Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTNIBOÐS- OG HJÁLPARSTARF
Sálusorgarinn. Víða leitaði fólk til Helga með margs konar málefni sem það vildi spjalla um. Greinilegt er að hann nýtur trausts og virðingar meðal Eþíópa sem hafa kunnað að meta störf
hans í þágu þjóðarinnar, og margir þekkja hann vel eftir störf þar um árabil.
og hann kveðst hafa bundið nokkr-
ar vonh' við.
Hjálparaðgerðimar eru meðal
annars kostaðar af sameiginlegu
framlagi norrænu kirknanna og
framlagi frá Bandaríkjunum og
Kanada og telur Helgi að aðgerðir
á sínu svæði þurfi að standa fram í
apríl eða maí og kosti vel yfir 100
milljónir króna en þegar er búið að
verja kringum 80 milljónum til
neyðarhjálpar þar. „Þá er miðað
við að regntímabilið í apríl bregð-
ist ekki og ef það stenst er búið að
bjarga fólki yfir erfíðasta hjall-
ann.“
A Borana-svæðinu í suðaustur-
hluta landsins, þar sem Helgi hef-
ur starfað mest á síðustu árin,
segja yfirvöld að íbúafjöldinn sé
nærri 800 þúsund en Helgi segir
fjöldann mun minni, líklega ekki
mikið meira en um 300 þúsund en
svæðið er mjög víðlent. Þróunar-
hjálpin sem Helgi hefur tekið þátt
í síðustu tvö árin, þ.e. þegar
ástandið er eðlilegt í landinu, mið-
ar að því að koma fólki til sjálfs-
hjálpar, útvega sáðkorn og verk-
færi, byggja upp áveitukerfi og
annað sem getur komið fólki til
góða í lífsbaráttunni.
Áframhaldandi
þróunarhjálp
„Við þurfum strax eftir neyðar-
hjálp að leggja áherslu á að koma
fólki til hjálpar á þann veg að það
geti bjargað sér sjálft. Þess vegna
erum við að undirbúa áframhald-
andi dreifingu sáðkorns og land-
búnaðarverkfæra ásamt því að
byggja upp meira áveitukerfi og
þannig reynum við að byggja fólk-
ið upp áfram. Með því að útvíkka
áveitur getur fólk tekið sér fastari
búsetu og treyst því betur að upp-
skeran skili sér.“
Helgi segist alltaf hafa tekið
þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar í
Eþíópíu þrátt fyrir önnur störf sín.
„Eg er ekki alveg bundinn við þró-
unarstarf eða neyðarhjálp því
þetta tengist mjög náið því sem
.
§#118
‘v "; v
í
Öryggisgæsla. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins nálgaðist í Dollo Odo í flugvél með Helga og öðrum fulltrúum hjálparstai-fsins í Eþíópíu sáu þeir
hermenn með loftvarnabyssur á jörðu niðri. Þegar lent var kom í Ijós að ekki var ætlunin að skjóta flugvélina niður heldur var hlutverk hermannanna
að gæta öryggis flugvélarinnar. Hermennirnu• voru líka viðstaddir þegar úthlutun korns fór fram.
i
kirkjan er að gera enda snýst starf
kirkjunnar um að huga að allri vel-
ferð mannsins, líkama og sál, og ég
hef nokkuð jöfnum höndum starf-
að á þessum sviðum síðustu árin
hér í Afríku."
Ekki þurfti ljósmyndarinn að
dvelja lengi með Helga til að sjá að
þar fór maður sem Eþíópumenn á
starfssvæði hans þekktu og fögn-
uðu vel þegar hann fór hjá garði.
Börnin komu hlaupandi og hróp-
uðu Helgi! Helgi! Þeir fullorðnu
höfðu mikið að spjalla, sóttu til
hans ráð um hvaðeina eða ræddu
bara daginn og veginn og alltaf var
stutt í kristniboðann sem spurði
líka hvernig samfélagið væri við
Guð.
Þegar samferðamennirnir eru
af ýmsu þjóðerni - Islendingur,
Norðmaður, Bandaríkjamaður -
eins og þá daga sem ljósmyndar-
inn fylgdist með störfum Helga
fór ekki hjá því að tungumálin
flæktust fyi-ir. Þegar íslending-
arnir ræddust við byrjaði Helgi
kannski á setningu á ensku sem
snerist yfir á norsku og ef Eþíóp-
íumaður hafði verið nærstaddur
kom fyrst Borana-mál eða eitt-
hvað allt annað þar til spurnar-
svipur Islendingsins varð svo aug-
ljós að Helgi áttaði sig og greip
loksins til móðurmálsins.
Bráðum
heim?
í lokin er Helgi spurður hversu
lengi enn hann hyggist starfa í
Eþíópíu. „Ég verð vonandi hér
eitthvað áfram en starfstímanum á
að ljúka á næsta sumri. Mér fynd-
ist gott að geta fylgt eftir þeim
þróunarverkefnum sem komin eru
í gang og lokið þeim þannig að
ekki væri úr vegi að geta starfað
hér eitt til tvö ár til viðbótar Það
var skemmtilegur tími þegar ég
var prestur í Hrísey en Afríka tog-
ar alltaf í mig og þess vegna kom
ég hingað aftur frá Hrísey og hér
hef ég verið svo mikinn hluta
starfsævinnar. Það verður bara að
koma í ljós hvað tekur við eftir
þessa lotu.“