Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTNIBOÐS- OG HJÁLPARSTARF
Hjálparstarfið. Haraldur Ólafsson, sem hefur einnig verið kristniboði og starfað við þróunarstörf í Eþíópíu í áratugi, er hér með Helga að ræða við fólk sem orðið hefur illa úti vegna
næringarskorts. Þeir félagar eru vinir frá æsku og fengu báðir sérstaka köllun tii að helga sig kristniboðsstörfum.
Upplýsingasöfnun. Helgi ræðir við fólkið og skráir upplýsingar um
ástandið og hann tók líka að sér að skrá punkta fyrir Ijósmyndai-ann.
Hann hefur um árabil dvalist í Afríku við kristniboðs- og
hjálparstörf. Hugur hans dvelur þar líka þegar hann er heima
í leyfum og líður honum best í köllun sinni þar. Þorkell
Þorkelsson ljósmyndari festi nokkur augnablik úr
starfsvettvangi Helga Hróbjartssonar á filmu.
AFRÍKA dró mig til sín
á ný, sagði Helgi Hró-
bjartsson, kristniboði
og prestur, í stuttu
símaspjalli við Morgun-
blaðið en þar hefur hann starfað í
meira en tvo áratugi. Öðru hverju
hefur hann komið heim í orlof og
um tíma var hann prestur í Hrís-
ey, en hélt síðan aftur til Afríku og
hóf þessa lotu í byrjun síðasta árs.
Helgi er í flokki þeirra sem
starfað hafa við kristniboð í fjar-
lægu landi. Einnig þróunarhjálp
og hjálparstörf þegar svo ber und-
ir enda segir hann það köllun
kristniboðans að hugsa um líkam-
lega og andlega velferð mannsins.
Helgi hefur lengst af starfað í
Eþíópíu á vegum Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga en um
tíma var hann einnig í Senegal og
þá á vegum norsks kristniboðsfé-
lags. En hvað hefur aðallega drifið
á daga hans í Eþíópíu síðustu
misserin?Svipað ástand og fyrir
rúmum áratug
„Ég hef mikið til sinnt skipu-
lagningu hjálparstarfs nú síðustu
misserin en var í fyrra lánaður til
Hjálparstofnunar norsku kirkj-
unnar, sem hefur fjármagnað um-
fangsmikið starf hér í syðsta og
austasta hluta Eþíópíu. Nú er ég
aftur kominn undir stjórn inn-
lendu kirkjunnar,“ segir Helgi og
kveðst bæði hafa sinnt þróunar- og
hjálparstörfum þennan tíma. „Frá
því í haust hefur þó meira farið
fyrir neyðarhjálpinni því ástandið
hér er nú svipað og var fyrir einum
tólf árum, og jafnvel verra, þar
sem fólk er tekið að deyja vegna
hungursneyðar. Hér hefur ekki
rignt almennilega og því er upp-
L