Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 87

Morgunblaðið - 24.12.1999, Side 87
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 87 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir gamanmyndina „Baby Geniuses“ með Kathleen Turner og Christopher Lloyd í aðalhlutverkum Snilligáfa barnanna Frumsýning DR. ELENA Kinder (Kat- hleen Tumer) er heims- þekktur barnasérfræðingur sem stjórnar rannsóknum hjá Baby- co-fyrirtækinu en það sérhæfir sig í hverskonar barnavarningi. Hún hef- ur komist að því með umfangsmikl- um rannsóknum að sum böm era fæddir snillingar en við tveggja ára aldurinn þegar þau byrja að tala í heilum setningum eða þar um bil, tapa þau snilligáfunni og verða eins og við hin. Elena Kinder gerir sér grein fyrir að uppgötvun hennar mun tryggja henni Nóbelsverðlaunin en það er t'eyndar ekki markmið henn- ar. Hún og aðstoðarmaður hennar, Heep (Christopher Lloyd), hafa engum sagt frá því að þau ætla að nota niður- stoður rannsókna sinna í mjög undarlegum og hættu- legum tilgangi en það eina sem stendur í vegi fyrir þeim er tveggja ára anginn Sly. Þannig er söguþráðurinn í gaman- myndinni „Baby Geniuses", sem er jólamynd Regnbogans í ár. Með að- alhlutverkin fara Kathleen Turner og Christopher Lloyd en aðrir leik- arar í myndinni eru Kim Cattrall, Peter MacNicol, Dom DeLuise, Kyle Howard og Ruby Dee. Leikstjóri myndarinnar er Bob Clark. Hann er hefur starfað sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi og hefur komið að gerð fjölda mynda af ýmsum gerðum og stærðum ýmist sem leikstjóri eða framleiðandi. Kannski kunnastar þeirra séu „Porky’s", „Turk 182“, „Murder by Degree“ og „Breaking Point“. Kathleen Tumer hefur ekki verið áberandi í kvikmyndunum undanfar- in ár. Hún vakti gríðarlega athygli sem femme fatale í glæpamynd Lawrence Kasdans, „Body Heat“, á móti William Hurt. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum myndum fyrir leikstjóra á borð við Carl Rein- Þríburar fóru með hlutverk barnungans Sly í fjölskyldu- myndinni um snillingana. er og Francis Ford Coppola. Þekkt- astar þeirra era án efa „Romancing the Stone“ og „Peggy Sue Got Marr- ied“ að ógleymdri „Prizzi’s Honor“ þar sem hún lék á móti Jack Nichol- son undir leikstjóm John Hustons. Þá lék hún fyrir Danny DeVito í „War of the Roses“ á móti Michael Douglas og fyrir John Waters í „Ser- ial Mom“. „Elenu finnst ekki að hún sé óþokki,“ er haft eftir leikstjóranum Clark þegar hann ræðir um hlutverk Turner í myndinni. „Henni finnst að hún sé að gera rétt alveg öfugt við frændfólk hennar sem hún á í mestri samkeppni við á barnavöramarkað- inum. Hún hefur mikla trú á aga og stöðugri þjálfun en frændfólkið legg- ur meiri áherslu á ástúð. Gamanleikarinn Christopher Lloyd fer með annað aðalhlutverkið í myndinni en hann fór með hlutverk í mynd Milosar Fonnans, Gauks- hreiðrinu, á sínum tíma. Þekktastur er hann fyrir að leika á móti Michael J. Fox í tímaflakksmyndunum Aftur til framtíðar. Kathleen Turner er engin barnagæla í myndinni þótt hór sýnist annað. MYNDBÖND Jordan á villigötum Draumaheimur (In Dreams) Hrollvekja Framleiðandi Stephen Wolley. Leikstjóri: Neil Jordan. Handrit: Bruce Robinson og Neil Jordan. Að- aJhlutverk: Annette Bening, Aidan Quinn og Robert Downey Jr. (90 mín.) ClC-myndbönd, desember 1999. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórinn Neil Jordan hef- ur getið sér gott orð fyrir vandað- ar og óvenjuleg- ar kvikmyndir á borð við „Inter- view with a Vampire", „The Crying Game“ og „The Butcher Boy“. Það getur því tekið áhorf- andann dálítinn tíma að átta sig á að Draumaheimur er lítið annað en ómerkileg klisja. Um er að ræða raðmorðingjamynd í anda „Psycho" með dulrænu sjónvarpsmyndar- ívafi. Utlit og umgjörð eru síðan í „Seven“ -stílnum. Þessi samsetn- ing gæti reyndar gengið upp ef ekki væri fyrir hið áberandi illa skrifaða handrit myndarinnar. Annette Bening berst hetjulega við mis-misheppnað hlutverk aðalper- sónunnar en hinn annars ágæti leikari Robert Downey Jr. verður fullkomlega hjákátlegur í hlutverki morðingjans. Upphafsatriði þessar- ar hrollvekju er áhrifaríkt en eftir það liggur leiðin hratt niður á við. Heiða Jóhannsdóttir' saniSPU. Bjarni Arason Ragnar Bjamason Sími 552 9900 JÓLA- DANSLEIKUR ' MILLJÓNAMÆRINGANNA ' ásamt Bjarna Arasyni, Ragnari Bjarnasyni, Bogomil Font og Páli Óskari, 26. desember, annan í jólum, í Súlnasa! á Hótel Sögu Bogomil Font , Páll Óskar Laugaveg 168 - www.centrum.is/samspil Forsala aðgöngumida í andyri Súlnasals á Hótel Sögu 26, desember frá kl, 13*20 Spariklæðnaður Miðaverð kr, 1,800 Húsið opnað kl, 22,00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.