Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 31 LISTIR Hefðbundið djasstríó • SIG URGANGA KR í máli og myndum er um sigurgöngu meistaraflokks KR í kvenna- og karlaflokki í knattspyrnu sumarið 1999. Auk þess er í bókinni yfirlit yfir starfsemi yngri flokka KR í knattspyrnu. Fjallað er um leiki sumar- sins, greinar og viðtöl við aldna sem unga KR-inga, sem og við- töl við forsvarsmenn annarra félagsliða. I bókinni eru fjöl- margar myndir frá leikjum sumarsins og stemmningunni jafnt innan vallar sem utan. Ritnefnd bókarinnar var skipuð Sigurjóni M. Egilssyni, Ólafi Biynjari Halldórssyni, Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Sæmundi Guðvinssyni. Aðrir höfundar efnis eru Margrét Jónsdóttir, Róbert Róbertsson, Stefán Karl Kristjánsson o.fl. Utgefandi er Utgáfuféiagið Selsvör ehf. í samvinnu við Knattspyrnudeild KR. Bókin er 136 bls., prentuð í Prentsm- iðjunni Grafík hf. • TBR í 60 ár - Saga Tennis- og badmintonfélags Reykjavík- ur 1938-1998 er skráð af Ár- manni Þorvaldssyni. Sagt er frá aðdraganda stofnunar TBR, hvernig frumkvöðlarnir kynnt- ust badmintoníþróttinni og hvernig henni reiddi af við erf- iðar aðstæður á Islandi. Bygg- ingarsaga TBR-húsanna er rakin og einnig er sagt frá fjöl- mörgum atburðum í sögu fé- lagsins. Einnig er í bókinni skrá yfir heimildir, svo og nafnalisti. Utgefandi er Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Bókin er 246 bls., með um 150 myndum. Bókin er prentuð í Asprenti. Bókin er ekki seld í bókabúðum og seid í 400 ein- tökum. • SVANUR ogsumarið er eftir Sören Olsson og Anders Jacobs- son, í þýðingu Jóns Daníelsson- ar. Sagan segir frá Andersson- fjölskyldunni sem fer í útilegu. Upphafið lofar ekki góðu því að hvert vill fara í sína áttina, en að lokum fara þau öll saman í gamla húsvagninum sem pabbi og mamma tóku á leigu fyrir brúðkaupsferðina sína. Það er þröngt og stundum erfitt - en margt skemmtilegt gerist. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er218bls. Verð: 2.280 kr. TONLIST Geislaplutur BETR’EN ANNAÐ VERRA Tríó Ólafs Stephensens: Ólafur Stephensen, pi'anó, Tómas R. Ein- arsson, bassi og Guðmundur R. Ein- arsson, trommur. Verðandi 1999. ENGIN íslensk djassveit hefur leikið jafn víða og tríó Ólafs Steph- ensens nema þá Mezzoforte. Þó eru þær sveitir jafn ólíkar og dag- ur og nótt. Mezzoforte í stjörnum- erki bræðingsins, fusion, en trió Óla Steph hefðbundið djasstríó í klassískum skilningi orðsins, main- stream. Þetta er annar diskur tríósins, en sá fyrri, Píanó, bassi og tromma, kom út 1994. Þó tónlistin beri sama yfirbragð- ið á diskunum tveimur, eru þeir um sumt ólíkir. Sá fyrri er snarp- ari og glaðbeittari og upptakan hefðbundin, en sá nýi var tekinn upp á Kjarvalsstöðum og er tónn- inn hrár einsog að var stefnt. Á diskaumslagi er vitnað í Morg- unblaðsumsögn eftir undirritaðan frá 14. ágúst sl. þar sem segir: „Ekki er það síst leikgleðin og húmorinn sem smitar. Píanistinn því betri sem einfaldleikinn er meiri...