Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samningur um reynsluverkefni á sviði heilsugæslu og öldrunarþjónustu á Akureyri Hjúkrunar- og’ dvalar- rýmum Qölgar verulega Unglingamóttaka stofnuð og aldraðir fá þjónustu heima Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyr, og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra skrifuðu undir samninginn. SAMNINGUR um framhald verk- efna reynslusveitarfélagsins Akur- eyrar á sviði heilsugæslu- og öldrun- armála var undirritaður í nýuppgerðum húsakynnum Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyid á þriðjudag. Samninginn undirrituðu þau Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Ki-istján Þór Júl- íusson bæjarstjóri. Samningurinn gildir til tveggja ára eða út árið 2001 og verður hann framhald á þeim verkefnum sem Ak- ureyrarbær tók að sér sem reynslu- sveitarfélag í ársbyrjun 1997. Framlag ríkisins verður 630 millj- ónir króna á ári eða alls 1,3 milljarð- ar króna. Ýmis nýmæli eru í nýja samningn- um. Tekin verður upp nýr dag- gjaldagrunnur fyrir öldrunarstofn- anir bæjarins og hjúkrunarrýmum sem bærínn hefur í sinni umsjá fjölgar úr 75 í 90. Að stærstum hluta er þessi breyting á kostnað dvalar- rýma, þeim fækkar sem er í takt við breytingar sem orðið hafa á stofn- anaþjónustu fyrir aldraða undanfar- in ár. Dagvistarrýmum fjölgar úr 12 í 24 en sú breyting mun gera Akureyrar- bæ kleift að mæta stóraukinni þörf aldraðra fyrir þjónustu utan heimila sinna yfir daginn. I undirbúningi eru breytingar á Þjónustumiðstöðinni í Víðilundi þar sem dagþjónusta verð- ur aukin. Þá standa vonir til að svigrúm skapist til að auka heima- VERKEFNIÐ „Nýja barnið - auk- in fjölskylduvernd og bætt sam- skipti" sem unnið hefur verið á Heilsugæslustöðinni á Akureyri hlaut viðurkenningu Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar og afhenti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra verkefnisstjórum þess, þeim Karólínu Stefánsdóttur fjöl- skylduráðgjafa og Hjálmari Freysteinssyni lækni viðurkenning- una við athöfn nýlega. Verkefnið um Nýja barnið var framlag Islands í samkeppni Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem efnt var til vegna 50 ára af- mælis stofnunarinnar. Þetta verk- þjónustu frekar en gert var í síðasta samningi, en einnig verður áfram unnið að því að samþætta heima- þjónustu og heimahjúkrun. Unglingamóttaka opnuð í byrjun árs Með hinum nýja samningi er rekstrargrunnur Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri leiðréttur og haldið verður áfram tilraun með samþættingu og samnýtingu þjón- ustuþátta stöðvarinnar og þeirrar þjónustu sem Akureyrarbær veitir. efni stóð yfir í 5 ár og er nú verið að stíga með það fyrstu skrefin inn í grunnskóla bæjarins. Góð tilfinningatengsl undir- staða góðrar heilsu Nýja barnið fjallar um mæðra- og ungbarnavernd og er markmið þess að skapa heilsuvernd sem fell- ur sem best að mismunandi þörfum neytenda. Tekur það mið af því að góð tilfinningatengsl eru undir- staða góðrar heilsu. Hugað er að sálrænum og félagslegum áhættu- þáttum ekki síður en líkamlegum. Voru tíð og reglubundin samskipti í mæðra- og ungbarnavernd nýtt til Stefnt er að því að opna unglinga- móttöku þar sem unglingum og ungu