Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fær í flestan sjó BÆKUR Barnabnk HANDAGUNDAVELOG EKKERT MINNA! Eftir Guðrúnu Helgadóttur. Myndir eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Útgefandi Vaka Helgafell 1999. Um prentun sá Nörhaven A/S í Danmörku. Samtals 24 bls. GÚNDI er bara 10 mánaða snáði og í óða önn að uppgötva veröldina í kringum sig. Eins og títt er um smá- böm rétt áður en næsta stigi í hreyfiþroska er náð er oft stutt í óþolin- mæðina eftir því að ná lengra. Gúndi getur ekki beðið eftir því að láta hendur standa fram úr ermum, a.m.k. við að þjónusta sjálfan sig því fullorðna fólkið er gjaman alltof upp- tekið til að sinna honum eins fljótt og nauðsyn krefur. Lausnina sér Gúndi allt í kringum sig - vélar. Býlið Bali er einkar tækjavætt jafnt innan- sem utandyra. Eldhústækin koma flestum krökkum kunnuglega fyrir sjónir. Tæki til búrekstrarins geta þarfnast frekari skýringa. Höfund- urinn Guðrún Helgadóttir liggur þar heldur ekki á liði sínu. „Mykjudreif- ari og mykjudæla/moka skít og dreifa, urga og vælayMerkilegt hvað grasið sprettur betur.“ Gúndi gefst ekki upp fyrr en óskin um draumavélina HANDAGÚNDA- VÉL hefur ræst. Hann kann sér ekki læti. „Ha ha ha, ha nú finnst Gúnda gaman/Gúndi og vélin gera nú allt saman./Með hana bundna á bakinu/ hann tafarlaust nær takinu/á takk- anum að framan.“ Nú er gaman og loksins hægt að fara að taka til hend- inni. Eftir að vélin hefur útvegað Gúnda jafn nauðsynlega hluti og snuð og hreina bleyju er snáðinn fær Guðrún Helgadóttir í flestan sjó. Með hjálp vélarinnar getur hann náð í eitt og annað merki- legt og hápunkturinn er vafalaust að geta klipið kisu að vild. Ekki er hins vegar allt sem sýnist því þegar Gúndi þarf á keli að halda eftir mat- inn kemur í ljós að vélin er ekkert sérstaklega kelin. Hún kann heldur ekki að meta þegar Gúndi smellir á hana blautum kossi og springur í tætlur. Nú em góð ráð dýr og mikið verður Gúndi feginn þegar hann hitt- ir aftur heimilisfólkið á bænum. Eins og Guðrún hefur margoft sannað er hún einkar lagin við að setja sig í spor barna. Gúndi litli er þar engin undantekning. Lesandinn á auðvelt með að finna til með htla snáða og samgleðjast þegar tak- markinu virðist vera náð. Eins eiga full- orðnir og böm auðvelt með að skilja vonbrigði Gúnda með vélina að lokum. Vélar geta nefnilega - sem betur fer - aldrei framkallað mannlega hlýju. Annar kostur sögunnar felst í því eins og áður er get- ið að þar geta borgar- böm aflað sér tals- verðrar þekkingar um lífið í sveitinni. Ekki síst ef fullorðnir lesa bókina með börnunum. Eins og þeir vita sem lesið hafa að ráði fyrir böm höfðar bundið mál sérstaklega vel til barna. Hvernig lesið er skiptir líka talsverðu máli og verður undirrituð að viðurkenna að henni fannst textinn ekkert sérstak- lega þjáll við fyrsta lestur. Smám saman rættist úr því með réttum áherslum. Rímið gengur ágætlega upp. Þó var skrítið að sjá þessa end- urtekningu „Ó, þetta er hún/ og upp stigann fer hún.