Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 57

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 57 ] 1 MINNINGAR SIGÞRÚÐUR JÓNÍNA SIG URÐARDÓTTIR + Sigþrúður Jónína Sigurðar- dóttir, dvalarheimili aldraðra Skjóli, fæddist að Ásmundanesi í Kaldrananeshreppi Strandasýlu 6. október 1915 . Hún andaðist á heimili sínu 15. deseniber síðast- liðinn. Sigþrúður var dóttir hjón- anna Sigurðar Guðjónssonar, f. 23.4. 1886 í Birgisvík í Árnes- hreppi og Guðrúnar Benjamíns- dóttur, f. 8.4.1888 að Asparvík í Þrúða, eins og hún var kölluð í fjölskyldu minni, var kona með stórt og kærleiksríkt hjarta. Ég kynntist henni fyrst daginn sem ég fæddist. Það var í ofsaveðri norður í Stranda- sýslu. Engin ljósmóðir gat komist á staðinn í þessu veðri, en Þrúða bjó tvær bæjarleiðir frá heimili mínu og lagði út í óveðrið ásamt systkinum sinum til að aðstoða mig í þennan heim. Hún hafði aldrei tekið á móti barni og var ekki menntuð til þess. Með hjálp systur hennar, Mundu, gekk koma mín í þennan heim prýð- isvel, enda Þrúða við stjórnvölinn. Kaldrananeshreppi. Hún átti sjö systkini þau eru: Ingibjörg, f. 11.6. 1913; Benjamín Magnús, f. 30.10. 1917; Bernódus, f. 9.9.1920; Andres, f. 28.4. 1924; Guðmundína Sigurey, f. 1.1.1929; Þóra Svanhildur, f. 22.2. 1932, og Guðmundur sem dó í frum- bernsku. Útför Sigþrúðar fór fram frá Fossvogskapellu 21. desember. Ég var fyrsta barnið sem hún tók á móti, en ekki það síðasta. Næst þegar ég hitti Þrúðu var ég tólf ára. Þrúða fluttist á Akranes ásamt föður sínum, afa mínum, þeg- ar ég var þrettán ára. Það var hlý- legt að heimsækja hana, alltaf nýbakaðar kökur og mjólk til reiðu. En það sem mér fannst best við heimsóknirnar var að hún var alltaf með einhverja handavinnu í höndun- um. Ég hafði gaman af að sjá hvem- ig hún notaði nálina í útsaumi og taka eftir flíkunum sem runnu út úr fótstignu saumavélinni hennar. Þeg- ar ég fór seinna að sauma sjálf minntist ég oft Þrúðu, en ég komst aldrei með tærnar þar sem hún hafði hælana. Frá henni hafði ég fengið löngunina til að takast á við hannyrðir, sem veitti mér oft ómælda ánægju. Ég ræktaði ekki sambandið við þessa heiðursfrænku mína, lét hana afskiptalausa og gaf henni ekki tíma og pláss í lífi mínu. Þegar ég skoðaði líf mitt rækilega sá ég hversu eigin- gjörn ég hafði verið. Ég vil biðja þig, Þrúða mín, fyrirgefningar á tillits- leysi mínu. Mig langar líka að segja þér hversu vænt mér þykir um þig. Þegar ég er að skrifa þetta finn ég fyrir sorg yfir þeim árum sem ég gaf þér ekki hlutdeild í lífi mínu og tók ekki þátt í þínu. Nú ert þú farin til Jesú, sem þú elskaðir, og hann hefur örugglega tekið fagnandi á móti þér með lúðrablæstri og himneskum hersveitum. Drottinn blessi sálu þína. Ljóssins faðir, leið þig inn lífs-til-dýrstu-halla. Pegarlausnarlúður þinn læturhljóminngjalla. (Sig. Rós.) Guðrún Magndís Sigurðardóttir. BJORN RIKARÐ UR LÁRUSSON + Björn Ríkarður Lárusson fæddist í Reykjavík 7. nóv- eniber 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 15. desember. Björn vinur minn var stór maður í fleiru en einu tilliti. í einum og sama manni sam- einaðist heljarmennið, hugvits- og hagleiks- maðurinn Björn Lárusson, honum var margt til lista lagt, íþróttamað- ur góður, skákmaður snjall og hag- ur smiður svo eftir var tekið. Eg kynntist Birni ungur í gegnum gamla góða KR eins og okkur er tamt að kalla félagið okkar og átti því láni að fagna að starfa með hon- um að íþrótta- og félagsmálum um langt árabil. Björn var ákaflega traustur og ósérhlífinn félagi og má þar t.d. nefna hans þátt í að bæta aðstöðu lyftingadeildar KR er við nokkrir félagarnir innréttuðum gamla þvottalaugahúsið í Laugar- dal 1977. í kjölfarið gerðist hann öt- ull talsmaður þess að félagið kæmi upp alhliða þrekæfingahúsi er nýt- ast mætti öllum deildum til bætts árangurs. Það gaf oft á bátinn hjá okkur á þessum árum en þolinmæði þrautir vinnur allar og