Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 8

Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 FRETTiR MORGUNBLAÐIÐ „ >>>-------------------------------------- Stgórnin sendir hvern sárabóta-sveinkann af öðrum út á landsbyggðina, fyrstur fór „kvóta-dreitill“ og nú er það „sjóða-slettir“. Krafa um að dómari víki sæti tekin til úrskurðar HERVÖR Þorvaldsóttir, dóraari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem fer með meiðyrðamál Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, á hendur Sig- urði G. Guðjónssyni hæstaréttar- lögmanni, tók í gær til úrskurðar kröfu lögmanns Sigurðar, sem krefst þess að dómarinn víki sæti vegna tengsla sinna við Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðis- flokksins. Dómari kveður upp úrskurð sinn í málinu á morgun, föstudag. Dóm- arinn og Davíð Oddsson eru systk- inabörn og segir Gestur Jónsson, lögmaður stefnda, að skjólstæðing- ur sinn hafi réttmæta ástæðu til þess að efast um óhlutdrægni dó- marans og beri honum því að víkja samkvæmt g. lið 5. gr. laga um meðferð einkamála. Jakob R. Möller, lögmaður stefnanda, lét kröfuna ekki til sín taka við stutt þinghald héraðsdóms í gær þar sem lögmönnum var gef- inn kostur á að tjá sig um kröfuna. Kjartan Gunnarsson stefndi Sig- urði fyrir héraðsdóm á haustdög- um 1999 og krafðist ógildingar á tilteknum ummælum Sigurðar þar sem í þeim fælust aðdróttun um að Kjartan hefði brotið af sér í opin- beru starfi, þ.e. sem formaður bankaráðs Landsbanka Islands. Auk kröfu um ógildingu ummæl- anna krefst Kjartan 600 þúsund króna miskabóta er renni til heim- ilis fyrir unga fíkniefnaneytendur. Favorit 6280 U-W s*“» Gerð undir borðplötu: H: 82-8KB:60''D: 57 Orkunotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerfi 1,25 kwst. Vatnsnotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 15 lítrar Venjulegt 65°C 19 Irtrar Fuzzy-logig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aldrei meira vatn en þörf er á Ryðfrrtt innra byrgði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) Hægt að lækka efri grind með einu handtaki Hægt að stilla start-tíma allt að 19 klst. fram í tímann Sjálfvirk hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók Innbyggt hifa-element ■v A 5, \% %% \ %t **. A *ð*in s 45 með 1 Tekur 12 manná stell Mjög hjóðlát vél aðeins 45 db (re 1pW) 6 þvottakerfi TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri 4 hitastig Aqua Control, sex-falt vatnsöryggiskerfi UMBOÐSMENN , ____________________ _______,_________ __________z Gelrseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomið, Táiknafirði. Norðurfand: Radionaust, Akureyri. Elektro co ehf, Daivfk. Öryggi sf, Húsavík. Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö, Sauöárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafiröi. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Ffðfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Bnmnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Ftafborg, Grindavík. Þjóðminjasafnið í nýju húsnæði Aðstaða á tveimur stöðum Guðný Gerður Gunnarsdóttir HÚS Þjóðminja- safns íslands við Suðurgötu er sem kunnugt er í viðgerð en á meðan hefur safnið aðsetur með starfsemi sína á tveimur stöðum, annars vegar í fyrra hús- næði Fjölbrautaskólans í Garðabæ að Lyngási 7 og hins vegar í Vesturvör 20 í Kópavogi. Fyrir skömmu hélt safnið sam- komu fyrir velunnara sína þar sem nýjar að- stæður þess voru kynnt- ar. Fyrir svörum varð Guðný Gerður Gunnars- dóttir safnstjóri. „Flutningum úr safn- húsinu lauk í haust og öll- um gripum safnsins hef- ur verið komið fyrir í nýjum geymslum þar sem vel hefur verið búið um þá. Þótt sýningar safnsins séu lok- aðar um sinn þá er öll starfsemi í fullum gangi og unnið er að mörgum skemmtilegum verk- efnum í safninu um þessar mundir.