Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfskonur dómsmála- ráðuneytis í fríi ÞEIR sem þurfa að hafa samband við dóms- og kirkjumálaráðuneytið í dag, aðfangadag, mega eiga von á að til svara verði karlmannsrödd í stað hljómþýðrar konuraddar. Öllum kvenkyns starfsmönnum ráðuneytis- ins hefur nefnilega verið gefið frí vegna hátíðanna. Að sögn Ingva Hrafns Óskarsson- ar, aðstoðarmanns Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra, var það mat Bjöms Friðfinnssonar ráðun- eytisstjóra að óþarfi væri að hafa ráðuneytið fullmannað á aðfangadag og gamlársdag og ákvað hann því að bjóða starfskonum ráðuneytisins frí þessa tvo daga, enda hefðu þær að öllu jöfnu fleiri heimilisverkum að sinna en karlpeningurinn. Aðspurður kvaðst Ingvi Hrafn nú telja að einstök heiðursmennska Björns réði þessari ákvörðun hans fremur en að um karlrembu væri að ræða og aukinheldur væri karlkyns starfsmönnum ráðuneytisins Ijúft að hliðra til með samstarfskonum sínum með þessum hætti. Þær litu síðan á fríið sem óvæntan jólaglaðning. Ekki fylgdi þó sögunni hvort boð ráðun- eytisstjórans næði einnig til sjálfs ráðherrans, Sólveigar Pétursdóttur. Morgunblaðið/Golli. Skötuveisla á Borginni EINS og vera ber var kæst skata á boðstólum á mat- ar. Myndaðist biðröð eftir kræsingunum og var ekki seðlinum á Hótel Borg í gær í tiiefni Þorláksmessunn- laust við að eftirvænting skini úr andlitum gesta. Ríkissj ónvarpið flytur í Efstaleiti Flutn- ingum lýkur í ágúst STEFNT er að því að starfsemi Sjónvarpsins verði flutt í Útvarps- húsið við Efstaleiti í ágúst á næsta ári. Rúm tvö ár eru síðan Ríkis- stjórn íslands gaf leyfi til flutning- anna. Aætlaður kostnaður við þá er einn milljarður króna. Unnið er að flutningi Sjónvar- psins eftir verkáætlun sem var uppfærð fyrr í þessum mánuði, að sögn Bjarna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarps. „Ráðgert er að framkvæmdum við húsbygginguna og uppsetningu og prófun á tæknibúnaði ljúki seint í júní á næsta ári. Strax að fram- kvæmdum loknum verður síðan hafist handa við að flytja starfsemi Sjónvarpsins í Útvarpshúsið við Efstaleiti,“ sagði Bjarni. Hann segir gert ráð fyrir að flutningum og þjálfun starfsmanna ljúki í ágúst. S \ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skata handa öllum í TILEFNI Þorláksmessu var börnum á leikskólan- Sumir brostu barasta breitt yfir trakteringunum en um Sólborg á Isafirði boðið í gær að bragða á aðrir virtust ekki alveg eins ánægðir með það sem kæstri skötu í samræmi við forna íslenska hefð. borið var fyrir þá. Endurgreiðslur til lífeyrisþega vegna tannhreinsunar Endurgreitt þar til reglugerð verð- ur endurskoðuð TAKMARKALAUS endurgreiðsla til örorku- og ellilífeyrisþega vegna tannhreinsunar verður væntanlega í gildi fram í janúar, þegar reglu- gerð um það verður breytt. Tannlæknafélag Islands taldi ekki koma skýrt fram í reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráð- uneytisins hver þátttaka Trygging- astofnunar ríkisins í kostnaði við tannhreinsun skyldi vera. Félagið leitaði lögfræðilátis á túlkun reglu- gerðarinnar og var niðurstaðan sú að endurgreiðsla vegna tannhreins- unar til elli- og örorkulífeyrisþega skyldi ekki vera takmörkuð við tvær til fjórar tímaeiningar á ári, eins og Tryggingastofnun hafði miðað við frá gildistöku reglugerð- arinnar í janúar 1998. Nokkrir li- feyrisþegar leituðu réttar síns og hefur Tryggingastofnun nú greitt slíka reikninga frá því í byrjun des- ember sl., samkvæmt upplýsingum frá Tannlæknafélagi íslands. Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, segir að reglugerðin sé óskýr hvað umrætt atriði varðar. Hins vegar hafi ætl- unin verið, við samningu reglugerð- arinnar, að takmarka ótakmarkaða endurgreiðslu vegna tannhreinsun- ar við börn og unglinga. Hann segir að eftir athugasemdir TFÍ hafi ráð- uneytið dregið þá túlkun til baka og nú sé endurgreiðsla til lífeyrisþega ekki takmörkuð við 2-4 tímaeining- ar á ári. Hann væntir þess að reglu- gerðin verði endurskoðuð í janúar. Þá verði óljós atriði bætt og reglum um endurgreiðslu vegna tann- hreinsunar væntanlega komið í það horf sem upphaflega var ætlað með reglugerðinni. Á meðan reglugerðin gildir verði hins vegar greitt sam- kvæmt henni. Jón Sæmundur seg- ist þó eiga von á að fáir einstakling- ar hafi þörf fyrir meira en fjögurra tímaeininga tannhreinsun á ári. Undirbúningsfundir Hæfís, Norsk Hydro og Landsvirkjunar vegna álvers í Reyðarfírði Formlegur orku- kaupandi verður að liggja fyrir FYRSTI sameiginlegi fundur Hæf- is og Norsk Hydro við Landsvirkj- un um orkusölu til álvers í Reyðar- firði fór nýverið fram. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, segir nauðsynlegt að stofnað verði formlegt félag sem reisa mun og reka álver í Reyðarfirði svo Landsvirkjun geti gert samninga um orkusölu. Stjórnarformaður Hæfis, segir mikilvægt að ná sam- komulagi um ýmis efnisatriði máls- ins áður en formlegt félag verði stofnað. Hæfi og Norsk Hydro hafa ekki stofnað sameiginlegt félag sem verður kaupandi orku frá Fljóts- dalsvirkjun, en í yfirlýsingu Norsk Hydro, íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar frá því sl. sumar er gert ráð fyrir að drög að hluthafa- samningi um eignarhlut í álverinu hafi verið gerður um komandi ára- mót. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir Ijóst að svo verði ekki. „í Hallormsstaðaryfirlýsingunni var gert ráð fyrir að um næstu ára- mót lægju fyrir drög að raforku- samningi milli aðila. Nú er ljóst að af því getur ekki orðið, og að það mun frestast um sinn. Ein af ástæð- unum er sú að það hefúr gengið hægar, en búist var við þegar yfir- lýsingin var undirrituð, að stofna fé- lagið sem mun reisa og reka álverið í Reyðarfirði. Við höfum hins vegar rætt óformlega við fulltrúa Hæfis og Norsk Hydro sameiginlega und- anfarið, en fyrst og fremst um þær aðferðir sem við ætlum að nota þeg- ar kemur til efnislegra umræðna," segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Efnisatriðin mikilvæg Erlendur Magnússon, stjórnar- formaður Hæfis, undirbúningsfé- lags um byggingu álvers í Reyðar- firði segir að ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun af Hæfi og Norsk Hydro um það hvort stófnað verði formlegt félag sem reisir og rekur álver í Reyðarfirði. Hann seg- ir að sameiginlegar viðræður félag- anna tveggja við Landsvirkjun hafi farið fram fyrir skömmu og verið sé að vinna að fjölmörgum atriðum sem þurfi að vera ljós áður en unnt sé að taka ákvörðun. Hann bendir á að í umræðunni hafi of mikið verið einblínt á það hvenær formlegt fé- lag verði stofnað. Ekki sé síður mik- ilvægt að ná samkomulagi um ýmis efnisatriði, sem séu fjölmörg, áður en eiginlegt félag sem rekur og reis- ir álverið verði stofnað. I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.