Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MINNINGAR i + Helga Fossberg Helgadóttir fæddist á Egilsstöð- um 10. raaí 1957. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 10. desember síð- astliðinn. Móðir hennar er Saga Helgadóttir frá Stuðlafossi á Jök- uldal, f. 6. ágúst 1935. Eiginmaður Sögu og fósturfaðir Helgu, er Ketill Jó- mundsson frá Orn- ólfsdal í Þverárhlfð, f. 6. aprfl 1927. Ketill hóf búskap á Þórgautsstöðum í Hvítársíðu 1953 og Saga kom þangað 1957. Þau bjuggu til 1992, er þau létu búið í hendur dætrum sínum en eru áfram búsett á Þórgauts- stöðum. Hálfsystur Helgu eru: 1) Anna Björg Ketilsdóttir, f. 1964, bóndi á Þórgautsstöðum. Sam- býlismaður hennar er Ásgeir Ás- geirsson, f. 1962, bóndi s.st. Þau eiga tvö börn. 2) Þuríður Ketilsdóttir, f. 1966 , bóndi og garðyrkjuf- ræðingur Þórgauts- stöðum 2. Eiginmað- ur hennar er Árni Brynjar Bragason, f. 1959, kennari við bændadeild Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri. Þau eiga fjögur börn. Eftirlifandi eigin- maður Helgu er Þórður Njálsson bif- reiðastjóri, f. 7. desember 1957. Foreldrar hans eru Njáll Guðmundsson, f. 5. maí 1933, og Sigríður Júlíus- dóttir, f. 19. október 1928. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn Helgu og Þórðar eru: 1) Guðrún Júlía, f. 19. október 1993. 2) Ás- geir Helgi, f. 29. september 1995. 3) Þóra Björg, f. 31. júlí 1997. Sonur Þórðar og Ólafar Hallbergsdóttur er Guðmundur Njáll sjómaður, f. 10. mars 1980. Sambýliskona hans er Guðrún Eva Jónsdóttir. Fyrri sambýlis- maður Helgu er Geir Sigurðsson frá Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal, f. 21. júní 1950. For- eldrar hans voru Sigurður Geirs- son, f. 10. október 1918, d. 18. september 1989, og Hólmfríður Eysteinsdóttir, f. 18. aprfl 1919, d. 5. ágúst 1984. Börn Helgu og Geirs eru: 1) Ástríður Edda, þjónanemi á Hótel Sögu, f. 11. nóvember 1980. 2) Sigurður, nemi í FBV, Akranesi, f. 19. október 1982. Helga ólst upp á Þórgautsstöð- um og gekk í Varmalandsskóla en tók síðan gagnfræðapróf í Borgarnesi. Hún stundaði nám í húsmæðraskólanum á Varma- landi veturinn 1974-75 og vann ýmis störf, s.s. póstafgreiðslu, veitinga- og verslunarstörf. Hún stundaði leigubflaakstur í Reykjavík nær óslitið frá 1984. Útför Helgu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. HELGA FOSSBERG HELGADÓTTIR „Eins og hindin, sem þráir vatns- lindir, þráii- sál mín þig, ó Guð.“ Sálm. 42:2. Ung kona í blóma lífsins hefur kvatt okkur eftir stranga og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það snertir ætíð viðkvæman streng er vinir kveðja. Og þegar um ungt fólk er að ræða sem á miklu starfi ólokið þá er það sérlega erfitt. Við stöndum vanmáttug og hnípin með söknuð og tómarúm í hjarta. En ekki megum við vera þannig lengi því að okkur ber að þakka og líta fram á veginn. Þakka fyrir lífið, þakka allar góðu minningarnai- og horfa fram til endurfundanna. Fyrir íúmum tíu árum kynntist ég Helgu Fossberg, við vorum að tengj- ast, systir hennar og sonur minn áttu von á frumburði sínum. Ég rak á þessum tíma verslun á Laugavegin- um og átt annríkt. Mér leist vel á þessa ungu konu og leitaði til hennar með að hlaupa undii- bagga með af- greiðslustörf á annatímum. Það var alltaf gott að leita til Helgu, hún var mjög fús að vinna og dugleg. Hún var reyndar ótrúlega dugleg, vann mikið við