Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírsálfræðingur á geðdeild Landspítalans Fyrirbyggjandi starf getur verið árangursríkt Þunglyndi er sjúkdómur sem fer ekki í manngreinarálit og leggst á unga sem aldna. Eiríkur Örn Arnarson, yfírsálfræð- ingur á geðdeild Landspítalans, segir að fyrirbyggjandi starf verði ekki ofmetið og árangur af því meðal ungmenna lofí góðu. Klúbburinn Geysir flytur á Ægisgötu EIRÍKUR Örn Arnarson, yfir- sálfræðingur á geðdeild Landspítal- ans, segir að þunglyndi sé mjög al- gengur sjúkdómur og til marks um það sé stundum talað um þunglyndi sem kvef hinna geð- rænu kvilla. Punglyndi þekki allir af eigin raun. Enginn fari í gegnum lífið öðru vísi en vera einhvern tíma dapur og líða illa og hafa þannig séð mörg einkenni þunglyndis, en það sem skilji á milli þess að vera þunglyndur ann- ars vegar og vera miður sín eða líða einfaldlega illa hins vegar sé tíma- lengdin. Sorg sé til dæmis eðlileg viðbi-ögð við áfalli. Sem betur fer linni sorginni oftast, en ef hún standi lengur en hálft ár til að mynda sé eðlilegt að tala um að viðkomandi þjáist af þunglyndi. „Einkenni þunglyndis eru mjög kunn. Ef við erum miður okkar erum við það kannski í 2-3 daga, en svo förum við að sjá björtu hliðarnar á lífinu aftur og Ufið fer að ganga sinn vanagang. I þunglyndinu ræður hið dapra geðslag ferðinni og niðurrifs- hugsanir eru mjög algengar. Fólk þjáist af hryggð, vonleysi og jafnvel sektarkennd. Það er áhugalaust um sjálft sig og aðra, getur þjáðst af svefntruflunum og þreytu og orku- leysi. Það á erfitt með að einbeita sér og grátköst geta verið tíð. Matarlist- in breytist bæði þannig að fólk getur þyngst eða grennst og hugsanir um sjálfsvíg geta gert vart við sig,“ sagði EiiTkur. Hann segir að það sé ekki fyrr en á síðustu tveimur til þremur áratugum sem athyglin hafi beinst að þung- lyndi barna og unglinga í kjölfar breyttra áherslna í kenningum um þunglyndi. Fyrir þann tíma hefði verið á litið á þunglyndi í þessum hópi sem eðlilegt ferli sem þyrfti engrar sérstakrar meðhöndlunar við. „Það er Ijóst að börn og ungl- ingar geta verið þunglynd eins og fullorðnir og beita má sömu skil- merkjum við gi-einingu þunglyndis barna og unglinga eins og við full- orðna. Þunglyndi barna og unglinga hamlar ekki aðeins virkni og þroska heldur hefur áhrif á námsárangur og þá sem þau hafa samskipti við og leiðir til vítahrings sem er ekki að- eins skaðlegur fyrir bamið og þroska þess heldur ýtir undir þung- lyndið og viðheldur því,“ sagði Eii-ík- ur. Þunglyndi meðal ungmenna 3-15% Hann segir að fyrir kynþroskaald- ur sé talið að algengi þunglyndis sé á bilinu 0,5% til 2%, en faraldurfræði- legar rannsóknir bendi til að tíðni vægra til alvarlegra einkenna þung- lyndis eftir kynþroskaaldur sé á bil- inu 3-15%. Þetta hafi komið fram í rannsóknum sem gerðar hafi verið hér á landi af honum sjálfum, auk Ja- kobs Smára, Herdísar Einarsdóttur, Elínar Jónasdóttur og Hildar Jó- hannsdóttur og það sama sé upp á teningnum í erlendum rannsóknum. Niðurstöður bandarískrar rann- sóknar beri að sama brunni, en sam- kvæmt henni greindust um 14% ung- menna með þunglyndi eða óyndi (dysthymia) fyrir 15 ára aldur. „Töl- urnar sýna einnig að einkenni þung- lyndis stóraukast um 14 ára aldurinn og stígandi verður í sjúkdómnum upp frá því. Það er líka þá sem mun- urinn á kynjunum hvað þetta varðar byrjar að koma fram, en þunglyndi er um helmingi algengara