Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 44

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 44
14 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kata Mannabarn á meðal álfa í hulduheimum KJARTAN Árnason sem kunnur er sem ljdðskáld og sagna- höfundur, hefur sent frá sér bók fyrir börn Kata Mannabarn og stelpa sem ekki sést. Kata Mannabarn flyt- ur úr Kópavoginum út á land og er heldur döpur með umskiptin í fyrstu en þá finnur hún töfrahring sem veitir henni aðgang að hulduhcimi handan þess heims sem við þekkjum. Fljótlega reka ýmis undur á fjörur hennar og hún kynnist stelpu sem ekki sést. Álfarnir í hulduheimunum eru ckki álfar aftan úr öldum heldur hafa þeir tekið tæknina í þjónustu sína eins og mennirnir og þjóta meðal ann- ars um í járnbrautarlestum: „Þetta er eins og ég hef nú stundum sagt, þetta er nútíma- álfasaga sem gerist á okkar dög- um en Ijallar þó öðrum þræði um álfa. Það má segja að á þann hátt vísi sagan aftur í eldri bókmennt- ir. Maður hugsar um þjóðsögur og ýmislegt sem er nátengt okkur og allir þekkja. Því má segja að ég vísi í sögunni í fornan menningar- arf þó það hafí ekki verið mark- miðið í upphafí. Það kom að mestu af sjálfum sér. Sagan er þó fyrst og fremst nútíðarsaga þótt hún byggi á þjóðsagnarminnum. Hvað getur þú sagt mér um Kötu sjálfa. Hvað verður til þess að hún fer að flakka á milli heima í sögunni? Hún eignast hring sem gerir henni kieift að vera ýmist í huldu- heimum eða mannheimum. Ég skrifa Hulduheima og Mannheima með stórum upphafsstaf eins og maður skrifar Islend- ingar með stórum upp- hafsstaf. Þetta eru ákveðnir heimar, ákveðin ríki, Mannriki og Hulduríki. Á ein- hveijum stað í sögunni segir afínn sem er dá- inn en Kata sér í krafti hringsins „það er ekki allt sem sýnist og það er dálítið gildi í sög- unni. Ég sé það eftir á að svo er. Það er held- ur ekki allt sem sýnist í kringum okkur. Ég styrkist stöðugt í þeirri trú að heimurinn er ekki bara eins og við sjáum hann. Það er svo margfalt meira í lífínu heldur en það sem við sjáum út um gluggann. Þess vcgna finnst mér viðeigandi að skrifa svona sögu fyrir börn vegna þess að börn hafa skilning á þessum hlut- um og það miklu meiri skilning en við sem fullorðin eru. Veröldin er ekki bara verðbréf og hiutabréf. En lifum við mannabörn þá mitt á milli Mann- og Hulduheima? „I bókinni er það þannig en kannski ekki i lífínu sjálfu! Mér finnst jafnvel að barnabækur eigi að innihalda eitthvað ótrúlegt, eitthvað sem ef til vill getur ekki gerst nema í hugarheimum. Nú ert þú þekktur fyrir Ijóðlist þína og sagnagerð, m.a. skáldsög- una Draumur þinn rætist tvisvar. Breyttir þú eitthvað útafvana þinum þegar þú skrifaðir þessa bók eða voru vinnubrögð þín þau sömu og þú hefur tamið þér þegar þú skrifar fyrir fullorðna lesend- ur? „Ég vinn á einn hátt og þetta er framhald á því, ég breyti ekkert um vinnubrögð eða hugsunarhátt þegar ég skrifa fyrir börn. Maður felur sig ekki á bak við það sem maður skrifar, maður skrifar eins og maður hugsar. Ég skrifaði þessa bók fyrir krakka, ekki ung- börn. Okkur vantar hugtakið