Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarráðherra skipar nefnd til að skoðafósturvisaurnorskumkúastofni ^ 'G-Mu/'J D- Það kemur sér vel núna að hafa vöi á réttu farartæki til að geta flýtt sér hægt. Eigendur skyldusparnaðar fá innstæður sínar sendar í pósti 273 milljónir greiddar út um áramót Samkeppni í heimasíðugerð meðal grunn- skólanema FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt að undirbúa verðlauna- samkeppni í heimasíðugerð meðal grunnskólanemenda í Reykjavík, á árinu 2000. í tillögunni segir að heimasíður skipi á komandi árum á ríkari sess í samskiptum skólasamfé- lagsins og því sé vel við hæfí að fela yngstu kynslóðinni að opna þessar mikilvægu dyr framtíðarskólans fyr- ir andblæ nýrrar aldar. Reglur keppninar hafa ekki verið útfærðar nákvæmlega en Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðslur- áðs, segir hugmyndina vera þá að elstu nemendur grunnskólanna vinni saman að gerð heimasíðu fyrir skól- ann sinn og síðurnar verði svo metn- ar eftir því hversu vel þær eru unnar, meðal annars með tilliti til ferskleika og nýjunga. Sigrún segir mikið talað um að grunnskólarnir þurfi að hafa góðar heimasíður. „Pað býr svo mikið í þessum krökkum, þau eru mörg hver orðin klárari á tölvur en margir fullorðnir og ég er sannfærð að það getur komið margt skemmtilegt út úr þessu,“ segir Sigrún. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir þessa dagana út allan þann skyldu- sparnað sem enn liggur á skyldu- sparnaðarreikningum landsmanna. Samkvæmt upplýsingum frá íbúða- lánasjóði eru alls um rúmlega 273 milljónir að ræða, sem skiptast milli 3.773 einstaklinga. Lægstu upp- hæðirnar eru innan við ein króna en þær hæstu eru á þriðja hundrað þúsund. Verið er að loka skyldusparnað- arkerfínu alfarið og samkvæmt lög- um skal íbúðalánasjóður greiða út allan þann skyldusparnað sem ligg- ur á skyldusparnaðarreikningum þann 1. janúar árið 2000. í samræmi við þetta ákvæði er öllum sem eiga innistæðu send ávísun hvort sem er um háa eða lága fjárhæð að ræða. Vextir eru reiknaðir til 1. janúar 2000, en eftir þann dag munu inn- stæður á skyldusparnaðarreikning- um hvorki bera vexti né verðbætur. íbúðalánasjóður bendir eigend- um skyldusparnaðar, sem eiga lög- heimili erlendis, á að hafa samband til að fá innistæður sínar greiddar út, þar sem oft á tíðum liggja ekki fyrir nógu tryggar upplýsingar til að hægt sé að senda þeim ávísanir. Hallur Magnússon, jfirmaður gæða- og markaðsmála Ibúðalána- sjóðs, segir ástæður þess að fólk eigi ennþá innistæður á skylduspar- naðarreikningum bæði vera þá að það hafí kosið að ávaxta fé sitt með þessum hætti og einnig að það hafi hreinlega gleymt þeim og ekki veitt reikningsyfirlitum athygli. Lax & síld Góðgæti d jólaborðS Nýr rektor Kennaraháskóla Islands Menntun og mann- auður Ólafur Proppé UM ÁRAMÓT tók dr. Ólafur Proppé prófessor við starfi rektors Kennara- háskóla íslands, en frá- farandi rektor er Þórir Ólafsson sem verið hefur rektor undanfarin átta ár. Ólafur var spurður hvernig hið nýja starf horfði við honum. „Ég hlakka til þess að takast á við þetta veiga- mikla starf. Fyrir tveim- ur árum voru fjórir eldri starfsmenntaskólar sam- einaðir í einn. Með sam- einingu þessari var lagð- ur grundvöllur að eflingu starfsmenntunar þeirra starfsstétta sem sinna kennslu, þjálfun, uppeldi og umönnun hér á landi. Það er mikið verk óunnið til þess að hinn nýi há- skóli verði í raun ein, öfl- ug stofnun." -Er starfsmenntun kennara að breytast um þessar mundir? „Hafin er mikil endurskoðun á öllum námsbrautum skólans, unnið er að nýrri náms- og kennsluskrá sem að hluta til