fólki er boðið að hitta lækni og hjúkrunarfræðing, en þetta verkefni er unnið í samvinnu við fjölskyldu- deild, áfengis- og vímuvarnaráð, grannskóla, Kompaníið, sem er upp- lýsinga- og þjónustumiðstöð ungs fólks ásamt sérfræðingum þeim sem þörf er á hverju sinni. Heilsugæslu- stöðin stefnir að því að opna ungl- ingamóttökuna nú í byrjun árs. Sérstakt framlag er einnig til að þróa þjónustu utan stofnana sem að greina og skilja félagslega og til- finningalega áhættuþætti og ná samvinnu við fjölskyldurnar um úr- ræði, en á þessu mótunarskeiði fjöl- skyldunnar er oft auðveldara að ná samstarfi um úrbætur. Með tiltölu- lega einföldum aðgerðum býður þetta tímabil upp á möguleika til að m.a. auðveldar tilraunaverkefni sem búsetu- og öldranardeild Akureyr- arbæjar og Heilsugæslustöðin á Ak- ureyri eru að hefja um þessar mund- ir, en það snýst um skipulagða heilsuvernd aldraðra í formi fyrir- byggjandi heimsókna sem öldruðum verður boðið upp á. Þá verður lögð áhersla á að fá sál- fræðing til starfa í tengslum við þró- un fjölskylduráðgjafar á heilsu- gæslustöðinni. Ríkur skilningur í ráðuneytinu „Það er ríkur skilningur fyrir því í heilbrigðisráðuneytinu að þessi verkefni eigi hvergi betur heima en hjá sveitarfélögunum, sagði Kristján Þór. Hann sagði sérlega ánægjulegt að tekist hefði að fjölga hjúkrunar- rýmum í hinum nýja samningi, en með því væri hægt að mæta stórauk- inni þörf íýrir þjónustu af því tagi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði góða reynslu af fyrri samningi og forsvarsmenn bæjarins væra vel í stakk búnir að takast á við þau verkefni sem framundan væru á sviði heilsugæslu og öldranarmála. Hún nefndi að miklar breytingar fælust í því að hjúkranarrýmum er nú fjölgað um 15 og dagvistarrým- um um 12. Helsta nýmæli samnings- ins væru þó 5 milljóna króna framlag vegna nýrra verkefna m.a. þar sem öldraðum yrði boðið upp á þjónustu heima. fyrirbyggja tilfinningalega og fé- lagslega erfiðleika og stuðla að heil- brigðri tengslamyndun. Fái for- eldrar styrk og stuðning til að vinna úr erfiðum málum sem upp hafa komið getur það komið í veg fyrir erfiðleika á síðari stigum í uppvexti barna. Verkefnasjóður At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Tólf u m- sækjendur fá styrki VERKEFNASJÓÐI Atvinnuþróun- arfélags Eyjafjarðar, AFE, bárast 25 umsóknir um styrki frá aðilum á starfssvæði félagsins, samtals að fjárhæð 12,8 milljónir króna. Til út- hlutunar vora að þessu sinni 2,8 milljónir króna. Mat á umsóknum liggur nú fyiir og hefur Verkefnasjóður félagsins ákveðið að veita 12 umsækjendum styrki, á bilinu 150-400 þúsund krón- ur. Jafnframt mun AFE aðstoða nokki'a umsækjendur, sem ekki fengu styrk, við frekari könnun á viðskiptahugmynd þeirra og koma þeirra málum í réttan farveg, eins og segir í fréttatilkynningu frá AFE. Þeir fjármunir sem til ráðstöfunar era geta aldrei gert útslagið um það hvort hugmynd verður að veruleika eða ekki en eiga að virka sem hvatn- ing til frekari dáða. A þeim forsend- um hefur AFE reynt að veita sem flestum raunhæfum hugmyndum sem fram hafa komið viðurkenningu. Á árinu 1999 hafði Verkefnasjóður AFE samtals 5 milljónir ki’óna til ráðstöfunar í tveimur úthlutunum. Alls óskuðu 39 aðilar eftir styi'k