Krakkabækur, barnabækur ná ekki yfir það sem ég er að skrifa fínnst mér. Ég skrifa fyrir alla af fullkomnum heiðarleika og set mig ekki i stellingar, og segi nú er ég að skrifa fyrir böm. Ég skrifa eins og ég tala svo ég er ekki að búa til eitthvað sem ekki er til. Jafnvel þó ég sé að skrifa um eitt- hvað sem ekki sést, er þar með ekki sagt að það sé ekki til. Við kvöldverðarborðið dró Kata hringinn úr pússi sínu og sýndi Sólveigu Lilju og Andrési Erni. - Guð hvað þetta er fallegur hringur, sagði mamma, hvar fékkstu hann? - Ég fann hann við stóra steininn bakvið gróðurhúsin, svaraði Kata. - Nú? undraðist mamma og rétti pabba hringinn, það er nú ekki í al- fararleið, hver gæti hafa týnt hon- um þar? - Ég sé ekki betur en að þetta sé silfurhringur, sagði Andrés Öm og dró augað í pung, ormur sem bítur í halann á sér, skreyttur fomu munstri. - Eigandinn hefur haft granna fingur, sagði mamma og mátaði hringinn, en kom honum ekki nema upp á litlafingur. - Það er alls ekki víst að viðkom- andi sé andaður enn, sagði pabbi. - Sástu nokkuð fleira þarna, spurði mamma. - Nei, svaraði Kata, ég sá bara hringinn þegar sólin skein á hann milh stráanna. Ur Kata Mannabarn og stelpa sem ekki sést. Foldarskart BÆKUR P r æ ð i r i í ÍSLENSKUR GRÓÐUR Eftir Hjálmar R. Bárðarson. Hönn- un: höfundur. Litgreining og skeyting: Prentmyndastofan hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Út- gefandi: Hjálmar R. Bárðarson, 1999.264 bls. í ÞESSU nýjasta stórvirki sínu beinir ljósmyndarinn og rithöfund- urinn Hjálmar R. Bárðarson sjón- um að gróðrinum á íslandi. Fyrri bækur hans í þessum sama flokki hafa meðal annars fjallað um ís- lenska fugla, Hvítá, Vestfirði og ís- lenskt grjót. í eftirmála nýju bók- arinnar kemur fram að fyrir einum sex árum hugðist Hjálmar gera eina bók um grjót og gróður, en þegar hann fór að viða að sér efn- inu og taka myndir urðu bækurnar tvær og báðar miklar um sig; ís- lenskur gróður er 264 síður með 440 litljósmyndum og vönduðum skýringartextum. I bókinni skoðar höfundur fyrst frumstæðasta gróðurinn en beinir síðan sjónum að margvíslegu gróð- urlendi landsins; skoðar til dæmis hraun, heiðalönd, gras- og blóm- lendi, votlendi og skóglendi. Plönt- unum raðar hann ekki eftir ættum heldur eftir því hvar þær er helst að finna, og sýnir þær í myndum, stakar eða í samhengi gróðurlífs- ins. Ljósmyndimar eru helsti styrk- ur bókarinnar en þær eru sérlega vel teknar. Stundum einangrar Hjálmar stakar plöntur móti ein- tóna bakgrunni og dregur fram sérkenni þeirra og fegurð með lát: lausri en hnitmiðaðri lýsingu. í öðrum myndum er horft yfir gróð- urlendi eða bert Iand og sýnt þann- ig í hvernig umhverfi umræddar plöntur þrífast. Ekki er annað hægt en dást að natninni og ná- kvæmninni sem hefur verið lögð í það að taka þessar mörghundruð myndir. En nákvæmnin í bókargerðinni birtist ekki bara í myndunum, heldur er textinn einnig nostur- samlega unninn; einfaldur, upplýs- andi og afar læsilegur. í hverjum kafla er texti sem bregður upp yf- irlitá yfir gróðurfar við þær að- stæður sem um er rætt. Síðar eru ítarlegar skýringar um