“ Hvað fráganginn varðar verður að viðurkennast að þægilegra hefði verið að hafa blað- síðutöl. Myndir Freydísar Kristjánsdótt- ur em í takt við söguna bjartar og skemmtilegar. Anna G. Ólafsdóttir Vaðbrekku, Jökuldal. Samkór Norður-Héraðs hefur verið á tónleikaferð undanfarið og sungið í Egilsstaðakirkju, á Eskifirði og Brúarási. Jólatónlcikar kórsins eru ár- Helga nótt legur viðburður og á efnisskránni nú eru jólalög úr ýmsum áttum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Á myndinni syngja þær Björk Sigbjörnsdóttir, Eva Ásgeirsdótt- ir og Harpa Jónasdóttir þrísöng með kórnum í laginu Helga nótt. Sagnfræði hinnar líðandi stundar KÁRI í jötunmóð heitir ný bók sem út kemur fyrir þessi jól eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræð- ing. Þetta er fyrsta bók Guðna en Guðni nam sagnfræði við Warwick-háskólann og Háskóla fs- lands og stundar nú doktorsnám við Lundúnaháskóla. Höfundur kýs að flokka verkið undir blaðamannasagnfræði og verk sem tekur á málefnum líðandi stundar. Það má líka flokka það sem fyrirtækjasögu því það fjallar um feril og störf Kára Stefánsson- ar stjórnanda fslenskrar erfða- greiningar og fyrirtæki hans. Það flokkast þó ekki undir það sem hefur verið kallað „biskupasögur hinar nýju“ þar sem Guðni er ekki ráðinn til verksins af fslenskri erfðagreiningu og fylgismönnum hennar, án þess að verið sé að gera lítið úr slíkum verkum. Betri í Bretlandi BÆKUR B a r n a b ó k HARRYPOTTER OG VISKUSTEINNINN eftir Joanna Rowling. Þýðandi: Helga Haraldsdóttir. Bjartur, 263 bls. FRÚ Petunia Dursley á systur. Það finnst henni allt í lagi, meðan enginn veit af því; systirin er nefnilega ekk- ert voðalega merkilegur pappír. Frú Petuniu finnst því bezt að gleyma henni bara og láta sem hún sé ekki til. Þegar systirin, Lily Potter, tek- ur svo upp á því að springa í loft upp ásamt manni sínum, James, liggur aumingja frú Petunia aldeilis í því. Harry Potter, sonur Lilyar og Ja- mes, lifir þau og er komið fyrir hjá frú Petuniu og fjölskyldu hennar. Hún lætur það samt ekki fá meira á sig en nauðsyn krefur; kemur króg- anum fyrir í skáp undir stiganum og reynir að umgangast hann sem minnst - einsog systur sína forðum. Harry þessi er efni í fyrirtaks lúða, bæði á sál og líkama, og ekkert bendir til annars en hann verði ann- aðhvort aulalegur lúði eða lúðalegur auli þegar hann verður stór. En for- lögin ætla honum annað. Á ellefta afmælisdegi sínum er honum sagt að hann sé galdramaður og hann eigi að byrja í Hogwart-skóla að nema þau fræði sem hverjum galdramanni ber að kunna skil á. í Bretlandi eru komnar út þrjár bækur um þennan upprennandi galdramann, auk einnar sem kallast We Love Harry Potter sem út kom 1. desember síðastliðinn. í þeirri eru bréf frá börnum sem innihalda bæði spurningar og ráð til hinna ýmsu persóna bókanna og á Netinu eru uppboð á frumútgáfum í bólstr- uðum kápum með ísaumuðu bóka- merki - einsog er í sálmabókum. M.ö.o. á bókaflokkurinn um Harry Potter gríðarlegum vinsældum að fagna og aðdáendur sem jaðra við að vera „cult“-hópur. Hogwart-skóli er sögusvið fyrstu bókarinnar um Harry Potter, þó nokkrum köflum sé eytt í kynningu á aðstæðum Harrys. Eðlileg náms- framvinda nemenda í þeim fróma skóla er sjö ár og svo skemmtilega vill til að sjö bækur um Harry Pott- er eru áætlaðar. Sögutími þessarar fyrstu bókar er fyrsta skólaárið, sögutími annarrar (The Chamber of Secrets) er annað skólaárið svo sá . grunur að þannig verði það flokkinn á enda er ekkert ýkja langt undan. Það verður bara að koma í ljós. Harry Potter og viskusteinninn