Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnvöld í Bretlandi fliuga að leysa Augusto Pinochet úr haldi Kann að verða leiddur fyrir rétt í Chile Santiago, Madrid, París. AFP, AP. EDUARDO Frei, forseti Chile, sagði í gær að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, kynni að verða sóttur til saka í Chile ef hann sneri þangað aftur. Áður hafði Jack Straw, innanríkisráð- herra Bretlands, tilkynnt að hann væri að íhuga að leysa Pinochet úr haldi og hafna beiðni Spánverja um að hann yrði framseldur til Spánar þar sem hann væri of veikur til að verja sig fyrir rétti. „Dómstólarnir í landi okkar eiga að kveða upp úrskurð sinn,“ sagði Frei. „Við höfum varið rétt okkar til að leysa eigin vandamál í Chile og leyfa ekki öðrum að leysa þau í okkar nafni.“ Dómstólar í Chile íhuga nú 55 mál- sóknir gegn Pinochet, sem hefur ver- ið sakaður um að bera ábyrgð á pyntingum og drápum á hundruðum manna á valdatíma sínum á árunum 1973-90. Margir efast þó um að Pinochet verði sóttur til saka í Chile og telja ólíklegt að hann verði sviptur frið- helgi sem hann hefur notið í landinu sem þingmaður. Jack Straw sagði að læknar, sem rannsökuðu Pinochet, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hann væri of veikur til að geta varið sig fyrir rétti. Breski innanríkisráðherrann kvaðst því vera að íhuga að hafna framsals- beiðni Spánverja og gaf þeim og öðr- um málsaðilum viku frest til að leggja fram nýjar röksemdir í mál- inu. Spænska stjórnin hyggst ekki beita sér frekar Abel Matutes, utanríkisráðherra Spánar, kvaðst virða ákvörðun Straws og sagði að spænska stjórnin myndi ekkert aðhafast frekar í mál- inu og ekki afhenda breskum stjórn- völdum nýjar tillögur spænska rann- sóknardómarans Baltasars Garzons, sem óskaði eftir framsalinu fyrir tæpu einu og hálfu ári. Utlagar írá Chile og lögfræðingar mannréttindahreyfínga á Spáni sögðu að fréttirnar um að Pinochet kynni að verða leystur úr haldi yllu þeim miklum vonbrigðum. Peir sögðu þó að baráttunni væri ekki lokið og töldu að Pinochet kynni að verða saksóttur í Chile eða Bret- landi. Yfirvöld í Frakklandi, Belgíu og Sviss hafa einnig óskað eftir framsali Pinochets. Elizabeth Guigou, dómsmálaráð- herra Frakklands, sagði að efasemd- ir Straws um að Pinochet þyldi Kona veifar fána Chile við þinghúsið í London í gær þegar andstæðing- ar Augustos Pinochets komu þar saman til að mótmæla yfirlýsingu Jacks Straws, innanríkisráðherra Bretlands, um að hann kynni að leysa Augusto Pinochet úr haldi þar sem einræðisherrann fyrrverandi væri of veikur til að verja sig fyrir rétti. langvinn réttarhöld væru réttmæt- ar. „Augusto Pinochet ber ábyrgð á hryllilegum glæpum. En lögin í lönd- um okkar kveða á um að ekki sé hægt að sækja menn til saka ef þeir geta ekki varið sig fyrir rétti.“ ■ Ákvörðun um framsal/26 Aftöku • • Ocalans frestað Ankara. Reuters, AFP. STJÓRN Tyrklands samþykkti í gær að fresta aftöku Abdullah Öcal- ans, leiðtoga kúrdískra uppreisnar- manna, þar til Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur kveðið upp úrskurð sinn í áfrýjunarmáli hans. Bulent Ecevit forsætisráðherra tók þó fram að fallið yrði frá Öcalan ákvörðuninni ef stuðningsmenn Öcalans reyndu að notfæra sér hana til að grafa undan öryggishagsmun- um Tyrklands. Dauðadómurinn yrði þá sendur til þingsins, sem þarf að staðfesta hann áður en honum verð- ur fullnægt. