Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Akraness Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson 41 brautskráður á haustönn Akranesi - Skólaslit Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi á haustönn 1999 fór fram laugar- daginn 18. desember við hátíðlega athöfn í skólanum og við það tækifæri var brautskráður 41 nemandi, þar af 34 stúdentar, 3 nemendur í rafvirkjun, 2 nemend- ur í vólsmíði, 1 nemandi af upp- eldisbraut og 1 nemandi í rafsuðu. Hörður Ó. Helgason aðstoðar- skólameistari flutti yfirlit yfir skólastarfið á haustönn. Hann fjallaði m.a. um notkun upp- lýsingatækni í námi og kennslu sem er sívaxandi þáttur í skóla- starfinu. I máli Harðar kom fram að Fjölbrautaskólinn hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fram- haldsskóla á þessu sviði og sífellt fleiri kennarar nýta sér tæknina í kennslustarfínu. Nauðsyn að efla skólann. Hörður ræddi um hlutverk Fjöl- brautaskólans sem svæðisskóla á Vesturlandi og nauðsyn þess að halda áfram að efla hann svo skól- inn gæti ávallt boðið nemendum sínum fjölbreytt námsframboð, góða kennslu og góða þjónustu m.a. með þvi að stækka heimavist skólans svo allir nemendur sem búsettir cru utan Akraness eigi þess kost að búa þar. En viðræður eru hafnar við menntamálaráðu- neytið um íjölgun heimavistar- plássa á Akranesi. Þórir Ólafsson skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur og hvatti þá til að nýta vel menntun sína, nota hana sem lykil að heild- stæðari skilningi á Ii'finu, lykil að frekari menntun og betra lífi. „Notið menntunina til að láta gott af ykkur leiða fyrir ykkur sjálf og aðra,“ sagði Þórir að lokum. Afbragðsárangur margra nemenda Mjög margir af þessum nem- endum náðu afbragsgóðum náms- árangri og hlutu ýmsar viður- kenningar fyrir. Viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdents- prófi hlaut Gauti Jóhannesson, en námsárangur hans var sérlega glæsilegur. Gauti hlaut einnig við- urkenningu fyrir ágætan námsár- angur 1 raungreinum, íslensku, sögu og stærðfræði. Veitt voru verðlaun úr minningarsjóði Þor- valdar Þorvaldssonar, fyrrverandi kennara skólans, verðlaunin hlaut Unnar Bachmann fyrir fram- úrskarandi árangur í stærðfræði og eðlisfræði. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í náttúrufræði, sögu, tölvufræði og þýsku. Anna Berglind Halldórsdóttir hlaut við- urkenningu fyrir ágætan árangur í stærðfræði, þýsku og við- skiptagreinum. Ingibjörg Gests- dóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku. Sigrún Halla Gísladóttir hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í eðlis- fræði, efnafræði, líffræði, stærð- fræði, þýsku og viðskiptagreinum. Valþór Asgrímsson hlaut viður- kenningu fyrir ágætan árangur í ensku, frönsku, raungreinum og stærðfræði. Þóra Björg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Loks hlaut Þór- bergur Guðjónsson viðurkenningu fyrir ágætan árangur í dönsku, stærðfræði og viðskiptagreinum. Verslunarmannafélag Akraness gaf verðlaunin fyrir námsárangur í viðskiptagreinum. Nemendur önnuðust dagskrá dagsins. Gauti Jóhannesson ný- stúdent ávarpaði samkomuna fyr- ir hönd útskriftarnema og rifjaði upp atburði úr skólagöngunni og þakkaði starfsfólki skólans fyrir samveruna á liðnum árum. Nem- endur skólans sáu um stóran hluta dagskrárinnar á þessari há- tíðlegu