hverja plöntu sem sýnd er á mynd, eða við yfirlitsmyndir sem sýna enn betur óðurfarsleg sérkenni svæðanna. þennan hátt auðnast höfundi að uppfræða leikmenn eins og undir- ritaðan, sem eru ekki vel að sér í gróðurfræðinni en njóta athyglis- verðra ljósmyndanna, og hlýtur jafnframt að ná til þeirra sem meiri þekkingu hafa. Aftast í bókinni eru síðan rita- skrá yfir bækur og ritgerðir þar sem nálgast má enn frekari fróð- leik um efnið, og nákvæm nafna- skrá þar sem vísað er til kafla og blaðsíðutals þar sem fjallað er um viðkomandi plöntu. Öll vinna við Islenskan gróður er til sóma. Útlitshönnunin er hin sama og í fyrri bókum ritraðarinn- ar og prentun og litgreining mynda hafa lukkast vel. Með þessari bók sinni um íslenskan gróður hefur Hjálmar R. Bárðarson bætt enn einni rós í hnappagatið, með vand- aðri bók sem ætti að verða öllum lesendum til ánægju og fróðleiks. Einar Falur Ingólfsson Skrýtnar vísur á myndarleg’um stalli BÆKUR Barnabok EINA KANN ÉG VÍSU Guðrún Hannesdóttir valdi og myndskreytti. Forlagið, Reykjavík, 1999. 43 bls. SKRÝTINN kveðskapur frá ýms- um tímum, er undirtitill bókarinnar Eina kann ég vísu. Skemmtilegasta nafn og á það ljómandi vel við. Vís- urnar eru flestar frá síðustu öld og eru „skrýtnar" eftir því. En upp- átæki Guðrúnar Hannesdóttur, að velja þessar sjaldséðu vísur og myndskreyta þær svona skemmti- lega eins og hún gerir, er ekkert skrýtið heldur. Bókin er ætluð bömum en eins og segir á bókarkápu er hún fyrir börn á öllum aldri. Það kæmi reyndar ekki á óvart þótt börnin sem best kynnu að meta hana séu búin að slíta barnsskónum og það jafnvel fyrir nokkru. En þá er bókin tilvalin fyrir ömmur og afa, eða langömmur og langafa, sem vilja gefa afkom- endum sínum hlutdeild í veröld lið- inna daga. Af bók sem þessari sér maður svo glöggt hvað margt hefur gerst á öldinni sem senn rennur skeið sitt á enda og um leið hversu undurhratt hún hefur liðið. Ekki hafa öll börn smekk fyrir ljóð og reyndar er það svo að fyrir skömmu barst rýni til eyrna sú spuming hvort börn læsu ljóð og vísur yfirleitt. Ef svarið er nei, hlýt- ur að vera kominn tími til fyrir okk- ur hin sem erum orðin stæiri að halda þeim að börnum, kenna þeim að meta þau, leika okkur að því að ríma með þeim og jafnvel semja eina og eina vísu. Þá er tilvalið að hafa við höndina bók þar sem skrýtnar og skemmtilegar vísur hafa verið settar á myndarlegan stall eins og í bókinni Eina kann ég vísu. María Hrönn Gunnarsdóttir Veröld stórmerki- legra viðburða BÆKUR Ljóðverk STJÖRNURí SKÓNUM eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson Anna V. Gunnarsdóttir mynd- skreytti. Mál og menning, Reykjavík, 1999. LJÓÐVERKIÐ Stjörnur í skónum er bæði bók og hljómdiskur. Sögum- ar og Ijóðiri í bókinni eru ýmist lesin upp eða sungin á diskinum á áreynslulausan hátt og án þess að þrengja sér upp á mann. Lesari er Ragnheiður Steindórsdóttir; röddin hennar bókstaflega gælir við texta Sveinbjamar. Flest lögin eru róleg en það lag sem líkast til er hvað best þekkt, Lagið um það sem er bannað, er aftur á móti hressilegt. Diskurinn er í heild afar notalegur