Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALMANAK HÁSKÓLANS Jótagjöf útivistarfóf/fins Verð íq. 735 Fæst í öllum bókabúðum HRAÐSUÐUKANNA Þráölaus og þægilegur ketill sem tekur 1,9 lítra. Gefur frá sér hljóð þegar vatn sýður. Vatnshæðar- mælir. 2000 w NUDDT/EKI Tilvalin jólagjöf fyrir alla sem þjást af vöðvabólgu. Innrautt Ijós og titringur. íslenskar leiðbeiningar fylgja. H ANDÞE YTARI Einfaldur þeytari með 5 hraðastillingum. Stál- þeytarar sem þola mikið álag. ^ BLANDARI Kröftugur blandari með 3 stillingum. Sérlega auðveldur í þrifum. Kaffi- og kryddvörn fylgir með. BR AUÐRIST Rafeindastýrð 800 W brauðrist með afþýðingu. Mylsnubakki. GUFUSTRAUJÁRN Fallegt 1200 W gufu- straujárn. Sjálfstæður hitastillir og gufustýring. Gaumljós og tausnúra. 108 Rvk-Sími 5880500 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Frá sýningu Elísabetar Haraldsdóttur í Man, Skólavörðustíg’ Leirfjallasýn MYIVDLIST Listasalurinn Man, Skóiavörðustfg 14 LEIRLIST ELÍSABET HARALDSDÓTTIR Til 31. deseraber. Opið á verslunartíma. LEIRLIST er merkileg listgrein sem spannar marga ólíka anga af þrí- víðri list. Eins og Elísabet Haralds- dóttir notar leirinn í Listasalnum Man við Skólavörðustíg, er um högg- myndir að ræða þó svo að áferðin, lit- imir, glerungurinn og leirinn leyni sér ekki. Öll verkin á sýningunni fjalla um fjöll og fjallasýn, einkum eins og við sjáum þau fyrirbæri úr lofti. Að þessu leytinu er sýning El- ísabetar nátengd veruleikanum utan höfuðborgarsvæðisins, fjallgörðum, dalverpum og óbyggðum landsins, þeim stóra hluta eyjarinnar sem virk- ar óbyggjanlegur, hrikalegur og ók- leifur nema fyrir fuglinn fljúgandi, og farþega á flugleiðum innanlands. Eitt heljarlangt verk, andspænis inngangi í salinn, er eins og óendan- legir fjallgarðar sem birtast manni þegar Isafjarðarvélin kemur að norð- an og lækkar flugið á Húnaflóanum til að fylgja eftir endaleysum Strand- anna. Þá sjá farþegar eitthvað sem líkist stærðarhlutföllunum í verki El- ísabetar; tiltölulega lága fjallstopp- ana móti ótrúlegri lengd sjálfra fjall- garðanna. Raðir af ferningslaga plöttum úr misjafnlega brenndum leir minna frekar á fjöllin eins og þau líta út þegar flogið er beint yfir þeim. Séu einhverjir hnökrar á framsetn- ingu þessara ágætu verka Elísabetar má skrifa það á reikning undirstöð- unnar fremur en sjálfra verkanna. Þau standa fyllilega fyrir sínu og gott betur. En það er eilítið misráðið að nota silfurlitan málmstokk til að hvíla fjöllin á því það dregur óþarflega úr áhrifamætti efniviðarins. Það hefði verið mun snarpara og heilladrýgra að festa fjöllin beint á vegginn, eða láta þau hvíla á krossviði sem skorinn væri eftir rótum þeirra svo að sem minnst sæist í undirstöðuna. Málm- liturinn er alltof glannalegur í nám- unda við leirinn. Þá minnir hann um of á staðlaða og sótthreinsaða ál- rammana sem notaðir eru í listgjafa- verslunum, og deyða undantekninga- laust allt sem þeir umlykja. Sama má segja um femingsplatt- ana. Femingurinn sem form hegðar sér sem rammi, en það er það sísta sem svona leirlist þarfnast. Hún stendur fyllilega íyrir sínu, lífræn og utan allra stærðfræðilegra marka, enda