Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 36

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Háskólabíó Augasteinn og Bláskjár ANNAN í jólum frumsýnir Háskóla- bíd nýja mynd með Hugh Grant sem heitir „Mikey Blue Eyes“ eða Mikki bláskjár en hún er einnig sýnd í Laugarásbíói. Aðrar jólamyndir kvik- myndahússins eru spænska myndin Auga- steinninn þinn eftir Fernando Trueba og Einíold ráðagerð eða „A Simple Plan“, auk þess sem Ungfrúin góða og húsið eftir Guð- nýju Halldórsdóttur og Myrkrahöfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugsson verða sýndar yfir jólin. Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson verður síðan frumsýnd í bíóinu 1. janúar og verða því þrjár íslenskar mynd- ir í Háskólabíói um áramótin. Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og Jam- es Caan fara með aðalhlutverkin í „Mikey Blue Eyes“ en það er framleiðslufyrirtæki Grants og konu hans, Elisabeth Hurley, Simian Films, sem standa að baki myndar- innar. Sagan breyttist nokkuð í meðförum frá því Grant las handritið fyrst árið 1996 en þá var persóna hans bandarxskur lög- fræðingur. I lokaútgáfunni leikur Grant breskan uppboðshaldara í New York sem verður ástfanginn af dóttur mafíósa (sem Caan leikux-) með ófyrirséðum afleiðingum. Þegar þau hjónakorn Grant og Hurley, sem voru allt í öllu við gerð myndarinnar, voru að ráða í hlutverk mafíósans rákust þau fyrir tilviljun á James Caan fyrir utan veitingahús í Los Angeles. „Allt í einu stóð hann frammi fyrir okkur karakterinn sem við höfðum verið að vinna með allan dag- inn,“ segir Grant. Caan var ráðinn skömmu síðar. Grant og Hurley hafa áhuga á að fram- leiða bíómyndir og hafa gert eina áður, spennutryllinn „Extreme Measures", og væntanlega hafa þau fleiri á prjónunum. Spænski leikstjórinn Fernando Trueba er kunnastur fyrir óskarsverðlaunamynd sína, „Belle epouqe“ en gamandramað Auga- steinninn þinn eða „La nina de tus ojos“ er nýjasta mynd hans og gerist í Berlín árið 1938. Hún segir frá því sem gerist þegar Franco hershöfðingi sendir lítinn hóp kvik- myndagerðarmanna til Þýskalands Adolfs Hitlers að kvikmynda tvær útgáfur, aðra á spænsku en hina á þýsku, af andalúsíska söngleiknum Augasteininum þínum. Mál gerast gruggug þegar áróðursmeistari nas- istanna, Josep Göbbels, verður ástfanginn af ungu aðalleikkonunni í hópnum. Með aðalhlutverkin fara Penélope Cruz, Antonio Resines, Neus Asensi, Santiago Seg- ura og Jesus Bonilla. Leikstjórinn Trueba er fæddur árið 1955 í Madríd. Hann starfaði sem kvikmyndagagnrýnandi á blaðinu EI Pais á árunum 1974 til 1979 en stofnaði árið 1980 sitt eigið kvikmyndatímarit og nefndi það Casablanca. Hann ritstýrði því fyrstu tvö árin en var þá tekinn til við að gera sín- ar eigin bíómyndir en Trueba er einn af ást- sælustu leiksljórum Spánar. Aðalleikkonan í Augasteininum fór með hlutverk í mynd hans, „Belle epoque", en Penélope Cruz er sögð ein eftirsóttasta leikkona Spánar. REGNBOGINN Börn með snilligáfu JÓLAMYND Regnbogans í ár er fjöl- skyldumyndin „Baby Geniuses" eða Lilli snillingur með Kathleen Turner og Christopher Lloyd í aðalhlutverk- um en aðrar myndir sem sýndar eru í kvik- myndahúsinu yfír hátíðarnar eru m.a. Enda- dægur með Arnold Schwarzenegger og „An Ideal Husband“, sem byggir á leikriti Oscars Wilde. í Lilla snillingi leikur Kathleen Turner vís- indakonu að nafni Elena Kinder, heimsþekkt- an barnasérfræðing sem stjórnar rannsókn- um hjá Babyco-fyrirtækinu en það sérhæfir sig í hverskonar barnavarningi. Hún hefur komist að því að sum börn eru fæddir snilling- ar en við tveggja ára aldurinn þegar þau byrja að tala í heilum setningum eða þar um bil, tapa þau snilligáfunni ogverða eins og við hin. Hún ætlar að nota niðurstöður rannsókna sinna í mjög undarlegum og hættulegum til- gangi en það eina sem stendur í vegi fyrir ráðagerðum hennar er tveggja ára anginn Sly. Turner og Christopher Lloyd, sem leikur aðstoðarmann Kinder, fara með helstu hlut- verk en aðrir leikarar í myndinni eru Kim Cattrall, Peter MacNicol, Dom DeLuise, Kyle Howard og Ruby Dee. Leikstjóri hennar er Bob Clark sem starfað hefur við myndir eins og „Turk 182“ og „Breaking Point“. Eins og oft þegar ung börn eiga í hlut lentu kvikmyndagerðarmennirnir í ýmsum vand- ræðum. Að sögn leikstjórans, Clarks, var ákaflega mikilvægt að ráða rétt í hlutverk barnanna og hann skoðaði yfír 300 myndbönd af ungum börnum, ferðaðist til átta borga og hitti meira en 2000 tvíburapör í leit sinni að leikurum í hlutverk Sly. Á endanum urðu Fitzgerald-þríburarnir fyrir valinu. „Stundum koma krakkar öðruvísi út á myndbandi en þegar maður hittir þá per- sónulega," er haft eftir Clark, „en þegar við hittum Fitzgeraldana í eigin persónu vissum við að við höfðum hitt á gullæðina." Og síðar segir hann: „Við hefðum líklega ekki getað gert þessa mynd án þeirra.