tek- ur gildi næsta haust. Starfs- menntun leikskólakennara, íþróttakennara og þroskaþjálfa breytist við þessa sameiningu þar sem það nám er nú komið formlega á háskólastig." - Hvernig er skipulagi skólans háttað? „Kennaraháskóli Islands er stór stofnun. Við skólann eru yf- ir tólf hundruð stúdentar í nokkrum deildum og skorum, þar af um tvö hundruð í fram- haldsnámi á mismunandi sviðum uppeldis- og kennslufræða, skól- inn hefur nú þegar útskrifað um þrjátíu meistaraprófskandídata. Auk þess starfar við skólann öfl- ug símenntunarstofnun. Veiga- mikið hlutverk Kennaraháskóla íslands er líka rannsóknir og þjónusta við samfélagið. Þess má geta að Kennaraháskóli Is- lands er leiðandi í þróun fjar- kennslu á háskólastigi, um þriðj- ungur stúdenta við skólann stunda nám með þeim hætti.“ - Eru breytingar í aðsigi hvað snertir þróun upplýsingatækni? „Já, það eru mjög örar breyt- ingar á þessu sviði og framund- an er mikið átak í frekari notkun upplýsingatækni við fjarkennslu og önnur störf við Kennarahá- skóla Islands. Við skólann er unnið þróunarstarf á sviði upp- lýsingatækni í skólastarfí. Kenn- araháskóli Islands hefur samstarf við fjölmarga háskóla bæði hér á landi og er- lendis. Nemendur skólans sækja í vax- andi mæli hluta af námi sínu til útlanda og hér við skólann eru á hverju misseri nokkrir tugir er- lendra nemenda. Auk þess hafa kennarar skólans samstarf við erlendar stofnanir um rannsókn- ir og þróunarverkefni á fjöl- mörgum sviðum." - Hvað er framundan? „Það er margt framundan, svo sem ný bygging yfir bókasáfn Kennaraháskólans og fleira sem lýtur að upplýsingatækni og upplýsingamiðlun. I því húsi verða líka nýir og fullkomnir fyrirlestrasalir." -Á hvern hátt eru þeir frá- ► Ólafur Proppé fæddist í Reykjavík 1942. Hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Is- lands 1974. MA-prófi lauk hann frá University of Ulinois 1976 og doktorsprófi frá sama skóla 1983. Hann var kennari á ár- unum 1964 til 1974, sérfræðing- ur við skólarannsóknardeild menntamálaráðuneytisins 1975 til 1983, lektor við Kennara- háskóla Islands 1983, dósent við sama skóla 1990, prófessor 1992 og tekur við rektorsstarfi við KI um áramót. Kona Ólafs er Pétr- ún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og eiga þau þrjú uppkomin börn. brugðnir hinum gömlu? „Þeir verða sérstaklega út- búnir fyrir nýtingu upplýsinga- tækni, með tölvutengingum fyrir nemendur og fullkomnum kennslubúnaði til margmiðlun- ar.“ - Hvað með bókasafnið, er það nægilega efnismikið? „Það þyrfti aukið fé til bóka- kaupa en eigi að síður erum við mjög stolt af bókasafni skólans, það er fremsta bókasafn á sínu sviði á landinu. Það þjónar bæði nemendum og kennurum skól- ans, einnig þjónar það öðrum sem stunda rannsóknir á sviðum uppeldis- og menntunarfræða." - Hvað eru margir kennarar nú við skólann? „Við Kennaraháskóla íslands starfa um eitt hundrað háskóla- kennarar, aðjunktar, lektorar, dósentar og prófessorar. Fastir starfsmenn skólans eru um tvö hundruð en á launaskrá eru mun fleiri þar sem nokkur hluti kennsl- unnar er unninn af stundakennurum." -Miklar umræður hafa verið að undanförnu um gæði kennslu og kennaramenntun - hvað viltu segja um hlutverk skólans í þessu efni? „Hlutverk starfsmenntahá- skóla á borð við Kennaraháskóla Islands er mikilvægt fyrir sam- félagið. Menntun og mannauður er vaxtarbroddur mannlífsins í landinu og forsenda fyrir fram- þróun. Starf kennara og annarra stétta sem menntaðar eru við Kennaraháskóla íslands eru mikilvæg fyrir þjóðina og fram- tíð hennar." Erum mjög stolt af bóka- safni skólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.