Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 28
Mikil talgæði - Frí skráning - Lægri rekstrarkostnaður Bretland....kr. 1 5,47 mínútan * 28 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Crown lyftarar stefna hátt og eru liprir [ snúningum RuXXac hjólatrilla kemst fyrir í smæstu bílum UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN BV Frábærir brettatjakkar SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 www.straumur.is Læstir stálskápar fyrir fatnað og persónulega muni Sekkjatrillur Nýttu plássið betur - Stálhillur Okkar lausnir spara fé og fyrirhöfn Þarftu að skipuleggja lagerinn? Hver hlutur á sinn stað KIK-STEP kollar *Vorð án viðbðtargialds fyrir innaniandssímtal « anúmerið! Landsnet http://www.landsnet.is Landsnet ehf. Hafnarstræti 15 101 Reykjavík Sínti 562 5050 Fax 562 5066 Milli bjartsýni og vonar eftir Paul Gillespie Belfast. Project Syndicate. í FRAKKLANDI er haft á orði að bjartsýnismenn séu þeir sem ekki skilja spuminguna. Það sem gerst hefur á Norður-írlandi að undan- fömu er í mótsögn við slíka hæðni. Ein erfiðustu átök sem veríð hafa í Evrópu virðast vera að leysast þar sem lykilatriði í Belfast-sáttmálan- um sem undirritaður var í apríl 1998 og studdur var í þjóðar- atkvæðagreiðslu í báðum hlutum hafa komið til framkvæmda. Mikil- vægar stjórnarskrárbreytingar hafa umbreytt samskiptum Breta og íra sem verið gæti lærdómsríkt þegar litið er til svipaðra átaka í Evrópu ogvíðar. írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney gerir greinarmun á bjartsýni - óskinni um betri fram- tíð - og voninni sem byggð er á skynsamlegri væntingum um að hún geti í raun orðið að veruleika. I slíkum tilfellum munu vonin og sag- an ríma eins og hann orðaði það svo fagurlega í frægri tilvitnun. I kjölf- ar þessara sögulegu stunda hangir Norður-írland nú einhvers staðar á milli bjartsýni og vonar. Fimmtudaginn 2. desember var mynduð í Belfast 10 manna þver- pólitísk og þversamfélagsleg heimastjórn sem deilir völdum, hún tekur að sér hlutverk sem breska stjórnin í London hefur látið af höndum. írska stjómin féll frá kröfunni um yfimáð yfir landshlut- anum á Norður-írlandi. Samkomu- lagið um að Norður-írland verði stjómarskrárlega hluti af Breska konungsveldinu stendur.nema ef meirihluti íbúa_ landshlutans kýs sameiningu við Irland. Skipaðar hafa verið samstarfs- nefndir á vegum stjómanna beggja vegna landamæranna til að annast stefnumörkun sem skiptirmáli fyr- ir Norður-írland og Irland. Nýr bresk-írskur sáttmáli ásamt bresk- írsku ráði munu skapa umræðu- vettvang fyrir ríkisstjómina og heimastjómina írsku. Lýðveldis- herinn IRA, hinn herskái hluti Sinn Fein, hefur skipað fulltrúa sem ætl- að er að starfa með sjálfstæðum hópi sem á að sjá um afvopnunar- mál herskárra sveita Norður-ír- lands. Síðustu atburðir fylgja í kjölfar atkvæðagreiðslu sem fram fór inn- an Sambandsflokks Ulster, helsta flokks mótmælenda á N-írlandi, þar sem samþykktar vom tillögur sem vom niðurstöður endurskoð- unar á Belfast-samkomulaginu og vom unnar á tíu vikum í samvinnu við bandaríska öldungadeildar- þingmanninn George Mitchell. Til- lögurnar vom samþykktar með 57% atkvæða gegn 43% aðeins eftir að David Trimble, leiðtogi flokks- ins, hafði fengið bætt við ákvæði um að afvopnun IRA skuli vera haf- in í febrúar á næsta ári. Takmarkaður tími til stefnu í hinum viðkvæmu, táknrænu þreifingum við friðaramleitanimai’ er þetta nýja ákvæði túlkað af Sinn Fein sem brot á yfirlýstum vilja IRA tO afvopnunar, sem flokkurinn David Trimble, t.h., og Seamus Mallon eru í forsæti hinnar nýju heimastjórnar N-Irlands. álítur nauðsynlegan svo komast megi hjá hinni sálfræðilegu/póli- tísku smán sem fylgir þeim sem telst hafa gefist upp. Reyndar em friðarumleitanimar byggðar á pattstöðu á milli IRA og breskra hersveita sem aftur leiddi til vopna- hlésins 1994 og samkomulags þess efnis að leyfa sérsveitum Sinn Fein og mótmælenda/sambandssinna þáttöku í viðræðunum. Skuldbinding IRA um afhend- ingu vopna í maí árið 2000 er í sam- ræmi við alhliða ákvæði Belfast- samkomulagsins, þar sem einnig er gert ráð fyrir að breski herinn Almenningsálitið í báðum hlutum ír- lands styður sam- komulagið