hefur hlotið fjölda verðlauna; Nat- ional Book Award, Smarties-verð- launin fyrir 9-11 ára og brezku barnabókaverðlaunin. Bókin er enda vel skrifuð, spennandi og skemmtileg þó allra hörðustu fant- asíulesendunum gæti sárnað með- ferðin á draugum, galdramönnum og nornum - búið að sjóða allt niður í fjölbrautakerfisskóla, það eina sem vantar er stofnun stéttarfélags. Verur úr grísku goðafræðinni eru nokkuð rnikið notaðar þó ekki sé um beinar vísanir að ræða. í forboðna skóginum lifa djúpvitrir kentárar og þríhöfða varðhundurinn, sem ber það krúttlega nafn Hnoðri, er lík- lega Kerberos sjálfur, varðhundur í Hadesarheimi. Á síðu 12 er Dedalus nefndur sem valdur að stjörnuhröp- unum kvöldið sem Voldemort, per- sónugervingur illu aflanna, hverfur. Frágangur íslenzku útgáfunnar kallast á við myndir og málverk af fólki sem sagt er frá í bókinni; það bregður sér stundum frá, í heim- sóknir til annars fólks á öðrum myndum og skilur sinn ramma eftir auðan. Eins hafa orð sums staðar „brugðið sér frá“ („Ef pabbi þetta myndi hann.“ (bls. 213)) eða fengið „heimsókn“ („Hann horfði skelfingu lostinn á Quirrell taka fletta af sér.“ (bls. 249)). Á síðu 141 klippa greina- skil setningu sundur: ,,.á að vita hvað væri // undir hleranum.“. Slíkt kallast á fagmáli „dúndrandi klúð- ur“, ekki villur. Villa eru aftur á móti það að þýða „.couldn’t learn by heart out of a book.“ sem ,,.sem ekki var hægt að læra utanbókar." eins- og gert er á síðu 125. Svo er alltaf spurning hve langt skuli ganga í staðfæringum um- hverfis og aðstæðna. Hogwart-skóla svipar anzi mikið til brezkra heima- vistarskóla, enda er hann það. Því er ekkert breytt í þýðingunni og er það vel. Hins vegar eru nöfn sumra persóna íslenzkuð (d. Spíra prófes- sor - sem minnir reyndar dálítið á smjattpattana) en önnur ekki. Það er ekki eins vel; annaðhvort að fara alla leið eða ekki að leggja af stað. Samt er þýðingin nokkuð góð en varla nógu góð til þýðingarverð- launa. Harry Potter og viskusteinninn er vel skrifuð og skemmtileg bók en samt mun betri í brezku útgáfunni. Heimir Viðarsson Kári í jötunmóð er ekki persónusaga lieldur er ferli manns frá uppvexti í gegn- um nám og störf lýst til þess að undir- byggja aðalatriðið, sögu umdeildasta fyr- irbæris á Islandi í seinni tíð: Islenskrar erfðagreiningar og gagnagrunnsins. Bókin er gagnleg lesning fyrir alla sem vilja kynna sér mál- efnið til hlítar og gef- ur leikmönnum inn- sýn í heim erfðavísinda og ólíkar hugmyndir manna þar um. Guðni, þetta er saga manns og fyrirtækis hans, jafnvel af- rekasaga eða hetjusaga. Hvað seg- irðu um það? „Ég ætlaði mér aldrei að skrifa hefðbundna ævisögu," segir Guðni, „enda er Kári enn á besta aldri. Ég hafði Iíka engan áhuga á að skrifa einhverja „slúðursögu" um einka- líf Kára Stefánssonar. Reyndar var það nú svo að fólk kom til mfn og sagði eitthvað á þá leið að ég væri að skrifa um Kára og hefði ég þá ekki heyrt hina eða þessa kjaftasöguna. „Nei, en þetta er al- veg hreint stórmerkilegt,“ sagði ég: „Má ég ekki hafaþetta eftir þér?