“ - Hvaða verkefni eru frétt- næmust af því sem verið er að vinna að? „Verið er til dæmis að taka í notkun nýtt tölvuskráningar- kerfi fyrir muni, myndir, forn- leifar, húsasafn, heimildasafn um þjóðhætti og fleira. Liður í þessu skráningarátaki er undir- búningur að fjarvinnsluverkefn- um í samstarfi við Byggðastofn- un, en þar er gert ráð fyrir, að skráning ýmissa mynda fari fram á skráningarstofum úti á landi. Haldið verður áfram að vinna að menningarsögulegum rannsóknum í Reykholti en þar fer fram fornleifauppgröftur. Þá er um það bil að ljúka mjög viðamikilli viðgerð á gamla bæn- um á Keldum á Rangárvöllum. Á sumri komandi verður þessum verkefnum fram haldið og þess má geta að viðgerðunum á Keld- um fer senn að ljúka.“ - Verða engar sýningar á veg- um Þjóðminjasafnsins fyrr en viðgerðum á safnhúsnæðinu lýk- ur? „Jú, Þjóðminjasafnið stendur fyrir sýningum í samstarfí við aðra á næstunni, víðs vegar um landið og fyrsta sýningin af því tagi er sýning á ljósmyndum Sigríðar Zoega, sem verður opn- uð í Hafnarborg 29. janúar nk. Sýningin er á dagskrá Reykja- vík - menningarborg árið 2000. Auk þess eru innan Þjóðminja- safnsins tvö sérsöfn, það er Lækningaminjasafnið í Nesstofu og Sjóminjasafnið í Hafnarfirði, þau söfn eru opin og taka á móti fólki á auglýstum opnunartíma, einnig skólanemum eftir sam- komulagi. Þá stendur skólum til boða farsýning um landnám ís- lands og safnkassar með litlum sýningum um afmörkuð efni. Einnig er unnið að undirbúningi nýrra grunnsýninga sem verða opnaðar þegar viðgerð safnhússins lýkur sem ráðgert er að verði innan tveggja ára. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun þessara nýju sýninga og er úrslita að vænta í febrúar nk.“ - Hvernig er aðstaða Þjóð- minjasafnsins í hinu nýja hús- næði? „Geymsluhúsnæðið í Kópavogi ► Guðný Gerður Gunnarsdóttir fæddist 3. mars 1953 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973, ffl. cand. prófi í þjóðhátta- fræði lauk hún frá háskólanum í Lundi 1978 og MA-prófi í mann- fræði frá University of Toronto 1988. Hún starfaði sem safnvörð- ur við Árbæjarsafn 1978 til 1985 og sem safnstjóri við Minjasafnið á Akureyri 1988 til 1997 en hefur verið safnsljóri Þjóðminjasafns Islands frá 1997 og er enn. er mjög gott, þar er líka for- vörsluverkstæði og myndastofa og þar eru mynda- og muna- deildir til húsa. Þetta er hús sem safnið mun hafa til fram- búðar og hefur það verið inn- réttað eftir þörfum safnsins. Húsið í Garðabæ er bráða- birgðahúsnæði, því sú starfsemi, sem þar er, á að flytja síðar í Jarðfræðahúsið á háskólalóð- inni. Umrædd starfsemi er skrifstofa þjóðminjavarðar, fjár- málasvið og útiminjasvið (forn- leifadeild og húsaverndardeild). í Garðabæ er einnig staðsett bókasafn Þjóðminjasafnsins sem er opið öllum.“ - Hvernig bókakostur er þar? „Þetta er stærsta sérfræði- bókasafn á sviði fornleifafræði, safnfræði og menningarsögu. Þar eru einnig mörg tímarit sem ekki eru til annars staðar. Bóka- safn Þjóðminjasafnsins er skráð í Gegni, sem er skráningarkerfí Landsbókasafns íslands - Há- skólabókasafns.“ - Berst mikið af munum og fleiru til Þjóðminjasafnsins ár hvert? „Já það berst á hverju ári töluvert, bæði af gripum og myndum, einnig er safnað með útsendum spurningaskrám efni um þjóðhætti, þá berast bóka- safninu oft bókagjafir." - En hvernig verður aðstaðan þegar safnhúsið verð- ur tilbúið til notkunar á ný? „Þessar endurbæt- ur miða að því að bæta sýningaraðstöðu og þjónustu við gesti. Byggt verður nýtt anddyri sunnan við húsið og á jarðhæð er ráðgerð kaffistofa, fyrir- lestrasalur og safnbúð, sem og rými fyrir sérsýningar, en á tveimur efri hæðum hússins eiga að vera fastar sýningar Þjóð- minjasafnsins. Mikil vinna er framundan við að undirbúa opn- un safnsins." Bókasafn Þjóðminja- safns opið öllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.