Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 28 Reuters Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka (t.h.), greiðir atkvæði á heimili sfnu í Colombo í forsetakosningunum í gær. Forsetakosningar á Sri Lanka Sjö falla í átökum á kjörstöðum Colombo. AFP, AP. AÐ minnsta kosti sjö stuðnings- menn Þjóðarbandalagsins, stjórn- arflokks Sri Lanka, biðu bana í átökum á kjörstöðum í gær þegar forsetakosningar fóru fram í land- inu. Chandrika Kumaratunga forseti fékk að kjósa á heimili s£nu vegna lítilsháttar meiðsla sem hún varð fyrir í sprengjutilræði í Colombo á laugardag þegar hún hélt þar síð- asta kosningafund sinn. 21 beið bana og 110 særðust í tilræðinu. Stuðningsmenn helsta keppinautar Kumaratunga í kosningunum, Ranils Wickremesinghe, urðu einnig fyrir sprengjuárás á laugar- dag. Að minnsta kosti tólf manns biðu þá bana og 40 særðust. Lögreglan sagði að aðskilnaðar- hreyfing Tamíla hefði staðið fyrir báðum sprengjutilræðunum. Lögreglan var með mikinn ör- yggisviðbúnað við kjörstaðina í gær og kvaðst hafa skotið tvo stuðningsmenn stjórnarflokksins til bana eftir þeir hefðu hafið skot- hríð á lögreglumann. Fjórir stuðn- ingsmenn Þjóðarbandalagsins létu einnig líflð í sprengjuárás á kjör- stað í norðvesturhluta landsins og einn stjórnarsinni féll í átökum í suðurhlutanum. Tvísýn barátta um forsetaembættið Baráttan um forsetaembættið stendur á milli Kumaratunga og Wickremesinghe, sem vill að efnt verði til friðarviðræðna við að- skilnaðarhreyfmgu Tamíla án nokkurra skilyrða til að binda enda á 16 ára borgarastríð sem hefur kostað 61.000 manns lífið. Forsetinn hefur hins vegar óskað eftir umboði þjóðarinnar til að veita Tamflum takmarkaða sjálf- stjórn eða beita hervaldi til að kveða niður aðskilnaðarhreyfingu þeirra falli hún ekki frá kröfunni um sjálfstætt ríki Tamfla í norð- austurhluta landsins. Níu aðrir eru í framboði og gætu fengið nógu mörg atkvæði til að koma í veg fyrir að Kumara- tunga eða Wickremesinghe fengi meirihluta atkvæðanna. Fari svo ræður annað val kjósenda á kjör- seðlunum úrslitum í kosningunum. Fallegar og vandaðar ullarpeysur frá Barbour í miklu úrvali 6úA(/l Laugavegl 54 S. 552 2535 Jólatilboð/U//5' f J — kr. daqqiald Sími 562 4433 Útbreiðsla CJD Hundruð þúsunda sýkt? Lundúnum. Reuters. HUNDRUÐ þúsunda brezkra kjötneytenda eiga hugsanlega eftir að deyja úr heilarýrnunarsjúkdómn- um Creutzfeldt-Jakob (CJD), sem kúariðusmit í mönnum getur valdið, en það hve margir hafa smitazt verð- ur ekki ljóst fyrr en eftir nokkur ár. Þetta var í gær haft eftir heilbrigðis- málaráðgjafa brezku ríkisstjórnar- innar. Liam Donaldson læknaprófessor sagði í viðtali við BBC að enn sé margt á huldu um þennan umtalaða sjúkdóm. „Við munum ekki vita fyrr en að þónokkrum árum liðnum hvort þetta verður lítill eða stór fai-aldur; með öðrum orðum, hvort það séu nokkur hundruð eða jafnvel nokkur hundruð þúsund manns sem hafa sýkzt,“ sagði Donaldson. Donaldson lét ummæli sín falla eftir að brezkir og bandarískir vis- indamenn höfðu birt niðurstöður nýrra rannsókna, sem sýndu með nærri óyggjandi hætti að kúariða og hið nýja afbrigði hliðstæðu þess sjúkdóms í mönnum, CJD, sé í raun sami sjúkdómurinn. Fram að þessu hafa 48 Bretar dáið úr sjúkdómnum svo vitað sé. Ný lína frá Filodoro Evolve System er frábcer nýjung - sniðnar að lögun leggjanna Gefum okkur Öllum betri framtíð Hjálparstarf kirkjunnar beínir söfnunarfé • til bágstaddra íslendinga • til fólks sem býr vid örbirgð í þnðja heimifuim • á átaka- og hamfarasvæði um allan heím HMLPARSTARF KIRKJUNN.AR fyrir þitt hlutskipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.