Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 33

Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 33 KRISTNIBOÐS- OG HJÁLPARSTARF Farartálmar. Á regntímanum og á regnsvæðunum er torfarið um moldarvegi ogþar er algengt að menn aki fram á rútur sem sitja fastar. Búfénaður fetar sig írólegheitum um veginn og lætur aðra vegfarendur ekki trufla sig. Stundum geturþví tekið heilan dag að ferðast fáeina kílómetra. : Aðstaðan. Stundum þarf að gista á hótelum og þau eru ekki endilega með rennandi vatni eða vaski á herbergjunum. Enda oft alveg eins hressandi að þvo sér ograka sig utan dyra. skerubrestur algjör og þá verður fátt mönnum bjargar.“ Starf kristniboðanna í Eþíópíu hefur síðustu árin verið skipulagt þannig að lútherska kirkjan í land- inu, sem stofnuð var fyrir tilstilli þeirra fyrir nokkrum áratugum, leggur fram óskir sínar og skipu- leggur starfið. Norræn kristni- boðsfélög hafa síðan samráð sín á milli um hvernig þessum óskum um mannafla og fjármögnun verk- efna er mætt en innlenda kirkjan tekur sífellt meira á sig ábyrgð á öllu starfinu. Afram verður þó þörf kristniboða til ráðgjafar, ekki síst þegar verið er að undirbúa starf á nýjum stöðum. Tugir tíu tonna bíla með matvæli „Það hefur lent á mér að skipu- leggja hjálparstarfið að undan- fórnu,“ segir Helgi og því hefur minna en ella farið fyrir beinu boð- unarstarfi en kristniboðar prédika reglulega við hinar ýmsu kirkjur á svæðum sínum. Þegar hringt var í Helga á dögunum var hann stadd- ur í höfuðborginni, Addis Abeba, til að gefa skýrslu hjá yfirmanni hjálparstofnunar norsku kirkjunn- ar um framgang starfsins, veita upplýsingar um þörfina og leggja á ráðin um næstu skref. Einnig hef- ur verið rætt um áframhaldandi þróunaraðstoð. „Síðan fer ég aftur suðureftir til að vera við dreifingu á næsta matvælaskammti sem við fáum en það verða 20 tíu tonna bíl- ar. í janúar eigum við síðan að fá 100 tíu tonna bíla,“ segir Helgi en sá skammtur kostar kringum 40 milljónir. Hann sér því ekki fram á að komast heim um jólin eins ► Flugmaðurinn. Helgi hefur einkaflugpróf og segir að litlar flugvélar komi að góðu gagni við starfið í Eþíópíu enda landið strjálbýlt og erfítt yfírferð- ar á jörðu. Hann hcfur sjálfur hugáað útvega sér slíka vél til að nota en veit ekki hvort það gengur tæknilega eða hvort leyfí fæst fyrir því. Víða í Eþíópíu eru líka ákveðin flugbannsvæði vegna hemaðarnota og villist flugmenn inn á slík svæði eru dæmi um að þeir fái ekki mörg tækifæri til að forða sér áður en her landsins jafnvel skýtur slíkar vélar niður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.