Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ rr + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, RÓBERTJÓNSSON (Berislav Sindicic), Heiðarbrún 16, Stokkseyri, sem lést sunnudaginn 19. desember, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 14.00. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Nada Geirlaug Róbertsdóttir, Guðrún Elka Róbertsdóttir, Magnús S. Ingibergsson, Angelia Róbertsdóttir, Sæmundur Gíslason, Guðmundur ívan Róbertsson, Dóróthea Róbertsdóttir, Selma Hrönn Róbertsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTÓFER GUÐMUNDSSON frá Litla Kambi, Ennisbraut 27, Ólafsvík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. desem- ber. Útförin auglýst síðar. Kristín Kristinsdóttir, Svanur Kristófersson, Guðrún Kjartansdóttir, Stefán Smári Kristófersson, Hrafna Rut Kristjánsdóttir, Kristinn Kristófersson, Auður Sigurjónsdóttir og barnabörn. + Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ÓLÍNA V. DANÍELSDÓTTIR, áður til heimilis í Engihlíð 14, Reykjavík, lést á Landakoti miðvikudaginn 22. desem- ber. Þórunn Héðinsdóttir, Örn Hólmjárn, Óltna Ágústsdóttir Pogozelski, Charles Pogozelski, Margrét Ágústsdóttir, Vilborg Hólmjárn, Héðinn Hólmjárn og langömmubörn. + Hjartkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, HALLFRÍÐUR ANNA TÓMASDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, áður á Kambsvegi 24, sem lést fimmtudaginn 16. desember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. desember, kl. 13.30. Ásbjörn Pálsson, Ottó Sveinn Hreinsson, Jóhanna Ploder, Sigurlína Ásta Antonsdóttir, Arnar Daðason, Sigfríður Ásbjörnsdóttir og barnabörn. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞÓRÓLFUR BECK fyrrv. knattspyrnumaður, Rauðarárstíg 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrkt- arsjóð Geðhjálpar. Þórólfur Beck, Vilborg Einarsdóttir, Ólöf Oddný Beck, Oddný Björgólfsdóttir, Guðrún Beck, Magnús Tryggvason. ÞÓRARINN STEFÁN GUNNARSSON + Þórarinn Stefán Gunnarsson, gullsniiður, fæddist í Reykjavík 5. janúar 1928. Faðir hans var Gunnar Sigurðsson, gullsmiður, f. 8. mars 1897, d. 29. desember 1954. Móðir: Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 11. febr- úar 1900, d. 23. aprfl 1980. Hinn 6. febrúar 1954 kvæntist Þórar- inn Ástu Engilberts- dóttur, f. 19. desem- ber 1926. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, bókari, f. 28. septem- ber 1945, maki Ragnar Pálsson, viðskiptafræðingur, f. 24. ágúst 1942. Böm þeirra: Guðrún, við- skiptafræðingur, f. 20. nóvember 1966, maki Hjörtur Hjartarson, f. 14. ágúst 1956, dóttir þeirra Birg- itta Sigrún, f. 24. október 1997. Björn, viðskiptafræðingur, f. 15. ágúst 1970, maki; Birna Kolbrún Gísladóttir, nemi, f. 14. maí 1968, sonur þeirra, Sæmundur Óli, f. 2. febrúar 1997. 2) Birgir, fram- kvæmdasfjóri, f. 7. september 1954, maki Dóra Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1954. Börn þeirra: Egill Arnar, nemi, f. 2. september 1978. Þórarinn Gunnar, nemi, f. 10. júní 1983. Sigríður Dóra, f. 9. mars 1991. 3) Gunnhildur, sölustjóri, f. 22. aprfl 1960, maki Sveinn Mikael Ottósson, sjó- maður, f. 27. mars 1960. Dóttir Gunn- hildar frá fyrra hjónabandi með Snævari Ivarssyni, f. 25.5. 1961 er Ásta Rós Snævarsdóttir, f. 3. desember 1991. Þórarinn lauk sveinsprófi 1947 í gullsmíði. Rak eigið verkstæði frá 1948 og þar af í 41 ár ásamt félaga sínum Bjarna Þ. Bjamasyni, verkstæðið Gullsmið- ir Bjami og Þórarinn, þar til Bjami Iést árið 1995. Þórarinn var aldursfélagi í Félagi íslenskra gullsmiða. Hann var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbsins Heklu og þar með Kiwanishreyfingar- innar á Islandi, en hún var stofnuð 9. nóvember 1963. Hann gekk í Oddfellow 1959 í stúku nr. 7, Þorkel Mána. Hann var enn frem- ur virkur félagi í Iþróttafélagi Reykjavíkur (IR) og keppti bæði fyrir félagið á skíðum og í