Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 51 UMRÆÐAN Hlutverk Sam- fylkingarinnar ÞAÐ er athyglisvert að rekast á hvað ákveð- in ummæli í nýársá- varpi forseta íslands hafa farið fyrir brjóstið á mörgum frjáls- hyggjupostulum. Um- mæli forsetans voru þessi: „Er búið að brengla svo hugarfar samkenndar og sam- hjálpar, sem verið hef- ur aðalsmerki íslend- inga, að gildustu strengimir í siðferðis- vitund þjóðarinnar séu nú að trosna?" Samhjálp á undanhaldi Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því með forseta íslands að sam- hjálp sé á undanhaldi í þjóðfélaginu. Sumir ganga svo langt að halda því fram að það sé ekki í samræmi við „nútíma stjómmálastefnu" að halda á loft málstað þeirra sem minna mega sín og þurfa á að halda sér- stakri aðstoð eða samhjálp í þjóðfél- aginu. Þessi gömlu og góðu gildi jafnaðarstefnunnar, samkennd og samhjálp, verða að vega þungt í stefnu Samfylkingarinnar. Þar verð- ur Samfylkingin að skera sig frá hægri öflunum, ásamt því að al- mannahagsmunir gegn sérhagsmun- um verði settir í forgang á öllum sviðum þjóðlífsins. TJttekt Þjóðhagsstofnunar staðfestir misréttið í löndum þar sem óheft frjáls- hyggja er allsráðandi í stefnu stjórnvalda hef- ur bilið milli ríki’a og fátækra aukist. Þetta. er staðreynd á íslandi. Undir stjóm hægri- aflanna í þjóðfélaginu hafa bæði atvinnu- tekjur og ráðstöfunar- tekjur þeirra tekju- hærri í þjóðfélaginu á undanförnum ámm aukist mun meira en þeirra tekjulægri. M.ö.o hefur misskipt- ingin vaxið. Þetta er staðfest í nýlegri úttekt Þjóð- hagsstofnunar um dreifingu tekna á árinu 1997-1998, en þar kemur einkar skýrt fram hvað stjórnvaldsaðgerðir hafa á und- anförnum árum haft bein áhrif til að auka misréttið í kjömm fólksins. Öflugt markaðskerfi samhliða öflugu velferðarkerfí Út af fyrir sig kemur þetta ekki á óvart, því aftur og aftur hefur það verið staðfest að í löndum þar sem óheft markaðs- og frjálshyggja em allsráðandi í stefnu stjómvalda eykst misskiptingin og misréttið í tekju- og eignaskiptingunni. Stefna Samfylkingarinnar á að vera að nýta kosti markaðarins í almannaþágu, en um leið að tryggja heilbrigðar leik- reglur og öfluga samkeppni í at- vinnulífi og á fjármálamarkaði. Öfl- ugt markaðskerfi, sem tryggir heilbrigða samkeppni, kallar líka á styrkar stoðir velferðarkerfisins, Sigurðardóttir Jafnaðarstefna Stefna Samfylkingar- innar á að vera að nýta kosti markaðarins í al- mannaþágu, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, en um leið að tryggja heilbrigðar leikreglur og öfluga samkeppni í atvinnulífi og á fjár- málamarkaði. annars eykst bilið milli ríkra og fá- tækra eins og dæmin sanna. Þannig þarf samhliða öflugu markaðskerfi að tryggja öflugt og skilvirkt vel- ferðarkerfi, sem styrkir stoðir fjöl- skyldna og barna og aðstoðar þá sem höllum fæti standa. Jafnframt þarf velferðarkerfið að tryggja öllum óháð efnahag jafnan aðgang að skóla- og heilbrigðiskerfi. Það er hlutverk Samfylkingarinn- ar að tryggja framgang þessarar stefnu. Til þess var hún stofnuð. Höfundur er alþingismaöur. LANGAR ÞIG AÐ NÁLGAST VSRK8FNIN FRÁ NÝRRI HLIÐ? Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 29.086 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 269.076 kr, 16.601 kr. á mánuði Rekstrarieiga er mi6u6 er vi8 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári f fslenskri mynt. Fjármögnunarieiga er mi8u5 vi8 60 mánu8i og 25% útborgun, greiBslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiBslur en viBkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt verS er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRlRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1225 RENAULT Hefuráu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem erfullkomin, létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. LéttOstur Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostamir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti. Kotasæla með hvítlauk. Bragðmikil og fitulítil freisting! Fjölbreytt urvm LéttOstur í 20 g pakkningum. Handhægur og fitulítili Kotasæla Lágtfituinníhald ogfáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli eða með eplum og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi ogferskum ávöxtum. ÍSLENSKIR W1 OSTAR^ v íf) “ www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.