Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KRISTNIBOÐS- OG HJÁLPARSTARF Hjálparstarfið. Haraldur Ólafsson, sem hefur einnig verið kristniboði og starfað við þróunarstörf í Eþíópíu í áratugi, er hér með Helga að ræða við fólk sem orðið hefur illa úti vegna næringarskorts. Þeir félagar eru vinir frá æsku og fengu báðir sérstaka köllun tii að helga sig kristniboðsstörfum. Upplýsingasöfnun. Helgi ræðir við fólkið og skráir upplýsingar um ástandið og hann tók líka að sér að skrá punkta fyrir Ijósmyndai-ann. Hann hefur um árabil dvalist í Afríku við kristniboðs- og hjálparstörf. Hugur hans dvelur þar líka þegar hann er heima í leyfum og líður honum best í köllun sinni þar. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari festi nokkur augnablik úr starfsvettvangi Helga Hróbjartssonar á filmu. AFRÍKA dró mig til sín á ný, sagði Helgi Hró- bjartsson, kristniboði og prestur, í stuttu símaspjalli við Morgun- blaðið en þar hefur hann starfað í meira en tvo áratugi. Öðru hverju hefur hann komið heim í orlof og um tíma var hann prestur í Hrís- ey, en hélt síðan aftur til Afríku og hóf þessa lotu í byrjun síðasta árs. Helgi er í flokki þeirra sem starfað hafa við kristniboð í fjar- lægu landi. Einnig þróunarhjálp og hjálparstörf þegar svo ber und- ir enda segir hann það köllun kristniboðans að hugsa um líkam- lega og andlega velferð mannsins. Helgi hefur lengst af starfað í Eþíópíu á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga en um tíma var hann einnig í Senegal og þá á vegum norsks kristniboðsfé- lags. En hvað hefur aðallega drifið á daga hans í Eþíópíu síðustu misserin?Svipað ástand og fyrir rúmum áratug „Ég hef mikið til sinnt skipu- lagningu hjálparstarfs nú síðustu misserin en var í fyrra lánaður til Hjálparstofnunar norsku kirkj- unnar, sem hefur fjármagnað um- fangsmikið starf hér í syðsta og austasta hluta Eþíópíu. Nú er ég aftur kominn undir stjórn inn- lendu kirkjunnar,“ segir Helgi og kveðst bæði hafa sinnt þróunar- og hjálparstörfum þennan tíma. „Frá því í haust hefur þó meira farið fyrir neyðarhjálpinni því ástandið hér er nú svipað og var fyrir einum tólf árum, og jafnvel verra, þar sem fólk er tekið að deyja vegna hungursneyðar. Hér hefur ekki rignt almennilega og því er upp- L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.