Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 66
4j6 MIÐVIKUDAGUR 22. DÉSÉMBER 1999 i5Q}j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stór« si/iM kl, 20.00 GULLNA HLIÐIÐ — Davíð Stefánsson Frumsýning annan í jólum 26/12, uppselt, 2. sýn. þri. 28/12, uppsett, 3. sýn. mið. 29/12, uppselt, 4. sýn. mið. 5/1, nokkur sæti laus, 5. sýn. flm. 6/1, nokkur saeti laus, 6. sýn. lau. 8/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. mið. 12/1, nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 13/1 nokkur sæti laus. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Fim. 30/12 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, uppselt, sun. 2/1 2000 kl. 14.00, örfá sæti laus, og kl. 17.00, nokkur sæti laus, 9/1 kl. 14.00, nokkur sæti lausog kl. 17.00, nokkur sæti laus, 16/1 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, örfá sæti laus, 23/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, kl. 17.00, nokkur sæti laus, 30/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, kl. 17.00, nokkur sæti laus. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertoit Brecht Fös. 7/1, lau. 15/1. TVEIR TVÖFALDIR—Ray Cooney Fös. 14/1, lau. 22/1 Litta stffötö kt. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 28/12, uppselt, mið. 29/12, uppselt, fim. 30/12, nokkur sæti laus, þri. 4/1, laus sæti, mið. 5/1, laus sæti. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. ATH. Opið til kl. 20.00 á Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. Gjafakort i Þjóðteikhúsið — e/jöfin sent tifnar t/ið! 5 30 30 30 STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI Forsýning mán 27/12 UPPSELT Frumsýning mið 29/12 UPPSELT 2. sýn. fim 30/12 2. kortasýn. örfá sæti 3. sýn. sun 2. jan. 3. kortasýn. örfá sæti Gjafakort - tilvalin jólagjöf! SÁLKA ástarsaga eftlr Halldór Laxness Mið. 29/12 kl. 20.00 uppselt Fös. 7/1 örfá sæti laus Fös. 14/1, lau. 15/1 Munið gjafakortin Hafnarfjarðarleikhusið L MIÐASALA S.555 2222 pjj ÍSLENSKA ÓPERAN i____iiiíi The Rape of Lucretia Ópera eftir Benjamín Britten Frumsýning 4. febrúar 2000 MffiMb Wmw Lau 8. jan kl. 20 l_au 15. jan kl. 20 ÍNjðsÍiM Gamanleikrit l leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Allra! Allra! Allra! síðustu sýningar verða í janúar Miðasala lokuð fram til 5. janúar 2000. líðtt i Leih h ú s í 5 Vesturgötu 3 IB■ IsF/i.1 »1 iM II pi Bi Þorláksmessugleði kl. 22 KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýjum geisladiski MIÐAPANTANIR I S. 551 9055 ] Blessuð jólin eftir Arnmund Backman. Sýning í kvöld, uppselt, sýn. þri. 28. des. kl. 20, sýn. mið. 29. des. kl. 20, sýn. fim. 30. des. kl. 20. Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17ogfram aðsýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Súrefiiisvörur Karin Herzog Oxygen face 5 LEIKFELAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið: fe eftirDavid Hare, byggtaverki Arthurs Schnitzler, Reigen (La Ronde) 5. sýn. þri. 28/12 kl. 19.00, uppselt. eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fim. 30/12 kl. 20.00, uppselt, fim. 30/12 kl. 23.00, aukasýning. u i svcíi eftir Marc Camoletti. Mið. 29/12 kl. 19.00 aukasýning Litla svið: Höfundur og leikstjóri Öm Árnason Leikarar Edda Björgvinsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir og Örn Árnason. Leikmynd og búningar Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Undirleikari Kjartan Valdimarsson. Frumsýning sun. 26/12 kl. 15.00, uppseít, 2. sýn. mið. 29/12 kl. 14.00 3. sýn. fim. 30/12 kl. 14.00 Sala er hafin Litla svið: F eguröar drottnirtgin