hin ýmsu störf eins og framreiðsl- ustörf og leigubílaakstur. Á þessum tíma voru aðstæður hennar mjög erf- iðar. En alltaf var Helga tilbúin ef hún gat komið því við að skipta yfir og fara í afgreiðslustörfin, það var ekki mikið mál. Það var gott að hafa hana í vinnu, hún var létt í skapi, dugleg og ósérhlífin. Tíminn leið og við fylgdumst með hvor annarri. Það var mjög leitt að heyra um haustið 1998 að hún hefði veikst en ekki hvarilaði það að mér að það væri eins alvarlegt og í ljós kom. Þetta hefur verið mjög strangur og erfiður tími. Að ganga í gegn um meðferðina og öll vonbrigðin sem fylgdu þegar batinn kom ekki eins og vonast var til. En Helga var dugleg og ekki gefin fyrir að kvarta, ég dáð- ist að henni. Ég hneigi höfuð mitt og þakka Guði góðar minningar. Undir það síðasta áttum við saman bæna- stund á líknardeildinni sem við end- uðum með því að lesa 23. Davíðssálm: ■ Drottinn er minn hirðir, migmunekkertbresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langaævi. Ég bið Drottin Jesú Krist að um- vefja og hugga manninn hennar, börnin, foreldra, tengdaforeldra, systur og aðra sem tengdust henni. Hann einn getur gefið þeim styrk og kraft til að takast á við það sem fram- undan er. Ragnheiður D. Ámadóttir. Leið mig eftir lífsins vegi ljúfi Jesús heim til mín, gæfubraut að ganga ég megi, grýtt þó virðist leiðin mín, þolinmæði í þraut mer kenndu þá má koma hvað sem vill, helgan anda af himni sendu, hjartað krafti þínum fyll. Sr.M. Þessi innihaldsríku bænarorð, sem hinn hjartahreini hirðir þeirra Olafs- víkinga á fyrri tíð íslenskaði svo vel, eru í huga mér, er ég sest niður til að setja á blað nokkur orð í minningu nöfnu minnar, vinkonu og starfsfé- laga á sínum tíma. í hinni hörðu sjúk- dómsbaráttu hennar undanfama mánuði og misseri hefur hugur minn og hinna ungu dætra minna daglega dvalið hjá henni og fjölskyldu í bæn og beiðni til okkar himneska föður um líkn og lækningu henni til handa. Undir það tóku reglulega vinir víðs- vegar, einnig í öðrum löndum, sem þekktu og minntust fyrirheita um bænheyrslu, sem Orð Guðs greinir frá. En hvað, Helgu okkar hrakar? Þá koma einnig í hugann orð Ritn- ingarinnar: „Þér fáið ekki, af því að þér biðjið illa.“ Það hlaut að vera skýringin og þá er breytt til og beðið: „Kæri faðir, kenndu mér að biðja, kenndu mér að tala rétt við þig ...“ Þess er minnst er Sigurbjörn biskup svaraði á sínum tíma fyrirspurnum lesenda Morgunblaðsins, er einn vonsvikinn spurði: „Þýðir nokkuð að kvabba í Guði?“ Biskupinn svaraði viturlega að vanda og lauk svarinu með orðunum: „Já, það þýðir.“ Og þeim fjölgar sem áfram biðja fyrir hinni sjúku og hrjáðu móður, börn- um hennar og eiginmanni. Og áfram halda læknar að reyna með öllu sem þeir kunna að stöðva þennan grimma sjúkdóm, sem nú sækir að svo mörg- um, öldruðum, ungum og jafnvel börnum. I fæstum tilvikum tekst þeim að bjarga lífi þeirra, er þennan skæða sjúkdóm fá. Hvað veldur? Á þessari stríðshrjáðu öld, sem nú fer senn að kveðja, hefur mannsandan- um tekist að ráða svo margar gátur. Hvers vegna ekki þessa? Til tungls- ins hafa menn komist og til baka aft- ur heilir á húfi. Og nýlega lenti lítið geimfar á Marz og miklar væntingar voru bundnar við fróðleiksfréttir þaðan, sem ekki komu að þessu sinni. Til mun standa að reyna aftur, þrátt íyrir óheyrilegan tilkostnað. Spurn- ing vaknar. Hvað