Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skurðpunktur á heimsenda Santiago er þung af sögu eins og hverjum manni sem gengur um miðaldabæinn í hjarta hennar má vera ljóst. Helsta kennileiti hennar er dómkirkjan sem reist var á elleftu og tólftu öld en undir henni er postul- inn Jakob grafinn, að sögn fróðra manna. Trúin og sagan verða undir- liggjandi þemu í hátíðarhöldum borgarinnar á menningarárinu. Borgin Santiago de Compostela á Spáni er ein af menningar- borgum Evrópu á þessu ári en þær eru alls níu eins og fram hefur komið. Þröstur Helgason heimsótti borgina sem fyrr á öld- urn var talin vera á enda heimsins. SANTIAGO de Compostela er þekktust fyrir að vera ein af helgustu borgum Evrópu en ár hvert koma tugir þúsunda pílagríma að gröf postulans Jakobs sem er sögð stað- sett undir glæsilegri dómkirkju borgarinnar. Borgin er ein af níu menningarborgum Evrópu á þessu ári og ætlar að njóta athyglinnar sem sæmdarheitinu fylgir. Trúin og sagan verða undirliggjandi þemu í hátíðarhöldum borgarinnar á árinu en eins og hinar menningarborgirn- ar níu hefur Santiago eitt megin- þema sem sker dagskrá hennar frá dagskrá hinna borganna en það er „Evrópa og heimurinn“. Að sögn upplýsingafulltrúa fram- kvæmdastjórnar menningarársins í Santiago, María Xosé Porteiro, tengist þemað stöðu borgarinnar sem eins konar sameiningartákns og áfangastaðar kristinna manna hvaðanæva úr heiminum en um leið skurðpunkts ólíkra menningar- strauma. „Hugmyndin er að láta ólíka heima mætast hér í Santiago og finna einhverja sameiginlega niðurstöðu í mikilvægum málum. Liður í þeirri viðleitni er til dæmis röð ráðstefna og málþinga sem hér verður haldin í samstarfi við há- skóla borgarinnar og UNESCO. Er þar ætlunin að kalla saman alþjóð- lega sérfræðinga af ýmsum sviðum til að ræða þær spurningar sem við stöndum nú frammi fyrir á mótum tveggja alda og árþúsunda. Petta eru spurningar sem lúta bæði að stjórnmálum, efnahagsmálum, sam- félagsmálum og hugmyndalífi í al- þjóðlegu og hnattvæddu samhengi." Endastðð og skurðpunktur Santiago er höfuðborg sjálf- stjórnarhéraðsins Galisíu í norð- vesturhluta Spánar. Hún er sögð ein af þremur heilögustu borgum Evrópu á eftir Jei-úsalem og Róm en hún var stofnuð árið 830 eftir að menn töldu sig hafa fundið gröf postulans Jakobs, þjóðardýrlings Spánar, þar. Rómönsk dómkirkja var reist við gröfina á árunum 1077- 1128 og er hún nú helsta kennileiti borgarinnar ásamt miðborginni, gamla bænum svokallaða, sem byggðist upp í kringum kirkjuna á miðöldum. Fyrr á öldum markaði Santiago endi hins þekkta heims og þar með endi heimsins í hugum flestra. Einnig var hún endapunkturinn á ferð fjölmargra pílagríma sem leit- uðu hins helga grafreits dýrlings- ins. Goethe sagði að hugmyndin um Evrópu hefði mótast á ferðum pfla- gríma til Santiago, en þangað komu menn gangandi yfir þvera og endi- langa álfuna. Þessi ímynd borgarinnar sem endastöðvar og eins konar niður- stöðu og skurðarpunkts setur mark sitt á hátíðarhöldin á menningarár- inu. Að sögn Mariu Xosé var undir- búningurinn allur miðaður við að árið 2000 yrði niðurstaða eða summa langs ferlis. „Línurnar voru lagðar strax árið 