áheymar og hann verkar róandi. Bókin lítur út fyrir að vera bók handa bömum. Hún ijallar um böm og myndimar eru af bömum. En hún er ekki síður fyrir fullorðna, eða dáin böm, eins og komist er að orði í inn- gangi. Kannski lifnar á ofurlitlu bami innra með fullorðnum við lesturinn og kannski leita þá á hugann löngu gleymdir atburðir úr horfnum heimi bamæskunnar. I það minnsta rifjað- ist ýmislegt upp fyrir rýni og það var ekki laust við að lesturinn yrði trega- blandinn á köflum rétt eins þegar flett er í gegnum gamalt myndaalbúm. Myndirnar í bókinni eru eins og efnið gefur tilefni til raunsæjar. Þær túlka, ekki síður en sögumar og Ijóð- in, horfinn heim og liðna daga. Og það fer ekki á milli mála af myndinni við ljóðið Hann var einn heima, að þar fer einmana lítill drengur og að stráknum á þríhjólinu (25) finnst gaman að hjóla í polla. Heimur bama er veröld stórmerki- legra viðburða. Bókin og hljómdisk- urinn Stjömur í skónum minna okkur á að staldra við og setja okkur inn í þennan heim á þeirra forsendum. Blómavasar geti ekki flogið (5) en þeii’ séu brothættir. Það eru börnin líka. María Hrönn Gunnarsdóttir Tímarit • DYNSKÓGAR, rit Vestur- Skaftfellinga, 7. bindi, er komið út. Meginefni þess er 11 greinar eftir kunna fræðimenn og rithöfunda um merka en lítið þekkta sögu kristni, klaustra og helstu kenni- manna og kirkjuhöfðingja, sem störfuðu í Skaftafellsþingi til forna. Höfundar greinanna eru Hjalti Hugason, Gunnar F. Guðmunds- son, Vilborg Davíðsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Hermann Pálsson, Guðrún Ásta Grímsdóttir, Sigurjón Einarsson, Loftur Guttormsson, Gunnar Kristjánsson, Sigurjón P. ísaksson og Þorgeir S. Helgason. Sögulegar greinar eru jafnframt gefnar út í sérprenti og nefnist sú bók Af klaustrum og kennimönn- um í Skaftafellsþingi. Ennfremur birtast í heftinu hefðbundnir annálar Mýrarhrepps og Skaftárhrepps fyrir árið 1990- 1998. Útgefandi er Dynskógar - sögu- félag Vestur-Skaftfellinga. Ritið er 221 bls. Ritið fæst íMáli ogmenn- ingu og hjá stjórnarmönnum fé- lagsins, sem eru: Hanna Hjartar- dóttir, Kirkjubæjarklaustri, Sigurþór Sigurðsson, Litla- Hvammi, og Sigurgeir Jónsson, Reykjavik. Nýjar bækur • MARGIR eru vísdóms vegir er eftir Þ. Ragnar Jónasson, fræði- mann og fyrrverandi bæjar- gjaldkera á Siglufírði. Und- irtitill bókarinn- ar er: Skólastarf á Siglufirði í eitt- hundrað ár, 1883-1983. Þetta er fjórða bindið í bókaflokknum Úr Siglufjarðar- byggðum. Efni bókar- innar er skipt í sex hluta og rúmlega þrjátíu undirkafla. Gerð er grein fyrir forsögu fræðslumála hér á landi, aðdraganda og stofnun skóla á Siglufirði og fræðslu- og skóla- starfi í byggðarlaginu í eina öld. Inn í frásögn af skólamálum á Siglufirði fléttast æviþættir þess fólks sem mest hefur komið við sögu fræðslu- og menningarmála á staðn- um. í bókinni er ennfremur að finna minningabrot nokkurra nemenda og kennara skólanna sem um er fjallað Útgefandi er Grunnskóli Siglu- fjarðar. Bókin er 208 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 3.980 kr. I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.