upp fór hús- ið um síðir. Björn var vakinn og sof- inn fyrir velferð félagsins og beitti sér óspart fyrir framgangi þess á mörgum vígstöðvum. Mér er minn- isstætt í upphafi knattspyrnuvertíð- ar 1998 er hann heimsótti mig á vinnustað og tilkynnti glaður í sinni að nú kæmi Islandsbikarinn því hann hefði dreymt fyrir því. I stuttu Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- máli var draumurinn á þann veg að hann er staddur í bikarher- berginu við Frosta- skjól og sér þar í skáp spýtukubb sem búið er að rista í töluna 30. Þetta sagði hann vís- bendingu um að titill- inn yrði í höfn það árið því 30 ár væru liðin frá síðasta Islandsmeist- aratitli. Ræddum við þetta ekki meir fyrr en að hausti að ég hitti Björn að máli og segi drauminn því miður ekki hafa ræst, enn þurfum við að bíða. Viku seinna eða svo kemur Björn aftur og segir að hann hafi gert mistök í draum- ráðningunni, hann beri að skilja svo að KR yrði íslandsmeistari 1999 þegar 30 ár væru liðin frá því félag- ið lét bikarinn af hendi en það var ekki fyrr en haustið 1969. Allt gekk þetta eftir og meira til líkt og alþjóð er kunnugt. Þessi saga segir margt um mann- inn, það var aldrei gefist upp þó móti blæsi og ætíð horft með djörf- ung og stolti fram á veginn. Kæra Edda og börn, ykkar harm- ur er mikill og sendum við gamlir félagar ykkur hugheilar samúðar- kveðjur. Það verður bjart yfir minningu vinar míns Björns Lárus- sonar um alla framtið. Birgir Þór Borgþórsson. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA VALGEIRSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.30. Sólrún Aspar Elíasdóttir, Sigmar Ingvarsson, Soffía Gestsdóttir, Valgerður Gestsdóttir, Jóhannes H. Sigmarsson, Sigrún íris Sigmarsdóttir, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA ÓLÍNA JÚNÍUSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 23. desember á St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði. Vigfús Sigurðsson, Inga Sigrún Vigfúsdóttir, Óli Rafn Sumarliðason, Guðfinna Vigfúsdóttir, Eyjólfur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát INGIBJARGAR GUNNARSDÓTTUR hárgreiðslumeistara. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Björn R. Einarsson og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA EINARSDÓTTIR, áður til heimilis á Jófríðarstaðavegi 12, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu við Skjólvang þriðjudaginn 21. desember. Útförin verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. des- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hrafnistu og Slysavarnafélag íslands. Sérstakar þakkir eru sendar til starfsfólks Hrafnistu sem annaðist hana meðan hún dvaldi þar. Fyrir hönd vandamanna, Ásmundur Ársælsson, Anna Ársælsson, Guðrún Ársælsdóttir, Steinmóður Einarsson, Jóhann Ólafur Ársælsson, Sigríður Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR BALDUR ÓLAFSSON framkvæmdastjóri, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 10.30. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Hildur Guðmundsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Tómas Óli Magnússon. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÁLL BJÖRNSSON læknir, er látinn. Ásta Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Björn Stefánsson, Stefán Lárus Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Steingrímur Páll Stefánsson og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SÍMON ÓLAFUR MAGGI ÁGÚSTSSON vélstjóri, Bakkatúni 16, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 22. desember. Anney B. Þorfinnsdóttir, Ágúst Símonarson, Sigríður Sigurðardóttir, Svana M. Símonardóttir, Valdimar Sveinsson, Hjördís Símonardóttir Fruson, Dwight Fruson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, JÓNS BJÖRNSSONAR frá Gerði, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 1, Hafnarfirði. Oddný Larsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.