ef hinn mikli geim- faratilkostnaður hefði verið notaður til að reyna að ráða bót á hinum mannlegu meinum, ráðgátum sem læknavísindin glíma nú við, og hafa lengi gert, með takmörkuðum ára- ngri. „Maður, líttu þér nær,“ mættu þeir hugsa, sem ráðstafa hinum miklu fjármunum til þróunar hinnar ytri tækni, sem nú er svo hröð, að venjulegt fólk hefur ekki við að trúa. Og það eru ekki bara hinir deyðandi sjúkdómar, sem verða útundan, held- ur einnig milljónir sveltandi barna og þeir sem minnimáttar eru í henni veröld okkar, sem nú er troðfull af stríðstólum, drápstækjum. Forseta Rússlands fannst fyrir nokkrum dög- um ástæða til að minna annan ofur- forseta á að Rússar ættu mikið af kjarnorkusprengjum - ef til kæmi... Það eigum við líka, svaraði hinn. Getum eftir þessum orðaskiptum valdsmanna átt von á góðu eða hitt þó heldur. Tími virtist loks kominn fyrir friðaröld, eftir allar skelfing- arnar á þessari en það er víst ekki al- veg tryggt. Hér í landi er nú okkar litla þjóð við sjálfa sig að berjast því okkar valdsmenn virðast ekki vilja fallast á alvöruumhverfismat áður en náttúruperlum verður fórnað íyrir hugsanlegan gróða, en græðgi og að græða - og „markaðurinn“ virðist hafa skákað hinum fornu dyggðum - um sinn a.m.k. I útvarpsguðsþjón- ustu 4. sd. í aðventu nefndi prestur- inn í mjög góðri ræðu, að móðir Ter- esa hefði eitt sinn verið spurð: „Geta allir hjálpað?" Hæglátt svar hennar var: „Já, það geta allir hjálpað." Aft- ur var spurt: „Hvemig?" Eftir nokkra umhugsun kom svar hennar: „Með því að finna nokkuð til við hjálpina.“ Við mæðgur fundum vissulega til með Helgu okkar, eigin- manni hennar og börnum og spurð- um: „Getum við hjálpað, einnig í verki?“ Svarið var: „Þóra, yngsta dóttirin, tveggja ára.“ Og hún hefur verið í fóstri hjá okkur í nokkra mán- uði og daglega minnt okkur á baráttu fyrir lífinu, sem yfir hefur staðið. Henni lauk 10. þ.m. með því að hin sjúka móðir var kölluð heim í himin Guðs ... frá bömunum sínum öllum og eiginmanni. Hvílík lausn, en hví- líkur harmur. Séra Hallgrímur kvað, er augasteinninn hans Steinunn, kornung, var fársjúk kölluð frá hon- um: „Nú ertu leidd mín ljúfa, lysti- garð Drottins í.“ En hann bætti við, að hann mundi harma hana alla ólif- aða daga sína. Nú hefur Helga okkai- verið leidd í þennan listigarð Drottins. Best gæti ég trúað því að Hann léti það eftir þessari hart leiknu móður, að gerast verndarengill bai-na sinna og eigin- manns. Þá yrði vel farið. - En, þýðir þá ekkert að „kvabba" í Guði? Jú, það þýðir, er svarið sem fyrr, ef við gleymum ekki að biðja daglega bæn- ina, sem Jesús kenndi lærisveinum sínum, þessa: „Faðir vor... verði þinn vilji..." Maríusystur hafa kennt okk- ur að bæta við: „Kæri faðir, ég skil þig ekki (alltaf), en held samt áfram að treysta þér.“ - Og þær góðu syst- ur benda á: „Sé þjáning þín þung- bær, vegur einnig þungt sú blessun Guðs, sem í henni býr. Misstu ekki af henni með því að mögla gegn krossi þínum.“ Megi góður Guð umvefja ástvini Helgu náðarörmum sínum og gefa þeim styrk til að lifa hér áfram án hennar. „Sjáumst,“ mun hún hafa andvarpað á dánarstund, því þeir sem elska Guð og taka á móti og trúa á son hans Jesú, þeir eiga endurfundi í vændum. I þeirri upprisutrú segj- um við gleðileg jól í Jesú nafni. Helga Rakel og dætur, Stcinunn og María. Ótímabært er dauðans komið kallið, kalt og napurt, hart að vini sótt. Nú hafa blöð í vetrarvindi fallið, og vonameisti lífs þíns slökknað fljótt. Enn lifir fallegt blóm í barmi mínum, sem breiðir krónu yfir þungan harm. Sú gjöf ervinur, hluti af heimi þínum, hönd er strýkur yfir votan hvarm. (Höf.