Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Elskuleg móðir mín,
MARGRJET GRÍMSDÓTTIR,
áður til heimilis á Laugavegi 70,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að kvöldi sunnu-
dagsins 19. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Víglundsson.
t
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Súðavík,
lést á Landakotsspítala mánudaginn
20. desember,
Fyrir hönd ættingja og vina,
Gunnlaugur Vignir Gunnlaugsson,
Ragnhildur Jóhannsdóttir,
Ragnhildur Jónasdóttir.
t
Innilegar þakkir til alira, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA G. MARKÚSSONAR,
Skriðustekk 21,
Reykjavík.
Sigríður Inga Jónasdóttir,
Jónas Þ. Árnason,
Guðjón M. Árnason, Rannveig H. Gunnlaugsdóttir,
Halldóra G. Árnadóttir, Jónas Á. Ágústsson,
Ragnheiður Þ. Árnadóttir, Sigurður Á. Sigurðsson,
Kristján M. Árnason, Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir,
María Árnadóttir, Karl A. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýju við andlát tengda-
móður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR BENTÍNU SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
frá Þverhamri,
Breiðdal.
Sérstakar þakkir tii starfsfólks á Skjólgarði, Höfn.
Guð blessi ykkur öll.
Árni Guðmundsson, Margrét Aronsdóttir,
Birgir Guðmundsson, Erna Hjartardóttir,
Hörður Guðmundsson, Geirlaug Þorgrímsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Ólafía Jónsdóttir,
Smári Guðmundsson, Auður Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Inniiegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
RAGNHEIÐAR VILMUNDARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sjúkra-
húsi Suðurlands og Skjóli, sem annaðist hana í
veikindum hennar.
Elín Vilmundardóttir,
Vilborg Vilmundardóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför systur okkar,
ELÍNAR MÁLFRÍÐAR HELGADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elliheimilisins
Grundar fyrir góða umönnun.
Andrea Helgadóttir,
Anna María Helgadóttir.
LEIFUR ORRI
ÞÓRÐARSON
+ Leifur Orri Þórð-
arson fæddist í
Reykjavík 1. júní
1974. Hann Iést á
Landspítalanum 16.
desember siðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Seljakirkju
20. desember.
Minn ástkæri Leifur
Orri kvaddi þennan
heim föstudaginn 16.
desember 1999. Ég var
svo lánsöm að vera við
hlið hans þegar sál
hans kvaddi - um-
hyggjusama, elskulega, góða, nær-
gætna, óeigingjarna, sterka sál, sem
gerði Leif að Leifi.
Ég naut nærveru Leifs aðeins í tvö
ár. Þessi síðastliðin tvö ár voru bestu
og innihaldsríkustu tvö ár af stuttri
ævi minni. Ég mun sakna fyrstu ást-
ar minnar af öllu mínu hjarta, en í
stað þess að syrgja hann hef ég kosið
að fagna honum og ævi hans. Það er í
anda þess fagnaðar sem ég skrifa
þessar línur.
Þrátt fyrir hindranir naut Leifur
lífsins til fulls. Eftir fyrsta áfallið var
Leifur ákveðinn í að lifa áfram eins
vel og hann gat. Hann vann að end-
urhæfingu sinni með svo miklum
ákafa og var að endurheimta stjóm á
hreyfingu og mæli með undraverð-
um árangri. Þetta er mér mikil hugg-
un, því það gladdi hann ákaft áður en
hann veiktist aftur.
Leifur var ákaflega umhyggju-
samur og gefandi einstaklingur.
Hann var sannur vinur vina sinna og
hann prýddi allt sem stúlka óskar
sér. Hann var mjög hvetjandi og var
alltaf nálægur þegar maður þurfti á
honum að halda og jafnvel þegar
þess þurfti ekki. Leifur hvatti mig oft
þegar ég hafði ekki trú á sjálfri mér.
Ég heyri hann enn segja: „Þú getur
þetta, Nerissa."
Ég dáðist alltaf að Leifi Orra fyrir
styrk hans. Hann vildi aldrei að
nokkur vorkenndi honum vegna
sjúkdóms hans. Hann vorkenndi
aldrei sjálfum sér og
var svo sterkur í þehTÍ
trú að hann gæti sigr-
ast á sjúkdómi sínum.
Jæja ,elsku Leifur
Orri, þú sigraðist á
sjúkdóminum. Þú lést
hann aldrei buga þig,
vonir þínar og drauma,
ást þína á lífínu og öllu
því sem það hefur að
bjóða, og ást þína á öllu
góðu.
Leifur Orri, þú munt
lifa í minningum okkar
og þú skilur eftir hluta
af sjálfum þér í okkur
sem þekktum þig og elskuðum. Ég
mun aldrei gleyma þér og þakka þér
af öllu hjarta fyrir að gefa mér þig
allan og sýna mér hversu stórkostleg
sönn ást getur verið. Þakka þér fyrir
að kenna mér að vera ekki hrædd og
fylgja hjarta mínu í öllu sem ég geri.
Þakka þér fyrir að ég náði þangað
sem ég er í lífinu og þakka þér fyrir
að hjálpa mér að þroskast í þá per-
sónu sem ég er í dag. Tvö ár eru of
stuttur tími, en ég er þakklát fyrir að
hafa átt þau frekar en ekki.
