Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 53
-----------------------------W
JÓNÞ.
SIGURÐSSON
+ Jón Þ. Sigurðs-
son vélstjóri
fæddist í Hnífsdal
10. apríl 1912. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 16. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
þau Sigurður Guð-
mundsson, f. 1874, d.
1955, og Elísabet
Jónsdóttir, f. 1881,
d. 1930. Þau Sigurð-
ur og Elísabet eign-
uðust ellefu börn,
þau Kristján, f. 1907,
d. 1909; Kristján, f.
1910; Sigríði, f. 1910, d. 1938; Jón
Þorleif, f. 1912, d. 1999; Olgu, f.
1913; Kristjönu, f. 1915; Herdísi, f.
1916, d. 1992; Elísabetu, f. 1918, d.
1918, Arnór, f. 1920, Bjarna, f.
1921 og Tómas, f. 1922.
Jón kvæntist 27.9. 1934 Sigur-
pálu Jóhannsdóttur frá Akureyri,
f. 1912, d. 1975. Saman eignuðust
þau sex börn, þau eru: 1) Elísabet,
f. 1934, maki hennar er Sverrir
Sigþórsson, f. 1932, börn þeirra
eru Edda Sigurrós, f. 1953, Gústav
Bergmann, f. 1956, og Sigurjón
Smári, f. 1958. Edda er gift Gott-
skálki Friðgeirssyni, f. 1953, og
saman eiga þau Jón Eyþór, f.
1989. Áður átti Edda Auði Elísa-
betu, f. 1971. Auður á Sindra Má
Jónasson, f. 1991. Gústav er giftur
Ilrafnhildi Júlíusdótt-
ur, f. 1956, og saman
eiga þau Júlíus, f.
1979, og Maríu Rós, f.
1995. Gústav á einnig
Tryggva, f. 1979.
Tryggvi á Aron Frey,
f. 1999. Siguijón
Smári, f. 1958, á
Sverri Stefán, f. 1981,
og Eirík Smára, f.
1992. 2) Hörður Hugi
Jónsson, f. 1939, var
kvæntur Sigríði
Björnsdóttur, þau
skildu. Dóttir Sigríð-
ar, Unnur Þórhalls-
dóttir, er stjúpdóttir Harðar. Þau
Sigríður eiga saman Jón Þór, f.
1959, og Ólaf, f. 1965. Með seinni
konu sinni, Bryndísi Sigurðar-
dóttur, á hann Hugrúnu, f. 1976,
en þau skildu. Einnig á Hörður
Önnu, f. 1974. Jón Þór giftist
Ragnhildi Maríusdóttur, f. 1960,
d. 1988. Dóttir hans er Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir, f. 1981. Ólaf-
ur er giftur Önnu Kjærnested, f.
1965. Sonur þeirra er Unnar, f.
1983. 3) Þóra, f. 1942, d. 1943. 4)
Birgir, f. 1948, er kvæntur Stein-
unni Maríu Pétursdóttur, f. 1946.
Saman eiga þau Sigurveigu, f.
1969, Snjólaugu, f. 1974, Sigur-
pálu, f. 1975, Silju Ósk, f. 1982, og
Pétur Örn, f. 1984. Birgir á einnig
Kristbjörgu, f. 1966, og Árna, f.
1970. Kristbjörg er gift Henrý
Ragnarssyni, f. 1968, og á með
honum óskírðan son, f. 1999. Hún
á einnig Láru, f. 1990, með fyrri
manni si'num David Cruse. Árni er
í sambúð með Sigrúnu Nikulás-
dóttur, f. 1967, og á með henni
Hring, f. 1994. Sigurpála er í sam-
búð með Skarphéðni Smith og á
með honum Birgittu Rós, f. 1997.
5) Lilja, f. 1950, giftist Júlíusi Sig-
urðssyni, f. 1946, d. 1999. Saman
eignuðust þau Inga Rafnar, f.
1976, og Jón Pál, f. 1982. Lilja á
einnig Elísabetu Guðbjörnsdóttur,
f. 1967. 6) Tómas, f. 1952, er
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f.
1954, og saman eiga þau Sóleyju,
f. 1974, Þóru, f. 1979, og Kristínu,
f. 1982. Sóley er gift Aart Schalk,
f. 1977, saman eiga þau Önnu, f.
1999.
Jón fæddist í Hnífsdal og ólst
þar upp. Hann stundaði sjó-
mennsku frá fermingaraldri, tók
hið minna mótornámskeið í
Reykjavík árið 1931 og mótorn-
ámskeiðið hið meira árið 1946.