frá Línakri eftir Martin McDonagh þri. 28/12 kl. 19.00, uppselt. Sýningum fer fækkandi. Litla svið: að vísf?en<itr)4U uto vftstounauf í ðlfcei^inoiv* eftir Jane Wagner. Fim. 30/12 kl. 19.00, örfá sæti laus. i/ár^ Gjafakort í Borgarleikhúsið Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Simi 568 8000, fax 568 0383. Hörður Torfa með plötuna Grímur Ekkert er sem sýnist HÖRDUR Torfason hefúr verið ið- inn við útgáfu síðan hann fluttist heim til íslands eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis. Fyrir skemmstu kom út frá honum breið- skífan Grímur en svo vill til að Hörð- ur er víðs tjarri, býr í Feneyjum sem stendur, þótt hann sé væntanlegur hingað til lands í febrúar til tónleika- halds. Hörður segir að Grímur sé gerð fyrir fólk sem nennir að hlusta á texta og hefur gaman af einfaldleika í flutningi. „Grímur eru samnefnari fjölbreytileikans, geðhrifa. Ekkert er sem sýnist, eða hvað?“ spyr Hörð- ur. Hörður segir að því sé svo háttað að koma hans til nýrra staða eða kynni hans af nýju fólki verði til þess að skerpa sýn hans á eigin verk og tilveruna almennt og þar séu Fen- eyjar engin undantekning. „Feneyj- ar eru sennilega frægasta „árbæjar- safn“ í heimi en þar er líka að fínna sterka hefð grímunnar - hér er ár- lega kamival þar sem fólk klæðist búningum og grímum þessum, sem eru mjög fastmótaðar og hefðbundn- ar.“ Hörður segir að hann hafi tekið plötuna upp í október á milli þess sem hann þeyttist um landið í tón- leikaferðum. „Ég notast enn og aftur við „leikhúsaðferðina" mína, þ.e.a.s. að setja tækin í gang og spila það sem ég hef æft án þess að leggja mik- ið í útsetningar og flókna spila- mennsku. Petta undistrika ég með þvi að leika eitt lag af fingrum fram við texta sem ég átti, Bætandi blús. Það fjallar um að hafa losnað við eina grímu. MORGL'NBLADID FÓLK í FRÉTTUM Athyglisverð heimild TONLIST Geisladisknr TILRAUN AELDHÚSIÐ Tilraunaeldhúsið, heimild um sex kvöld af tilraunum og tjútti. Tónlist er samin af flytjendum hverju sinni. Ur stórum hópi flytjenda má nefna Jóhann Jóhannsson, Hilmar Jens- son, Pétur Hallgrímsson, Ola Björn Ólafsson, Tenu Palmer, Kjartan Valdemarsson, Óskar Guðjónsson, Jón Þór Birgisson og Jóel Pálsson. Pétur Grétarsson, Viddi og Doddi hljóðrituðu á Kaffi Thomsen og í Tjarnarbíói. Ivar Bongó sá um lokahljóðvinnslu. títgáfa: Kitchen Motors. ÞRÁTT FYRIR vaxandi framgang plötusnúða á öldurhúsum Reykja- víkur hefur lifandi tónlistarflutning- ur sem betur fer ekki farið halloka þó vissulega sé sam- keppnin í neysluþjóðfé- laginu hörð. Tónleika- hald er dýrt og vanmetið framtak en ómissandi hluti af menningarlífinu sem stjórnvöld ættu að gera sér far um að styðja við bakið á. Á geislaplötun- um tveimur sem bera nafnið Tilraunaeldhús- ið er adfínna upptökur frá svokölluðum Spuna- kvöldum á Kaffi Thom- sen og í Tjarnarbíói sem haldin voru fyrr á árinu. Undirritaður bjó erlendis lungann úr árinu og varð því ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa þessa tónlistarveislu sem rómuð hef- ur verið af þeim sem hana upplifðu. Mér þykir æði miður að hafa ekki verið staddur á einhverjum af þess- um tónleikum því satt best að segja upplifi ég diskana ekki nógu sterkt. Ég er ekki á tónleikum! Tónlistin er að mestu leikin af fingrum fram og eins og nafnið bendir til er hún æði tilraunakennd. Slíkt getur verið afar skemmtilegt í hita leiksins á tónleikum en eldist misvel þegar það er komið í stafrænt form til útgáfu sem maður hlustar á aftur og aftur. Erfitt er því að dæma tónlistina að verðleikum og liggur við að ósanngjarnt sé að