“ „Ég veit engan bjartsýnni mann en Bob Jólamynd Regnbogans, Lilli snillingur. Clark,“ er haft eftir leikkonunni Kathleen Turner. „Hann sýndi endalausan áhuga á því sem við vorum að gera og var alltaf kátur og glaðlegur og fullur af orku og okkur fannst að við urðum að gera okkar besta fyrir hann.“ Gamanleikarinn Christopher Lloyd tekur undir þessi orð leikkonunnar. „Ég hafði unnið áður með Bob Clark,“ segir hann, „og hann er frábær í samskiptum við okkur leikarana. Það var mjög gaman að fylgjast með honum vinna með börnunum við þessa mynd og sjá hann ná svo miklu út úr þeim með þolin- mæði og lagni.“ Einn af leikurum myndarinnar er Dom DeLuise en hann var frægur á árum áður fyrir leik sinn í gamanmyndum Mel Brooks eins og „Blazing Saddles", „Silent Movie“ og „Spaceballs" svo nokkrar séu nefndar. Stjörnubíó Luc Besson og Sendiboðinn NÝJASTA mynd franska leikstjór- ans Luc Bessons, Sendiboðinn: Sagan um Jóhönnu af Örk, er jólamynd Sljörnubíós í ár en með aðalhlutverkið í henni fer Milla Jovovich. Aðrar myndir sem sýndar eru í kvikmynda- húsinu yfír hátíðarnar eru m.a. Warner- teiknimyndin Járnrisinn, sem einnig er í Sambíóunum, Nýja bíói Keflavík og Borgar- bíói Akureyri og ný-sjálenska fram- haldsmyndin Eitt sinn stríðsmenn 2. Sagan um dýrlinginn Jóhönnu af Örk er flestum kunn. Á fímmtándu öld fær ung frönsk stúlka vitran og leiðir franska herinn til sigurs gegn Englendingum við Orleans og tekst að snúa við gangi hundrað ára stríðsins. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var handtekin af Búrgundum og framseld Eng- lendingum. í framhaldi af því var hún dæmd fyrir villutrú og galdra og brennd á báli. Sögu þessa segir Luc Besson með stór- myndabrag í Sendiboðanum en bandarískir aðilar lögðu fé til myndarinnar og hún er á ensku með þekktum Hollywood-leikurum. Með helstu hlutverk fara auk Millu m.a. Dust- in Hoffman, John Malkovich og Faye Duna- way ásamt Vincent Cassel og Tchécky Karyo. Besson sagðist hafa lagt mikla áherslu á að ná fram raunsæi í búningum, húsmunum og orðfari. Þannig eru samtöl unnin beint úr skjölum frá tímabilinu. „Það er nauðsynlegt að hafa það þannig," er haft eftir leikstjóran- um. „Jóhanna var til. Hún var raunveruleg. Myndin yrði allt öðruvísi ef við byggðum á skáldskap einum." Besson tók mjög virkan þátt í kvikmynda- gerðixmi á tökustað. „Luc er ótrúlegasti leik- stjóri sem uppi hefur verið,“ er haft eftir Millu, sem hreifst mjög af vinnubrögðum hans. „Hann hékk fram af syllum með myndavél í höndunum og gerði brjáluðustu hluti í heimi. Hann er í drullunni í bardaga- atriðunum. Hann er með fólkinu. Og fólkið virðir hann fyrir það.“ „What Becomes of the Broken Hearted?" heitir sjálfstætt framhald hinnar vinsælu myndar, Eitt sinn stríðsmenn eða „Once Were Warriors", er sýnd var hér á landi fýrir Jóhanna (Jovovich) stýrir franska hernum til sigurs í mynd Luc Bessons. fímm árum. Sömu aðilar og gerðu fyrri myndina standa á bak við framlciðslu „Brok- en Hearted"; rithöfundurinn Alan Duff gerir handritið sem fyrr og Temuera Morrison og Rena Owen mæta aftur til leiks í hlutverkum sínum. Alari Duff byggir kvikmyndahandritið á sinni eigin skáldsögu með sama nafni sem kom út árið 1997. „Miklar vinsældir fyrri bókarinnar og þessarar seinni einnig virðast undirstrika þá tilfinningu sem ég hef fundið, að fólk hefur ekki enn fengið nóg af persón- um sögunnar," er haft eftir rithöfundinum. „Mér finnst frábært að skuli hafa tekist að blása lífi í þær á hvíta tjaldinu í annað sinn.“ Myndirnar hafa ekki sama leikstjóra. Lee Tamahori gerði fyrri myndina en í þetta sinn er það Ian Mune sem situr í leiksfjórasætinu. „Þetta framhald á eftir að höfða til allra þeirra sem dýrkuðu fyrri myndina og þeirra sem eru að kynnast íjölskyldu Jakes í fyrsta skipti," segir hann í viðtali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.