Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 24

Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurmundur G. Einarsson Breki kemur til Bremerhaven eftir veiðiferð um jól og áramót. Kanebo FNSAI Kanebo s - Ný heildarlausn íyrir augnsvæðið! KYNNING í Hagkaupi, Kringlunni, í dag og á morgun, frá kl. 13-1« Sérfræðingur frá Kanebo verður með húðgreiningar- tölvuna og faglega ráðgjöf. HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN CELLULAR PERFORMANCE Seldi karfa fyrir ríf- lega 50 milljónir króna BREKI VE sló sölumetið í Brem- erhaven í Þýskalandi í gær þegar lokið var við að selja afla skipsins sem það kom með í vikubyrjun en togarinn hélt til veiða rétt fyrir jól undir stjórn Magna Jóhannssonar skipstjóra. Samtals var um að ræða 223 tonn, mestmegnis karfa, og fengust um 1.283.000 mörk fyrir aflann eða um 48,7 milljónir króna. Fjör á uppboðinu A fískmarkaðnum í Bremerhaven voru seld tæplega 185 tonn fyrir um 1.076.000 mörk og var meðalkíló- verðið um 220 krónur. Um 38 tonn voru seld í Hull í Englandi fyrir sem samsvarar um 207.000 mörk, ríflega 200 kr. kílóið. „Þetta var mjög skemmtileg dreifing og fyrir bragðið var fjör á uppboðinu," segir Samúel Hreinsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðarins í Brem- erhaven. „Við sendum þorskinn á England því þar fáum við venjulega Breki slær sölumet- ið í Bremerhaven hæsta verðið fyrir þorsk, en karfinn fór út um allt; töluvert til Belgíu, til Frakklands og í raun út um allt. Fyrir páskana 1989, nánar tiltek- ið 19. og 20. mars, var besta sala ís- lensks togara í Þýskalandi, að sögn Samúels. Þá seldi Ögri 266,4 kg fyr- ir 1.142.400 mörk, sem samsvarar um 43,4 millj. kr. Vigri seldi líka fyrir rúmlega milljón mörk sama ár, Viðey var rétt undir milljóninni 1988 og Guðbjörg fékk tvisvar meira en milljón mörk. Allt upp á við Breki er eina skipið sem Útgerð- arfélag Vestmannaeyja gerir út en félagið var stofnað 1998. Það átti líka Eyjaberg VE en seldi skipið fyrir áramót. Sigurmundur G. Einarsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Vestmannaeyja, segir að eftir mikla byrjunarerfiðleika hafi tekist að koma félaginu á réttan kjöl. „Við siglum lygnari sjó og allt er upp á við hjá okkur.“ Heildarkvóti félagsins er um 2.200 tonn og vegur karfinn þyngst. „Eftir að kviknaði í Breka var skip- ið lengi frá veiðum en aflaverðmæt- ið á 10 mánuðum 1999 var um 250 milljónir,“ segir Sigurmundur. Breki hefur einkum verið á karfaveiðum suður af landinu og siglt með aflann á bestu markaði hverju sinni og segir Sigurmundur að haldið verði áfram á sömu braut. „Félagið, sem er í almenningseign, var stofnað til að halda kvóta í Vest- mannaeyjum. Þegar við ákváðum að selja Eyjabergið með hluta kvót- ans settum við það skilyrði að það yrði áfram í Vestmannaeyjum, en við einbeitum okkur að rekstri Breka.“ Morgunblaðið/Sigurmundur G. Einarsson Magnús Arinbjarnarson, stýrimaður á Breka, við hluta aflans á Fiskmarkaðnum í Bremerhaven en uppboðið er í fullum gangi í salnum. Útiiefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCIÍ IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir (IiC6oð ‘Visa og 9íeimsfcCú66sins: 8 daga ferð til Suður-Afríku um páska hlýtur frábærar móttökur og selst ört, enda er verðið ótrúlegt. A tæpri viku seldist meira en helmingur sæta. Ferðin er auðveld, beint flug í fylgd valinna íararstjóra og drauma- aðstaða Jííið faða&jsiiigul Cape Town er höfuðborg héraðs sem vart á sinn líka í heiminum. Mesta blóma- og ávaxtaland heimsins, glitrandi af fegurð náttúrunnar. íPú gCeymir seint útsýni af ‘BorðfjaCCinti né Qóðrarvonarfiöfða eða CjföCdi d ‘WA.TEfRJFRO CUisstu efcfci af ófj CeymanCecjum pdsfcum í Cape ‘Iozvti 16.-23. apríC. Staðfestingargjald aðeins kr. 15.000 (má greiða á næsta úttektartímabili) Pöntunarsímí: 56 20 400 FERÐASKRIF HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.