Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 28

Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 28
Mikil talgæði - Frí skráning - Lægri rekstrarkostnaður Bretland....kr. 1 5,47 mínútan * 28 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Crown lyftarar stefna hátt og eru liprir [ snúningum RuXXac hjólatrilla kemst fyrir í smæstu bílum UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN BV Frábærir brettatjakkar SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 www.straumur.is Læstir stálskápar fyrir fatnað og persónulega muni Sekkjatrillur Nýttu plássið betur - Stálhillur Okkar lausnir spara fé og fyrirhöfn Þarftu að skipuleggja lagerinn? Hver hlutur á sinn stað KIK-STEP kollar *Vorð án viðbðtargialds fyrir innaniandssímtal « anúmerið! Landsnet http://www.landsnet.is Landsnet ehf. Hafnarstræti 15 101 Reykjavík Sínti 562 5050 Fax 562 5066 Milli bjartsýni og vonar eftir Paul Gillespie Belfast. Project Syndicate. í FRAKKLANDI er haft á orði að bjartsýnismenn séu þeir sem ekki skilja spuminguna. Það sem gerst hefur á Norður-írlandi að undan- fömu er í mótsögn við slíka hæðni. Ein erfiðustu átök sem veríð hafa í Evrópu virðast vera að leysast þar sem lykilatriði í Belfast-sáttmálan- um sem undirritaður var í apríl 1998 og studdur var í þjóðar- atkvæðagreiðslu í báðum hlutum hafa komið til framkvæmda. Mikil- vægar stjórnarskrárbreytingar hafa umbreytt samskiptum Breta og íra sem verið gæti lærdómsríkt þegar litið er til svipaðra átaka í Evrópu ogvíðar. írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney gerir greinarmun á bjartsýni - óskinni um betri fram- tíð - og voninni sem byggð er á skynsamlegri væntingum um að hún geti í raun orðið að veruleika. I slíkum tilfellum munu vonin og sag- an ríma eins og hann orðaði það svo fagurlega í frægri tilvitnun. I kjölf- ar þessara sögulegu stunda hangir Norður-írland nú einhvers staðar á milli bjartsýni og vonar. Fimmtudaginn 2. desember var mynduð í Belfast 10 manna þver- pólitísk og þversamfélagsleg heimastjórn sem deilir völdum, hún tekur að sér hlutverk sem breska stjórnin í London hefur látið af höndum. írska stjómin féll frá kröfunni um yfimáð yfir landshlut- anum á Norður-írlandi. Samkomu- lagið um að Norður-írland verði stjómarskrárlega hluti af Breska konungsveldinu stendur.nema ef meirihluti íbúa_ landshlutans kýs sameiningu við Irland. Skipaðar hafa verið samstarfs- nefndir á vegum stjómanna beggja vegna landamæranna til að annast stefnumörkun sem skiptirmáli fyr- ir Norður-írland og Irland. Nýr bresk-írskur sáttmáli ásamt bresk- írsku ráði munu skapa umræðu- vettvang fyrir ríkisstjómina og heimastjómina írsku. Lýðveldis- herinn IRA, hinn herskái hluti Sinn Fein, hefur skipað fulltrúa sem ætl- að er að starfa með sjálfstæðum hópi sem á að sjá um afvopnunar- mál herskárra sveita Norður-ír- lands. Síðustu atburðir fylgja í kjölfar atkvæðagreiðslu sem fram fór inn- an Sambandsflokks Ulster, helsta flokks mótmælenda á N-írlandi, þar sem samþykktar vom tillögur sem vom niðurstöður endurskoð- unar á Belfast-samkomulaginu og vom unnar á tíu vikum í samvinnu við bandaríska öldungadeildar- þingmanninn George Mitchell. Til- lögurnar vom samþykktar með 57% atkvæða gegn 43% aðeins eftir að David Trimble, leiðtogi flokks- ins, hafði fengið bætt við ákvæði um að afvopnun IRA skuli vera haf- in í febrúar á næsta ári. Takmarkaður tími til stefnu í hinum viðkvæmu, táknrænu þreifingum við friðaramleitanimai’ er þetta nýja ákvæði túlkað af Sinn Fein sem brot á yfirlýstum vilja IRA tO afvopnunar, sem flokkurinn David Trimble, t.h., og Seamus Mallon eru í forsæti hinnar nýju heimastjórnar N-Irlands. álítur nauðsynlegan svo komast megi hjá hinni sálfræðilegu/póli- tísku smán sem fylgir þeim sem telst hafa gefist upp. Reyndar em friðarumleitanimar byggðar á pattstöðu á milli IRA og breskra hersveita sem aftur leiddi til vopna- hlésins 1994 og samkomulags þess efnis að leyfa sérsveitum Sinn Fein og mótmælenda/sambandssinna þáttöku í viðræðunum. Skuldbinding IRA um afhend- ingu vopna í maí árið 2000 er í sam- ræmi við alhliða ákvæði Belfast- samkomulagsins, þar sem einnig er gert ráð fyrir að breski herinn Almenningsálitið í báðum