Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Engin silki- mjúk umskipti Reuters. Ekki var spáð vel fyrir Póllandi fyrst eftir hrun kommúnismans en annað kom á dag- inn. Það, sem hjálpaði meðal annars, var, að miðstýringin var í raun dauð áður en um- skiptin urðu; kommúnistum hafði aldrei tek- ist að eyðileggja kirkjuna og síðan hafa Pól- verjar notið nálægðarinnar við Evrópu- sambandið. eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate. ÞAÐ er auðvelt að lofa byltingar sem gerast annars staðar. Að und- anfömu hafa Vesturlandabúar fagnað því að tíu ár eru liðin frá endalokum kommúnismans sem og þeirri staðreynd að hann hrundi án nokkurra blóðsúthellinga. í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna hafa hins vegar tíu erfið breytingarár dregið úr saeluvímunni. Sumt hefur gengið eftir. Ung- verjaland stendur betur en flest önnur fyrrum kommúnistaríki. Eistland hefur siglt framúr öðrum Sovétríkjum og mikil vandamál blasa við Suður-Evrópu. Önnur ríki hafa hins vegar komið á óvart. Árið 1989 héldu allir að Pólland væri dæmt til glötunar en hefur í staðinn orðið miðstöð hringiðunnar. Tékkl- and, sem var í mestu uppáhaldi, hvarf frá flauelsmjúkri byltingu til þokukenndra umbóta. Rússland hefur verið helsta ráð- gátan. Það komst hjá hruni því sem almennt var spáð af nú atvinnu- lausum Kremlarsérfræðingum. En Rússland neitaði líka að verða eins og allir hinir. Sjálfur hélt ég að hrun kommúnismans myndi yngja rússneskt þjóðfélag upp mun fyrr, jafnvel þótt ég hefði frá byrjun leitt að því rök að Rússland ætti grýtta braut í vændum og þjóðin þyrfti á umtalsverðum fjárstuðningi að halda frá Vesturlöndum. Þrátt fyrir að margvíslegar um- breytingar séu komnar vel af stað þá er líklega hægt að draga nú þeg- ar nokkurn lærdóm af umskiptum fyrrverandi kommúnistaríkja: Markaðir virka en þurfa traust- an lagaramma til að geta starfað eðlilega. I þeim ríkjum sem hægt var að breyta lagarammanum hratt og fella niður verðlagsstjórn, óteljandi styrki, og tryggja frjálst gengi, þar byrjuðu markaðsöflin að starfa fljótt og af skilvirkni. Með umbót- unum var heillavænlegum öflum framboðs og eftirspurnar gefínn laus taumur, eins og reynsla Pól- verja sannaði svo áþreifanlega og batt þar með enda á viðvarandi skort sem ríkt hafði í gamla kerf- inu. En þar sem nýr lagarammi krafðist ákveðinna ríkisstofnana sem tók tíma að skapa höfðu hraðar endurbætur oft miður eftirsóknar- verðar afleiðingar. Hröð einkavæð- ing, sérstaklega hin umfangsmikla eignartilfærsla í Tékkóslóvakíu, þar sem landsmenn fengu ávísun á eignarhluta ríkisins, og í Rússlandi Þar sem unnt reynd- ist að breyta fyrir- liggjandi lagarömm- um hafa markaðs- öflin náð sér vel á strik en annars staðar ekki. sem og öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna, bar ekki tilætlaðan árangur. Yfirfærsla eigna ríkis til einkaaðila skapaði ekki í raun hreina eignaraðild. Það sem verra var; hraðri einkavæðingu fylgdi stóraukin spilling, fjársvik stjórn- enda og lömun á fyrirtækjunum. Þótt draga hefði mátt úr misnotk- uninni var meginástæða þess að áætlunin mistókst sú að umbætur á ríkinu héldu ekki í við efnahagsum- bætur. Ólíkar aðstæður Upphafleg staða skiptir máli þegar hagkerfi eru endurskipulögð Sumt af því sem komið hefur á óvart við umskipti fyrrum komm- únistaríkja hefði ekki þurft að koma til ef hugað hefði verið nóg- samlega að hinum mismunandi byrjun- arreitum. Sem dæmi þá skapaði ringulreið- in í Póllandi á níunda áratugnum möguleik- ana á örum vexti á þessum áratug, því hin dauða hönd mið- stýringar hafði þegar verið höggvin burt þegar endurbæturnar hófust. Þar sem mið- stýringin var enn við lýði, eins og í Tékkó- slóvakíu, var örðugra að losna við fordæmið af ríkisframkvæmd- um sem reknar voru með tapi. I Kína, sem byggist aðallega á landbúnaði, hefur mikilvægi stórra iðn- aðaráforma á vegum ríkisins ekki verið eins mikið, og því hefði endurbótunum mátt fresta og traustið sett á nýtt upphaf. En í þróaðri sósíalistaríkj- um, eins og Rússlandi þar sem 90% af þjóð- inni unnu við iðnað á vegum ríkisins, var verkefnið mun erfið- ara; endurskipulag- ning ríkiskerfisins var nauðsynleg en hún var jafnframt hindrun fyrir skjótum bata. Siðmenntað samfé- lag er nauðsynlegt svo endurbætur geti heppnast. Jafnvel þar sem ríkisstjórnir hafa góðar fyrirætlanir þá hafa þær tilhneigingu til að vera spilltar ef þær búa ekki við aðhald. Stjórn- arskrár veita visst aðhald en frjáls félög fagmanna, trúarbragða og héraða eru hjarta hvers siðmenn- taðs samfélags og veita betri stöð- ugleika. Hreinsanir Stalíns í Rúss- landi eyddu öllum sjálfstæðum stofnunum sem hefðu