úr sjóðnum, samtals að upphæð 20 milljónir króna, eða fjórfalt ráðstöf- unarfé sjóðsins. Þetta lýsir í hnot- skurn þörfinni á fjármagni til að koma hugmyndum fólks á framfæri. Og um leið þörfinni á áhættufjár- magni til frekari þróunar hugmynda, sem AFE hefur verið að veita viður- kenningar. Atvinnuþróunarfélagið bindur vonir við að Eignarhaldsfélag Norðurlands - Tækifæri ehf. muni bæta úr brýnni þörf. Allir umsækjendur munu fá bréf frá AFE á næstu dögum þar sem gerð er grein fyrir úthlutuninni og rökstuðningi sjóðsstjórnar. ------*-*-4----- Spurninga- keppni Bald- ursbrár ÖNNUR umferð í spurningakeppni kvenfélagsins Baldursbrár fer fram í safnaðarsal Glerárkirkju föstudags- kvöldið 14. janúar kl. 20. Alls hófu 16 lið keppni og eru nú 8 eftir og munu þau etja kappi. Það eru lið Karlakórs Akureyrar-Geysis á móti Ásprenti Pob, lið Dags á móti Síðuskóla, lið eldri borgara á móti trillukörlum og lið Rúvak á móti Vélsmiðju Steindórs. Aðgangseyrir er 500 krónur og gildir sem happdrættismiði. Kaffi og kokkteill verða seld í hléi, en allur ágóði rennur til kaupa á tæki við tölvur sem gera langveikum börnum kleift að fylgjast með í skólanum sín- um. Alþjóða heilbrigðisstofnunin Verkefnið „Nýja barnið44 hlaut viðurkenningu Morgunblaðið/Kristján Karólína Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi og Hjálmar Freysteinsson læknir, verkefnisstjórar „Nýja barnsins" með viðurkenningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra afhenti þeim. Á milli Karólínu og Hjálmars er Pétur Pétursson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. KA-dagurinn á sunnudag ÁRLEGUR KA-dagur verður haldinn í KA-heimilinu á sunnu- dag, 16 janúar. Félagið var stofn- að 8. janúar árið 1928 og er því 72 ára í ár. Dagskrá KA-dagsins hefst kl. 14 og stendur til kl. 16. Deildir félagsins, blak-, júdó-, hand- knattleiks- og knattspyrnudeild- ir, munu standa fyrir sýningu á sinni íþrótt. Verslunin Sportver og Puna verða með tískusýningu á KA-fatnaði og öðram vörum sem seldar eru í versluninni. Eitt aðalskemmtiatriði dagskrárinnar er leikur milli gamalla stjörnu- liða úr hand- og fótbólta þar sem margar stjörnur fyrri ára láta ljós sitt skína. Milli- ríkjadómarinn Magnús Jónatans- son sér um að lögum og reglum á leikvellinum verði framfylgt. Hápunktur dagsins verður krýning íþróttamanns KA fyrir árið 1999. Kaffiveitingar verða í boði. KA-fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í dagskrá dagsins. / Islensk verðbréf og Þór gera samning ÍSLENSK verðbréf hf. á Akureyri og knattspyrnudeild Þórs hafa und- irritað samning og mun fyrirtækið auglýsa á búningum meistaraflokks Þórs. Að auki verða íslensk verð- bréf með auglýsingu á Þórsvellinum og þá munu Þórsarar flagga fána fyrirtækisins á Akureyrarvellinum á leikjum sínum á komandi sumri. Myndin var tekin er samningur- inn var undirritaður fyrir skömmu. F.v. Árni Óðinsson formaður knatt- spyrnudeildar, Sævar Helgason, framkvæmdastjóri íslenskra verð- bréfa, og Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks. Fyrir aftan þá standa tveir af leikmönnum Morgunblaðið/Kristján meistaraflokks, Óðinn Árnason og Orri Hjaltalín, í keppnistreyjum fé- Iagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.