Hann var vélstjóri á ýmsum skip-
um. Jón flutti til Siglufjarðar
1936. Hann var í siglingum á
stríðsárunum 1941 og 1942 og
vann í mörg ár sem vélstjóri við
aflstöð Sfldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði. Hann flutti til Reykja-
víkur árið 1962 og vann lengst af
við húsvörslu, síðustu árin í Sam-
vinnubanka fslands. Á efri árum
vann Jón við móttöku gesta á
Gullna hananum.
Utför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku afi. í gegnum tíðina höfum
við skrifað um þig greinar í blöðin á
tyllidögum. Tilefni þessarar greinar
er þó ekki gleðilegt. Þú hefur kvatt
þennan heim eftir langa og inni-
haldsríka ævi.
Erfitt er að sætta sig við að við
sjáumst ekki aftur. Einhvern veginn
gerðum við ráð fyrir að þú yrðir allt-
af til staðar. Eins og þú hefur alltaf
verið. Við kunnum svo vel að meta
þig, hlógum að þrjóskunni í þér og
dáðumst að atorkunni og dugnum.
Stoltar sögðum við frá fyndnum
uppátækjum og ótrúlegum afrekum
þínum.
Þú taldist aldrei neitt venjulegt
gamalmenni og sjálfur hefur þú
sennilega aldrei talið þig vera gam-
almenni yfir höfuð. Ohræddur við
nýjungar allt fram til síðasta dags,
keyptir þér nýjan jeppa og hófst að
æfa golf nú í vor, kominn hátt á ní-
ræðisaldur.
Þegar fjölskyldan fluttist til Nor-
egs um tíma sást þú um að við misst-
um ekki af fréttum og fréttatengdu
efni, enda bárust okkur segulban-
dsupptökur af því sem þér þótti
fréttnæmt hverju sinni, oftar en
ekki með sérstökum heimatilbúnum
fréttaskýringum. Samviskusamlega
sendir þú hvert orð sem vinkona þín
Vigdís Finnbogadóttir lét frá sér
fara. Þessar upptökur hafa nú öðlast
sérstakt gildi í sögu fjölskyldunnar.
Upptökurnar af Tóta klifrara og
fleiri sögum eru einnig ómetanleg-
ar. Sögur, sem við þekkjum öll svo
vel, eru til, sagðar af þinni alkunnu
frásagnargleði.
Nú er enginn til að fylgjast með
að pabbi standi sig í viðhaldi á bíln-
um, tiltekt í bíslkúrnum, á skíðum
eða öðru. Hann kemur þó til með að
standa sig, það veist þú manna best.
Hafi einhver haft trú á pabba, varst
það þú. Stuðningur þinn við hann
var mikill og samband ykkar byggð-
ist á gagnkvæmu trausti og vináttu
alla tíð.
Anna litla, yngsti afkomandi þinn,
er fegin að hafa fengið að kynnast
þér. Það var svo gaman að sjá hvað
þú gladdisl þegar hún kom í heim-
sókn til þín þótt þú hafir verið orð-
inn veikur.
Að lokum viljum við þakka þér
fyrir allar góðar samverustundir.
Þrátt fyrir að vera aðeins tvær af
fleiri tugum afkomenda áttum við
einlægt og innilegt samband við þig
sem hefur veitt okkur mikið. Við
eigum um þig margar fallegar minn-
ingar sem koma til með að lifa um
ókomin ár.
Sóley og Þóra.
Það er erftitt að þurfa að sjá á eft-
ir jafn merkum manni og honum afa
okkar. Það verður tómlegt án afa því
lífsglaðari mann var erfitt að finna.
Afi var sífellt að snúast í hinu og
þessu, oftast þó einhverju tengdu
rauða jeppanum sínum. Það var með
ólíkindum hvað hann sinnti börnum
sínum, barnabömum og nú síðast
barnabarnabörnum, hann var alltaf
til staðar ef eitthvað vantaði.
Það voru okkar forréttindi að afi
bjó heima hjá okkur í nokkur ár,
fyrst í Yztaselinu og síðar í Hvassa-
berginu. Þegar við bjuggum í Yzta-
selinu var endalaust hægt að leita til
afa og skipti þá engu hvort maður
vildi heyra sögu fyrir svefninn eða
tefla skák eða bara komast í súkku-
laðiskálina hans sem var gædd þeim
ótrúlega hæfileika að tæmast aldrei
alveg. Á þessum árum var afi á kafi í
kartöflurækt og það var vinsælt að
fá að fara með afa upp að Korpúlfs-
stöðum þar sem garðurinn var og
taka upp kartöflur og enda síðan
daginn á því að fá að stýra rauða
jeppanum. Á veturna fór afi reglu-
lega með okkur strákana í sund í
Sundhöllinni og var tilgangurinn
oftast sá að afi þurfti að æfi sig á
stökkbrettinu, þetta var þegar afi
var 75 ára. Þegar við fluttumst til
London 88 brá afi á það ráð að lesa
fyrir okkur inn á segulband sögur
og fréttir að heiman og senda okkur
reglulega ásamt harðfisk og öðrum
séríslenskum vöram. Þessar spólur
era okkur ómetanlegur fjársjóður.