ók.) Þegar ég lít til baka, finnst mér ég alltaf hafa þekkt hana Helgu vinkonu mína sem lést núna langt um aldur fram frá eiginmanni og fimm börn- um. Ég hef verið um sjö ára aldurinn þegar við kynntumst, en hún fjórtán ára. Ekki fannst mér mikill aldurs- munur á okkur, en henni hefur ef- laust fundist það, en við eltumst báð- ar og vorum fyrir löngu orðnar jafnar. Helga ólst upp á Þórgautsstöðum í Hvítársíðu, og milli fólksins þar og minnar fjölskyldu hefur alltaf verið vinskapur, en hann má rekja þijár kynslóðir aftur. Þarna var faðir minn í sveit og bróðir hans og síðan við systkinin. Þegar fjölskylda mín flutt- ist í Borgames um 1970 fórum við oft upp að Þórgautsstöðum, hvort sem var um helgar að vetri til eða að sumri. Helga bjó síðan hjá okkur tvo vetur þegar hún var að klára Gagn- fræðaskólann í Borgamesi. Eftir það fór Helga á Húsmæðraskólann á Varmalandi og var þar einn vetur. Helga var alveg sérlega mikil hand- avinnukona, og em mér minnisstæð verkin sem hún gerði í Húsmæðra- skólanum, en úr þessu vildi hún aldrei gera neitt. Hún Helga vinkona mín var alveg einstaklega hlédræg kona, hún var nú ekki að flíka því sem hún gerði, og vildi helst ekki að mað- ur minntist þess sem hún hafði áork- að. Þegar ég var að minnast þeirra stunda þegar hún var að spila á gítar og syngja fyrir mig, vildi hún gera lít- ið úr því, sagðist ekkert kunna. En hún gat þó ekki rengt mig þegar ég minnti hana á gítarinn sem hún gaf mér, því hún var að fá sér nýjan, nei, það var víst rétt, enda hangir hann enn uppi á vegg. Elsku Helga, það var ekki í þínu eðli að tala um sjálfa þig, hvað þá að þú gortaðir af því sem þú gerðir, en þú varst dugleg að hrósa og dást að öðrum. Ég er viss um að þú hefðir ekki viljað láta skrifa um þig minn- ingargrein, en ég segi bara við þig eins og svo oft áður, ég ætla samt að skrifa þér bréf. Þitt lífshslaup var ekki alltaf dans á rósum. Þú stóðst ein uppi með tvö börn, vannst á nótt- unni til að geta verið með þeim á dag- inn og þú stóðst þig eins og hetja. Það var um 1990 sem þú fórst að taka að þér heimilishjálp hjá ömmu Gúllu, sem þá var orðin svolítið göm- ul, en þú komst fagnandi og léttir henni heldur betur lífið. Þú varst allt- af boðin og búin að keyra hana og út- rétta með henni. Henni fannst reynd- ar hún eiga svolítið í þér, vegna þess að hún hafði tekið á móti þér og mömmu þinni þegar þið voruð að koma fyrst í Borgarnes á leiðinni upp að Þórgautsstöðum. Ég held að á milli ykkar hafi verið svolítið sér- stakt samband. Nokkru áður en amma og afi fóru á elliheimilið í Borgarnesi kynntist þú honum Þórði þínum. Nú vonnn við í fjölskyldunni glöð þegar við sá- um Þórð. Þarna var kominn maður- inn. Maður sem var góður við þig og börnin þín tvö, þau Ástu Eddu, sem þú skírðir í höfðið á mömmu minni, og hann Sigga. En þá fóruð þið Þórð- ur að eiga börnin. Fyrst kom stelpa og var hún skírð Guðrún Júh'a, og fékk þá ekki amma Gúlla nöfnu. Þú sýndir það, Helga mín, að þú kunnir að meta góðsemi hennar. Jæja, næst kom drengur og hann fékk nafnið Ás- geir Helgi og þar fékk afi Ásgeir nafna líka. Það