hlutum ír- lands styður sam- komulagið auk ein- dregins alþjóðlegs stuðnings og munu þessir hópar beita þrýstingi svo samn- ingurinn haldi velli. hætti hemaðarafskiptum; róttæk- ar umbætur verði gerðar á norður- írsku lögreglunni („Konunglegu Ulster-lögreglunni“ eins og form- legt heiti hennar er); heimastjórn og virkt samráð yfir landamæri; lausn fanga; jafnræði og menning- arlegar umbætur. Það er þvi tak- markaður tími til stefnu til að sýna fram á að þetta ferh muni virka. Fjöldi óánægðra sambandssinna lítur enn svo á að uppgjöf IRA sé nauðsynleg, en slíkt skilyrði gæti stofnað friðarferlinu í hættu. Þeir era hneykslaðir á því að flokkur sem hefur vopnaða skæmliðasveit á bak við sig skuli sitja í heima- stjóm sem stjómar ráðuneytum heilbrigðis- og menntamála á Norð- ur-írlandi. Leiðtogar Sinn Fein era áhyggjufullir yfir því að krafan um afvopnun muni leiða til klofnings innan IRA og að til verði sérsveit sem hafi það að markmiði að eyði- leggja samkomulagið. Næstu mánuðir ráða úrslitum Næstu mánuðir munu skera úr um hvort pólitískur vilji er til þess að komast yfir þessar hindranir. Almenningsálitið í báðum hlutum írlands styður samkomulagið auk eindregins alþjóðlegs stuðnings og munu þessir hópar beita þrýstingi svo samningurinn haldi velli. Með tilkomu hinna nýju stofnana er möguleiki á að aðstæður skapist til að friðurinn komist á. Hlutur Bandaríkjanna hefur ver- ið ómetanlegur í þessu ferli. Clin- ton forseti áttaði sig á að hið sér- stæða samband við Bretland hafði breyst með endalokum Kalda stríðsins en það hafði komið í veg fyrir að ríkisstjórn Bandaríkjanna blandaði sér af alvöra í málefni Norður-írlands - þrátt fyrir póli- tísk áhrif írsk-ættaðra Bandaríkja- manna. Akvörðun hans um að leyfa Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, að heimsækja Washington ái'ið 1994 var tekin þrátt fyrir eindregna andstöðu Breta og utanríkisráðun- eytis Bandaríkjanna. Þetta varð til þess að gefa honum veigamikið for- skot í samningunum, sem George Mitchell hefur með slyngri samn- ingalipurð fært sér í nyt. I ræðu sem Peter Brooke, þáver- andi írlandsmálaráðherra, hélt hinn 9. nóvember 1990 vora lok Kalda stríðsins sögð afar mikilvæg fyrir málefni Norður-írlands en þar sagði hann: Breska ríkisstjóm- in hefur hvorki hemaðarlegra né eiginhagsmuna að gæta á Norður- Irlandi. Það að Bretar höfðu haft þessa hagsmuni fram að þeim tíma var kjarninn í samskiptum ríkjanna um aldir. Margaret Thatcher hefði ekki leyft þessa ræðu fyrir 1989 því kjarnorkukafbátar sigldu mjög ná- lægt Norður-írlandi á eftirlitsferð- um sínum um Atlantshaf. Hið nýja pólitíska landslag gaf norður-írska þjóðernissinnanum John Hume tækifæri til að sannfæra Sinn Fein um að friðsamleg lausn væri mögu- leg. Árið 1989 losnuðu mið- og aust- urevrópsk ríki undan alræðis- stjómum og það gerði þeim kleift að umbreyta stjórn- og efnahags- kerfum sínum. Þá komu einnig í ljós djúpar sögulegar hliðstæður milli írskra þjóðernishugmynda og þeirra sem gusu upp aftur annars staðar upp úr 1989. Allt vora þetta afleiðingar af samkomulaginu sem gert var- eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Stærð og hlutskipti þjóðernis- minnihlutahópa á írlandi og í Mið- og Austur-Evrópu era svipuð og líkt er ástatt um þá þjóðernisminni- hlutahópa sem búa ekki í heima- landi sínu og samninga sem gerðir era milli landsvæða. Belfast-sáttmálinn hefði ekki verið mögulegur án hugmyndar- innar um almenna evrópska sam- kennd og stjórnmálalega og réttar- farslega stjórn. Þetta hefur gefið írskum þjóðemissinnum, bæði úr norðri og suðri, sjálfstraust til að slaka á kröfunni um fullveldi og samþykkja margþætta sjálfsmynd og hollustu við ólíka aðila. Það hjálpaði einnig til að Evrópusam- raninn hafði breytt samskiptum íra við Breta bæði í efnahagslegu og stjómmálalegu tilliti á þann veg að þau líktust meira venjulegum samskiptum grannríkja af mismun- andi stærð, sem era háð hvert öðra. Höfundurinn er ritstjóri erlendra frétta við The Irish Times. Hann varfélagi í Milena Jesenska við Hugvísindastofnunina í Vínarborg árið 1998 þarsem hann kannaði ólíka pólitíska sjálfsmynd á Írlandi og íMið- og Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.