gagm-ýna safnið eins og hverja aðra plötu. Það er þó illumflýjanlegt þar sem útgáf- an er staðreynd. Tónverk Tilraunaeldhússins eru átta talsins og eðlilega misvel heppn- uð. Hér ægir öllu saman; fönki, am- bient, trip pop, metal og djass en ekkert sver sig þó beint í ætt við áð- urnefndar stefnur þó ýmislegt daður sé á ferðinni. Jóhann Jóhannsson og Óskar Guðjónsson bræða þekkilega saman rafhljóð og djasskenndan saxófón undir nafninu Hljóðmúrinn og Pétur Hallgrímsson framkallar gítarhljóðgaldra ásamt Hilmari Jenssyni í verkinu Sören Kirke- gaard dropateljari. Gítarhljóðgaldr- arnir ná þó hámarki í langsterkasta verki plötunnar, Helvítis gítarsin- fónían, sem leikin er af 13 gítarleik- urum, m.a. þeim Pétri og Hilmari, auk þess sem menn á borð við Einar Kristján Einarsson og Jón Þór Birg- isson handfjatla slaggígjurnar. Gít- arsinfónían er í E-dúr og er gullfal- leg hljóðmessa. Fegurð hljóðanna er oft svo mikil að mann langar að verða gítar. Þurrki Þurrk, skemmtilegt hug- mynd, er titluð hópnum Múm og Músíkkvat. Trommuhrynjandi er svöl og hljóðgervill sem minnir á rafpopp í byrjun níunda áratugarins hljómar notalega. Með steikon er seiðandi og framúrstefnulegur bræðingur fluttur af Tenu Palmer, Kjartani Valdemarssyni, Viðari H. Gíslasyni og Þorvaldi H. Gröndal. Big Band Brutal á þokkalegt stykki, Frumeindafönk, sem er athyglisvert og trommuhljómur er fallega „ak- ústískur" en bassatromma verður útundan. Framlag Spennuveldisins þykir mér heldur óspennandi, eink- um fyrir klisjukennda gítarfrasa og ekki náði ég heldur tilhlýðilegu sam- bandi við annars nokkuð athyglis- vert verk Biogens, Hilmars og Plast- íks. Hljóðritun og blöndun eru misjöfn að gæðum þó yfirleitt sé útkoman ágæt en hrá. Þó skal tekið tillit til erfiðra aðstæðna í þessu sambandi. Útgáfa Tilraunaeldhússins er merk heimild um hugmyndaauðgi og grósku í íslensku tónlistarlífi. Að hljóðrita slíka gjörninga er lofsvert framtak en þeu- sem tónleikana sóttu hafa efalaust fengið mun sterk- ari upplifun en við hinir sem einung- is höfum diskinn til hlustunar. Orri Harðarson Tilraunaeldhúsið á Kaffi Thomsen. Aðstand- endur eldhóssins: Ililmar Jensson, Jóhann Jó- hannsson, Kristín Björk Krisljánsdóttir og Pétur Hallgrímsson. Upptökumaður á plötunni er Hlynur Sölvi Jakobsson, sem Hörð- ur segist eiga einkar gott með að vinna með, enda hafi hann þekkt hann frá því hann fæddist og oft unn- ið með honum. „Eg gerði mér til leiks að spila á þrjá mismunandi gítara í sumum lögunum og eins að nota mis- munandi raddblæ í túlkun á þeim.“ Hörður bjó alllengi í Danmörku eins og getið er, fluttist síðan hingað heim og hefur fengist við tón- og leiklist af kappi undanfarin ár. I haust hefur hann síðan dvalið í Feneyjum og hyggst dvelja þar um sinn, með heimsókn hingað til lands í febrúar til að halda afmæl- istónleika. Hann segir að heimurin sé stór og sífellt að koma honum á óvart „og ég hef unun af að kynnast honum. Eg fæddist á íslandi og hugsa á íslensku en það þýðir ekki að ég verði að dúsa þar ævilangt svo ég leyfi mér að flakka um heiminn og skoða. Kynnast fólki með önnur lífsviðhorf, trú, litarhátt og hegðan. Þannig fæ ég betri innsýn í það þjóðfélag sem er stærstur hluti af mér og við rekum á íslandi. Kannski það sem skiptir mig mestu; ég læri meira inn á sjálfan mig og hver ég er í rauninni. Og þessi ferða- lög eru oftast spegill þar sem ég sé mínar grímur, fastmótaðar tilfinn- ingar sem ég hef gleymt að þroska eða ekki getað vegna of mikillar ná- lægðar. Það hefur hver sitt“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.