“ Þá kom svarið: „Ha, nei nei, ég heyrði þetta bara í heita pottin- um,“ eða eitthvað í þá áttina. Hins vegar fannst mér sjálfsagt að fjalla um skólaár Kára og dvölina í Bandarikjunum, enda hefur hann látið ýmislegt flakka um það tíma- bil í viðtölum, líkt Davíð Oddssyni við Fidel Castro að gamni sínu, kallað kennara sína „ hálfgerð id- jót“ og sagt Harvard-háskóla full- an af fólki sem sé fullt af sjálfu sér. Og jú, þetta er í raun hetjusaga; það verður seint frá Kára tekið að hann vann þrekvirki með því að koma þessu fyrirtæki á laggirnar.“ Kári Stefánsson tók ekki þátt i gerð bókarinnar, sat ekki sjálfur fyrir svörum og meinaði fram- mámönnum og vfsindamönnum fyrirtækisins að ræða við Guðna. í bókinni er því vitnað í orð Kára úr viðtölum og fréttum úr fjölmiðlum og af Netinu. Bókin er upphaflega hugmynd útgefanda sem leituðu til Guðna. Guðni er spurður fyrir hvern hann hafi skrifað? (,Bókin var skrifuð vcgna þess að stofnun og saga íslenskrar erfðagreiningar er með merkustu þáttum í íslcnskri vísinda- og við- skiptasögu seinni ára, og Kári Stefánsson á mestan heiður af því. Þar að auki er löngu tímabært á íslandi að bækur séu skrifaðar um menn og málefni án þess að höf- undur tengist viðfangsefninu beint. Ýmislegt í sögu Erfðagreiningarinnar er þess eðlis að hlut- lausan mann mun ef- laust greina á við for- ráðamenn fyrirtækisins, og hver á þá að ráða skrifun- um? Þeirri spurningu getur stundum verið erfitt að svara. Bókin er skrifuð fyrir venju- legt fólk sem hefur áhuga á einu viða- mestu þjóðfélagsmáli seinni ára, og ég reyni Guðni Th. að láta öll sjónarmið Jóhannesson koma fram. Það getur auðvitað valdið gremju hjá „ striðandi fylkingum" í baráttunni." Eru ekki kostir við að skrifa um eitthvað beint úr samtímanum, án fjarlægðarinnar sem tíminn gefur? „Jú, því efnið stendur okkur mjög nærri og þeir, sem geta tjáð sig um það, eru í fullu fjöri. Ýms- um ráðamönnum var liklega ekki fært að tjá sig um Kára og hans fyrirtæki. En því miður var það nú líka svo að sumir þorðu einfald- lega ekki að tjá sig um efnið þegar þeim skildist að það væri ekki unn- ið að undirlagi hans. Atburðir dagsins í dag geta hæglega orðið verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga á morgun. Sagnfræðingar eiga að láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni. Gott dæmi er til dæmis umræðan um kjarnorkuvopn á íslandi þar sem íslenskir sagnfræðingar geta gefið álit sitt í stað þess að láta stjórn- mála- og fréttamönnum það einum eftir." Hvaða skoðanir hafðir þú sjálfur á fslenskri erfðagreiningu áður en þú byrjaðir á verkinu og hvaða skoðanir hefur þú nú? „Ég hafði hrifist af vinnu fs- lenskrar erfðagreiningar og er enn þeirrar skoðunar að rannsókn- ir fyrirtækisins séu góðra gjalda verðar. Hins vegar tel ég að stjórn- völd liafi kannski ekki veitt fyrir- tækinu nægt aðhald og best hafi það komið fram við gerð blessaðs gagnagrunnsins, sem hefur líklega gert fyrirtækinu meira ógagn en gagn hingað til, hvað svo sem síðar verður. Hver veit hvað hefði gerst, hefði í upphafi verið reynt að fara leið sátta? Þarna hefðu stjórnvöld átt að ráða ferðinni frekar en Kári Stefánsson. Yfirlýsing viðskipta- ráðherra til Hoffmann-La Roche um aðgang Islenskrar erfðagrein- ingar að sjúkraskrám áður en nokkuð lá fyrir um slíkt orkar líka tvímælis. Hvort tveggja getur reyndar verið gott dæmi um kraft- inn í Kára Stefánssyni, og um hann er bókin alltaf órækt vitni," segir Guðni Th. Jóhannesson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.