Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER1099 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JON GUNNAR ARNDAL + Jón Gunnar Arndal fæddist 26. október 1930. Hann lést 4. desem- ber síðastiiðinn og fdr útför hans fram frá Fossvogskapellu 14. desember. Þegar okkur barst sú fregn að vinur okkar og félagi, Jón Gunnar Arndal, hefði kvatt að morgni 4. desember sl. var félagsmönnum og starfsmönnum Blindrafélagsins mjög brugðið. Fréttin kom sem reiðarslag því Jón Gunnar var í fullu fjöri dag- inn áður og á þessu áttum við síst von. Jón Gunnar var mjög virkur í starfí Blindrafélagsins í marga ára- tugi. Hann bjó í húsi félagsins, með stuttum hléum, í rúma þrjá áratugi. Hann tók virkan þátt í félagsstarfí Blindrafélagsins og þær voru fáar skemmtanirnar og leikhúsferðirnar þar sem Jón Gunnar var ekki mætt- ur. í mörg ár stóð hann fyrir því að skipuleggja leikhúsferðir fyrir fé- lagsmenn Blindrafélagsins. Segja má að hann hafi verið frumkvöðull þess að blindir og sjónskertir fóru að sækja leikhús reglulega. Hann var til margra ára formaður skemmti- nefndar félagsins og oft heyrði ég hann segja frá ýmsu skemmtilegu sem brallað var „í gamla daga“. Jón Gunnar tók virkan þátt í að skipuleggja happdrættissölu Blindrafélagsins á árum áður og sjálfsagt muna margir eftir honum við sölu happdrættismiða. Eg kynnt- ist Jóni Gunnari fyrir rúmum tíu ár- um þegar ég fluttist í hús Blindrafé- lagsins í Hamrahlíð 17. Ég var svo lánsamur að íbúðin sem ég leigði var við hliðina á íbúð Jóns Gunnars þannig að við hittumst oft. Fljótlega tókust með okkur góð kynni og alltaf var gott að ræða málin við hann og þiggja af honum góð ráð. Hann bjó sér afskaplega fallegt og hlýlegt heimili þar sem gott var að koma, þiggja kaffi og meðlæti, gjarnan Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir OLsen, útfararsfíóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ AR9. \1 v- -4 o OSWALDS siMi 5513485 ÞjÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSI RÆTI 4B • 101 RÉyivJAVÍK Díwíð Inger Ölafíir Ihfamrstj. Umsjón Utfimrstj. LÍKKISI UVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR heimabakað. Ófáar eru þær stundir sem ég lá á nuddbekknum hans. Jón Gunnar var mjög fær sjúkranuddari og hefur hjálpað mörgum til að komast til heilsu á ný. Hann gleymdi sér oft við nuddið og þá urðu nuddtímamir stundum lengri en gert var ráð fyrir. Hann stundaði nuddstörfín af lífí og sál og var mjög umhugað um skjól- stæðinga sína. Jón Gunnar var mjög hlýlegur í viðmóti og eitt aðaleinkenni hans var góða skapið og glettnin. Hann var rólyndur maður og manni leið ætíð vel í návist hans. Jón Gunnar var orðvar og aldrei heyrði ég hann hall- mæla nokkrum manni. Eins og áður segir þótti mér ætíð gott að þiggja af honum góð ráð en hann miðlaði mér ekki síður af reynslu sinni og þekkingu á málefn- um Blindrafélagsins. Hann þekkti sögu félagsins vel og ég sem ungur formaður þess gat ætíð sótt til hans upplýsingar og holl ráð. Fjölmargar góðar og Ijúfar minn- ingar á ég um Jón Gunnar og ég veit að hið sama er að segja um félags- menn og starfsfólk Blindrafélagsins. Það er sárt að missa svo góðan fé- laga og vin með svo snögglegum hætti. Ég veit að minningin mun lifa með okkur um ókomin ár. Fjöl- skyldu, ættingjum og öllum vinum Jóns Gunnars votta ég mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins. Við fráfall Jóns Gunnars Arndals hefur Sjúkranuddarafélag íslands (SNFÍ) misst einn mikilsvirtasta og besta félaga sinn. Hann vann hug og hjörtu allra sem honum kynntust með ljúfmennsku sinni og fram- komu. Það voru ávallt birta og notaleg- heit í kring um Jón hvar sem hann fór, sem bar vott um virðingu hans fyrir mannlífinu. Jón Gunnar var mikill félagsmálamaður og naut þess að vera meðal sinna félaga og ræða af fagmennsku um málin og um lífið og tilveruna yfirleitt. Ekki síst bar- áttumál sjúkranuddara á sínum tíma sem fólust í því að að fá starfið viður- kennt af íslenskum heilbrigðisyfir- völdum. Hann var með frá upphafi í þeirri baráttu og einn af stofnendum félagsins. Fyrstu fundir um þetta baráttumál voru einmitt haldnir að hans tilstuðlan í Blindrafélagshús- inu við Hamrahlíð. Jón fékk góðan lögfræðing til liðs við okkur til að gera drög að lögum fyrir væntan- lega félagsstofnun. Þetta var mjög spennandi tímabil fyrir okkur sex, nýútskrifaða sjúkra- nuddara, þegar við komum heim frá námi úr viðurkenndum erlendum skólum í Finnlandi, Þýskalandi og Kanada. Öll vildum við fá menntun okkar viðurkennda hérlendis hið snarasta. Jón Gunnar var ávallt bjartsýnn á það og lét engan bilbug á sér finna hvað sem á