Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppgjör vegna nauðasamninga Kaupfélags Þingeyinga
420 milljónir greidd-
ar til kröfuhafa
BYRJAÐ var að greiða út kröfur
samkvæmt nauðasamningi Kaupfé-
lags Þingeyinga í gær. 420 milljónir
króna verða greiddar út til á fjórða
þúsund aðila í fyrsta greiðslu-
áfanga. Nauðasamningurinn var
staðfestur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra fimmtánda þessa mán-
aðar og leið áfrýjunarfrestur vegna
úrskurðarins án þess að áfrýjað
væri.
Frumvarp að nauðasamningnum
var samþykkt á fundi með lánar-
drottnum í lok nóvember með at-
kvæðum 94% þeirra sem samnings-
kröfur eiga á hendur Kaupfélagi
Þingeyinga. Samkvæmt samningn-
um verða 78% samningskrafna
greiddar almennum kröfuhöfum.
Stærsti hluti krafna greiðist þó að
fullu.
Að sögn Gísla Baldurs Garðars-
sonar hæstaréttarlögmanns, sem
umsjón hefur með nauðasamningn-
um, verða í fyrsta áfanga greiddar
65% þeirra krafna sem samningur-
inn felur í sér að greiddar verði.
íslista-
verk við
Kringl-
una
ÞAÐ var við hæfi í
gær að enda jóla-
innkaupin á því að
skoða fslistaverk lista-
mannsins Áma Péturs
en hann hjó hina ýmsu
hluti úr ísklumpum við
verslunarmiðstöðina
Kringluna. Heimildir
herma að hann hafi
haft um 16 tonnaf ís
til að moða úr. A
myndinni má sjá hvar
hann leggur síðustu
hönd á merki Morgun-
blaðsins en til hægri
má sjá fallegan ísjóla-
pakka.
Vélstjórafélag’ íslands vann mál fyrir Félagsdómi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Félagið með samnmgs-
rétt við Reykjavíkurborg
FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í
gær að Reykjavíkurborg og Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
bæri að viðurkenna rétt Vélstjóra-
félags Islands til að fara með
samningsaðild 17 félagsmanna sem
starfa hjá Orkuveitum Reykjavík-
urborgar þegar núgildandi kjara-
samningur Reykjavíkurborgar og
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar fellur úr gildi. Kemst dóm-
urinn að þeirri niðurstöðu að lög
nr. 94 frá 1986 brjóti í bága við 2.
málsgrein 74. greinar stjórnar-
skrár um félagafrelsi og 11. grein
Mannréttindasáttmála Évrópu um
sama efni.
Málið snerist um rétt Vélstjóra-
félags íslands til samningsaðildar
við Reykjavíkurborg fyrir 17 fé-
lagsmenn sína sem starfa hjá
Orkuveitum Reykjavíkurborgar.
Stefndi félagið Reykjavíkurborg og
Starfsmannafélagi borgarinnar og
krafðist þess að viðurkennt yrði að
Vélstjórafélag íslands færi með
samningsaðild fyrir vélfræðingana
17,
í fréttatilkynningu frá Vélstjóra-
félagi Islands segir að vélfræðing-
ar hafi barist fyrir þessum rétti
sínum í 14 ár en Reykjavíkurborg
ítrekað synjað beiðni þeirra og
kosið að semja við Starfsmannafé-
lag Reykjavíkurborgar um réttindi
þeirra og skyldur á grundvelli laga
nr. 94/1986 um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna.
I úrskurði Félagsdóms segir
hins vegar að reglan um samnings-
frelsi sé ein af meginstoðum samn-
ingaréttarins, enda þótt hún sæti
ýmsum undantekningum. Við mat
á frávikum frá reglunni verði að
hafa í huga að samningsfrelsið er
meginregla og frávikin frá henni
ber að skýra þröngt.
„Augljóst er,“ segir í úrskurði
Félagsdóms, „að það er undan-
tekning frá þeirri reglu að þvinga
félagsmenn eins stéttarfélags til að
fá öðru stéttarfélagi, sem þeir hafa
sagt sig úr og vilja ekki vera í, um-
boð sitt til kjarasamninga, en til
þess kemur ef kröfur stefndu í máli
þessu verða teknar til greina."