auk ein- dregins alþjóðlegs stuðnings og munu þessir hópar beita þrýstingi svo samn- ingurinn haldi velli. hætti hemaðarafskiptum; róttæk- ar umbætur verði gerðar á norður- írsku lögreglunni („Konunglegu Ulster-lögreglunni“ eins og form- legt heiti hennar er); heimastjórn og virkt samráð yfir landamæri; lausn fanga; jafnræði og menning- arlegar umbætur. Það er þvi tak- markaður tími til stefnu til að sýna fram á að þetta ferh muni virka. Fjöldi óánægðra sambandssinna lítur enn svo á að uppgjöf IRA sé nauðsynleg, en slíkt skilyrði gæti stofnað friðarferlinu í hættu. Þeir era hneykslaðir á því að flokkur sem hefur vopnaða skæmliðasveit á bak við sig skuli sitja í heima- stjóm sem stjómar ráðuneytum heilbrigðis- og menntamála á Norð- ur-írlandi. Leiðtogar Sinn Fein era áhyggjufullir yfir því að krafan um afvopnun muni leiða til klofnings innan IRA og að til verði sérsveit sem hafi það að markmiði að eyði- leggja samkomulagið. Næstu mánuðir ráða úrslitum Næstu mánuðir munu skera úr um hvort pólitískur vilji er til þess að komast yfir þessar hindranir. Almenningsálitið í báðum hlutum írlands styður samkomulagið auk eindregins alþjóðlegs stuðnings og munu þessir hópar beita þrýstingi svo samningurinn haldi velli. Með tilkomu hinna nýju stofnana er möguleiki á að aðstæður skapist til að friðurinn komist á. Hlutur Bandaríkjanna hefur ver- ið ómetanlegur í þessu ferli. Clin- ton forseti áttaði sig á að hið sér- stæða samband við Bretland hafði breyst með endalokum Kalda stríðsins en það hafði komið í veg fyrir að ríkisstjórn Bandaríkjanna blandaði sér af alvöra í málefni Norður-írlands - þrátt fyrir póli- tísk áhrif írsk-ættaðra Bandaríkja- manna. Akvörðun hans um að leyfa Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, að heimsækja Washington ái'ið 1994 var tekin þrátt fyrir eindregna andstöðu Breta og utanríkisráðun- eytis Bandaríkjanna. Þetta varð til þess að gefa honum veigamikið for- skot í samningunum, sem George Mitchell hefur með slyngri samn- ingalipurð fært sér í nyt. I ræðu sem Peter Brooke, þáver- andi írlandsmálaráðherra, hélt hinn 9. nóvember 1990 vora lok Kalda stríðsins sögð afar mikilvæg fyrir málefni Norður-írlands en þar sagði hann: Breska ríkisstjóm- in hefur hvorki hemaðarlegra né eiginhagsmuna að gæta á Norður- Irlandi. Það að Bretar höfðu haft þessa hagsmuni fram að þeim tíma var kjarninn í samskiptum ríkjanna um aldir. Margaret Thatcher hefði ekki leyft þessa ræðu fyrir 1989 því kjarnorkukafbátar sigldu mjög ná- lægt Norður-írlandi á eftirlitsferð- um sínum um Atlantshaf. Hið nýja pólitíska landslag gaf norður-írska þjóðernissinnanum John Hume tækifæri til að sannfæra Sinn Fein um að friðsamleg lausn væri mögu- leg. Árið 1989 losnuðu mið- og aust- urevrópsk ríki undan alræðis- stjómum og það gerði þeim kleift að umbreyta stjórn- og efnahags- kerfum sínum. Þá komu einnig í ljós djúpar sögulegar hliðstæður milli írskra þjóðernishugmynda og þeirra sem gusu upp aftur annars staðar upp úr 1989. Allt vora þetta afleiðingar af samkomulaginu sem gert var- eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Stærð og hlutskipti þjóðernis- minnihlutahópa á írlandi og í Mið- og Austur-Evrópu era svipuð og líkt er ástatt um þá þjóðernisminni- hlutahópa sem búa ekki í heima- landi sínu og samninga sem gerðir era milli landsvæða. Belfast-sáttmálinn hefði ekki verið mögulegur án hugmyndar- innar um almenna evrópska sam- kennd og stjórnmálalega og réttar- farslega stjórn. Þetta hefur gefið írskum þjóðemissinnum, bæði úr norðri og suðri, sjálfstraust til að slaka á kröfunni um fullveldi og samþykkja margþætta sjálfsmynd og hollustu við ólíka aðila. Það hjálpaði einnig til að Evrópusam- raninn hafði breytt samskiptum íra við Breta bæði í efnahagslegu og stjómmálalegu tilliti á þann veg að þau líktust meira venjulegum samskiptum grannríkja af mismun- andi stærð, sem era háð hvert öðra. Höfundurinn er ritstjóri erlendra frétta við The Irish Times. Hann varfélagi í Milena Jesenska við Hugvísindastofnunina í Vínarborg árið 1998 þarsem hann kannaði ólíka pólitíska sjálfsmynd á Írlandi og íMið- og Austur-Evrópu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.