Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 76
Drögum næst 27. desember HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA (SLANDS vænlegasl tíl vinnings Heimavörn Sími: 580 7000 M0RGUNBLAD1Ð, KRINGLAN1,103REYKJAVÍK, SÍm569U00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJISMBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Alþingi lýsir stuðningi við framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Fjórir þingmenn Samfylking- ar studdu framkvæmdirnar ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra þess efnis að Alþingi lýsi yfir stuðn- ingi við að haldið verði áfram fram- kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun var samþykkt með 39 atkvæðum gegn 22 á Alþingi Islendinga síðdegis í gær. Fjórir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með tillögunni, þau Dóra Líndal Hjaltadóttir, Einar Már Sigurðarson, Kristján L. Möller og Guðmundur Árni Stefánsson. En tveir stjómarþingmenn greiddu eins og búist var við atkvæði gegn tillög- '"■'Vmni þau Katrín Fjeldsted, Sjálf- stæðisflokki, og Ólafur Örn Haralds- son, Framsóknarflokki. Tveir þing- menn voru fjarverandi við atkvæða- greiðsluna. „Eg trúi því að hér sé verið að stíga gæfuspor," sagði Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra við at- kvæðagreiðsluna en fjölmargir þing- menn gerðu auk hans grein fyrir atkvæði sínu. „Ég er sannfærður um það að með samþykkt þessarar til- lögu þá færumst við nær því að geta VMifkiö þá ákvörðun að byggja upp orkufrekan iðnað á Austurlandi,“ sagði ráðherra ennfremur. Guðmundur Árni Stefánsson sagði að hann teldi ríkisstjórnina hafa haldið illa á umræddu máli en kvaðst hins vegar hvorki láta Austfirðinga né landsbyggðina gjalda þess. ,Aust- firðingar og landsbyggðarfólk allt á annað og betra skilið en að enn og aftur verði svikin gömul fyrirheit,“ sagði hann. Morgunblaðið/RAX Samþykkt var á Alþingi í gær að halda áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Hér ræðast þeir við Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra situr við hlið þeirra djúpt hugsi. Katrín Fjeldsted var ekki á sama máli og sagði m.a. að til stæði að fórna verðmætu votlendi, óaftur- kræft, fyrir ímyndaðan, tímabundinn ávinning og í óþökk stórs hluta þjóð- arinnar. Sama sinnis var Ólafur Óm Haraldsson og kvaðst hann ekki treysta sér til þess að styðja tillög- una sökum þess að hún gerði ekki ráð fyrir því að framkvæmdin færi í lögformlegt umhverfismat. Áður en atkvæðagreiðslan um til- lögu ráðherra fór fram höfðu tvær breytingartillögur stjórnarandstöð- unnar og ein viðaukatillaga verið felldar. Síðastnefnda tillagan, borin upp af báðum þingmönnum Frjáls- lynda flokksins, auk Árna Steinars Jóhannssonar, Vinstri grænum, gekk út á að við tillögu iðnaðarráð- herra bættist við setningin: enda samþykki meirihluti kjósenda fram- kvæmdina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tíu þingmenn greiddu atkvæði með viðaukatillögunni en hún var hins vegar felld með 35 atkvæðum. Fimmtán þingmenn Samfylkingar- innar sátu hjá. Kom fram að þeir teldu málið vanbúið í þjóðaratkvæða- greiðslu vegna þess að lögformlegu umhverfismati hefði verið hafnað og fjárhagsgrundvöllur og arðsemi framkvæmdanna væri í óvissu. Nýskráðum skipum fjolgar NÝSKRÁÐ þilfarsskip á þessu ári voru nokkuð fleiri en í fyrra en ný- skráningar voru alls 52 á árinu sem senn er liðið. Fiskiskipaflotinn hefur engu að síður minnkað í brúttótonnum talið en óvenju mörg stór skip, eða skip yfir 1.000 brúttótonn, voru afskráð á árinu. Alls hefur fiskiskipaflotinn minnk- að um 10.000 brúttótonn. Veruleg endurnýjun verður í íslenska fisk- iskipaflotanum á næstu árum en nú eru 26 skip í smíðum fyrir íslensk- ar útgerðir, hér heima og erlendis. V T ■ Fiskiskipum fjölgar/Cl GÁTTAÞéFUR Bflaflotinn veðsettur fyrir tugi milljarða Mikil aukning útlána með veði í bflum ÚTLÁN vátryggingafélaganna jukust um þrjá og hálf- an milljarð á árunum 1996 og 1998 og er hlutfallsleg aukning lána með veði í bílum langmest. Þetta er með- al þess sem kemur fram í skriflegu svari viðskipta- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur sem dreift hefur verið á Alþingi. 