athöfn. Skólakórinn söng, undir stjórn Heiðrúnar Hámund- ardóttur. Nokkrir úr hópi út- skriftarnema lásu ljóð og kafla úr Sjálfstæðu fólki sem tengdist jól- unum. Þá lék Rósa Sveinsdóttir á þverflautu við píanóundirleik Við- ars Guðmundssonar. Loks lék Við- ar einleik á píanó verk eftir Franz Liszt. Að athöfn lokinni þáðu allir viðstaddir veitingar í boði skól- ans. * I sögustund í Flateyr- arkirkju Flateyri-Það ríkti míkil and- akt hjá börnunum af leikskól- anum Grænagarði á Flateyri þegar þau hlýddu á jólaguð- spjallið hjá séra Agnesi Sig- urðardóttur í Flateyrarkirkju, ásamt fóstrum sínum. Þau sátu stillt og prúð og hlýddu á hvert orð séra Agnesar þegar hún sagði þeim frá jólaboð- skapnum. Eftir að hafa hlýtt á boð- skapinn mynduðu börnin hring ásamt fóstrum sínum og dönsuðu kringum ímyndað jólatré. Að lokinni sögustund kvaddi séra Agnes hvern og einn og óskaði þeim gleðilegra jóla. Morgunblaðið/Egill Egilsson Fjölgun á Suðurnesjum Suðurnesin eru orðin eftirsóttur staður til búsetu, enda fasteignaverð mun lægra en á höfuðborgarsvæð- inu. Gott samgöngukerfí, nálægð við höfuðborgina og öruggt samfélag gera Suðurnesin að vinsælu íbúa- svæði. Vegna mikillar eftirspurnar á árinu er svo komið að lóðaskorts er farið að gæta hjá stærstu sveitarfé- lögunum á Suðurnesjum. Grindvíkingum hefur t.a.m. fjölg- að mikið á árinu sem er að líða, eða um 2,35% sem er tvöföld fjölgun á landsvísu. Grindvíkingar eru nú 2.223 talsins, en árið 1999 er fyrsta árið sem íbúafjöldi í Grindavík fer yf- ir 2.200 manns. Til samanburðar má nefna að fjölgun íbúa í Reykjavík er aðeins 1,33 % og á öllu höfuðborgar- svæðinu 2,12% (sjá mynd). Grinda- vfkurbær hefur úthlutað öllum laus- um lóðum í sveitarfélaginu, alls um 35 íbúðalóðum auk 27 íbúða í fjölbýl- ishúsum. Fyrirséð er að enn mun fjölga í sveitarfélaginu og verður út- hlutað 40 lóðum í nýju íbúðarhverfí fljótlega á næsta ári. Einar Njálsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir atvinnuástand í Grindavík það gott að sveitarfélagið hafí metnað til að fjölga verulega íbúum á næstu árum. A næsta ári verður gi-unnskólinn einsetinn og nýr leikskóli tekinn í notkun. Þjón- usta í Grindavík verður þá með besta móti, segir hann. Morgunblaðið/Silli Frá Qölskylduhátíðinni í Húsavíkurkirkju. Hátíð æskulýðs- starfsins á Húsavík Húsavík-Sunnudagaskóli Húsavík- urkirkju hefur í vetur verið rekinn undir stjórn Fjalars Fr. Einarsson og skipst í þrjá aldursflokka. Þetta skipulag hefur tekist vel og boðuðu ungmennin til fjölskylduhátíðar í Húsavíkurkirkju fyrir skömmu. Þar sýndu þau m.a. helgileikinn Jóla-Salti og skemmtu með upp- lestri og söng. Foreldrar fjölmenntu og fyrir utan að hlýða á þann boðskap sem börnin fluttu var ekki síður ánægjulegt að sjá hve glöð börnin voru yfir því að fá að flytja orð Guðs. Morgunblaðið/Egill Egilsson Jólaföndur barna og fullorðinna Flateyri-Einhugur ríkti á mcðal barna og fullorðinna í jólaföndri í mötuneyti Kambs á Flateyri. Það voru Foreldrafélag Grunnskólans á Flateyri og handverkshúsið Brynjubæ sem stóðu að árvissu jólaföndri. Brynjubær lagði til fóndrið. Skorið var út í laufabrauð og einnig voru búnir til jólasveinar úr eldspýtustokkum. Góð þátttaka var og mikil stemmning þegar bæði feðgin og mæðgin lögðu saman í púkk í jóla- föndrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.