 6úA(/l Laugavegl 54 S. 552 2535 Jólatilboð/U//5' f J — kr. daqqiald Sími 562 4433 Útbreiðsla CJD Hundruð þúsunda sýkt? Lundúnum. Reuters. HUNDRUÐ þúsunda brezkra kjötneytenda eiga hugsanlega eftir að deyja úr heilarýrnunarsjúkdómn- um Creutzfeldt-Jakob (CJD), sem kúariðusmit í mönnum getur valdið, en það hve margir hafa smitazt verð- ur ekki ljóst fyrr en eftir nokkur ár. Þetta var í gær haft eftir heilbrigðis- málaráðgjafa brezku ríkisstjórnar- innar. Liam Donaldson læknaprófessor sagði í viðtali við BBC að enn sé margt á huldu um þennan umtalaða sjúkdóm. „Við munum ekki vita fyrr en að þónokkrum árum liðnum hvort þetta verður lítill eða stór fai-aldur; með öðrum orðum, hvort það séu nokkur hundruð eða jafnvel nokkur hundruð þúsund manns sem hafa sýkzt,“ sagði Donaldson. Donaldson lét ummæli sín falla eftir að brezkir og bandarískir vis- indamenn höfðu birt niðurstöður nýrra rannsókna, sem sýndu með nærri óyggjandi hætti að kúariða og hið nýja afbrigði hliðstæðu þess sjúkdóms í mönnum, CJD, sé í raun sami sjúkdómurinn. Fram að þessu hafa 48 Bretar dáið úr sjúkdómnum svo vitað sé. Ný lína frá Filodoro Evolve System er frábcer nýjung - sniðnar að lögun leggjanna Gefum okkur Öllum betri framtíð Hjálparstarf kirkjunnar beínir söfnunarfé • til bágstaddra íslendinga • til fólks sem býr vid örbirgð í þnðja heimifuim • á átaka- og hamfarasvæði um allan heím HMLPARSTARF KIRKJUNN.AR fyrir þitt hlutskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.