hafin yfir innrömmun ef út í það er farið. Þannig em verk Elísabetar eins hrífandi og undirstaða þeirra er tálmandi. Það stafar líklega af þeim rótgróna efa hennar að listin plumi sig umbúðalaus. Hún er ekki ein um þá missýn. Annar hver íslenskur listamaður er of upptekinn við að kæfa list sína með þunglamalegri landamæravörslu. Halldór Björn Runólfsson Umbreyting á tíma BÆKUR L j ó ð LJÓÐTIMASKYN eftir Sigurð Pálsson, Forlagið, Reykjavík, 1999, 63 bls. „UMBREYTING á tíma“ segir í upphafsljóði Ljóðtímaskyns, nýjustu Ijóðabókar Sigurðar Pálssonar, „umbreyt- ing hins dauða tíma í lif- andi líðandi tíma“. Ljóðið er hluti bálks í fimm hlutum; hann heitir „Ljóðtímaskyn" og myndar fyrsta hluta verksins. Ljóðtímaskyn er fyrsta bók af þrem- ur; Ijóðabækur Sigurð- ar eru þríleikir. Leiðar- stefið í þessari bók er tími og tímaskyn, eins- og titillinn gefur til kynna, tími í víðum skilningi, framrás hans, andartök og stundir. Verkið skiptist í fimm hluta. Sá fyrsti, „Ljóðtíma- skyn“, er stoðin sem það hvílir á; annar hluti nefnist „Burt“ - titilljóð þessa hluta er langt og fjallar um út- þrá í víðfeðmasta skilningi þess orðs: ,AUt hikar/Ekkert hnikar//Allt/Allt langar burt/bókstaflega allt“. Og síð- ar í sama ljóði: „Úthverfin koma í hu- mátt/ á eftir okkur/ þegar við reyn- um að flýja borgina" (15, 16). Þetta ljóð kallast á við annað sem nefnist „Stundir": „Burt frá öllum stöðum sem binda þig//Heim til stundanna“ (Stundir, 24). Þriðji hluti Ljóðtíma- skyns nefnist „Söngtími“, sá fjórði „Svart-hvítt“, hvor um sig með sín undirþemu sem tengjast meginþem- anu. Síðasti hlutinn nefnist „Stundir" og samanstendur af ljóðum sem ort eru í tilefni tímamóta, svo sem af- mæla. Þessum ljóðum fylgja tileink- anir. Að fanga tímann er sameiginleg viðleitni ljóðanna. Stundum er þetta þungbær tími, oft smæstu einingar tima, svo sem andartakið sem léttleikandi eró- tísk handarhreyfing tekur í ljóðinu „Hvítt pils“ eða dagstími skynjaður milli svefns og vöku í Ijóðinu „Ór- áð“. Ljóðtímaskyn myndar mjög sterka heild án þess þó að of stíft sé haldið við tíma- þemað: sum Ijóð eru laustengd því, önnur nátengd, svo sem ljóðið „Tíminn" í fjórða hlutanum, „svart-hvitt“: Tíminn Tíminn og svívirðingar hans... Síst eigum við þetta skilið finnstokkur Vorkunn ósjálfsvorkunn Erum svo gjaman við jarðarfór sjálfra okkar grátummikiðogoft En tímanum þarf ekki að finnast neitt um það né annað Þægilegtlíf hjá þessum blessaða tíma baralíða... Líða í þessum glæsilega sal fullum af grátgjömum börnum Ljóðtímaskyn er ekki rof á ferli Sigurðar Pálssonar þótt marki að vissu leyti nýja stefnu, enda opnun á nýjum þríleik sem spennandi verður að sjá framhaldið á; textinn hefur öll helstu höfundareinkennin, leik og hrifnæmi, óvæntar og frumlegar myndir. Og stundum er tónninn mjög beittur, ef ekki hvass, svo sem í ljóðinu „Níðangur". Kannski má segja að fagurfræði verksins kristall- ist í einu alsterkasta ljóði bókarinnar sem nefnist „Ljóðlistin“. Öminn alltaf íútrýmingarhættu Viðkvæmur svonaviðkvæmur þegarupperstaðið Samtliggjaþama blóðugarljaðrir útumallt Sigurður Pálsson Hermann Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.