meðal kvenna en karla. Ýmislegt bendir til þess að algengi þung- lyndis sé að aukast í vestrænum löndum," sagði Eiríkur. Hann bætti því við að eftir að þunglyndi hefði einu sinni hreiðr- að um sig ykjust lík- umar á því að það gæti gert vart við sig síðar á lífsleiðinni. Þess vegna skipti máli að bregðast við einkennunum sem fyrst. Þunglyndiskast standi yfirleitt jdir í marga mánuði, en eðli málsins sam- kvæmt sé erfitt að tilgreina nákvæm mörk í þeim efnum. Menn lendi í geðlægð, sem lýsi ágætlega því sem um sé að ræða, en meðal einkenna megi nefna áberandi vonleysi og svartsýni, að finnast maður lítils- megnugur og jafnvel lítilsverður. Þessu fylgi oft framtaksleysi og til- hneiging til þess að draga sig út úr mannlegum samskiptum. Þegar þunglyndið sé komið á alvarlegt stig hætti menn að hirða um útlit sitt, fortölur og hvatningar falli í grýtta jörð, svefntruflanir séu algengar. Fólk verði mjög viðkvæmt og hafi ákveðna tilhneigingu til að rifja um neikvæða atburði í daglegu lífi. Þá fylgi einnig niðurrifshugsunarháttur sem geri það að verkum að atburðir daglegs lífs séu túlkaðir í neikvæðu ljósi. Þá sé það gjaman þannig að þeir sem hafi einkenni þunglyndis sýni gjarnan önnur geðræn einkenni samhliða. Meðal ungmenna sem séu þunglyndsé kvíði til dæmis oft fylgi- fiskur, hegðunarröskun, jafnvel mis- notkun áfengis og vímuefna eða röskun á matarvenjum. „Hjá ung- mennum er sjálfsmynd og hugsunar- háttur ómótaður og þeir hafa ekki lífsreynslu til að styðjast við. Það setur mark sitt á hugsunarmynstur þeirra ef þau þjást af niðurrifshugs- unum um sig sjálfa, atburði í daglegu lífi og era almennt með neikvæða af- stöðu til framtíðar og fortíðar. Það aftur elur á þunglyndiseinkennum og heldur ástandinu við,“ sagði Eir- íkur. Hann segir að auk lyfjameðferðar við þunglyndi séu einnig aðrir með- ferðarmöguleikar fyrir hendi sem hafi gefið góða raun. Þar sé hann fyrst og fremst að tala um svonefnda hugræna atferiismeðferð (cognitive behavioral therapy), sem hafi komið fram fyrir um þrjátíu áram og byggi í rauninni á þvi að kenna fólki að tak- ast á við þann niðurrifshugsunarhátt sem sé einkennandi fyrir þunglyndi. „Þessi meðferð er kerfisbundin og byggir á því að líta á tengsl hugsana, líðanar og hegðunar. í hugrænni at- ferlismeðferð er sjóninni beint að viðbrögðum við vandamálum, hvort sem er ungmenna eða fullorðinna, og hvernig hægt sé að leysa úr þeim. Viðbrögðin geta komið fram í hugs: unum, tilfinningum og hegðun. í meðferðinni er lögð áhersla á þrjá aðalþætti, sjálfstjórn, samskipta- hæfni og hugræna þjálfun og það hefur einmitt komið fram hjá börn- um sem era með einkenni þunglynd- is að þessir þættii- era gjarnan skert- ir. Breyting á hugsun og hegðun hefur áhrif á líðan og það eru kennd- ar leiðir til þess að hafa áhrif á hvort tveggja. Með sjálfstjórn er lögð áhersla á að kenna ungmennum og fullorðnum að veita jákvæðum at- burðum athygli með því að fylgjast með því sem þau eru að gera, setja sér raunhæf markmið, verðlauna sig oftar en venja er og refsa sér ekki eins og ákveðin tilhneiging er til í þunglyndi. Kennsla í samskipta- hæfni er meðal annars fólgin í því að læra að hefja samskipti og halda þeim gangandi og lögð er áhersla á skilvirka lausn vandamála. í hug- rænni þjálfun er unnið með niður- rifshugsanir, sem eru meinlokur og koma óboðnar. Þær endurspegla gjarnan lélega sjálfsmynd en ekki raunveraleikann. Kenndar era leiðir