Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppgjör vegna nauðasamninga Kaupfélags Þingeyinga 420 milljónir greidd- ar til kröfuhafa BYRJAÐ var að greiða út kröfur samkvæmt nauðasamningi Kaupfé- lags Þingeyinga í gær. 420 milljónir króna verða greiddar út til á fjórða þúsund aðila í fyrsta greiðslu- áfanga. Nauðasamningurinn var staðfestur í Héraðsdómi Norður- lands eystra fimmtánda þessa mán- aðar og leið áfrýjunarfrestur vegna úrskurðarins án þess að áfrýjað væri. Frumvarp að nauðasamningnum var samþykkt á fundi með lánar- drottnum í lok nóvember með at- kvæðum 94% þeirra sem samnings- kröfur eiga á hendur Kaupfélagi Þingeyinga. Samkvæmt samningn- um verða 78% samningskrafna greiddar almennum kröfuhöfum. Stærsti hluti krafna greiðist þó að fullu. Að sögn Gísla Baldurs Garðars- sonar hæstaréttarlögmanns, sem umsjón hefur með nauðasamningn- um, verða í fyrsta áfanga greiddar 65% þeirra krafna sem samningur- inn felur í sér að greiddar verði. íslista- verk við Kringl- una ÞAÐ var við hæfi í gær að enda jóla- innkaupin á því að skoða fslistaverk lista- mannsins Áma Péturs en hann hjó hina ýmsu hluti úr ísklumpum við verslunarmiðstöðina Kringluna. Heimildir herma að hann hafi haft um 16 tonnaf ís til að moða úr. A myndinni má sjá hvar hann leggur síðustu hönd á merki Morgun- blaðsins en til hægri má sjá fallegan ísjóla- pakka. Vélstjórafélag’ íslands vann mál fyrir Félagsdómi Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagið með samnmgs- rétt við Reykjavíkurborg FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að Reykjavíkurborg og Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar bæri að viðurkenna rétt Vélstjóra- félags Islands til að fara með samningsaðild 17 félagsmanna sem starfa hjá Orkuveitum Reykjavík- urborgar þegar núgildandi kjara- samningur Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fellur úr gildi. Kemst dóm- urinn að þeirri niðurstöðu að lög nr. 94 frá 1986 brjóti í bága við 2. málsgrein 74. greinar stjórnar- skrár um félagafrelsi og 11. grein Mannréttindasáttmála Évrópu um sama efni. Málið snerist um rétt Vélstjóra- félags íslands til samningsaðildar við Reykjavíkurborg fyrir 17 fé- lagsmenn sína sem starfa hjá Orkuveitum Reykjavíkurborgar. Stefndi félagið Reykjavíkurborg og Starfsmannafélagi borgarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að Vélstjórafélag íslands færi með samningsaðild fyrir vélfræðingana 17, í fréttatilkynningu frá Vélstjóra- félagi Islands segir að vélfræðing- ar hafi barist fyrir þessum rétti sínum í 14 ár en Reykjavíkurborg ítrekað synjað beiðni þeirra og kosið að semja við Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar um réttindi þeirra og skyldur á grundvelli laga nr. 94/1986 um kjarasamninga op- inberra starfsmanna. I úrskurði Félagsdóms segir hins vegar að reglan um samnings- frelsi sé ein af meginstoðum samn- ingaréttarins, enda þótt hún sæti ýmsum undantekningum. Við mat á frávikum frá reglunni verði að hafa í huga að samningsfrelsið er meginregla og frávikin frá henni ber að skýra þröngt. „Augljóst er,“ segir í úrskurði Félagsdóms, „að það er undan- tekning frá þeirri reglu að þvinga félagsmenn eins stéttarfélags til að fá öðru stéttarfélagi, sem þeir hafa sagt sig úr og vilja ekki vera í, um- boð sitt til kjarasamninga, en til þess kemur ef kröfur stefndu í máli þessu verða teknar til greina." Segir að telja verði að víkja beri fjöldatakmörkunum í lögum nr. 94/ 1986 til hliðar í því tilviki sem hér hafi verið til úrlausnar og viður- kenna rétt stefnanda til að fara með samningsaðild tilgreindra fé- lagsmanna sinna hjá Reykjavíkur- borg þegar núgildandi kjarasamn- ingur stefndu, Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, falli úr gildi. Málið dæmdu Eggert Óskar- sson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Arngrímur Isberg, Gísli Gíslason og Gunnar Sæmundsson en máls- kostnaður var látinn niður falla. Aftansöng- ur á Netinu AFTANSÖNGUR í Grafar- vogskirkju í kvöld, aðfanga- dagskvöld, verður sýndur í beinni útsendingu bæði á sjón- varpsstöðinni Skjá einum og á Morgunblaðinu á Netinu, mbl.is. Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur í Grafarvogssöfnuði predikar og þjónar fyrir altari og segist hann virkilega ánægður með að hægt sé að nota nútímatækni til að breiða fagnaðarboðskapinn út sem víðast. Hann bendir á að í þétt- býli komist ekki nema örfá prósent safnaðanna fyi'ir í kirkjunum og því sé mjög já- kvætt að þeir sem ekki komi til kirkju geti fengið hið lifandi orð beint inn í stofu til sín. Þetta verður aftansöngur með hefbundnu sniði, hátíðar- tón Bjarna Þorsteinssonar verður sungið og mun kór kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Harðar Bragasonar org- anista. Birgir Bragason bassa- leikari, Bi-yndís Bragadóttir fiðluleikari og Einar Jónsson básúnuleikari flytja tónlist og Egill Ólafsson syngur einsöng. Útsendingin á Netinu nær út um allan heim og Vigfús segist eiga von á því að það gleðji íslendinga sem dvelja erlendis yfir jólin að eiga kosta á því að sjá og heyra íslenskan aftansöng. Einnig sé gott að þeir sem eru veikburða og ekki komast til kirkju geti fylgst með guðsþjónustunni í sjón- varpi. Morgunblaðið/Golli Skraut- verk sett upp á Dómkirkj- una ENDURBÆTUR á Dómkirkjunni standa nú sem hæst og í gær var verið að setja upp á sunnan- og norðanverðri hlið kirkjunnar kór- ónur sem skornar eru í kopar og blaðgylltar en undir þeim er síðan flattur þorskur, að sögn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts, sem haft hefur yfírumsjón með hönnunar- vinnu endurbótanna á kirkjunni. Að vestanverðu hefur hins vegar verið sett útskorin og blaðgyllt timb- urkóróna, auk nafndráttar Krist- jáns áttunda, sem heimilaði á sínum tíma stækkun Dómkirkjunnar. „Þetta skrautverk var upp- haflega á kirkjunni 1848 og nokkuð fram eftir þessari öld,“ segir Þor- steinn. „Ætli þetta hafi ekki verið tekið niður einhvern tíma í kring- um 1930,“ bætir hann við. Segir Þorsteinn að útskorna kórónan hafí verið geymd uppi á kirkjulofti en hitt sé endurgerí eftir leifum, sem einnig voru á kirkjuloftinu, og byggingarlýsingunni frá 1848. Lokið hefur verið við endur- bætur á Dómkirkjunni að innan- verðu sem og á skrúðhúsinu, að sögn Þorsteins, en ennþá á eftir að ganga frá kirkjuloftinu og mála kirkjuna að utan, sem gert verður í vor, og ganga frá Ióð að sunnan- verðu. ÖSÍMUíÍ Á FÖSTUDÖGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.