Eftir að við fluttumst í Hvassa-
bergið fluttist afi aftur til okkar og
tók að sér að halda bflskúrnum okk-
ar þeim hreinasta í Hafnarfirði og
þótt víðar væri leitað. Bflskúrinn
var hans leikherbergi þar sem hann
gat sinnt jeppanum sínum sem fékk
alltaf besta hugsanlega viðhald og
var bónaður í það minnsta tvisvar í
viku. Það kom alltaf betur og betur í
ljós að afi var mikill spámaður og
hann var ekki í vandræðum með að
sjá fyrir hvað væri framundan, sér-
staklega hjá vinkonum Bettýjar sem
komu reglulega til að láta afa lesa í
spil fyrir þær.
Þegar veikindi pabba gengu yfir
var gott að tala við afa því þá krist-
allaðist góðmennskan og hlýjan sem
bjó í honum. Umhyggjan sem hann
sýndi veitti okkur öllum styrk þegar
við þurftum mest á honum að halda.
Afi var ekki bara gæddur þessum
kostum heldur kom það í ljós þegar
mest á reyndi að hann hafði alið sín
börn upp með sömu mannkostum og
einkenndu hann. Það reyndist okk-
ur systkinunum ómetanlegt að finna
fyrir umhyggjunni sem umvafði
okkur frá öllum afkomendum afa
Jóns.
Þetta haust hefur reynst fjöl-
skyldunni erfitt og vonandi gróa þau
sár sem við höfum orðið fyrir með
tímanum. Lífið heldur áfram stend-
ur einhvers staðar og við áttum öll
svo margar góðar stundir með afa
og þær minningar þurfum við að
vera þakklát fyrir að eiga.
F.h.
Bettýjar og Jóns Páls,
Ingi Rafnar Júlíusson.
Elsku afi minn. Loksins kom
hvíldin sem þú áttir svo sannarlega
skilið. Nú er dagsverki þínu lokið og
hefur þú áorkað meiru en margur
annar. Minning mín um þig er, að
alltaf var stutt í brosið og alltaf leið
mér best í návist þinni.
Eg heimsótti þig fyi’ir stuttu og
ég verð að segja að mér var brugðið
yfir að sjá þig svona veikan, þú sem
aldrei varst veikur, og rifjuðust þá
upp fyrir mér allar þær góðu minn-
ingar sem ég á um þig. Svo sem þeg-
ar þú leyfðir okkur barnabörnunum
að taka í stýrið og seinna meir keyra
jeppann þinn og var þá þitt líf í okk-
ar höndum, en þú hafðir bara gaman
af.
Þetta er að sjálfsögðu bara eitt af
mörgu sem við gerðum saman og
með þessum orðum vil ég sýna
hversu sárt ég sakna þín og mun
minningin um þig ávallt lifa í hjarta
mér.
Pétur O. Birgisson.
Elsku afi.
Nú er hann afi farinn frá okkur og
að þurfa að kveðja hann er erfiðara
en nokkur orð fá lýst.Trúin um að
hann sé kominn til ömmu Pálu
hjálpar okkur býsna mikið.
Margt sem hann gerði myndi eng-
um öðram en honum detta í hug.
Það sem okkur er svo minnisstætt
var þegar þú og Silja komuð til okk-
ar „Noregs-fjölskyldunnar" árið
1991.
Ekki voru þau fyrr lent en hann
afi var farinn að róta í bflskúrnum,
einungis til þess að fullvissa sig um
að hann Tommi, sonur sinn, væri ör-
ugglega fær um að sjá um skúrinn.
Eftir að hann var búin að lesa yftr
honum lexíurnar, fann hann afi okk-
ar einkar skemmtilegt hjól sem
hann var á mestallan tímann, og þá
aðallega til að heilla allar nágranna-
konurnar og það með þvílíkum
kúnstum. Var hann kominn með
annan fótinn upp á bögglaberann og
aðra hendina út í loftið.