12 milljarða útlán Árið 1996 námu útlán vátryggingafélaga 9.124 millj- ónum og voru lán með veði í bílum 5.969 þar af. Námu önnur útlán 1.905 milljónum króna. Árið 1997 voru út- lán vátryggingafélaganna 10.985 milljónir og þar af voru lán með veði í bílum upp á 8.023 milljónir en önn- ur útlán námu 1.853 milljónum. Árið 1998 voru útlánin hins vegar komin í 12.611 milljónir og þar af voru lán með veði í bílum 10.044 milljónir en önnur útlán voru 1.787 milljónir. Mikil aukning hjá eignarleigufyrirtækjum Útlán og eignarleigusamningar eignarleigufyrir- tækja hafa einnig aukist gífurlega á undanförnum ár- um, ef marka má svar viðskiptaráðherra. Fram kemur í svari hans að árið 1995 námu útlán og eignarleigusamningar eignarleigufyrirtækjanna 9.934 milljónum króna. Árið eftir voru þau 13.503 milljónir króna, 19.648 milljónir króna árið 1997 og tóku svo mikið stökk í 27.106 milljónir króna árið 1998. Kristinn í fjórða sæti KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, átti frábæra síðari umferð f heimsbikarmdtinu í svigi sem fram fdr í Kranjska Gora í gær. Hann náði þá langbesta brautartímanum eftir að hafa verið í 29. sæti eftir fyrri umferð- ina og hafnaði í fjdrða sæti, sem er þriðji besti árangur hans í heimsbikarkeppninni. Keppnin var gríðarlega spennandi enda Kristinn með besta tímann þegar aðeins fjdrir skíðamenn áttu eftir að renna sér niður. „Síðari umferðin er það besta sem ég hef séð til Kristins. Hann er hraðastur allra svigmanna heims þegar hann nær sér á strik. Hann sýndi það í síðari um- ferðinni. Hann átti hreint frá- bæra ferð,“ sagði Haukur .Jd- hannsson, fyrrum skíðakappi frá Akureyri, sem fylgdist með keppninni f beinni útsendingu í Sjdnvarpinu. „Eg er mjög ánægður. Ferðin hitti vel á og það gekk allt upp. Það var rosalega gaman að fá þessa ferð núna. Eg bjdst aldrei við að verða svona framarlega," sagði Kristinn í samtali við Morg- unblaöið eftir kcppnina í gær. ■ Stakk alla af/Bl AP Kristinn Björnsson náði gdðum árangri á heimsbikarmdtinu í Kranjska Gora. Hann gefur hér til kynna með því að sýna 4 fing- ur í hvaða sæti hann hafnaði. Akranes seg- ir sig úr Sam- tökum sveit- arfélaga SAMÞYKKT var á bæjarstjórnar- fundi Akranesbæjar í gær að Akra- nes segði sig úr Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi (SSV). Úrsögnin tekur gildi áramótin 2000/2001. Það voru fulltrúar meirihluta í bæjai’- stjórn, Aki-aneslistans og Fram- sóknarflokks, sem greiddu atkvæði með tillögunni en minnihluti Sjálf- stæðisflokks vai- henni andvígur. Forsaga málsins er sú að Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, var kosinn formaður SSV fyrir rúmum tveimur vikum á aðalfundi SSV. Samkvæmt venju er embætti formanns SSV látið ganga á milli sveitarfélaga og var komið að Dalamönnum í þetta skipti. Fulltrúi þeirra stakk hins vegar upp á Gunn- ari, sem kjörinn var með fjórum at- kvæðum gegn þremur, sem féllu í skaut Sigríðar Gróu Kristjánsdótt- ur, fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akraness. Kröftug mótmæli Guðmundur Páll Jónsson, forseti bæjarstjórnai- Akraness, segir úr- sögnina vera „kröftug mótmæli“ við þá framkomu sem viðhöfð var á aðal- fundi SSV. „Það er forsenda sam- starfs samtaka eins og SSV að þau starfi ekki eftir flokkspólitískum lín- um. Ég sat í uppstillingarnefnd aðal- fundarins og við veljum ekki fulltrúa í stjórn eftir flokkslínum. Sjálfstæð- ismenn tóku sig hins vegar saman um að kjósa Gunnar og horfa þannig framhjá þeirri hefð sem skapast hef- ur í SSV.“ Guðmundur Páll segir að eðlilegt hefði verið að ræða betur við Dalamenn en snúa sér að manni Borgarbyggðar, sem ekki hefur átt formann lengi, ef það hefði ekki gengið. Guðmundur Páll segir að úrsögnin komi ekki til með að hafa áhrif á ein- stök samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi og þeir peningar sem lagðii’ hafa verið til SSV verði notað- ir til annarra verkefna. „Það má líka benda á að við kjördæmabreytingu þá sem verður við næstu alþingis- kosningar þurfa sveitarfélög að end- urskoða sitt samstarf." „Mér fínnst þetta barnaleg fram- koma,“ sagði Gunnar. „Ég tók ekki þátt í þessum umræðum vegna þess að mér finnst þetta svo barnalegt. Stjóm SSV var kosin einróma og fyllsta samkomulag var á aðalfund- inum eftir hvaða leiðum ætti að vinna. En menn virðast ekki hafa þolað að minnihlutamaður yrði kos- inn formaður. Það er líka eins og menn þoli það ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn sé stærstur á Vestur- landi.“ Fékk krónu íjólabónus SAMKVÆMT kjarasamning- um eiga launþegar rétt á sér- stakri uppbót á laun í desem- ber, sem oft er kölluð jólabónus. Nokkuð misjafnt er hvað kem- ur í hlut hvers og eins. Einn fyrrverandi starfsmaður Dag- vistar barna í Reykjavík fékk fyrii- helgi þrjár krónur greidd- ar í desemberuppbót. Ein króna fór beint í skatta og önn- ur króna fór til lífeyrissjóðsins. Eftir stóð ein króna, sem að sögn starfsmannsins kemur sér svo sannarlega vel fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.