“ Þetta get ég staðið við eft- ir að hafa hlustað gaumgæfilega á nýja diskinn: betr’en annað verra! En kannski hefði leikgleðin og húmorinn verið enn meiri ef hlust- endur hefðu verið í salnum. Tríó Óla Steph hefur fastmótað- an stíl sem ekki breytist. Hljóm- sveitarstjórinn leikur laglínurnar og kryddar gjarnan með blokk- hljómum. Tómas slær bassann með sveiflu og allt kórónar svo Guð- mundur R. Einarsson með burst- unum og heldur háværari en menn eiga að venjast á þessari breiddar- gráðu í þessari djasstegund. Lögin fara yfirleitt ekki yfir fimm mínút- ur og þá sjaldan bassi eða tromm- ari taka sólóa eru þeir stuttir og hnitmiðaðir. Ólafur er kannski bestur þegar hann er lýrískastur einsog í Vísum Vatnsenda-Rósu (þriðja hljóðritun íslenskra djass- leikara á þeirri þjóðvísu) og í sól- ónum bregður fyrir andblæ St. James Infirmary er Jack Teagar- den flutti allra manna best. Fjórir ópusar eru úr söngvabók Elling- tons: Perdido eftir básúnuleikara meistarans Juan Tizol, kynningar- lag hans Take the A-train sem Billy Strayhorn samdi, I’m begin- ing to see the light again þar sem Johnny Hodges og meirað segja Harry James komu að og svo Just squeeze me - ópus sem erfitt er að flytja svo réttur djassandi ríki og hefði ég gjarnan viljað skipta á honum og hinni stórskemmtilegu útsetningu Óla á Close your eyes þarsem sænska þjóðlaginu Ach Vármland du sköna er ofið inní. En þó þá perlu vanti á diskinn er húm- orinn að sjálfsögðu oft annarsveg- ar þegar tríó Ólaf Steph er hins- vegar og La Scala heitir blús eftir Óla, þar blæs hann í þjálfaraflautu í upphafi, Guðmundur þyrlar og Johnny come marching in hljómar áðuren Óli upphefur blúsinn með Basie-stæl. Samspil þeirra félaga er glimr- andi í Whistle while you work og þar er byggð upp kitlandi spenna; Perdido er í stjörnumerki Tómasar og Takin a chance on love Guð- mundar og svo er spunalínan falleg hjá Óla í When you wish upon a star - afturá móti finnast mér Oh, good grief og Once I had a secred love dálítið köntuð. Þá hafa verið nefndir allir ópusarnir á skífunni nema einn: Viltu með mér vak’ í nótt eftir Henna Rasmus. Gaman að heyra þetta fína lag píanistans gamla og við hæfi á þessum diski. Óli Steph hefur oft sagt að tríóið spili djass fyrir fólk sem ekki hefur gaman af djassi - það kann að vera, en þeir sem hafa gaman af djassi geta líka haft gaman af Óla Steph og félögum. Vernharður Linnet SKÍÐAPAKKAR Baraa stgr. frá kr. 12.255 Unglinga stgr. frá 17.900 FuUorðlns stgr frá 21.375 LANGB þœgiXegir smelluskór stgr. frvi fcr. 11.305._ stgr.afsláttur CARVING SKÍBI \stgr. frá kr. 12.255 SKÍÐAFATNAÐUR p ^Áfmúla 40 Simi 553 5320 kérslunin ALVORU SKIÐA VERSLUN Skíðakennarar aóstoða við ual á skíðum COMfOKT Þú ert kominn á slóðina,., www.boksala.is ENS Ný þvottavél frá Siemens. Þvottavél eins og allir vilja eignast! • Algjör nýjung: Sérstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur 6 kg • Óvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi • 35 mínútna hraðkerfi • 1000 snjmín. • Allar innstillingar mjög auðveldar* Glæsileg hönnun • Vélin er algjörlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Orkuflokkur A • Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél Hún hefur slegið í gegn! éé SMITH & W NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.