Suzuki-jeppar var það sem hann
heillaðist mest að, svo við tölum nú
ekki um hans eigin bfla, en þeir voru
þó nokkrir, og ekki má nú gleyma
síðasta Suzuki-jeppanum hans sem
hann keypti þá orðinn 86 ára gamall.
Við fengum það oft á tilfinninguna
að hanskahólfin hefðu framleitt
fylltan ópalbrjóstsykur.
Margar minningar læðast upp í
huga okkar þegar við hugsum til
hans, og þá helst minnumst við kar-
töflugarðsins hans, sem við teljum
vera eina af okkar elstu minningu
um hann, álfasögurnar, Tóti klifur-
kall og kassetturnar sem hann las
inn á. Ekki má heldur gleyma þegar
hann hræddi tengdabörnin sín og
fleiri með því að spá í lófann á þeim.
Elsku afi okkar, í trú um að þú
getir á einhvern hátt lesið eða heyrt
þessar línur kveðjum við þig með
miklum söknuði og erum fullvissar
um að þú verndir okkur og vakir yfir
okkur. Við hlökkum til að sjá þig á
ný.
Þínar sonardætur,
Silja Ósk Birgisdóttir
og Kristín Tómasardóttir.
Algengasta fyrirspurnin sem afi
Jón fékk frá barnabörnum sínum
var sennilega : „Afi , viltu segja okk-
ur álfa- og tröllasögur eða jafnvel
steinasögur?“ Alltaf átti afi til sögur
handa okkur, þó svo að hann yrði að
skálda þær á staðnum. Sögurnar
hans afa vora fullar af spennu sem
og fróðleik og trúðum við ávallt öll-
um sögunum hans sem og því þegar
hann var að spá í lófana okkar. Hann
var í eðli sínu barngóður og ljúfur en
átti það líka til að vera óttalegur
prakkari. Honum tókst að sannfæra
mig og Kristbjörgu systur mína um
það að álfar væru til í alvöra og gekk
það meira að segja svo langt að í eitt
skiptið fóram við að leita að álfi sem
sést hafði bak við stein á Kleifum.
Afi átti marga mismunandi jeppa
sem hann hugsaði mjög vel um og
sennilega hafa flest öll barnabörnin
hans fengið sinn fyrsta ökutíma í
jeppunum hans.
Þegar við systurnar vorum litlar
fóram við oft í heimsókn til afa í
Samvinnubankann þar sem hann
bæði vann og bjó. Hann lumaði
ávallt á einhverju góðgæti handa
okkur og stundum bauð hann okkur
líka í bfltúr.
Ég hitti afa síðast í byrjun júní
rétt áður en ég fór til Kanada. Hann
var hress og kátur eins og vanalega
og lék á als oddi. Hann var svo
ánægður með nýja jeppann sinn
sem hann var nýbúinn að kaupa að
hann sleppti mér ekki fyrr en ég
féllst á að fara með honum í stuttan
bfltúr. Ég vissi að afi hafði greinst
með krabbamein stuttu áður og að
lítið væri hægt að gera úr því sem
komið væri. Eg kvaddi hann, vitandi
að þetta væri sennilega í síðasta
skiptið sem ég sæi hann á lífi. I byrj-
un september talaði ég síðan stutt-
lega við hann í síma og þótti mér
voða vænt um að fá að heyra aðeins í
honum.
Núna er afi aftur á móti kominn á
betri stað þar sem hann er orðinn
hraustur aftur. Ég efast ekki um að
amma Pála hefur tekið vel á móti
honum sem og allir hinir sem farið
hafa á undan honum.
Ef þið lítið upp til himins í nótt og
haldið að karlsvagninn hafi eitthvað
færst úr stað þá er það sennilega
bara hann afi prakkari sem hefur
boðið ömmu Pálu á rúntinn um vetr-
arbrautina og saman hta þau til með
börnum sínum og barnabörnum.
Elsku pabbi, mamma og systkini
ásamt öllum mínum frænkum og
frændum, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Hugur
minn er hjá ykkur.
Guð geymi þig, afi minn.
Þín
Sigurveig í Gimli, Manitoba.
Við sátum nokkur heima hjá Pálu
og létum hugann reyka aftur til lið-
inna tíma með afa Jóni. Við ákváð-
um að setja nokkur orð á blað, í
kveðjuskyni, og til þess að þeir sem
þetta lesa fái smá innsýn í það hað
við vorum heppin að fá að kynnast
og umgangast afa Jón eða afa í
bankanum eins og hann gjarnan var
kallaður fyrstu ár ævi okkar.
Við rifjuðum upp allar skemmti-
legu ferðimar sem við fórum með
honum í jeppanum, jeppanum sem
komst allt og gat allt (alla vega þeg-
ar afi var undir stýri og sagði frá).