Segir að telja verði að víkja beri
fjöldatakmörkunum í lögum nr. 94/
1986 til hliðar í því tilviki sem hér
hafi verið til úrlausnar og viður-
kenna rétt stefnanda til að fara
með samningsaðild tilgreindra fé-
lagsmanna sinna hjá Reykjavíkur-
borg þegar núgildandi kjarasamn-
ingur stefndu, Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar, falli úr gildi.
Málið dæmdu Eggert Óskar-
sson, Ingibjörg Benediktsdóttir,
Arngrímur Isberg, Gísli Gíslason
og Gunnar Sæmundsson en máls-
kostnaður var látinn niður falla.
Aftansöng-
ur á Netinu
AFTANSÖNGUR í Grafar-
vogskirkju í kvöld, aðfanga-
dagskvöld, verður sýndur í
beinni útsendingu bæði á sjón-
varpsstöðinni Skjá einum og á
Morgunblaðinu á Netinu,
mbl.is.
Vigfús Þór Árnason sóknar-
prestur í Grafarvogssöfnuði
predikar og þjónar fyrir altari
og segist hann virkilega
ánægður með að hægt sé að
nota nútímatækni til að breiða
fagnaðarboðskapinn út sem
víðast. Hann bendir á að í þétt-
býli komist ekki nema örfá
prósent safnaðanna fyi'ir í
kirkjunum og því sé mjög já-
kvætt að þeir sem ekki komi til
kirkju geti fengið hið lifandi
orð beint inn í stofu til sín.
Þetta verður aftansöngur
með hefbundnu sniði, hátíðar-
tón Bjarna Þorsteinssonar
verður sungið og mun kór
kirkjunnar leiða sönginn undir
stjórn Harðar Bragasonar org-
anista. Birgir Bragason bassa-
leikari, Bi-yndís Bragadóttir
fiðluleikari og Einar Jónsson
básúnuleikari flytja tónlist og
Egill Ólafsson syngur einsöng.
Útsendingin á Netinu nær
út um allan heim og Vigfús
segist eiga von á því að það
gleðji íslendinga sem dvelja
erlendis yfir jólin að eiga kosta
á því að sjá og heyra íslenskan
aftansöng. Einnig sé gott að
þeir sem eru veikburða og ekki
komast til kirkju geti fylgst
með guðsþjónustunni í sjón-
varpi.
Morgunblaðið/Golli
Skraut-
verk sett
upp á
Dómkirkj-
una
ENDURBÆTUR á Dómkirkjunni
standa nú sem hæst og í gær var
verið að setja upp á sunnan- og
norðanverðri hlið kirkjunnar kór-
ónur sem skornar eru í kopar og
blaðgylltar en undir þeim er síðan
flattur þorskur, að sögn Þorsteins
Gunnarssonar arkitekts, sem haft
hefur yfírumsjón með hönnunar-
vinnu endurbótanna á kirkjunni. Að
vestanverðu hefur hins vegar verið
sett útskorin og blaðgyllt timb-
urkóróna, auk nafndráttar Krist-
jáns áttunda, sem heimilaði á sínum
tíma stækkun Dómkirkjunnar.
„Þetta skrautverk var upp-
haflega á kirkjunni 1848 og nokkuð
fram eftir þessari öld,“ segir Þor-
steinn. „Ætli þetta hafi ekki verið
tekið niður einhvern tíma í kring-
um 1930,“ bætir hann við. Segir
Þorsteinn að útskorna kórónan hafí
verið geymd uppi á kirkjulofti en
hitt sé endurgerí eftir leifum, sem
einnig voru á kirkjuloftinu, og
byggingarlýsingunni frá 1848.
Lokið hefur verið við endur-
bætur á Dómkirkjunni að innan-
verðu sem og á skrúðhúsinu, að
sögn Þorsteins, en ennþá á eftir að
ganga frá kirkjuloftinu og mála
kirkjuna að utan, sem gert verður í
vor, og ganga frá Ióð að sunnan-
verðu.
ÖSÍMUíÍ
Á FÖSTUDÖGUM
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is