Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ „62 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 GRfTnR, HEFUR ÞÚ EINHVERN HMA SED EFTIR EINHVERJU HRÆDILESU SEM ÞÚ HEFUR Hundalíf Hátíð barnanna FráAgnesi Láru Magnúsdóttur: Eru jólin hátíð barnanna? Eru jólin hátíð fjölskyldunnar? Hvernig geta jólin verið hátíð barnanna og fjölskyldunnar þegar mörg börn hafa ekki tækifæri til að eyða jólunum með eða njóta návistar við þann sem þau elska. Sonur minn, 7 ára gamall, horfír á sjónvarp þar sem auglýst eru leik- föng sem hann verður að eignast því það eru að koma jól. Hann hlustar á fólk tala um hátíðina sem framundan er. Hátíð þar sem fjölskyldan hittist. Hann spyr mömmu sína hvernig við getum verið fjölskylda: „Bara ég og þú mamma.“ Hann hafði ekki tækifæri til að al- ast upp hjá föður sínum. Pað var ekki hans val. Hann hafði ekkert val. Ekkert val um það hvort hann fædd- ist í þennan heima eða hvort hann væri hjá föður eða móður. Pað var val foreldranna eins og hjá flestum bömum. Mér verður oft hugsað um orð Ka- hil Gibran þegar ég hugsa um þetta, þar sem hann sagði: „Börn ykkar eru ekki börn ykkar, þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér eigin langanir. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sínar hugsanir." A þessum árstíma þar sem við fögnum fæðingu freslarans hugsa börn margt og það gerum við iíka sem eigum börn. Sum börn hugsa um hvers vegna þau fái ekki að hitta það foreldri sem þau búa ekki hjá. Og foreldrar sem eiga börn og fá ekki tækifæri til að hitta þau hugsa líka, hvers vegna þau fái ekki tæki- færi til að eiga góðar stundir með þeim sem þau elska mest. Ekki get- ur barnið stjórnað þessu. Það eram við foreldramir sem stjórnum því. Hvaða fyrirmynd sýnum við börn- um okkar með því að koma í veg fyr- ir að þau fái tækifæri til að hitta for- eldri sitt? Og hvaða fyrirmynd sýnir foreldri barni sínu með því að sýna því ekki áhuga? Hver er réttur barns í dag, sem elst upp við höfnun? Eru foreldrar í dag að beita börn sín of- beldi? Það er andlegt ofbeldi þegar foreldri hunsar barnið sitt og sýnir afskiptaleysi og kaldlyndi gagnvart tilfinningum og þörfum þess. Það á einnig við um skort á ástúð, vemd og athygli sem barnið þarf til að örvast til andlegs þroska. Kæra foreldrar. Þið sem beitið reiði og hatri gegnum bömin ykkar. Notið þennan árstíma og þá daga sem eftir era af þessari öld og hugs- ið: „Hvað er ég að gera barni mínu? Hvers vegna leyfi ég ekki barni mínu að hitta föður sinn / móður sína? Hvers vegna vil ég ekki umgangast barnið mitt? Á bamið mitt þetta skil- ið? Hvernig mun barnið mitt líta á mig sem foreldri þegar það eldist?" Það kemur að því að börnin okkar eldast og við verðum gömul. Hvar stöndum við þá, ef reiðin hefur náð að festa rætur í hjörtum okkar? Og hvar standa börnin okkar? Því lífið fer ekki aftur á bak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins. AGNESLÁRA MAGNÚSDÓTTIR Gullsmára 6, Kópavogi. Smáfólk segja mér að þú er á framhliðinni. eins fljótt og mögulegt er. værir hundur scm flytti skilqaboð. Umpólun Kristjáns Pálssonar þingmanns Frá Magnúsi Guðmundssyni: ÉG er sjálfstæðismaður og á því, því miður, þátt í því að Kristján Pálsson er einn þingmanna Reykjaneskjör- dæmis. Eg taldi það Kristjáni til tekna að hann hafði lýst einarðri af- stöðu gegn frekari virkjunum á há- lendinu; hann virtist sammála mér og fleirum um að ekki ætti að fórna Eyjabökkum vegna virkjunar og skóf ekkert utan af þeirri skoðun sinni - skrifaði meira að segja um hana blaðagrein sem nú er óspart vitnað í. I stjórnarskrá lýðveldisins segir að þegar þingmenn greiði atkvæði með eða á móti lagasetningu á Alþingi skuli þeir gera það óháðir öllu öðru en eigin sannfæringu. Þegar við, þessir almennu kjósendur, beitum atkvæði okkar í kosningum eram við búnir að meta persónulega kosti frambjóð- enda alveg sérstaklega með tilliti til þess hvort þeir séu líklegir til þess að breyta samkvæmt þeirri sannfær- ingu sem okkur, kjósendum, finnst að þeir séu að gefa sig út fyrir og sé jafn- framt sú sannfæring sem við hefðum við sömu kringumstæður. Þetta er lykilatriði okkar lýðræðis sem ef til vill er ekki nægur gaumur gefinn. Það er í þessu ljósi sem Kristján Pálsson hefur bragðist trausti mínu. Ég sé það núna að ég hefði ekki átt að kjósa hann - hefði hiklaust átt að strika hann út því hann var ekki traustsins verður. Hann sigldi undir fólsku flaggi eins og nú er svo berlega komið í ljós. Það getur vel verið að Kristján Pálsson telji mig og fleiri kjósendur slík fífl að engu máli skipti þótt hann skipti um dróg í miðju Eyjabakkamálinu vegna þess að hon- um sýnist halla undan fæti hjá þeirri nýju (hann hafði lýst því yfir í blaða- grein íyrir síðustu kosningar að Eyja- bakkana ætti skilyrðislaust að vemda en hefur nú kúvent með atkvæði sínu á þingi með virkjun í Fljótsdal). En nú segi ég við Kristján Pálsson að þótt hann telji sig hafa unnið ein- hver lönd í framapoti sínu til ráð- hemaembættis með því að „gelta fyr- ir húsbóndann“ og hrækja framan í okkur kjósendur um leið, hefur fram- koma hans orðið til þess að ég, og mitt fólk, mun læra réttu aðferðina til að strika út „pólitíska vindhana“ og „landsfrægar heybrækur“ af lista Sjálfstæðisflokksins ínæstu kosning- um. í dag kann að vera lengra í ráð- herradóm Kristjáns Pálssonar en hann sjálfur hugði í gær. Ég er áreið- anlega ekki eini sjálfstæðismaðurinn á Suðumesjum sem hugsar Kristjáni Pálssyni þegjandi þöi-fina í næstu kosningum: Frammistaða hans sem þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi í þessu máli heitir nefnilega á „hefluðu sjómanna- máli“: „Að gera í brók sína - í beinni útsendingu“. MAGNÚSBJ. GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 12, Reykjanesbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.