1993 en þá hófst menningarleg endurreisn borgar- Þessi skúlptúr var reistur árið 1998 í miðborg Santiago og á að tákna ferð borgarinnar inn í framtíðina. í honum er klukka sem taldi niður þar til nýtt ár- þúsund brast á. Eftir því sem nær dró hækkaði stöpullinn þar til hann náði tíu metra hæð um áramótin. Myndin var tekin í ágúst síðastliðnum. Sérlega vel hefur tekist til við endurreisn gamla bæjarins svokallaða í Santiago en hann reis í kringum dómkirkjuna á miðöldum. Gamli bærinn er hjarta borgarinnar með auðugri götumenningu og fjölbreyttum kaffi- og veitingastöðum. Gamli bærinn verður vettvangur ým- issa viðburða á meningarárinu. innar með endurskipulagningu á innviðum hennar, viðreisn gamla bæjarins og byggingu mannvirkja, svo sem tónlistarhúss, menningar- húss og íþróttaleikvangs. Markmið- ið var að styrkja hina sögulegu til- vísun borgarinnar, sem ferða- mannaiðnaðurinn hefur byggst á, en jafnframt nútímavæða hana og gera hana betur í stakk búna til að takast á við nýja öld. Sérstæður skúlptúr sem reistur var í miðborg- inni árið 1998 er táknrænn um þessa ferð okkar inn í framtíðina. Hann var eins konar stöpull sem á var klukka sem taldi niður dagana, klukkutímana, mínúturnar og sek- úndurnar sem lifðu þangað til við sigldum inn í nýtt árþúsund. Eftir því sem nær dró hækkaði stöpullinn þar til hann náði tíu metra hæð um áramótin.“ Tónlist og trúðabolti Santiago er enn áfangastaður pflagríma. Hana heimsækja um þrjár milljónir ferðamanna á ári en einungis þeir sem koma fótgan- gandi kallast pílagrímar með réttu. Þegar dag dýi-lingsins Jakobs, 25. júlí, ber upp á sunnudag er heilagt ár í Santiago, eða Xacobeo eins og borgarbúar kalla það, og fjölgar ferðamönnum þá verulega. Arið 1993 voru þeir sjö milljónir og sennilega álíka margir síðasta ár sem einnig var heilagt. Eitt af meginmarkmiðum menn- ingarársins í Santiago er að efla menningartengdan ferðamannaiðn- að. Talsverð áhersla verður lögð á tónlist í dagskrá borgarinnar en tónlistarhúsið er miðpunktur menn- ingarlífs borgarinnar. Eitt viðamesta verkefni menning- arársins er Árþúsundahátíð Compostela sem fram fer í ágúst og aðstandendur kalla tónlistarhátíð en samanstendur af fyrirlestrum, leiklist, óperu, klassískri tónlist, dansi og djassi. I samræmi við hug- myndina um Santiago sem skurðpunkt ólíkra strauma er lögð áhersla á að kynna list fjarlægra menningarsvæða; indverskur dans, kínversk ópera og tíbesk tónlist eru á meðal þess sem boðið er upp á. Berlínaróperan flytur tvö verk, Rakarann í Sevilla eftir Rossini og Eyðieyjuna eftir Haydn en þar syngur Gunnar Guðbjörnsson undir stjórn Daniel Barenboim. Konung- lega fflharmóníuhljómsveitin í Gal- isíu undir stjórn Helmut Rilling flytur verk eftir Hándel og Beetho- ven og fleira mætti nefna. Meðal annarra viðburða í Sant- iago á árinu mætti nefna evrópska kvikmyndahátíð í póvember, mynd- listarsýninguna Ásjónur guðanna og knattspyrnuleik þar sem allir þátttakendur munu verða trúðar. Borgin sjálf Vitanlega er aðeins fátt eitt nefnt af forvitnilegum viðburðum ársins í Santiago hér, en mesta aðdráttar- aflið hefur sennilega borgin sjálf. Sérlega vel hefur tekist til við