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði óskað eftir því að aftökunni yrði frestað meðan hann fjallaði um áfrýjun Öcalans. Talið er að allt að hálft annað ár geti liðið þar til dóm- stóllinn kveður upp úrskurð sinn. Stjórnarflokkarnir ákváðu að verða við þessari beiðni á sjö klukku- stunda fundi í gær. Margir telja að þetta sé fyrsta málið, sem ógnað hafi einingu stjórnarinnar, en hún er álit- in traustasta ríkisstjórn Tyi'klands í mörg ár. Ecevit er andvígur dauðadómum og óttast að verði Öcalan tekinn af lífi geti það torveldað Tyrkjum að fá aðild að Evrópusambandinu. Stuðn- ingsmenn þjóðernissinna í stjórninni lögðu hins vegai' fast að þeim að hafna því að aftökunni yrði frestað. AlJ Kúbumenn skoða veggspjöld á glugga í miðborg Havana, m.a. mynd af drengnum Elian Gonzalez með áletruninni „Frelsið Elian“. Mál kúbverska flóttadrengsins Urskurður hér- aðsdóms ógildur Washington. AP, Reuters. BANDARISKA dómsmálaráðu- neytið staðfesti í gær ákvörðun inn- flytjendaeftirlits Bandaríkjanna, INS, um að senda skyldi kúbverska flóttadrenginn Elian Gonzalez í for- sjá föður síns á Kúbu. Ráðuneytið sagði að vildi einhver freista þess að fá úrskurði INS hnekkt eða breytt yrði það að gerast með málaferlum fyrir alríkisdóm- stól. Héraðsdómur, sem úrskurðaði að afabróðir Elians skyldi hafa forsjá hans með höndum til bráðabirgða, hefði ekki lögsögu í málinu og úr- skurðurinn væri því ógildur. Ættingjar drengsins í Miami sögðu að þeir myndu ekki láta hann af hendi baráttulaust og hygðust óska eftir því að alríkisdómstóll veiti honum hæli í Bandaríkjunum sem pólitískum flóttamanni. „Annað- hvort verða þeir að ná honum með valdi, sem væri hneyksli, eða leita til alríkisdómstóls, sem er það sem þeir ættu að gera,“ sagði lögfræðingur ættingja drengsins. Rússneski herinn snýr vörn í sókn í Tsjetsjníu Tugir skæruliða sagðir hafa fallið Moskvu, Shali. Reuters AFP, AP. RÚSSNESKI herinn kvaðst í gær hafa snúið vörn í sókn í Tsjetsjníu eftir að hafa orðið fyrir miklu mann- falli í gagnárásum tsjetsjenskra skæruliða síðustu daga. Rússneskar hersveitir hófu nýja sókn í átt að miðborg Grosní, höfuðstaðar Tsjet- sjníu, og rússneska sjónvarpsstöðin NTV sagði að mikið mannfall hefði orðið í liði skæruliða. Þá skýrði Igor Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, frá því að myndaðar hefðu verið sérstakar „stormsveitir“ sem ættu að ná Grosní á sitt vald. NTVhafði eftir heimildarmönnum sínum í hernum í gær að 70 skæru- liðar hefðu fallið í átökunum á einum sólarhring. 15 rússneskir hermenn hefðu beðið bana og 38 særst. Enn var barist í gær í bænum Shali, 25 km suðaustan við Grosní, þar sem hersveitir Rússa eru sagðar hafa umkringt allt að 60 skæruliða. Hersveitir vora einnig sagðai- hafa slegið hring um skæruliða í lestar- stöð og kornhlöðu í Ai'gun, litlum bæ um átta km austan við Grosní. Rússar hófu einnig nýja sókn í átt að miðborg Grosní og nutu stuðnings árásarþyrlna sem skutu flugskeyt- um á skæruliða. Rússar sögðu að 30 skæruliðar hefðu reynt að brjótast úr herkví í norðvesturhluta borgar- innar en hersveitirnar hefðu hrundið árásinni og fellt a.m.k. níu þeirra. Rússar héldu einnig áfram árás- um sínum á mikilvæga vegi í fjöllun- um í suðurhluta Tsjetsjníu til að koma í veg fyrir að skæruliðum bær- ust vopn og vistir. Gætu dregið úr vinsældum Pútíns Rússnesku hersveitirnar gerðu hlé á árásunum á Grosní í þrjá daga vegna jólahalds rétttrúnaðarkirkj- unnar og loka föstumánaðar músl- ima en hófu þær að nýju eftir að skæruliðar komu þeim í opna skjöldu og felldu tugi heimanna í nokkrum áhlaupum. Þetta er mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir frá því hernaðaraðgerðirnar hófust fyrir tæpum fjórum mánuðum. Frekari áföll gætu dregið úr sigur- líkum Vladímírs Pútíns, setts for- seta, í kosningunum í mars, en mikl- ar vinsældir hans hafa einkum verið raktar til framgöngu hans í Tsjet- sjníumálinu. Rússneskir fjölmiðlar, sem hafa stutt aðgerðirnar til þessa, óttast nú að skæruliðarnir, sem veittu litla mótspyrnu í fyrstu, séu að sækja í sig veðrið og segja að átökin séu far- in að minna óþyrmilega á ófarir hersins í stríðinu í Tsjetsjníu á ár- unum 1994-96 sem lauk með auð- mýkjandi ósigri Rússa. „Við getum nú aðeins vonað að þjóðhöfðinginn hafi fengið raunsannar upplýsingar og ekki þær sögur sem herinn hefur sagt blaðamönnum," sagði dagblaðið Nezavísímaja Gazeta í gær. MORGUNBLAÐiÐ 13. JANÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.