fijáls- umiþróttum á sínum yngri árum. Utför Þórarins fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. desember og hefst athöfnin klukkan 15. Ó, hvað vér misstum mikla gjöf. Hve myrk og djúp er þessi gröf og döggvuð dýrum tárum. Hver veit að meta, eins og er, hið orðna tjón, er hörmum vér? Hver lýsir sorg og sárum? Og hver má fylla höggvið skarð í harmþrunginna vina garð? Hver bqóstmein þeirra bæta? Hver bætir Síon brostinn vörð? Hver bætir snauðri fósturjörð þann missta soninn mæta? Það gjöra verður, Guð vor, þú, sem gafst það lán, er tókst þú nú; það getur annar enginn. Þú sjálfur einn því orka mátt, að oss sé hann, er lést svo brátt, til góðs af heimi genginn. (Bjöm Halldórsson í Laufási) Kveðja frá ástkærri eiginkonu. Ástarkveðja til pabba. Hver getur slíkum guðakrafti lýst, er gleði himins út um myrkrið brýst og flæðir yfir fjöll og byggð og höf, sem fengu lífið sjálft í morgungjöf. Er sálin rís úr svefnsins tæru laug, er sælt að flnna líf í hverri taug og heyra daginn guða á gluggann sinn og geta jafnvel boðið honum inn. Af grasi hrynur draumsins daggarglit, og dögun breytir kyrrð í morgunþyt, en loftin verða heið og höfrn blá, og himni sínum fagna tré og strá. í dögun verður lífið öllum ljúft, sem líta upp og anda nógu djúpt. Að allravitum ilmur jarðarberst, þó enginn skþji það, sem heíúr gersL En hverri sál, sem eitt sinn ljósið leit, er líknsemd veitt og gefið íyrirheit Því mun hún aldrei myrkri ofurseld, að minningin er tengd við dagsins eld. Sá einn er sæll, sem á sinn morgunheim. Sá einn er tign, sem lýtur mætti þeim, er getur björgum líkt og laufi feykt og lífsins eld á jörð og himni kveikt. (Davíð Stefánsson.) Þín böm Sigrún, Birgir og Gunnhildur. Elsku besti afi minn og nafni, Þórarinn Gunnarsson, „Tóti Gunn“ eins og þú varst kallaður af vinum þínum. Mikið á allt eftir að vera tóm- legt núna eftir að þú kvaddir okkur svona skyndilega á afmælisdaginn hennar ömmu. Og mikið á ég eftir að sakna þín, finna kærleikann og hlýj- una frá þér og tala við þig um allt milli himins og jarðar. Þá sérstak- lega núna um jólin, af því að þú og amma voruð svo tíðir gestir hjá okk- ur á aðfangadagskvöld. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst og sóttir mig einn sunnudags- morguninn þegar ég var yngri, bankaðir á gluggann hjá mér og vaktir mig með nýbökuðu vínar- brauði í bakaríspoka. Tókst mig svo með þér að veiða. Aldrei hefur mér liðið jafn vel í nærveru nokkurs manns, þar sem við sátum niðri við vatnið, böðuðum okkur í sólinni, töl- uðum saman, og höfðum það nota- legt á milli þess sem við reyndum að veiða eitthvað. Afí, eins mikill dugnaðarmaður og þú varst, hvort sem það var alvara lífsins eða íþróttir, ýmist fótbolti, frjálsar eða skíði, allt stundaðir þú af miklum krafti. Þú studdir mig ávallt og hvattir í öllu sem ég gerði, hvort sem það var skólinn, skíði eða golf. Þú varst alltaf fyrstur að hringja í mig eftir að ég hafði lokið keppni, með úrslitin á hreinu. Hvort sem það var til þess að óska mér til hamingju með góðan árangur, eða hvetja mig þegar illa gekk. Þá sagðir þú ávallt: „þetta gengur betur næst.“ Þú gafst mér mín fyrstu skíði, og mitt fyrsta golf- sett og þú smitaðir mig bæði af skíða- og golfbakteríunni. Ég man líka núna síðast þegar ég var staðráðinn í því að skipta um skóla, hringdir þú í mig, til að ræða málin. Ef þú bara vissir hvað það var gott að vita að þú stóðst við bakið á mér, og studdir mig ætíð. Afi minn, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu mikið ég á eft- ir að sakna þín, og hversu sárt það er að þurfa að kveðja þig svona snögg- lega. Það er ekki bara að ég missi afa, heldur einnig minn besta vin. Með þessum orðum vil ég sýna hversu sárt ég sakna þín og mun minningin um þig ávallt lifa í hjarta mér. Þinn nafni, Þórarinn Gunnar. Elsku afi Tóti! Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem Sæ- mundur Óli hefði líka getað eignast um langafa sinn hefðum við fengið að hafa þig aðeins lengur. Fyrstu minningarnar mínai' úr Arnarnesinu eru frá jólunum þegar við bjuggum í Svíþjóð og komum heim og vorum hjá ykkur ömmu á aðfangadagskvöld. Þá eldaði amma þessa æðislegu svínasteik með bestu puru í heimi og ég hjálpaði þér að skera steikina og bar diskana til allra. Ég tók þetta starf mjög alvar- lega og vandaði mig eins og ég gat. Þegar allir voru búnir að borða á sig gat kom að því sem ég hlakkaði mest til,en það var að fá að opna pakkana. Þá settist þú á stól við jólatréð og byijaðir að lesa á pakkana og sást til þess að við systkinin hefðum nóg að gera við að opna pakka. Auðvitað þurfti ég að prófa allar gjafirnar og þá var farið í náttfötin og inn á gang að leika og tókst mér að draga Bigga með mér þegar hann var búinn að fá lánaðar síðar nærbuxur hjá þér svo hann myndi ekki skemma jólafötin sín. Seinna um veturinn komstu til Svíþjóðar í heimsókn til okkar. Þá fórum við öll saman á skíði og þú tókst mig í kennslu og hafðir mig í eftirdragi út um allt. Ég mun aldrei gleyma skemmti- legu sunnudagsbíltúrunum sem við fórum í saman. Þá beið ég alltaf spenntur eftir því að þú kæmir að sækja mig og þá var farið vítt og breitt um bæinn og alltaf var komið við í Nesti í Kópavogi og keypt Prins Póló og kók. Þegar leið svo á daginn var farið í kaffi til ömmu og þar biðu okkar pönnukökur og ristað fransk- brauð með rabarbarasultu. Við höfum alltaf haft eitt stórt sameiginlegt áhugamál og það er að borða góðan mat. Það slær ekkert við grillveislunum sem þið amma hélduð í garðinum í Tjaldanesinu á góðum sumardögum þar sem þú naust þín sem grillmeistari hússins. Takk afi minn fyrir allar þær frá- bæru samverustundir sem við höfum átt og ég veit að þú ásamt langömmu Guðrúnu vakir yfir okkur sem syrgj- um þig. Björn. Elsku afi. Það er erfitt að finna réttu orðin þegar það kemur að því að kveðja þig. Hvorki ég né neinn annar átti von á því að sú stund væri runnin upp hvað þá á afmælisdeginum hennar ömmu. Ég man alltaf eftir þvi þegar þú gafst mér fyrstu skíðin mín og er það í raun elsta minning mín. Þetta voru blá tréskíði og rosa- lega flottir reimaðir leðurskíðaskór. Ef ég man rétt var ég ekki nema rúmlega fjögurra ára gömul og nú 29 árum síðar bý ég enn að þeim grund- vallaratriðum í skíðamennsku sem þú kenndir mér. Þú varst alltaf skíðahetja mín, „Islandsmeistarinn" á skíðum. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir það að þú skyldir hafa komið mér á bragðið með skíðin því þótt ég fetaði aldrei í fótspor þín sem skíða- meistari þá lærði ég að kunna að meta þessa íþrótt og hef þannig reynt að smita út frá mér með því að kenna öðrum. Nú get ég ekki beðið þangað til litla prinsessan mín, hún Birgitta Sigrún, verður orðin nógu stór til að stíga sín fyrstu skref á skíðunum og veit ég að þú munt fylgjast með okkur að ofan. Það styrkir mig í sorginni að vita til þess að hún Guðrún amma skuli hafa beðið hinum megin eftir að taka á móti þér og nú munuð þið ásamt Gunnari afa og bróður þínum, hon- um Sigurði, vaka yfir okkur sem eft- ir erum. Elsku amma, mamma, Dunna og Biggi, ég veit að þetta eru erfiðir tímar og sérstaklega þegar svona at- burður á sér stað rétt fyrir jólahátíð- ina. Hins vegar veit ég það að afi óskar þess að við munum halda áfram ótrauð því hann mun vera með okkur í anda. Restin af fjölskyldunni mun styðja við ykkur og vinna þann- ig sameiginlega úr sorginni sem við öll glímum við. Þín dótturdóttir, Guðrún. Vinur og félagi, Þórarinn Gunn- arsson, er látinn. Tár runnu niður vanga er Birgir hringdi og sagði: „Pabbi er dáinn,“ ég var orðlaus og klökkur. Við Þórarinn höfðum hist og spjallað saman rúmum sólarhring áður en hann féll frá. Okkar kynni byrjuðu er við vorum ungir í Iþrótta-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.