var stundum gantast með það í fjölskyldunni að aumingja barnið bæri nöfn tveggja dýralækna í ættinni, en ég held að það hafi nú ekki verið hugsunin hjá þér. Og að lokum eignuðust þið Þórður hana Þóru Björgu, sem er aðeins tveggja ára. Það er afskaplega erfitt að sætta sig við það að þau fá ekki að kynnast þér. Elsku Helga, ég veit það líka að hann Þórður verðui' óþrjótandi í því að segja þeim frá þér, þú ert efst í hans huga og verður alltaf. Helga mín, þegar ég sest niður til að skrifa þér þetta bréf koma upp%> hugann margar minningar. Manstu þegar Þórður ætlaði að lyfta þér upp og kom með þig í bíltúr til mín eitt kvöldið og hann þurfti að fara eitt- hvað annað á meðan. Hann tafðist, við vorum búnar að drekka allt te sem við gátum í okkur sett, ég var búin að setja myndbandsspólu í tæk- ið fyrir þig og síðan sofnaði ég. Þegar hann kom loks var komin nótt. Að þessu gátum við hlegið. Helga, ég spyr, hvert á ég að fara að ná mér í rabarbara? Þú hefur séð um það að ég fari og nái mér í rabar- bara á hverju sumri, af því að þú viss- ir hvað mér þótti rabarbarasulta og -grautur góð, þá varð ég að eiga rab- arbara. Þú fórst með mig í sumar, þó svo að þú værir fárveik, það mám ekki sleppa rabarbaranum. Það var eins með kvennabíóklúbbinn, sem í voru ég, þú og mamma mín. Þótt þú værir fárveik varstu til í að fara í bíó. Þú fékkst að velja myndir, það voru engar kvennamyndir. Samt þótti okkur öllum gaman að þeim. Elsku Helga mín, hann hefur svo sannarlega sýnt það og sannað í veik- indum þínum, hann Þórður, hvern mann hann hefur að geyma. Það var hrein unun að fylgjast með nærgætni hans og nostursemi og hrein undBe” líka að fylgjast með hve hlýtt og inni- legt samband ykkar var. Elsku Helga mín, nú ertu farin og hefur fengið frið, þjáningum þínum er lokið. Nú hittir þú aftur meðal annars ömmu Gúllu og afa Ásgeir. Fjölskylda mín öll sendir þér bestu kveðjur og þakkar fyrir allt og allt. Ég bið góðan Guð að styrkja þig, Þórður minn, og börnin öll. Þín bíður erfitt hlutverk en ég veit að þú átt eftir að standa þetta af þér eins og allt annað. Þín vinkona Jóna Dís Brag'adóttir. Haustið 1974 settust 34 stúlkurji skólabekk í húsmæðraskólanum a' Varmalandi í Borgarfirði. Þessi vet- ur átti eftir að marka djúp spor í reynsluheim okkar allra, aðallega hvað mannleg samskipti varðaði. Við vorum jafnólíkar og við vorum marg- ar. Samt sem áður náðum við vel saman og myndast hefur góður kjarni sem hefur hist í gegnum árin í saumaklúbbi. Helga Fossberg Helgadóttir var ein þessara stúlkna og átti mikinn þátt í að halda hópnum saman í gegn- umárin. Að hennar frumkvæði áttum við indæla samverustund laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn, til að láta taka mynd af hópnum og útbúa jóla- kort til að senda hinum skólasystrur^ um í tilefni þess að við eigum 25 ára útskriftarafmæli í vor. Helga var þá orðin fársjúk af krabbameini, en kom af sjúkrahúsinu til að taka þátt í und- irbúningi væntanlegs afmælismóts. Þetta lýsir vel þeim dugnaði sem einkenndi Helgu alla tíð. Við þökkum Helgu ti'ygglyndið við okkur í gegnum tíðina. Hennar verð- ur sárt saknað í okkar hópi. Eg sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. \ (Þórunn Sig.) Við sendum fjölskyldu Helgu innileg- ar samúðarkveðjur.Á. Skólasystur frá Varmalandi.-^t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.