til þess að meta meinlokur og koma með aðrar raunhæfar í staðinn. Óboðnar hugsanir eiga greiða leið að innstu hugarfylgsnum, staldra stutt við, en er tekið eins og nýju neti án gagnrýni. Hugsun lýstur niður í hug okkar og hún hefur strax mikil áhrif, þó hún staldri ákaflega stutt við. Við þurfum að læra að bera kennsl á þær hugsanir sem brjóta okkur niður til þess að hindra þær í að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þannig kennum við leið- ir til að bera kennsl á hugsanir, færa rök gegn þeim og leggja mat á rétt- mæti þeirra,“ sagði Eiríkur. Hann bætir við að stöðugt bærð- ust með hverjum og einum hugsanir af ýmsu tagi og miklu skipti að þær byggðu okkur upp en brytu okkur ekki niður. Læra þyrfti að takast á við niðurrifshugsanir þannig að þær hindruðu ekki daglegar athafnir og gerðu okkur erfitt fyrir að glíma við veruleikann. Svo virðist að eftir fyrsta þunglyndiskast festist óboðnar niðumfshugsanir í sessi og auki líkur á þunglyndiskasti síðar. Það sé heldur ekki hægt að líta framhjá því að því fyrr sem þung- lyndiseinkenni komi fram þeim mun alvarlegra geti þunglyndið orðið síð- ar meir. Þess vegna séu rannsóknir á þunglyndi mikilvægar svo hægt sé að greina það snemma og koma í veg fyrir það með fyrirbyggjandi ráð- stöfunum og hugræn atferlismeðferð sé mjög öflugt vopn í þeim efnum. Raunhæft að beita fyrirbyggjandi ráðstöfunum „Forvöm geðsjúkdóma hefur ekki verið gefin sami gaumur og forvörn líkamlegra sjúkdóma. Neikvæður þankagangur sem er einkennandi í þunglyndi fer að láta á sér bæra þeg- ar á unga aldri og er áberandi hjá ungmennum með mörg einkenni geðlægðar. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursrík meðferð við þunglyndi. Því hefur sú hugmynd vaknað að mögulegt kynni að vera að stöðva framþróun þunglyndis með því að grípa tímanlega inn í atburð- arásina og styðjast við hugmyndir og kenningar hugrænnar atferlismeð- ferðar. Svo virðist að rétti tíminn til þess kunni að vera um 14 ára aldur þegar algengi þunglyndis eykst og kynjamunur sem sést hjá fullorðum fer að verða áberandi. Sú hugmynd hefur því vaknað að bjóða ungmenn- um, sem hafa einkenni þunglyndis, upp á námskeið sem taka á þeim þáttum sem skipta máli og fylgja þeim eftir. í hugrænni atferlismeð- ferð reynum við að hafa áhrif á hugs- anir og styrkja bjargráð einstakl- ingsins. Vonir era bundnar við að með námskeiðum af þessu tagi megi koma í veg fyrir að þessi ungmenni verði þunglynd. Að þannig verkefn- um höfum við staðið og of snemmt er að fullyrða um árangurinn til lengri tima en óhætt að segja að fyrstu nið- urstöður lofi góðu um að fyrirbyggj- andi starf geti verið mjög árangurs- ríkt í þessum efnum,“ sagði Eiríkur Örn að lokum. KLÚBBURINN Geysir er fluttur frá Hátúni 10 á Ægisgötu 7 fyrstu hæð. Opið er frá 9-16 alla virka daga. Klúbburinn Geysir býður upp á ný úrræði fyrir fólk sem eiga við eða hafa átt við geðsjúkdóm að stríða. Klúbburinn er ekki endurhæfingar- stofnun, heldur klúbbur sem byggist á aðferðafræði Fountain House. Markmið klúbbbsins er að bæta möguleika félaga til að taka þátt í samfélaginu eftir geðræna meðferð. Þetta er gert með félagslegri sam- vera ogvirku starfi. Fólk gengur í klúbbinn af fijálsum vilja og félagsaðild er ekki háð nein- um tímatakmörkunum. Félagar ráða hvernig þeii- nýta sér starfsemi klúbbsins og með hvað starfsfólki þeir vinna. Það era engar reglur sem knýja fram þátttöku félaganna. Allii’ fé- lagsmenn hafa jafnan aðgang að klúbbnum án tillits til sjúkdóms- greiningar eða starfshæfni. Félögum er frjálst að koma aftur í klúbbinn RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tveimur íslensk- um mönnum um þrítugt og tveimur erlendum fatafellum, annarri tví- tugri og hinni 23 ára fyrir brot á lög- um um ávana- og fíkniefni. Málið varðar innílutning á 976 e- töflum sem bárast til landsins með pósti hinn 7. júlí sl. Málið verður jiingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fimmtudag, samkvæmt dagskrá dómsins. í ákæru segh að annar íslensku mannanna, hafi átt framkvæðið að því að flytja fikniefnin hingað til lands og hafi fengið aðra stúlkuna, sem er hollensk, til að útvega þau í heimalandi sínu og láta senda þau til Islands. Stúlkan sendi 100 þúsund hollensk gyllini eða sem svarar um 330 þúsund íslenskum krónum til Hollands til kaupa á fíkniefnunum og lét senda þau á heimilisfang í Reykjavík. Stúlkan fór síðan ásamt hinni stúlkunni, tvítugii eistneskri stúlku, sem ákærð er í málinu, á þann stað sem efnin voru send á þar sem önnur þehra fór inn á heimilið, sótti pakkann með e-töflunum og af- henti hann hollensku stúlkunni. Hef- ur hún verið ákærð fvrir þá hátt- semi. Öðram íslendingi er þá gefið að sök að hafa að beiðni hollensku stúlkunnar látið henni í té umrætt heimilisfang í því skyni að þangað yrði sendur pakki sem hann mátti efth fjarveru, óháð því hve lengi þeir hafa verið fjarverandi. Vinnumiðlun starfrækt I klúbbnum er vinnumiðlun þar sem stai-fsmenn og félagar vinna að því að ná tengslum við vinnuveitend- ur. Þegar það tekst er gerður sex mánaða hálf dags ráðningarsamn- ingur. Starfsmaður frá klúbbnum fer og kynnir sér starfið og þjálfar við- komandi félaga, vinnuveitenda að kostnaðarlausu. Þegai- þjálfun er lokið fer félaginn á launaskrá hjá vinnuveitendanum. Ef félaginn veik- ist eða getur ekki sinnt starfinu er klúbburinn ábyrgur og sér til þess að annar komi í staðinn. Vinnuveitend- um er þannig tryggð 100% mæting. Starfsmaður klúbbsins veith bæði félaganum og vinnuveitandum stuðning meðan á ráðningu stendur og fylgist með gangi mála. Félagan- um er velkomið að sækja klúbbinn á sama tíma. vita að innihélt fíkniefni, en skömmu áðm- hafði hann fengið íbúa á um- ræddu heimili til að samþykkja að pakkinn yrði sendur heim til hans og boðið honum greiðslu fyrh. Ákærði fór með hollensku stúlkunni að heim- ilinu í þeim tilgangi að kynna þeim aðstæður en áður hafði ákærði af- hent stúlkunni miða með heimilis- fanginu. Daginn efth að pakkinn barst heimilismanni hafði hann sam- band við ákærða sem í beinu fram- haldi tilkynnti hollensku stúlkunni að hún gæti sótt pakkann. --------------- * Urskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald NÍTJÁN ára piltur sem setið hefur í gæsluvarðhaldi ásamt fleirum síðan skömmu fyrir áramót vegna nýja e- töflumálsins sem er í rannsókn lög- reglunnar, var úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 1. febr- úar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Alls sitja fimm menn í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar málsins, þar af fjórh þeirra til 19. janúar. Við rannsókn málsins hefur lög- reglan lagt hald á verulegt magn e- taflna sem áttu að fara í dreifingu um nýliðin áramót og m.a. eina skammbyssu auk skota. Eiríkur Örn Arnarson Fjórir ákærðir vegna e-töflusmygls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.