Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 82

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 82
82 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ljóska PAÐ KEMUR J Vlí> ÆTTUM A6 UTVESA SVOÍSKALD- ]>0KKUR FALLEGAR PEYSUR UR BLÁSTURrA ME6 MERtŒNU OKKAR Á Smáfólk Sæll Stjáni, farðu og spyrðu hundinn þinn hvað varð um skilaboðin sem hann tók fyrir mig. BREF ITL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Alheimsvið- skiptastofnunin Frá Snorra Bjamasyni: EG er orðinn gamall maður og er búinn að fylgjast með framvindu mála í landinu og reyndar í heim- inum, í meira en sextíu ár og leyfi mér á þeim forsendum að senda þjóðinni nokkrar línur. Eg ætla mér nú ekki að fara að rekja alla þá sögu, en langar til að minnast á það sem heitast brennur og mest er í umræðunni. Þá nefni ég fyrst það alheimsböl sem er vímuefna- neyslan og salan á efnum til þeirra nota mun vera lang fyrirferðamest og velta stærstu fjárfúlgunum í þessum rómuðu alheimsviðskipt- um, þó þau viðskipti séu ólögleg. íslenska lögreglan í samvinnu inn- byrðis og við aðrar þjóðir, hefir náð aðdáunarverðum árangri und- anfarið við að hafa hendur í hári þeirra sem fjármagna, flytja inn og selja þessi hættulegu efni. Þetta er allt þakkarvert og eins það sem gert er til að hjálpa þeim börnum og unglingum, sem hafa orðið fórnarlömb vímuefna, að komast á réttan kjöl. En ef við ætlum í alvöru að komast að rótum vandans, þá verðum við að endur- skoða alla okkar lífshætti og líta til gamalla gilda. Tæknin hefur fært okkur marga dásamlega hluti sem létta okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þessi blinda tæknidýrkun sem heimtar meiri og meiri hraða og notuð er í glæp- samlegum tilgangi er að eyðileggja allt líf á jörðunni. Það sem við þurfum að leggja áherslu á er að endurreisa heimilin og gefa okkur tíma til að sinna börnunum alveg frá fæðingu, því lengi býr að fyrstu gerð. Þeir peningar sem varið er í barnapössun væru betur komnir beint til heimilanna og for- eldrum gert kleift að vera heima með börnum sínum. Það væri þroskandi fyrir bæði foreldra og börn, en ungir foreldrar sem sjálf- ir fóru á mis við móður- og föður- umhyggju þurfa að fá fræðslu hjá góðu og þroskuðu fólki, svo þeir verði færir um að gefa börnunum gott fordæmi og kenna þeim að þekkja muninn á réttu og röngu. Þó það séu margir sem leggja sig fram um að vinna gegn þessum ósóma, þá eru aðrir sem vinna í öf- uga átt og heimta að áfengi sé selt í matvörubúðum svo hægt sé að setja það í körfuna með mjólkinni. Eitt er það mál sem þjóð og þing glímir nú við, en það er álmonell- usýkingin sem herjar á Austfirð- inga og margir hafa veikst af. Ut- anríkisráðherra og þó sérstaklega iðnaðarráðherra ei'u mjög þungt haldnir af þessari pest. Þeir halda nú samt að pestin geti orðið til gagns og muni efla atvinnulíf og velmegun á Austurlandi og jafnvel í öllum fjórðungum landsins ef hún breiðist út. Þetta byggist á því að fallegu landi sé sökkt og byggð stór raforkuver og síðan reist mik- ið álver við Reyðarfjörð. Alheims- viðskiptastofnunin hélt stóra ráð- stefnu í Seattle í Bandaríkjunum, sem dró að sér þúsundir mótmæl- enda sem vildu mótmæla alheims- kunni og afleiðingum hennar. Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra var þar fulltrúi okkar íslendinga og honum rataðist satt orð á munn, þegar hann sagði að við værum að stuðla að því að halda uppi barnaþrælkun í Asíu með því t.d. að kaupa flugelda til að skjóta upp á gamlárskvöld. Hann sagði að það væru börn sem væru látin vinna að framleiðslunni og það hefðu hlotist af því mörg stórslys. En er það ekki einmitt þetta sem þessi svokallaða alheimsvæðing byggist á, að kaupa vörur þar sem þær fást ódýrastar og láta sér ekkert koma við af hverju þær eru ódýrar? Það eru fluttar inn iðnað- arvörur í miklu magni á svo lágu verði að það virðist útilokað að það geti staðist að hægt sé að fram- leiða þær og flytja heimshorna á milli. Vilji maður sjálfur smíða eða sauma einhvern hlut og fari í búð til að kaupa sér efni, þá reynist hægt að fá hlutinn tilbúinn á sama verði og efnið kostar. Það hlýtur þá einhverstaðar að vera vitlaust gefið og einhver hafi svikið lit. Leiti maður eftir skýringum á þessu, þá eru svörin jafnan þau að þetta sé hagur neytenda, eins og þeir séu hópur sem geri ekki ann- að en vera neytendur og aðrar hræringar í þjóðfélaginu snerti þá ekki. Þetta er alheimskan í hnot- skurn. Það sem á að vera for- gangsverkefni hverrar ríkisstjórn- ar er að búa svo um hnútana að allir hafi atvinnu við sitt hæfi, bæði til aðfullnægja athafnaþörf- inni og geta séð sér og sínum far- borða með vinnu sinni. Sú ríkis- stjórn sem nú situr, ætlar ekki að láta standa upp á sig og hún kann eitt ráð og það er að fá útlendinga til að virkja ár og fossa, til að knýja stór álver, sem þeir byggja á sinn reikning. Atvinnuleysingjar í sjávarplássunum geta þá hætt að standa á bryggjunum og góna út á sjóinn þar sem þeir vita af fiskin- um, sem þeir mega ekki veiða. SNORRI BJARNASON, ökukennari Blönduósi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Bru rímlagardinurnar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. tzáimuhn GSM 897 3634

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.