dundi. Þegar SNFI var svo formlega stofnað árið 1981 kom aldrei annað til greina en að hann yrði fyrsti for- maður félagsins. Þáttur hans í fé- lagsstofnunni var svo stór og for- ystuhæfileikar hans svo miklir að hann var sjálfkjörinn sem formaður. Undir hans leiðsögn héldum við svo ótrauð áfram og náðum loksins fyrsta skrefinu sem var löggilding starfsheitisins „sjúkranuddari" árið 1986. Ef til vill á orðatiltækið „Blindur leiðir haltan“ vel við í þessu tilviki, því Jón sá oft mikið betur en við sjá- endur gerðum og leiddi okkur á rétta braut með þolinmæði sinni og visku. Jón var, að öllum öðrum fé- lagsmönnum ólöstuðum, sá sem flesta fundi sótti. Brennandi áhugi hans á öllu sem við kom félaginu og málefnum þess var viðbrugðið. Stuttu fyrir starfslok hans var Jón Gunnar sæmdur heiðursfélagi Sjúkranuddarafélags Islands sem hann svo sannarlega hafði unnið til. Mér er í minni hversu gleði hans og hamingja var fölskvalaus af þessu tilefni. Við sviplegt fráfall Jóns Gunnars er einn af forystumönnum sjúkra- nuddara sárt saknað hvort sem litið er til félagslífs eða baráttufunda fyr- ir rétti félaganna. Hann var hrókur alls fagnaðar og sannkallaður lífskúnstner. Við sem störfuðum með honum og nutum samvista við hann svo og allir í SNFÍ sendum ættingjum hans og ástvin- um innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Fyrir hönd Sjúkranuddarafélags Islands, Harpa Harðardóttir. Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Búa um lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu í fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorö og líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson útfararstjóri Sverrir Olsen útfararstjóri Utfararstofa Islands Sími 581 3300 - Suðurhlíð 35 — Fossvogi. Alian sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is SIGRÍÐUR ARIN- BJARNARDÓTTIR + Sigríður Arin- bjarnardóttir fæddist í Vestur- hópshólum í V-Húna- vatnssýslu 2. mars 1919. Hún lést 29. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey 4. desember. Þúólstsembamvið heiðbjart Húnaþing, og horfðir skyggn á bláan fjallahring. Þú tíndir margan fagran furðustein og fórst á léttum hesti’ um grundir ein. Þú áttir alltaf hlýja hjartarót sem lífið hefði lítil markað spor en lagt þér til sitt geisla- ríkavor. Hve tómlegt er nú að horfa á húsið þitt, en hlýju þaðan geymir brjóstið mitt Og ætíð var mér koma þín svo kær, þú komst til mín sem ferskur æskublær. Hve björt þú varst er síðast þigégsá með svefni blandinn frið um enni’ogbrá. Nú húmar fast er færast nærri jól. Hvað fljótt - þú kvaddir okkar jarðar sól. með heiðskírt Norðurlandsins ættarmót Og skáldi þínu varstu gæfa og vöm svo vel þar prýddu garðinn ykkar böm. Þótt liðið væri langt á daginn þinn, hve ljós þú varst og fríð og björt á kinn, Nú áttu þá - með Jesú sjálfum jól, þar Jesús gefur þér sitt náðarskjól. Þú færð að sjá þá helgu himnadýrð er hér á jörðu verður aldrei skýrð. Rósa B. Blöndals. EDDA EINARS ANDRÉSDÓTTIR + Edda Einars Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1935. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 6. desember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 18. desember. Vinkona mín og fyrrverandi sam- starfskona, Edda Einars Andrés- dóttir, hefur gengið lífsins veg á enda eftir langa baráttu. Margar minningar komu í hugann þegar ég fékk þessar fréttir, og þá sérstak- lega hvað hún reyndist mér vel þeg- ar ég fluttist til Grindavíkur í desem- ber 1987. Edda var alltaf tilbúin til að rétta fram hjálparhönd og mátti ekkert aumt vita, þá var hún mætt til aðstoðar. Oft var glatt á hjalla í eld- húsinu hjá henni, mikið rætt um það sem var að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni og svo einnig um vinn- una. Hún var ósérhlífin til vinnu, einn af þessum starfskröftum sem allir vildu hafa því að á Eddu var hægt að treysta. Hennar verður sárt saknað. Þú áttir þrek og hafðir verk að viima og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð, þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa ogeykuraflogtrú. Það er eðli nyúkra móðurhanda að miðla gjöfúm eins og þú. (Höf. ók.) Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Harpa Fold Ingólfsdóttir. Skilafrestur minnmgargreina EIGI minningargrein að birtast á út- farardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyiir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofhað 1990 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgrcina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSteg þjónusta sem byggir á langrí reynslu J’ Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.