Þó svo að þetta hafi ekki alltaf verið
sami bfllinn áttu þeir það allir sam-
merkt að vera öndvegis gripir sem
verðskulduðu góða umgengni og
einstaka natni í viðhaldi.
Einn af skemmtilegustu bílunum
þínum var vafalítið gamli Willysinn
sem þrátt fyrir háan aldur gekk eins
og klukka og fór hvert á land sem er.
Innrétting bílsins var einstök og
endurspeglaði vel natni og úrræða-
semi eigandans. Þar hafði miðstöðv-
arblásturinn á framrúðina verið bet-
ur um bættur með hjálp af litlum
ryksuguhaus, rúðuþurrkurnar voru
tveir sjálfstæðir mótorar sem
stundum þurfti að hjálpa ögn með
handafli og svo var það hurðarhúnn-
inn hægra megin við mælaborðið
sem við vissum aldrei til hvers var
nema hvað að það mátti ekki fikta í
því! Afi hlýtur að hafa verið nýbúinn
að teppaleggja heima í bankanum
því að gólfefnið í Willysinum var
brúnt, blómamunstrað filtteppi,
snyrtilega skorið til og lagt vel út í
hvert horn.
Afi var handlaginn maður og
langt fram á áttræðisaldurinn ferð-
aðist hann á milli barna sinna og
dyttaði að hjólum, sláttuvélum, bíl-
um og öðru því sem þarfnaðist við-
halds að hans mati. Þar voru unnin
verk sem bára vott um gott verklag,
þó svo að litavalið við blettun í bíl-
ana hafi stundum verið umdeilan-
legt.
Afi var óþrjótandi sagnabrannur
og það vora oft stóreygð andlit með
spert eyra sem hlustuðu áhugasöm
á sögur um álfa og huldufólk sem
bjuggu í klöppum og holum. Sög-
urnar hans afa vora hlaðnar svo
miklum sannfæringarmætti að þai
var ekki fyrr en á unglingsáram að
við mörg hver áttuðum okkur á að
mögulegast væri það ekki alveg
satt, þetta með álfana.
Það var stutt í kímnigáfuna hans
afa og stundum samfléttuðust sög-
umar kímni og leik. Þannig var það
eitt sinn þegar við fórum vestur að
Kleifum í Steingrímsfirði að afi var
búinn að segja okkur frá álfum sem
bjuggu í klettum og skútum. Síðan
var afi farinn að sjá álfanna út um
allt, en alltaf þegar að við komum
hlaupandi til að kíkja voru þeir
horfnir. Afi kunni ráð við því. Hann
fékk Árna sonar son sinn með sér lið
og klæddi hann í bláa skyrtu og setti
á hann rauða húfu. Fékk honum epli
og appelsínu og fór með hann út í
holt. Þar var Árna komið fyrir milli
tveggja stórra steina, svo rétt sást í
húfuna. Síðan læddist afi heim og
viti menn brátt sást til álfaferða úti í
holtinu. Þær urði agndofa systurnar
Kristbjörg og Sigurveig þegar þær
hlupu út í glugga til að gá og sáu álf-
inn með rauðu húfuna. Eftir miklar
fortölur fékk afi þær með sér út í
holt, þær þorðu þó ekki of nálægt.
Þegar að þær spurðu afa hvað
þær ættu að segja við álfinn stakk
hann upp á því að þær myndu spyrja
hann hvort hann ætti epli eða app-
elsínur. Árni (álfur) hafði lært sína
rullu og svaraði að bragði og kastaði
til stelpnanna epli og appelsínu. Við
erum ekki viss um hvort Kristbjörg -
og Sigurveig viti enn þá af því að
þetta var í raun og veru ekki álfur
sem þær áttu tal við þarna út í holt-
inu á Kleifum, heldur Árni bróðir
þeirra.
Afí var ljúfur maður með einstak-
lega stórt hjarta og þrátt fyrir að
barnabörnin og barnabamabörnin
væra mörg áttu þau öll sitt pláss í
hjarta hans. Þannig fylgdist afi vel
með því sem við gerðum og þegar að
kom að því að við fóram að leita okk-
ur að lífsföranautum má á vissan
hátt segja að það gengi ekki upp
fyrr en að afi væri búinn að leggja*
blessun sína yfir viðkomandi.
Það er heiður að hafa fengið að
kynnast manni eins og honum afa.
Það hefur gefið okkur margt og
minningin um hann á alltaf eftir að
eiga stóran stað í hjörtum okkar.
Árni, Sigurpála
og Snjólaug Birgisbörn. .. _