Til fjölskyldu Leifs Orra og vina,
þakka ykkur fyrir allt saman og iýrir
að hugsa um hann þegar ég gat ekki
verið hjá honum. Þakka ykkur fyrir
styrk ykkar og stuðning á þessum
tíma sorgar og missis. Huggið ykkur
öll við það að vita að elsku Leifur
Orri er núna engill og brosn- niður til
okkar.
Nerissa Brown.
Systursonur minn og vinur, Leifur
Orri, er fallinn frá eftir stutt en erfið
veikindi.
Hann var einkasonur yngstu syst-
ur minnar, Unnar Leifsdóttur, og
manns hennar, Þórðar Höskuldsson-
ar.
Þessi litla fjölskylda bjó lengst af í
Kambaseli 53 í Reykjavík eða frá því
árið 1980. Leifur Orri hóf því skóla-
göngu sína þar í Seljaskóla.
Arið 1984 veiktist móðir hans af
t
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
OSWALDS
sfMi 5513485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTKÆI'I íli • 101 REYKJAVÍK
Davið luger Olafur
Útfnrttrstj. Umsjóii Útfararstj.
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
-•5Í-v:; 1899
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður,
fengdaföður og afa,
ÞORSTEINS JÓNSSONAR,
Dalbraut 23.
Geirlaug Guðmundsdóttir,
Gísli Þorsteinsson, Hjördís Henrýsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Þóra Halldórsdóttir
og barnabörn.
arfgengri heilablæðingu, sjúkdómi
sem fylgt hefur móðurfjölskyldu
hans í nokkra ættliði og höggvið oft í
sama knérunn. Móðir Leifs lést síðan
í febrúar 1988 aðeins tveimur mán-
uðum fyrir fermingu hans, eftir mjög
þungbæra legu í marga mánuði.
Þórður faðir Leifs Orra var því
miður einnig haldinn alvarlegum
sjúkdómi og lést hann langt um aldur
fram í apríl 1997 eftir margi-a ára
veikindi.
Þrátt fyiir þessa erfiðu æsku, hélt
Leifur Orri ótrauður áfram námi
sínu og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1994. Þaðan lá leiðin til Akureyrar,
þar sem hann stundaði nám í sjávar-
útvegsfræðum við Háskólann á Ak-
ureyri. A sumrin vann hann oft hjá
Granda hf. þar sem faðir hans vann
um árabil.
Árið 1997 kynntist Leifur Orri ást-
inni í lífi sínu er hann hitti Nerissu
Brown, unga stúlku frá Jamaica, sem
heillaði hann upp úr skónum á stutt-
um tíma. Hún stundar nú doktorsn-
ám í Bandaríkjunum og framundan
voru heilmikil áfoiTn um sambúð þar,
því Leifur átti aðeins ólokið einu
prófi hér á Akureyri og síðan loka-
verkefni sínu, en það gat hann unnið
í Bandaríkjunum hjá vinkonu sinni
og var að undirbúa það að ljúka námi
sínu þar. Hann hafði jafnvel á orði að
hefja síðan frekara nám, til að nýta
tímann, þar til Nerissa hefði lokið
sínu fimm ára námi.
Því miður breyttust öll þessi
áform í október s.l. er Leifur Orri
fékk hina arfgengu heilablæðingu og
var fluttur í skyndi á Washington
Hospital Center, þar sem undirrituð
dvaldi hjá honum í tíu daga, uns
hægt var að flytja hann heim með
sjúkraflugi. Hann dvaldi síðan í
nokkra daga á Landspítalanum, en
fékk fljótt pláss á Reykjalundi, til
endurhæfingar. Hjá því frábæra
fólki á Reykjalundi tók Leifur Orri
ótrúlegum framförum á mjög stutt-
um tíma og ætlaði sér að komast
heim á ný, sem fyrst.
Hann var í helgarleyfi frá Reykja-
lundi, ásamt vini sínum Óla, er næsta
áfall reið yfir.
Við tók erfið, en stutt sjúkrahús-
lega á Landspítalanum. Nerissa
kærasta hans náði að vera með hon-
um tvo síðustu dagana sem hann
lifði, ásamt Davíð frænda sínum, sem
vakti yfir honum daga og nætur uns
yfir lauk.
Þakkir okkar alh'a, sem áttum
Leif OiTa, til Landspítalans og
Reykjalundar fyrir frábæra umönn-
un bæði við hann og okkur og starfs-
fólks Flugleiða, sem alltaf var til
reiðu, með stuttum fyrii'vara, vegna
fjarlægðar milli Bandaríkjanna og
Islands.
Fjölskyldan litla í Kambaseli 53 er
nú öll. Nágrönnum hennar, þá sér-
staklega Sólveigu, Andrési og börn-
um þeirra, eru færðar þakkir fyrir
ómetanlegan stuðning í gegnum ár-
in. Öðrum og nýrri íbúum hússins
þökkum við einnig hlýhug og vináttu
við Leif og okkur á erfiðum tímum.
Leifs Orra Þórðarsonar verður
minnst sem ungs, hæfileikaríks
manns, krefjandi, en jafnframt gef-
andi þeim sem hann náði að kynnast
vel. Hann var vinur vina sinna og
tengdist þeim tryggðaböndum.
Farðu í friði, minn kæri Leifur
Orri.
Þín „sjálfskipaða móðir“ og vinur.
Dagný Hildur Leifsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.