endurreisn gamla bæjarins sem er hjarta borgarinnar. Dómkirkjan rís þar hæst en lífið í kringum hana, straumur pílagríma úr öllum horn- um álfunnar og víðar að, fjörug götumenning, markaðir og fjöldi kaffihúsa og veitingahúsa, þar sem megináhersla er á sjávarrétti, setja sterkan svip á bæinn. Gamli bærinn verður vettvangur fjölmargra við- burða á menningarárinu. Á veturna fyllist borgin svo af stúdentum sem sækja hinn forna háskóla hennar sem er sá stærsti í Galisíu. í borg- inni búa um hundrað þúsund íbúar en á veturna bætast við ríflega þrjá- tíu þúsund stúdentar. Santiago er talsvert fjarri þeim sólarstöðum sem flestir íslenskir Spánarfarar þekkja en hún er sann- arlega króksins virði. Hildur Waltersdótt- ir í Gallerí Mflanó HILDUR Waltersdóttir listmál- ari opnaði sýningu sl. laugardag í Café Mílanó, Faxafeni 11. Verkin sem hún sýnir að þessu sinni eru unnin á árunum 1998-2000. Hildur útskrifaðist með BFA- gráðu frá Rockford College í Bandaríkjunum 1994. Þessi sýn- ing á Café Mflanó er sjötta einkasýningin sem hún heldur hérlendis en einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýning- um hér heima og erlendis. Sýningin stendur til febrúar- loka. Hildur Waltersdóttir Ný námskrá Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands NÁMSKRÁ Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands fyrir vorönn 2000 er komin út í 35.000 eintökum. Þar er að finna hátt á þriðja hundrað námskeið og hefur fjölbreytnin aldrei verið meiri. Meðal efnisflokka eru kvöldnám- skeið fyrir almenning, tungumál, námsbrautir samhliða starfi, per- sónuleg hæfni, forysta, námskeið tengd stjórnun ýmissa málaflokka, starfsmannastjórnun, gæðastjórn- un, markaðs-, sölu- og þjónustu- mál, námskeið á sviði fjármála, lögfræði, verkfræði og vefsmíða og hugbúnaðar. Námskeið á sviði heil- brigðis-, félags- og uppeldismála eru vaxandi að vanda. Endur- menntunarstofnun er í samvinnu við fjölda fagfélaga, einstaklinga og stofnanir atvinnulífsins við und- irbúning og gerð námskeiða. Fær- ustu sérfræðingar á hvei'ju sviði, innlendir og erlendir, kenna á námskeiðunum. Á vorönn kemur hátt á þriðja tug erlendra sérfræð- inga til landsins og kennir á nám- skeiðum stofnunarinnar. Af nýjungum í kvöldnámskeiðum fyrir almenning er helst að nefna námskeiðaröð um Island fyrir ís- lenska ferðamenn þar sem mark- miðið er að gefa Islendingum meiri innsýn í land og sögu og fjallar þessi fyrsti hluti þáttaraðarinnar um náttúrufar á Islandi. Þá má einnig nefna leshring um nýjar bækur, hin sívinsælu námskeið Jóns Böðvarssonar um fornsögurn- ar, námskeið í samvinnu við Þjóð- leikhúsið og Islensku óperuna um uppsetningu leik- og söngverka og námskeið um nokkur verka Hall- dórs Laxness sem tengjast ævi hans og heimahögum. í boði eru tvö námskeið sem miða að því að aðstoða nemendur í háskólanámi: „Akademísk vinnubrögð" sem er undirbúningur fyrir háskólanám og „Undirbúningur lokaverkefnis á háskólastigi" þar sem fjallað verð- ur um aðferðir, uppbyggingu og frágang. Athygli er vakin á því að hægt er að skoða námsefnin á nýjum vef stofnunarinnar: http://www.endur- menntun.hi.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.