getað stöðv- að gripdeildir spilltra embættis- manna, stjórnenda og ííkis. I Pól- landi aftur á móti náði kommúnisminn aldrei að eyði- leggja kaþólsku kirkjuna eða koma í veg fyrir uppgöngu Samstöðu. (Stalín kvartaði eitt sinn yfir því að það að koma á flokksreglum væri líkt og að setja hnakk á kú.) Jafnvel þótt þeir væru oft andvigir ýmsum stefnumarkandi tillögum gátu verkalýðsforingjar Samstöðu stöðvað stjórnendur í því að stela eignum fyrirtækja, og kirkjan var afl sem allar ríkisstjórnir urðu að taka tillit til. Nálægðin við ESB skiptir máli Landfræðileg staðsetning skiptir miklu máli. Það er í tísku nú um stundir að leggja áherslu á alþjóðlegt eðli vandamála í heiminum. En land- fræðin skiptm samt ennþá máli. Því nær Evrópusambandinu sem fyrr- um kommúnistaríki voru því árang- ursríkari og áhrifameiri varð um- breytingin. Lönd eins og Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Króatía og Eystrasalts- löndin hafa náð mun meiri árangri við að laða til sín erlenda fjárfesta, auka útflutning og örva efnhags- legan vöxt heldur en þeir sem eru í meiri fjarlægð frá Evrópusam- bandinu. Rétt eins og bandarísk fyrirtæki sem fara til nágrannans í Mexíkó, þá leita þýsk fyrirtæki til sinna nágranna í austri. Sagan varpar löngum skuggum. Árið 1989 var talið ár nýs upp- hafs - nú væri vaknað upp af mar- tröð. En 1989 vakti einnig upp gamla úlfúð og minni sem hafði ver- ið haldið niðri á dögum kommúnis- mans. Hvem hefði órað fyrir því við lok tuttugustu aldar að serbneskar goðsagnir um Kosovo-bardagann 1389 myndu efla heila þjóð til blóð- ugra þjóðernishreinsana undir for- ystu Slobodan Milosevic? Aðstoð frá þróuðum löndum getur haft mikið að segja Að hluta til er hægt að ásaka Vesturlönd íyrir það að hafa verið værukær í ásetningi sínum og nísk á fjármuni. Pólland er undantekn- ingin sem sýnir hvað hefði getað orðið. Þar hjálpuðu Vesturlöndin frá upphafi með greiðslujöfnunar- lánum og seinna með niðurfellingu skulda. Berum þetta saman við það sem átti sér stað í Rússlandi sem var neitað um bráðnauðsynlega fjárstyrki og að varanlega yrði dregið úr skuldabyrði þeirra. Mörgum stjórnmálamönnum og borgurum innan Bandaríkjanna fannst sem þeir ættu ekkert með það að aðstoða fyrrum keppinaut sem ennþá hafði yfir að ráða um 10.000 kjarnaoddum. Sú aðstoð, sem veitt var, var sem dropi í hafið þegar litið var til hinna himinháu skulda Rússlands og félagslegra þarfa þess. Hver er svo útkoman? Alþjóðlegi Gjaldeyrissjóðurinn út- vegaði reyndar mestallt fjármagnið en aðeins þegar öllum umbótasinn- um hafði verið komið frá völdum og hið rússneska ruplræði hafði sýnt sig! Höfundurinn er forstöðumaður Al- þjóðlegrar þróunarstofnunar við Harvard-háskóla og efnahagsráð- gjafí ríkisstjóma íSuður-Ameríku, Afríku, Evrópu og Asíu. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Gleðílega jólahátíð Kirkjugaröar Reykjavíkurprófastsdæma http://www.kirkjugardar.is Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvosskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166, og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Leiðsögn og prestsþjónusta Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar fyrir þá, sem vilja staldra við í dagsins önn. Starfsmenn kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og leiðbeina fólki frá kl. 9.00 til 15.00. * Ihaldsflokkurinn Hague var- aður við London. The Daily Telegraph. SUMIR liðsmenn svonefnds skuggaráðuneytis íhaldsflokksins breska hafa varað flokksleiðtogann, William Hague, við og sagt að hann verði að stjórna af meiri festu. Um helgina gekk áhrifamaður í flokknum, þingmaðurinn Shaun Woodward, yfir í raðir Verkamanna- flokksins og olli ákvörðun hans miklu fjaðrafoki. Einnig þykir vandræðagangur yf- ir framboði til embættis borgar- stjóra í London ekki hafa orðið flokknum til framdráttar, meðal annars hneykslismál í tengslum við Jeffrey Ai'cher sem varð að draga framboð sitt til baka. Síðan var öðr- um frambjóðanda, Steven Norris, hafnað af flokksskrifstofunni. Hague skarst þá í leikinn og er nú ljóst að Norris verður í framboði. I nokkra daga var hann úti í kuldanum og ljóst að fjölmiðlaumfjöllunin um þessi mál hefur skaðað íhaldsflokk- inn mikið. Þingmenn flokksins telja m.a. ótækt að áðurnefndum Woodward hafi verið skýrt frá því með bréfi frá James Arbuthnot, agameistara þingflokksins, fyrir þrem vikum að hann væri ekki lengur talsmaður flokksins á þingi í málefnum London. Deilt er einnig á Michael Ancram, sem er formaður flokksins, fyrir að hafa lélega stjórn á viðburðum en bregðast síðan of harkalega við þeg- ar vandamál koma upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.